Morgunblaðið - 06.09.1922, Blaðsíða 2
„Berlingske Tidende“ minna á
konungsheimsóknina dönsku í
Haag árið 1914 og segja, að þar
sem utanríkisráðherra Hollend-
inga, van Karnebeek sje í för
með konungshjónunum, þá megi
eflaust af því ráða, að hann vilji
nota tækifærið til þess að koma
á fastari tengslum milli ríkjanna,
og ef til vill sje það markmið
hans að koma á innilegra vi?J-
skiftasambandi milli nýlendanna
hollensku og Kaupmannahafnar,
svo að verslunin geti orðið rekin
á haganlegri hátt en áður, og
vöruverðið lækki þar af leiðandi.
Mikill viðbúnaður hefir verið
hafður til þess að taka á móti
Hollandsdrotningu, sjerstaklega
þó á Amager. Eru bændurnir þar
af hollenskum ættum og halda en
gömlum háttum sínum, síSari Hol-
lendingar voru kvaddir til Amag-
er af Kristjáni kónungi öðrum,
t'il þess að kenna Dönum að rækta
grænmeti.
Hátíðahöldin á Amager verða
eflaust eftirtektarverðasti þáttur
heimsóknarinnar.
Ný „Dana“-för.
Hafrannsóknaskipið ,,Dana“ fór
fiá Kaupmannahöfn 3. þ. m. áleið-
is til Hull. Á skipinu fóru hinir
þrír dönsku vísindamenn dr. phil.
M. A. C. Johansen, Krarup og
Jensen. Þessir menn ætla aö taka
þátt í alþjóða fundi hafrann-
sóknamanna í Hull og fara síðan
í 6—7 vikna ferð um Norðursjó-
ínn til þess að rannsaka lifnaðar-
háttu kola og síldar. (Þátttakend-
ur í hafrannsóknaþinginu í Hull
verða um 2000 alls, aðallega frá
Bretlandseyjum, Frakklandi og
Norðurlöndum. Hefst þing þetta
í dag).
Þýskai* horfur.
1 „Politiken1 ‘ skrif ar danski
blaðamaðurinn N. Blædel grein
þá sem fer hjer á eftir, og lýsir
þar áhrifum þeim, sem gengis-
hrunið síðasta hefir haft á hugs-
unarhátt almennings. Greinin er
rituð þegar hin svokallaða „tíber-
see-Woche“ — sýningarvika Ham-
borgar á iðnaði, var að byrja,
og sýnir með dæmum úr daglega
lífinu, hve Þjóðverjer eru að-
fram komnir:
— Á Jungfemstieg eru tvær
stærstu gullsmíðaverslanir Ham-
borgar. Onnur lokaði í gær en
hin í dag. Járngrindurnar era
komnar fyrir gluggana og dyrn-
ar lokaðar. Þetta vekur athygli,
því borgin er að búa sig undir
heimsókn útlendinga — öll gisti-
húsin þegar orðin troðfull fyrir
hækkað verð. En ástæðan til þess,
að gullsmiðirnir loka, er hinsveg-
ar alvarlega eftirtektarverð.
í glugga hjá þriðja gullsmiðn-
um sá jeg auglýsitngu, sem hljóð-
aði svo: „Ekkert selt hjer“.
Hversvegna vilja dýrgripasal-
ernir ekki selja?
Svarið er ofur einfalt, en samt
verður maður hissa í fyrsta sinni
sem maður heyrir það. Þeir vilja
'okki, selja verðmæta muni fyrir
pappírsmörk, sem enginn hefir trú
á, og geta verið fallin um helm-
ing á morgun.
Kaupsýslumaður, sem jeg var
að tala við um þetta mál, sagði:
— Þetta er áðeins byrjunin,
forngripasalarnir og listverkasal-
arnir koma bráðum á eftir, og
hver getur sagt um hye þetta
gengisæði getur eyðilagt versiuu-
ir.na að miklu leyti. Hver gatur
hugsað ti’l þess að selja vörur
sínar með þriggja mánaða gjald-
fresti, þegar markið getur fallið
um 50 °/o þangað til á morgun?
I langan tíma hafa Hamborg-
arar verið að undirbúa ,Úbersee‘-
vlkuna. Hún átti fyrst og fremst
að sýna hvað Þjóðverjar gætu
flutt út, og hún hefst sama dag-
irn, sem vegfarandinn les í glgg-
um dýrgripasalanna: Ekkert selt
hjer!
Jeg skal nefna annað dæmi.
Eitt kvöldið sat jeg í einu af
bestu veitingahúsunum í Hamborg.
Þar var jetið og drukkið engu
síður en í Kaupmannahöfn á gull-
laxa-árunum. — Konurnar voru
skrautbúnar. Alt bar vott um al-
menna velmegun og ánægju. Jeg
drap á þetta við fjelaga minn.
Hann svaraði: „Jú, en enginn má
misskilja þetta. Fólk hugsar nú
sem svo, að alt sje undir því
komið að fá eitthvað fyrir papp-
írsmörkin sín sem fyrst, því á
morgun fáist máske ekki nema
helmiingi minna. Þessvegna kaupir
það fatnaði eða því um líkt, eða
það svallar peningunum upp. Það
er almennur hugsunarháttur, að
maður kastj peningum sínum í
sjóinn, ef maður eyðir þeim ekki
undir eins til þess að gera sjer
glaða stund, og svona er það eig-
inlega í raun og veru. Hvers virðii
eru pappírsmörkin okkar á morg-
un?“
Svona hagar til, þegar „Úber-
see“-vikan hefst, eftir langan und-
irbúning, vikan, er á að sýna, hvað
Þjóðverjar geta framleitt handa
öðrum þjóðum. Mjer skjátlast
varla er jeg segi, að þeir sem
fiamkvæmdir hafa í því fyrir-
tæki, sjeu orðnir svartsýnni og
vondaufari um árangurinn en þeg-
ar undirbúningurinn hófst.
Vikan hófst í gærkvöldi' (16.
ágúst) í hinum fagra samkomu-
sal í ráðhúsinu, og voru þar m.
a viðstaddir ráðherrarnir Gröner
og Köster. Ebert ríkisforseti hjelt
aðalræðuna og talaði einkum um
framtíð Hamborgar, én fjölyrti
minna en búíst hafði verið við,
nm afstöðuna til annara ríkja.
Það var lagleg ræða, eins og mað-
ur segir.
Almenna skoðunin á ástandinu
í Hamborg er sú, að þegar mað-
urskygnist aðeins í gegnum efsta
hjúpinn, sem blekkir svo marga
gesti, sje það sótthitaþrungið og
órólegt. Seinustu dagana hafá 25
dómarar í borginni sagt af sjer,
vegna þess, að þeir gátu ekki
lifað af laununum. Það eru yngstu
dugl'egustu og fiamkvæmdamestu
li.gfræðingarnir, sem hafa farið,
vegna þess að gengiisvandræðin
voru að gera út af við 'þá. Jeg
veit ekkert hvað af þeim hefir
orðið, en vert er að athuga, að
hjer hefir nýtt sjúkdómseinkenni
bætst við hin fyrri: .Embættis-
mennirnir era farnir að flýja.
Og almenna skoðunin á Þjóð-
verjum nú, er sú, að þeir sjeu
eins og 'sjúklingur með hitasótt,
og að sjúklingnum geti elnað sótt-
in þegar minst varir.
--------o-------
Þýski krónprinsinn
hefir enn á ný sótt um leyfi til að
mega flytjast til Þýskalands og setj-
ast þar að sem óbreyttur borgari.
En stjórnin kvaðst ekki geta orðið
við þeirri beiðni nú fremur en áður.
Frá Egyptalandi
Eftir Ebbe Kornerup.
(Fyrir stuttu flutti Morgunbl.
bfot úr ferðasögu eftir E. Korne-
rap. Þótti það skemtilegt og fróð-
legt. Skrifar hann fjörugt og ljett
mál, svo skemtun er að lesa alt
það er hann skrifar, ekki síst
þegar hann lýsir því, sem fyrir
hann ber á hinum mörgu ferðum
hans. Nú hefir hann enn sent
Morgunbl. ferðasögu frá Egypta-
landi, og verður hún þýdd hjer
líiuslega. — Um þessar mundir
mun E. Kornerup dvelja á Oeylon.
Hefst hann við í hinum þjettu
frumskógum og sefur á nóttum í
hermannapoka. Ætlun hans er að
ferðast um alla eyna, og má bú-
ast vi ðskemtilegri lýsingu frá
honum af því ferðala'gi).
Hjer í Cairo er steykjandi hiti,
og þó er aðeins vor heima. Dýra-
garðurinn er baðaður í frábæru
blómaskrauti. Geisistórar vafnings
jurtir h'velfa sig inn yfir græn
blómabeð.
Giraffinn tafði mig lengi. Gat
ekki slitið mig frá að horfa á háls-
inn á honum, þetta langa matar-
rör. Og' svo var það höfuðið með
þessum *inkennilega útvexti. Þetta
var úijer ókunnugt, nýtt.
Gíraffinn var í sömu girðing-
unni og strútarnir. Alt í einu tók
jeg eftir tveimur strútum, þeir
hreyfðu hálsinn svo undarlega.
Karldýrið var með blóðrauðan
háls og bleikrauð, kjötlituð nakin
læri, en var annars þakinn þykk-
um fjaðralubba svörtum. Hann
glápti undarlega. Kvendýrið Var
daufgrátt að lit. Hún hreyfði
hálsinn meira. Makinn líkti að-
eins eftir henni.
Alt í einu þenur hún út stutta
vængi sína, sígur niður á hnjen,
legst eitt augnablik alveg niður,
lyftir afturbúknum og skyrpír úr
sjer stóru gulu eg'gi..
1 sama vetfgangi er „bóndi“
hennar kominn þar að. Bæði
krafsa nú i sandinn með nefinu
kringum egg'ið, svo hann þyrlast
yfir það og hylur það. Það eru
foreldraatlotin.
Við stóðum yfir 5 mínútur við
vatn eitt og hoffðum á flóðhest-
inn. Stuttu síðar kom ungur Ar-
abi gangandi með nýtt gras í
kendinni. Hann opnar járnhurð,
sem greypt er inn í sementsgólf
og liggja frá henni marmaratröpp
ur út undir vatnið. Langt út í
vatninu, kemur í ljós risahöfuð
flóðhestsins. Hann syndir þvert
yfir vatnið, gengur yfir ey, sem
varð á vegi hans og steypir sjer
svo aftur út í vatnið og kemur
í land þar sem við stöndum. Hann
opnar gin sitt og Arabinn fleygir
grasinu í það.
Við gengum yfir til kamel-
eonins. Það er lítið, svo að segja
þríhyrnt dýr. Það sat undir graén-
um greinum og var þá auðvitað
grænt. Eins og kunnugt er getur
það skift um lit.
Arabinn setti það á rauða húf-
una sína. Það varð jafnskjótt
bióðrautt. Svo var það íátið niður
á veginn og varð um leið ösku-
grátt. Enn varð það gult, er
það var látið á gulan slopp Araba-
stúlku einnar, og endaði með því
að verða grænt undir grænu blöð-
unum.
En allra skemtilegast var að
sjá til þess, þegar Arabinn veiddi
flugur handa því. Þá færðist líf
í það. Ekkert dýr hefir jafn ein-
kennilegt- auga. ÞaS er stórt og
kringlótt, og eins og það liggi
utan á. Dýrið ljet nú augað fylgja
flugi flugunnar, eins og því væri
snúið í hring. Alt í einu var flug-
an nógu nærri til þess að dýrið
sæi sjer leik á borði. Það opnar
hinn stóra kjaft sinn, handar-
langri tungu er slöngvaS út,
þykkri að framan. Hún hittir flug-
una og dregst saman og hverfur
inn í kjaftinn aftur. Svo er það
rólegt aftur, hreyfingarlaust eins
og grein eða blað, situr gersam-
lega kyrt þangað til önnur fluga
kemur í augsýn.
Um það leyti er sólin var að
ganga undir, brá skugga yfir af
fljúgandi fuglamergð.
Þeir komu frá öllum hliðum,
gráu hegrarnir, sigu niður og
settust á trjágreinarnar svo þjett,
að það var eins og trjen bæru
þúsund gráleit blóm, sem ógeðs-
leg lykt var af-
Þeir byrjuðu að væla og vella,
öskra og æpa allir í éinu.
ÞaS var ómögulegt að ganga
undir trjánum, því vegirnir urðu
undir eins hvítir af skarni þeirra
og fjaðrir þeirra fjellu niður eins
og logndrífa.
Svo emjuðu aparnir í búrun-
nm og hristu grindurnar til þess
að komast út. Ljónið var þagnað.
Því það hafði jetið kjöt nýlega.
En þá komu krókódílarnir á kreik.
Þeir gengu lymskulega niður að
vatninu og biðu. Svo fengu þeir
fisk og hrátt kjet út í vatnið.
Það er nótt. Jlimininn er stráður
stjörnum, stórum og hreinum í
hinu ljetta egyptska lofti. Við
erum rjett hjá eySimörkinni. Ar-
ahamir leika á flautu og kam-
elarnir reika heim að gróðurblett-
iuum. En við þeytumst til Cario
með já’rnbrautinni til þess að
klæða okkur til kvöldverðar.
Það er bjartur morgur í Cairo.
Við erum staddir þrír Danir úti
við • hinn undurfagra garð. Við
vorum að semja um við Ben
Ibrahim aS fá asna lánaða út að
Moses-lindinni og steinrunna skóg-
inum. Og síðan var setst á bak
og lagt á stað.
Fyrir utan Cairo liggja haugar
af pottbrotum og öðru affalli og
ónýtum munum. Þeir eru svo
háií að vegir eru grafnir gegn-
u m þá.
Strax á aðra hlið byrjar eyði-
mörkin. Og hjer eru grafir Mame-
lukkanna, skrautlegar byggingar
meS laukmynduðum kúplum og
hvítum veggjum — draumur úr
æfintýrum þúsund og einnar
nætur.
Við stefnum í vestur.
Rauðleit, lág fjöll liggja eins
og breið tunga í vesturátt. Nú
er morgun og sólskin, hiti og
fuglasöngur.
Asnarnir stikla áfram, heldur
silalega, stöðvast stundum, , en
herða sig þó aftur.
Hjer eru engar jurtir, aðeins
þurt gras. Steinar liggja á strjáÞ
ingi' og björgin eru af mismun-
andi hita og kulda sprungin og
rifin.
Við höfSum sjálfsagt riðið í
klukkustund, þegar við beygjum
til norðurs inn á mill; sundur-
rifinna klappa. Við ríðum hver
á eftir öðrum steinóttan stíg og
komum að Moses-lindinni.
Gerið þið svo vel! Hjer sló
Móses fram vatnið úr berginu.
Það eru nú víðar til Móses-1
lindir. Og samkvæmt biblíunni
sló Móses vatnið fram á Sinai-
eyðimörkinni en ekki viS Cairo.
En fólk vill nú samt sem áður
sjá lindina. .
Við snúum við og höldum til
skógsins dauða.
Hann er geisigamall og er vont
að finna hann. Ibrahim vill sjálf-
sagt narra okkur. En jeg hefi
verið á þessum slóðum fyr og
kannast viS leiðina.
Loksins komum við til skógar-
ins. Hjer liggja steinarnir, greini-
legar leifar af eldgömkim trjám,
stráðir til og frá þvílíkt sem af
risahönd. Við sitjum mitt í dyngju
af kvistum og greinum.
Við höldum í hendinni litlu
stykki af steinrunnu trje. Hver
æð, hver rispa í berkinum kemur
fram og er nú eins og fyrir
ja, hvað löngu — þúsundum ára,
löngu áðui' en maöurinn var dýr,
áður en jörðin fjekk núverandi
lögun.
Fjelagarnir taka með sjer ofur-
lítið stykki, en jeg ætla mjer
kringum jörðina, og er of fátæk-
ur til að flytja með mjer skóg.,
En skógana á jeg samt sem áöur,.
hvort sem þeir liggja steinrunnir
í hinni stóru, gulu Saharaeyði-
mörk, eða þeir eru í tempraða
beltinu, jlmandi af blórnum, eða
það eru frumskÓgar, sem maður
verður að liöggva sig í gegnum.
Þaö er orðið seint. Sólin geng-
ur undir. Við verðum að haldæ
heim á gistihúsið.
Ibrahim ætlar að narra okkur
aftur, en jeg þekki veginn.
Sólin er sigin. Það er komin
nótt, Við föram viltir vegar. Alt
narrar okkur Við förum veg-
leysur. Og jeg sem var leiösögu-
maður!
Nú ýlfrar sjakalarnir, og nú
hyenan. Hjer er skuggalegt, þeg-
ar þessi vonskudýr eru á ferli.
Bn fjela gar mínir fylgja mjer
með danskri trygð. Eg klifa upp
á fell eítt og hinir hverfa mjer
| sýnum. Uppi gi-illi jeg í bjarma
j í fjarska. Það er blikið af hin-
um mörgu í-afmagnsljósum í Cairo,
sem liggur eins og hvít þoka yfir
sjónhringnum. Jeg staulast niður
og næ hinum. Og stefnan er
tekin. .
Við komumst til borgarinnar.
Við fengum ofbirtu í augun. Og
hávaöinn virtist svo rnikill eftir
alla þögnina úti í eyðimörkinni.
Alt er hávaði. Arabarnir. Vagnarn
ii. Hestarnir- Hljómleikamir.
Við riðum hraðara og til gisti-
hússins.
Eftir baðið sitjum við hreinir
og boröum ágætan kvöldmat, töl-
um dönsku og gleðjum okkur yfir
því að við komumst til borgar-
innar.