Morgunblaðið - 07.09.1922, Page 3
MORGUN BLAfílí-
Nýkomnar wönar i i
líerslusn Ben. S- Þó^aB'inssofiai* |
Mikið og margbreytt úrval af kvenna- og barnasokkum, ullar og
baðmullar. 30 tegundir. Verð og gæði haldast í hendur. — Kvenna- og
barnabanskar, fjöldamargar tegundir og mikið úrval. Verð framúrskarandi
gctt. Blússufatnaður og .yfirfrakkar banda drengjum, vandaður og ódýr.
Kvenna og barna milli- og nærfatnaður, mikið úrval, alt með góðu
verði. Kvenna- og barnalín, hið besta að efni og verði. Prjónafatnaður
handa drengjum og stúlkum. Karlmanna og drengja nærfatnaður, mikið
úival. Ullarband, 3 tegundir og í öllum regnbogans litum. Mikið úrval
af hnöppum cg tölum. Hið ágæta D. M. C. garn og fl. og fl. og meira
og meira. i
jet-stjórnarinnar síðasta ár. Segir
hann þar, að hin nýja stefna
stjórnarinnar í viðskiftaniálum
geti ekki samrýmst kommunism-
anum.
„Ovinir okkar hafa rjett að
mæla, er þeir segja að undan-
haldsstefnan búi okkur margvís-
legar hættur. Öflin eru að skipa
sjer í nýjar fylkingar. Mótstöðu-
menn bolsjevikka eru án efa að
lifna við aftur og aukast að þreki
og óvinurinn borar sjer inn um
hverja einustu svitaholu á þjóð-
arlíkamanum. Þegar honum hefir
orðið ágengt í fjárhagslegum efn-
um, reynir hann eflaust að koma
ár sinni fyrir borS í stjórnmál-
um. Þessvegna verður heróp okk-
ar að vera þetta: Stöðvið við-
skiftamála-undanhaldið gagnvart
Vestur-Bvrópu og herðið sóknina
á stjómmálasvi'Sinu! Að vísu get-
um við ekki sem stendur sótt
á í stjórnmálum, á sama hátt og
fvrir tveimur eða þremur árum.
Tímarnir hafa breytst og þess-
vegna verðum við að breyta um
aðferðir. En þó við verSum að
taka upp nýjar aðferðir, megum
við til að halda sókninni áfram
fvrir því.‘ ‘
Jafnoki Paganínis.
pað er ekki ein báran stök fyrir
Wilson fyrverandi forseta. Vonbrigöi,
sjúkdómar og sorgir hafa svo að
honum þrengt, að hann er nú ekki
annað en skuggi af sjálfum sjer, og
lifir hljóðu og kyrlátu lífi, gleymdur
og lítilsvirtur.
Síðasta sorg hans kvað vera sú,
að Margrjet dóttir hans hefir sagt
kærasta sínum upp, Akshaw liðsfor-
ingja. Tók hann þátt í heimsstyrjöid-
inni og nxisti annan fótinn. Wilson
hafði miklar mætur á þessum liðs-
foringja, var hann af gamalli enskri
aðalsætt. Spurði hann dóttur sína
eitt sinn, hversvegna hún vildi ekki
giftast Akshow. Hún kvaðst ekki
geta látiS sjer nægja mann meS einn
fót.
Ekki er þaS þó uppsögnin sem
hefir dregiS mesta athygli aS Mar-
grjeti Wilson, heldur alt annaS. í
fyrsta lagi er hún annáluS fyrir feg-
urS. Og hefir þaS mjög dregiS aS
henni athygli manna. I öSru lagi er
hún orSin fræg fyrir fiSluleik sinn,
og veldur þaS mestu um orSróm þann
sem af henni fer.
Strax á unga aldri þótti hún hafa
óvenjulega hæfileika á þessu sviSi.
16 ára gömul kom hún í Schubert-
konservatoriet í Washington. En þá
lýsti kennari hennar, prófessor Krop-
awski, því yfir, aS hún gæti ekk-
ert af honum lært. Og hvergi í víSri
veröld mundi sá fiSluleikari vera,
sem gæti kep við hana. Vildi Krop-
awski, aS hún ljeki opinberlega og
taldi hana vera undrabarn. En Wil-
son aftók þaS meS öllu. En viS og
viS ljet hún til sín heyra í einka-
húsum og minni fjelögum og hlaut
nafniS Paganini annar.
Svo er sagt, aS ekkert hlutverk
sje hemii of erfitt. Hún leiki sum
erfiðustu hlutverk Paganinis og önnur ,
heimsfræg verk fiSlusnillinganna meS :
frábærri leikni. Eitt sinn hlustaSi
belgiski fiSluleikarinn, Rysaye, á hana,1
og er hann viSurkendur snillingur. ;
En hann sagSi, aS aldrei fyr hefSi |
menn heyrt annan eins fiSluleik. Sjer- \
staklega kvaS gripleikni hennar vera S
dásamleg og tónar hennar fullir og
hreinir.
Nýlega Ijek hún opinberlega í Chi-
cago, og vakti þá hrifni þar, að efnt
var til blysfarar aS heimili hennar
nokkru síSar. Og alstaSar aS bárust
henni óhemju tilboS aS koma og spila.
Skömmu eftir aS hún hafSi leikiS
opinberlega gekk hún eitt kvöld inn
á kaffihús og sá þar og hlustaSi á
pólskan fiSluleikara. Sama kvöldiS
kyntist hún honum. Stuttu síSar sagSi
hún kærastanum upp.
Nú hefir hún afráSiS aS ferSast um
allan heim og spila og á nýi kærastinn,
hennar, fiðluleikarinn Skirotovska, að
aSstoSa hana. BrúSkaup sitt ætla þau
aS halda í New York bráSlega. En
fullyrt er, aS gamli Wilson verSi
þar ekki .viSstaddur.
Til Tibet.
Landkönnuðuirinn heimsfrægi,
Sven Hedín, sem unnið hefir
meira en nokkur annar maður
að landfræðirannsóknum í Tíbet,
og farið þar um flæmi, sem eng-
inn Evrópumaður hefir litið aug-
um áður, er nú að undirbúa nýja
rannsóknarferS til Tíbet. Gerir
hann ráð fyrir, að ferðin taki
um fjögur ár, og ætlar hann að
þessu sinnj að fara nýja leið inn
i Tíbet, nefnilega að anstan frá
Kína, en áður hefir hann fariS
að sunnan og vestan. Ætlar hann
einkum að rannsaka austurhluta
Mið-Asíu í þessari ferð. Fjöldi
sænskra visindamanna verður í
förinni, þar a meSal Gunnar And-
erson prófessor, sem um margra
ára skeið úefir verið í Kína og
er frægur visindamaðnr.
Gert er ráð fyrir, að lagt verði
a stað í ferðina eftir eitt ár. En
þetta eina ár ætlar Hedin að
r.ota til þess að fara í fyrir-
lestraferð um Bandaríkin í Ame-
ríku.
Martens-flugvjelin.
Flug það, sem þýski verfræðing-
urinn Martens fór fyrir nokkru í afl-
vjelarlausri flugvjel hefir vakið fá-
dæma athygli. Vjel sú, er hann hjelt
sjer í lofti á í klukkutíma og 6
mínútur er aðeins lítil. Vængjalengd
hennar er 12,6 metrar og burðar-
fietirnir 16 fermetrar að flatarmáli.
Ritstjóri látinn.
B. Wulff, sem verið hefir ritstjóri
við blaðið „Aftenposten' ‘ í Kaup-
mannahöfn andaðist 19. ágúst. Hann
var um eitt skeið í stjórn Blaða-
mannafjelagsins danska, en yfirleitt
bar lítið á honum í opinberum málum.
Togararnir. Belgaum seldi afla sinn
í Englandi í fyrradag fyrir 1161
sterlingspund. Draupnir er að búa
sig á ísfiskveiðar. Apríl seldi í gær.
Tryggvi gamli er nýtt togaraheiti
hier í bænum. Eins og kunnugt er
keypti Alliance-f jelagið togarann Þor
stein Ingólfsson í fyrra af Hauks-
f.'jelaginu, og er það þetta skip, sem
nú hefir verið kent við Tryggva heit-
inn Gunnarsson bankastjóra. Skipin,
sem „Alliance“ á fyrir, eru Jón for-
seti og Skúli fógeti.
20.000 króna lán hefir húsnefnd
Goodtemplarahússins sótt um úr bæj-
arsjóði til húsbyggingar vegna mat-
gjafa Samverjans. Hefir fjárhags-
nefnd bæjarstjórnar tjáð sig vera
málinu hlvnta, og hefir falið borgar-
stjóra að tala við húsnefndina um
málið og á hvern hátt hægt verði að
ráða málinu til lykta.
Baðverðinum, sem nú lætur af um-
sjón með baðhúsinu, hefir fjárhags-
nefnd lagt til að greiddar verði kr.
60.00 á mánuði í eftirlaun auk dýr-
tíðaruppbótar. |
Leiðrjetting. 3 prentvillur eða skrif
villur eru í greininni um gamalmenna
hælið í gær: mestu einstaklingana,
á að vera: mestu einstæðingana; vænt
um að margir væru, á að vera: vænt
um að mega yera; og hinum síst
gléymt, í stað: og honum síst gleymt.
S. A. Gíslason.
Ólafur og nöfnin. Ólafur Friðriks-
son óskar eftir því í Alþýðublaðinu
að fá að sjá á prenti nöfn þeirra
Borgfirðinga, sem skrifað hafa undir
vantraustsyfirlýsingu til dómsmála-
ráðherrans út af meðferð hans á
hæstarjettardóminum í Ólafsmálinu
svokallaða. Morgunblaðið sjer ekki
ástæðu til .að prenta nöfnin. Þau
taka mikið rúm. En velkomið er
Ólafi að fá þau til birtingar í Alþýðu
blaðinu, ef hann vill koma til Morg-
unblaðsins og skrifa þan upp.
Landsstjórnin og bæjarstjórnin. —
Húsameistari ríkisins hefir farið fram
á við bæjarstjórn fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar, að fá leyfi til að fram-
kvæma ýmsar breytingar á húsinu
„Nýborg“. Er til þess ætlast að hús-
iö verði notað fyrir áfengis og lyfja-
verslun ríkisins. Byggingarnefnd hefir
lagt til að þessari beiðni verði synjað. ’
Gasstöðin. Gasnefndin hefir nú ný-
ltga ákveðið að lækka verð á koksi
úr 80 kr. smálestina niður í 70 kr.
Bensíngeymirar enn. H. Benedikts-
son & Co. og Landsverslun hafa sótt
um leýfi til bæjarstjórnarinnar að
setja niður bensíngeymira á Lækjar-
torgi. Yeganefnd bæjarstjórnar er
Dieðmælt því að veita leyfin og að
gcymirarnir verði settir niður að
norðanverðu við torgið.
Landsverslunin hefir sótt um til
bæjarstjornarinnar að fá á leigu lóð
hafnarinnar á milli Kalkofnsvegar
og Ingólfsstrætis til olíugeymslu. Á
olían að vera í stáltunnum og býðst
Landsverslunin til að byggja utan
um hana bárujárnsskýii og lagfæra
lóðina, ef það verður álitið nauðsyn-
legt. Hafnarnefnd vill fyrir sitt leyti
veita hið umbeðna leyfi, ef hafnar-
stjóri í samráði við brunamálanefnd
sjer fært að búa svo um olíuna, að
ekki stafi brunahætta af geymslunni
á þéssum stað, en (þó hefir hún frest-
áð frekari ákvörðun í málinu.
! Rafmagnið. Á síðasta fundi raf-
magnsstjórnar var lögð fram skýrsla
um notkun rafmagns og tekjur raf-
veitunnar frá 1. jan. til 1. júlí. Hafa
tekjurnar orðið samtals kr. 206.740.94.
Dánarfregn. 4. þ. m. andaðist að
heimili sínu, Grjótagötu 9, Magnús
Ólafsson trjesmiður, gamall og góð-
ur borgari þessa" bæjar.
Eri. símire^mr
trá írjettaritara Morgrmblaðaias.
Khöfn 6. sept.
Ósigrar Grikkja í Litlu-Asíu.
Frá London er símað, að Grikk-
ir hafi beðiS algerðan ósigur fyr-
ir Tyrkjum í Litlu-Asíu; herþeirra
sje tvístraður og Tyrkir felli hann
unnvörpum. Gríska stjórnin hefir
snúið sjer t'l Breta og beðist
hjálpar af þeim, og bandamenn
hafa falið fulltrúum sínum í Kon-
stantinopel að vinna að því, að
friður verði samihn milli Grikkja
og Tyrkja. Grikkir eru tekn'r að
fiytja sig lieim frá Litlu-Asíu. —
Yfirforingi hers þeirra þar hefir
vc-rið settur af-
Þjóðasambandið.
Frá Geneve er símað, að 3. full-
trúafundur þjóðasambandsins hefj
;st á mánudaginn kemur og verði
Edwards, sendiherra Ohiles í
Lor.don, forseti.
Eeimanmundurinn
Hann var orðinn töluvert ákaf-
ur, því hann langaði mjög mikið
tii að fá Mölvu á sitt mál. Hann
var dálítið gramur yfir tilfinn-
ingasemi hennar, sem honum f anst
l’j hófi, og Malva heyrði það á
málrómnum.
Eins og æfinlega þegar hún
hjelt að honum mislíkaði eitthvað
við sig draúp hún höfði eins og
barn, sem hefir orðið fyrir ávítum.
En hún ljet þó ekki undan.
— Það er sjálfsagt rjett og
satt, sem þú segir; en þó nú að
frænka þín vEeri svo göfuglynd
og laus við hleypidóma að geta
gleymt því að jeg er dóttir Ger-
'hards Breitenbach, þá gæti jeg
aldrei gleymt því sjálf. Og hjá
ættingjum þínum mundi jeg ekki
nokkurt augnablik geta losað mig
við þá hugsun, að jeg væri þó í
rcun og vern ekki velkomin. Vild-
ir þú leggja annað eins á mig,
hjartans vinur minri ?
I — Mjer þykir mikið fyrir að
heyra þig segja annað eins og
þetta, Malva mín. Ertu ekki búin
af lofa mjer að þú skulir gleyma
því sem liðið er og aldrei framar
særa mig með því að minnast á
þetta?
— Jú, Bernd. En þá átti jeg
hara við þig sjálfan; því þessi til-
finning kemur ekki til greinaþeg-
ar um þig er að ræða, síðan jeg
' vissi hve sterk og mikil og óeig-
ingjörn ást þm er# Án þefes að
víla fyrir mjer tek jeg á móti
öllu sem ást þín gefur mjer, á
'milli okkar verður aldrei spurt
hver sje sá sem gefi og hver þiggi.
Göfuglyndi þitt auðmýkir mig
ekki og fyrir þjer skammast jeg
mín ekki fyrir endurminninguna
um það sem liðið er. Hvert sem
þú ferð með mig — með þjer ein-
um verð jeg altaf sæl. Ef nokkur
tök eru á því þá skulum við flytja
. okkur á einhvern afskektan stað,
þar sem við getum lifað út af
fyrir okkur. Hvorki fátækt nje
söknuður aftra mjer nje hræða
1 mig. En áð hugsa til að vera sem
gestur hjá ættingjum þínum, get
! jeg alls ekki; það skelfir mig og
pínir mig, og ef þú elskar mig,
Bernd, þá hlífðu mjer við því.
Hún leit á hann tárvotum og
biðjandi augum og gremja hans
var löngu horfin. Svo dýrmætar
voru þó endurminningarnar frá
rránkenhagen ekki, og löngunin
til að lifa upp aftur sömu glað-
væru dagana ekki svo mikil, aS
blíðuorð hinnar ungu konu gætu
ekki strax jafnað óánægjuna út
ar’ vonbrigðunum.
Hann tók Mölvu í fang sjer og
sagði:
— Það er þá útkljáð. ViS skul-
um ekki minnast á það framar!
En hann áleit það skyldu sína
að skrifa Lydiu undir eins sama
daginn. Því það var betra að
koma í veg fyrir aS hún skrifaði
boðið en að særa hana með því að
þiggja það ekki. Fyrst ætlaði
hann að bera einhverjum smámun
um við. En svo datt honnm í hug
að hún hefði komið svo vingjarn-
lega fram viS sig, að hiin ætti
heimting á einlægni af þeirra
hálfu. Eftir síðasta samtal þeirra.
hafði hann svo gott álit á henni,
að hann var viss um að hún mundi
ekki verða reiS við sig og Mölvu,
þó það máske kynm að særa hana
dálítið að þau vildu ekki þiggja
hc ðið.
Hann sagSi henni nákvæmlega
þær ástæður, sem værn fyrir því
að konan sín enn þá sem komið
væri ekki vildi komast í náin
kynni við tengdafólk sitt og bað
hana að láta. hana ekki gjalda
þess og ekki svifta hana fyrir
þaS þeirri velvild sem hún hefði
sýnt henni með því aS bjóða
henni til Frankenhageíi.
Átta dögum seinna kom brjef
frá Lydíu til Bernds, og það var
ekki hægt' að lesa milli línanna
hina minstu gremju eða þykkju.
— Jeg skil svo vel tilfinning-
ai konu þinnar, skrifaði hún með-
al annars, og jeg þakka þjer fyrir
þá hreinskilni, sem þú hefir sýnt
mjer, með því að segja mjer alt
eins og var. Jeg vona aS jeg
þurfi e"kki að segja þjer að það
breytir ekkert skapi mínu eða vel-
vild til ykkar. Hreinskilni og ein-
lægni eru eftir minni skoðuu
fyrsta skilyrSið fyrir sannri vin-
áttu; og eftir að hafa lesið síð-
asta brjefið þitt þykist jeg þess
fulviss að við munum verða góðir
vinir, þaS sem eftir er æfinnar
— ekki einungis við — þú og jeg
— heldur líka konan þín, sem
jeg nú þegar, án þess að þekkja
hana, elska eins og systur. Að
þessi tilfinning ekki er jöfn, á
bíVSar hliðar er . svo skiljanleg,
því hvað mikið sem þú hefir
sagt henni gott um mig, getur
hún þó ómögulega haft annað
eins álit á mjer, eins og jeg eftir
þinni lýsingu hefi á henni. Jeg
er nú líka hálfsmeik um að þú-
ekki þekkir mig vel sjálfur og
að endurminningarnar frá æsku-
ái'um okkar hafi alt af mikil
áhrif á hvernig þú dæmir mig.
Að minsta kosti gat jeg ekki
annað en fundið dálítið til þess,
scinast þegar við töluðum saman.
Við skulum örugg trúa tímanum
fyrir að skapa þá vináttu, sem
jeg svo mjög þrái, af því að jeg
í einveru minni hjer á Franken-
hagen hefi svo mikla þörf á dá-
lítilli breytingu og skemtun. Mað-
ur ætti aldrei að sækjast eftir
neinu í þessu lífi, sem ekki er
fúslega í tje látið og allra síst
ást eða vináttu nokkurs manns;
en samt efast jeg ekki hót um,
að mjer takist einhvemtíma að
afla mjer trausts og vináttu kon-
unnar þinnar.