Morgunblaðið - 10.09.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1922, Blaðsíða 3
„and“. Vona jeg að enginn svart- nr blettur komi á tungu Morgun- blaðsins fyrir þessa- þrjá stafi. Ólafur Friðriksson. Aths. Vel getur tíðindarnaður Morgimblaðsins kannast við 'það, að farið hafi milli mála hjá hon- um skoðun Ólafs Friðrikssonar á því, hvað mikið tillit bæjarstjórn ætti að taka til þeirrar bruna- hættu, sem álitið væri að gæti stafað af steinolíugeymslu við Kalkofnsveg. En hitt er aftur á mótj víst, að bæjarfulltrúinn var að hvetja til þess að bæjarstjórn- Ir „tæki ekkert tillit til þess“, sem hann ,nefndi heildsalahræðslu, og átti hann þá við aðvaranir frá umboðsmönnum erlendra bnma- bótafjelaga hjer, sem þeir höfðu sent til bæjarstjórnarinnar. Er ekki ósennilegt, að það sem bæjar fulltrúinn telur vera rangt í frá- sögninni stafi af þessu. Hitt atrið- ið' lætur tíðindamaðurinn^ sjer liggja í íjettu rúmi. Vilji Ólafur Friðriksson heldur hafa sagt „and- skotans“ en „helvít:s“, þá er hon- um það velkomið lians vegna. Ekki ætlar tíðindamaður Morgun- blaðsins að velja honum blóts- yrðin, hvorki nú nje framvegis. Hann mun vera einfær um þá hluti. ------®-----— Frá Stokkseyri. Tvenn eftirmœli. Á annan páskadag s. 1. drukn- aði á Stokkseyrarsundi Guðmund- ur Gíslason frá Brattsholtshjá- leigu ásamt 6 mönnum öðrum. Hann var sonur Gísla bónda Gísla- eonar í Brattsholtshjáleigu. Eiga þau þrjú börn eftir lifandi, Krist- mund starfsmann við rafveitu Reykjavíkur, Kristmann mótorista á Stokkseyri og Þórunni í heima- húsum. Ægir var óvenju fórnarfrekur síðast liðna vertíð og heimti marg- an vaskan dreng úr sjómannaliði gamla Fróns, enda iniðlaði hann landsmönnum örlátlega björginni. Á margur um sárt að binda þeirra, sem eftir lifa. Guðmundur sál. var rúmlega þrítugur að aldri, fæddur í Brattsholtshjáleigu og dvald: í föðurhúsum allan sinn aldur. Eftir að hann komst upp stundaði hann jafnan sjó á ver- tíðinni en vann heima annan tíma ársins. Var hann vjelarmaður síð- ustu árin, og einnig á bátnum, sem hann fórst með. Þótt Guð- mundur sál. dveldi heima og færi ekki á neinn skóla aflaði hann sjer mikillar mentunar með frá- bærri elju, enda var hann ágæt- um hæfileikum gæddur. Lærði hann tilsagnarlaust að mestu af bókum Norðurlandamálin, ensku og þýsku. Hann var hagleiksmað- ur á smíðar, eins og hann átti kyn til, og mátti segja að alt ljeki í höndum hans. Hann reynd- ist foreldrum sínum sannur sonur og öllum, er kynni höfðu af hon- "um, drengur hinn besti, og er skarð hans ekki auðfylt. Af sama skipi druknaði Einar bóndi Gíslason frá Borgarholti. Hann var sonur Gísla Ólafssonar og Ástu Einarsdóttur er bjuggu þar. Einar sál. var fæddur 4. apríl 1867. Giftist eftirlifándi ekkju sinni Kristínu Þórðardótt- ur silfursmiðs frá Brattsholti 20. október 1890. Eignaðist meS henni 11 börn, 3 syni og 8 dætur, af þeim mistu þau 2 í æsku. Hin öll uppkom'n, mannvænleg og mynd- arleg. Sjómensku stundaði hann frá 15 ára aldri til þess síðasta, eða samfleytt í 40 ár, og af þeim var hann 14 ár formaður á Stokks- eyri, og var hann hinn duglegasti og besti sjómaður, gætinn og afla- sæll formaður, enda þurfti hann á því að halda, þar sem hann byrjaði búskap með mjög litlum efnum, en hafði fljótlega fyr'r mörgum að sjá. Bújörð hans var pijög kostarír, og þurfti því á öllu að taka, og yel á að halda til þess að framfæra svona stór- um barnahóp, og það því fremur sem hann lengst af var einyrki, enda hepnaðist honum það með sínum alkunna dugnaði og fram- sýni, án allrar utanaðkomandi hjálpar. Hann var maður skýr, greindur og vel gefinn, hafði gott traust annara og naut almennr- ar virðingar, enda sat hann í hreppsnefnd um langt skeið, og þótti þar sem annarstaðar til- lögu- og ráðagóður og áhugasamur um alt, er horfði til framfara. -----o----- Frá Danmörku. 8. september. Bíkissíminn danski. Á fyrsta fjórðungi yfirstand- andi fjárhagsárs hefir ágóði á rekstri ríkissímanna dönsku orðið 416,300 krónur, en á sama tíma í fyrra varð á rekstrinum tekju- halli, sem nam 296,521 krónur. \ I Uppskeruhorfur í Danmörku. Hagstofan danska hefir birt yfirlitsskýrslu, bygða á frjettum úi öllum 'hjeruðum, sem dagsettar eru 1. september, um uppskeru- horfurnar. — Samkvæmt skýrslu þessari viröast rigningarnar í ágúst mánuði ekki hafa haft nein alvarleg áhrif á korngróðurinn. Eigi hefir verið unnið að upp- skeru í nokkra daga vegna óhag-, stæðrar veðráttu, en nú hefir vinnan hafist aftur og er með fullu fjöri. Verðlagfö. Heildsöluverðs-vísitala „Finans- tidende“ fyrir ágúst mánuð hefir lækkað um tvö stig, úr 180 niður í 178. Síðustu 8 mánuðina hefir heild- söluveröið þannig verið óbreytt að mestu leyti og, er nú 56% lægra en haustiS 1920, en 78% hærra en fyrir stríðið. 9 Verslunarjöfnuftur Dana. í júlí mánuði hafa verið flutt- ar inn vörur fyrir 117 miljónir króna, en út hafa verið fluttar vörur fyrir 101 miljón króna, að íieðtöldum endurútflutningi, sem nemur 5 miljón króna. Innflutt umfram útflutt nemur þannig 16 miljónum kr.,en tilsvarandi upphæö var í júní 16 miljónir króna og í maí 51 miljón krónur. —------o-------- Þakkarávarp. Þegar jeg varð fyrir þeirri sáru sorg að missa í sjóinn elskulega drenginn minn, sem druknaði af vjelbátnum „Hvessingur“ frá Hnífsdal þann 12. maí s. 1. vor, urðu ýmsir góðir menn til þess að gleðja mig í raunum mínum, bæði með fjegjöfum, og öSrum glaðningi munnlega og breflega. Vil jeg þar tilnefna sjerstaklega húsbændur mína er við þetta tækifæri reyndust mjer eins og bestu foreldrar. Og ungmennafje- lagið „Unglingur“, sem tók inni- lega hlutdeild í sorg minni, og í viðbót heiðraði minningu hins látna með því, að efna til sam- skota í minningargjöf eftir hann. Þessum, og öllum öðrum, sem glöddu mig við þetta tækifæri, bið jeg guð að launa fyrir mig. 28. ágúst 1922. Valshamri í Geiradalshreppi Guðbjörg Bjamadóttir. --------o------- Vigf. Guðbrancfsson klseðskeri Sími 470 Símn.: Vigfús Aöaistr. 8 Fjölbreytt fataefni. 1. fi. saumastofa I. O. O. F. — H1049118—O. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar á Austurvelli í kvöld kl. 6. Sveitin er nú orðin svo vinsæl af bæjarbúum, að ójþarfi er að efast um að þar verði ekki mikill mannfjöldi við- staddur. Ekki mun það heldur spilla fyrir, að á meðan Lúðrasveitin spil- ar, verða ungar meyjar á ferli kring- um völlinn til þess að selja slaufur. Fær sjálfsagt enginn staðist það, að kaupa ekki af þeim vöru sína, ekki síst þegar menn styðja með því að viðgangi Lúðrasveitarinnar. Hún er nú að láta byrja á byggingu sinni við Fríkirkjuveg, en er fjárþurfa svo sem að líkindum lætur, vantar enn á annan tug þúsunda króna. Bæjarbúar hafa notið svo margra skemtistunda hjá sveitinni og eiga enn eftir að njóta, að ekki er nemai skylt, að þeir sýni örlæti sitt í kvöld og kaupi upp allar slaufurnar sem meyj- arnar hafa á boðstólum. Þess má geta, að sveitin spilar í kvöld sín bestu og fallegustu lög og þau, sem hún telur vera best æfð. Má því vænta frábærlega góðs leiks hjá henni. Kveldúlfstogararnir, jþeir sem verið hafa á síldveiðum norðanlands ísum- ar, Snorri Sturluson og Egill Skalla- grímsson, eru væntanlegir í dag. Þeir hafa báðir veitt ágætlega, Egill rúm- ltga 7 þúsund tunnur en Snorri nokkru minna. Nokkrir farþegar koma með þeim að norðan. f f Siríus kom hingað í gærmorgun frá Noregi. Með honum kom Petersen forstjóri Gamla Bíó. Hefir hann ferð ast víða um Noreg og lætur hið besta yfir þeirri ferð. Góð skemtiferð. Sunnudaginn 3. þ. m. fór Geir kaupm. Zoega með okk- ur, fiskvinnufólk sitt í Hafnarfirði, um 50 manns, á bifreiðum upp fyrir Lögberg. Þar var tjaldað á fagurri flöt og reiddar fram veitingar af mikilli rausn. Síðan skemtum við okk- ur eftir föngum í blíðviðrinu. Þá var setst að kaffidrykkju og borðaðir ávextir, sem hr. G. Zoega kom sjálf- u; með á skemtistaðinn. Á heimleið- inni var staðnæmst við Árbæ og öll- um gefið þar kaffi með brauði. — Skemtu allir sjer ágætlega og voru mjög ánægðir með ferðalagið. Fyrir þetta erum við hr. G. Z. innilega þakklát, og óskum honum og verk- stjóra hans, hr. Guðm. Guðmunds- syni, sem með snild stjórnaði ferð- inni og sá um veitingarnar, allra heilla og blessunar í framtíðinni. Verkafólkið. Skip. Botnia fór frá Kaupmanna- höfn í gærmorgun, og Ísland kom til Khafnar í gær. Málverkasafnið í Alþingishúsinu verður sýnt í dag kl. 1—3. Sextíu og átta ára varð í gær Svein- björn Björnsson skáld. ------o------ fieimanmundurinn — Sú eina manneskja sem jeg þarf að fá leyfi hjá ímynda jeg mjer að sje mamma; jeg veit ekki til að aðrir hafi neitt yfir mjer að segja! og þjer er óhætt að reiðá þig á að jeg fæ hennar lryfi! Bernd þekti mágkonn. sína of vel til að sjá ekki undir eins að hann hafði ekki farið rjett að. Hann hafði sjálfur svo mjög dáðst að skapfestu hennar og dugnaði og alls ekki dregið dulur á þessa helst til miklu aðdáun við hana sjálfa. Þessvegna flýtti hann sjer að snúa við blaðinu. Það er ekki af því að jeg þykist hafa neitt yfir þje að segja, góða Sigríður, heldur af því mjer þykir vænt um þig og ber að nokkru leyti ábyrgð á hvað um þig verður, að jeg tek mjer þann rjett að ráða þjer alvarlega frá þessari fyrirætlun. En nú skulum við tala saman um það blátt áfram og reiðilaust! segðu nú mjer fyrst af öllu hvernig þú hefir komist kynni við þennan herra Harkney í Budapest! Það leit helst út fyrir að hún nmndi neita honum um allar upp- lýsingar í reiðii sinni, en einlægn- in í málrómi hans og áhyggju- svipurinn á andlitinu mýktu hana dálítið. — Undireins sama daginn sem aumingja pabbi var jarðaður, ásetti jeg mjer að hafa ofan af fyrir mjer sjálf. Það er meira en nóg að þú þurfir að sjá fyrir mömmu fyrir utan Mölvu; og það væri uppi hangandi skömm, ef fullorðin og vel uppalin stúlka eins og jeg, væri þjer líka til þyngsla. Taktu ekki fram í fyrir mjer, jeg veit vel hvað þú ætlar að segja! annar eins maður eins og þú ert, lætur það aldrei á sig ganga að ung stúlka sem honum finst skylda sín að sjá um, sje Sjer til byrði. En það gerir í rauninni. ekki svo mikið til, hvernig þú lítur á málið; það 'er miklu meira undir því komið hvernig jeg lít á það sjálf. Og það mundi með tímanum verða mjer alveg óbærilegt að liggja uppi á öðrum. Nú á tímum er það engin skömm álitin þó ung stúlka af heldra fólki komin vinni fyrir sjer sjálf. Þessvegna fór jeg, daginn eftir að pabbi var jarðaður, a skrifstofu sem útvegar kvenfolki atvinnu; jeg sagði undir e:ns að jeg vildi helst fá atvinnu utanlands. En af því að jeg hafði hvorki meðmæli, nje gat gefið nein skírteini, fyrir að hafa lagt nokkuð víst fyrir mig, gáfu þeir mjer litlar vonir, og fyrstu t:l- hoðin sem jeg fjekk voru líka þannig vaxin, að mjer datt ekki í hug að líta við þeim. En svo einn brjef frá þessum Harkney í Buda- pest; hann vildi fá kvenmann aJE góðum ættum, sem hann gætil látið taka á móti þeim sem á. myndastofuna kæmu, og han» krafðist ekki meira af mjer e» jeg var fær um að leysa af hendi. Hann óskaði eftir ungri stúlk» af góðum ættum, skrifaði hannj hún þurfti að kunna til fullnustú ensku og frönsku og kunna vei að umgangast hefðarkonur þær, sem hann aðallega hefði skifti við. Hann heimtaði bara að fi að sjá mynd af mjer, og það lítúr út fyrir að honum hafði ekki geðjast illa að útliti mínu. Ivaupið er þó dálítið hærra en kennarájr vanalega fá og sá umboðsmaðúr sem jeg leitaði upplýsinga hjá, um herra Harkney, hefir gefið honum bestu meðmæli og ein& látið vel yfir hinni frægu og 4- gætu mvndastofu hans. Jeg sje enga ástæðu til að hafna svon* góðu tilboði, þar sem jeg á eklp. víst að fá annað betra. — Og þó vona jeg að þú látljr þjer segjast með að hætta vi5 þetta! jeg vil nú ekki einu sinni minnast á þá móðgun við mig aS þú álítir bróðurskyldu mína viS þig einhverja nauðung sem lögS sje á mig. En þú ert altof ung til þess að við þorum að láta þig fara til ókunnugs lands og til allra ókunnugra. Allir munda liggja okkur á hálsi, og það meS rjettu, ef við ljetum þig ráða því að fara. Orð hans höfðu ekki minsfú áhrif á hana. 0 — Jeg er komin á átjánda ár sagði hún rólega og það eru til þúsundir af stúlkum á þeim aldri sem verða að vinna fyrir sje*r n-.eðal ókunnugra án þess aS nokkrum detti í hug að taki* nokkuð til þess. Það er líka of seint að fara að leita að ástæð- um á móti þessu hjeðan af þegar jeg er búin að taka við starfinu. Samningar og ákvarðanir 6- myndugra, hafa ekkert gildi, jeg skal gjarna tala um þetta viS herra Harkney. Hún stansaði og leit á han» hvössum augum. — Ef að þú eða nokkur annar reynir að gera slíkt án þess, aS jeg leyfi það, sver jeg að strjúk* burtu sama dagiun og verðú vinnukona, eða fá mjer vinnu í verksmiðju ef jeg fæ ekkert ann?- að betra! jeg læt ekki skipa mjer neitt, því jeg er orðin nógu gör»- ul til að raða fram úr fyrir mjer sjálf! Og við þetta sat, hvorki hin^r rfngjamlegu fortölur Bernds, nje örvænting móður hennar út úr þessu uppátæki höfðu nokkuð segja. Bernd reiddi sig á að Malv» mundi geta talað hana ofan af því, en sjer til mikillar undrunar fjekk hann alls enga hjálp hjá henni. — Þegar Sigríður einu sinni hefir tekið etthvað fyrir sig, sagði hún, er ómögulegt að hafa liana ofanaf því, nema með því, aS brúka vald, og það væri þaS h.eimskulegasta, sem hægt væri að gera. En þekki jeg systir mína rjett þá er hættan ekki svo mikil sem þið haldið. Það er óhætt aS treysta henni, hún er viss með aS spjara sig, þó eitthvað ógeðfelt komi fyrir hana! Þannig tókst Sigríði að hafa sitt fram. Bernd fjekk upplýs- MOBGUNBLAHe góðan veðurdag fjekk jeg Lngar um herra Harkney í Budar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.