Morgunblaðið - 16.09.1922, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1922, Blaðsíða 1
Stofnandi: Vilh. Finsen. Landsblað Lögnjetta* Ritstjóri: Þorst. Gíslason. 9. irg., 261 4bi. Laugardaginn 16. september 1922. ísafoldarprentsmiðja h f. Gamla Bíó sýnii* i kvöid ki. 9 s Æfintýri í óbygðum Ágætur og spennandi sjón- leikur í 5 þáttum. Aðalhlutverkið leikur Louis Bennison, hinn ágæti ameríski kvik- myndaleikari. t . Maðurinn minn elskulegur Davíð Jónsson bifreiðarstjóri and- aðist að heimili okkar Njálsgötu 53 fimtudaginn 14. þ. m. Kristín Guðmundsdóttir. fiuernig JariQ er meQ drEngskaparheit Islendinga. Drengskaparheit hefir jafnan þótt ganga næst svardaga og a£ sumum talið háleitara. Hefir þaö liingað til ekki verið talið nein- um til gildis að gerast meinsvari eða ganga á loforð sín. Dreng- skaparheit er mörgum mönnum helgasta heit, sem þeir gefa og mundu margir fyrr stinga aug- un úr höfði sjer en ganga á slíkt heit, jafnvel nú á þessum tím- um, er mönnum þykir lítt fyrih að breg'Sa loforðum sínum. Að heita einhverju við drengskap sinn er víðtækara og ábyrgðarmeira, er.t menn gera sjer alment grein fyrir. Það er hið sama og leggja sjálfan sig og virðingu sína í veð. Slíkt heit hlýtur að gi’ípa fast í hvern drenglyndan og heið- arlegan mann, sem vandur er að virðingu sinni. Það ætti því að vera liverjum ljóst, hversu afarmikilsvert það er, að sú virðing hverfi ekki, sem hver maður á að hafa á drengskaparheitum sín og annara. Þegar menn hætta að virða sinn eigin drengskap og hætta að trúa drengskap annara, þá verður minna um traust og meira um tortrygni. Þá verður lítið eftir hjá flestum sem hægt er að reiða sig á. Og hvað eiga menn þá að leggja j veð fyrir loforðum sín- um, þegar drengskapur þeirra og sjálfsvirðing er að engu hafandi. Yfirvöld hjer á landi hafa jafn- a« verið mjög gjöm á aS láta menn gefa yfirlýsingar og vott- orð að viðlögðum dre'ngskap, hversu lítilsverð og ómerkileg at- dði, sem verið hefir um að ræða. Slíkt er hið mesta skaðræði. Það renur menn á að gefa lítinn eða engan gaum að því, hvenær þeir leggja drengskap sinn í veð fyr- ir einhverju og fær þá til að hafa lítilsvirðingu á slíkum loforðum eða yfirlýsingum. Ættn íslensk yfiryöld og stofnanir ýmsar að hætta því að hafa drengskapar- orð landsmanna að hjegóma og auka því þannig virðingarleysi. En þó að mönnum hafi oft ver- ið misboðið á þennan hátt, þá hefir þó aldrei veri'S gengið eins lr.ngt og virðingu landsmanna jafn smánarlega misboðið og lands- stjórnin hefir gert með vínsölu- reglugerðinni. Hver sá sem kaupir flösku af víni, skrifar undir miða, þar sem hann lýsip yfir því að viðlögðum drengskap sínum, aS nota vínið persónulega, en hvorki selja eða á annan hatt afhenda öðrnm vínið til neytslu utan heimilis síns. Þeim, sem hafa s.ett þessar heimsknlegu reglur, hefir vafa- laust ekki verið það óljósara en öllum öðrum, að enginn maður mundi haga sjer í samræmi við þessi ákvæSi. Og því ósæmilegra er það af þeim, sem með ráðin fara, að láta þjóðina leggja dreng- skap sinn í veð fyrir því, sem frá ■upphafi hefir e'kki' verið litið á öðruvísi en sem markleysu eina og yfirdrepsskap. Enginn heilvita maSur getur ætlað stjórnina svo barnalega að hún upphaflega liafi búist við að hægt væri að fram- fylgja svo fávíslegum reg’lum. Með opnum augum eru hjer settar reglur, sem gengið er að sem vísu, að brotnar verði af bverjum manni. Og til þess aS magua þennan frumkvöðul niður- lægingarinnar, lætur stjórnin hann molda drengskaparheit lands- manna, og virðist síst hafa átt að eira ærn þeirra, því sagt er, að 50 þúsund miðar hafi þegar verið prentaðir. Með bannlögin er ekki ein bár- an stök. , Þau hafa undanfarin áratug dregiS til svefns virðingu manna fyrir landslögum og regl- um á ýmsan hátt. Og nú að síð- ustu eiga þau á svona lítilmót- legan hátt að bera drengskapar- heit landsmanna fyrir borð, gera það að dulu, sem engin virðir neins og öllum liggur í ljettu rúmi hvert fleygt er- Landsmönnum mundi þegar í stað hafa verið ljóst, hversu al- varlegt mál er hjer í uppsiglingu, ef þeir væru ekki eins lítið ör- geðja fyrir virðingu sinni og þeir eru alinent. Því að svo þykk er húðin á íslendingum fyrir Per_ sónulegri virðingu sinni, að þá má venja á „drengskaparleysi11 án þess þeir viti af. En „drengskap- arleysi“ tel jeg það að gefa að viðlögðum drengskap yfirlýsingu, sem ekkj er fylgt. Og það væri hámark virðingarleysisins fyrir sjálfum sjer, að gefa vísvitandi slíka yfirlýsingu ranga. Ætla landsmenn að sjá sæmd sína í því, að neita að skrifa undir þær yfirlýsingar sem stjóm. in leyfir sjer áð heimta af mönn- um við vínsöluna. Hygg jeg að ekki mundu margir dagar líða svo að þessari forsmán væri kipt . burtu, ef sæist það, að mönnum /væri alvara. En ef. að stjórnin ; hjeldi áfram að þröngva mönnum til þessarar óvirðingar, þá hygg | jeg að enn sje svo mikið skap i til í íslendingum og svo mikil ‘ virðing fyrir sjálfum sjer að þeir vilji heldur vera án vínsins en láta fyrir það drengskap sinn og ■ sjálfsvirðingu. —n. Fra BelijsUiiiiiia. iJt af grein lieri’a landssíma- stjóra O. Forbergs í blaði yðar 15. þ. m., vildum við biðja yður fyrir eftirfarandi athugasemd: Yjer lítum svo á, að mál þetta hafi orðiS að taka til meðferðar í tvennu lagi. 1. Eftir fengnar upplýsingar um gerðir landssímastjórans í því, og sf,mkvæmt öðru því, sem tekið er fram í brjefi fjelagsins, hafði það mist það traust, tíl hans, sem nauðsynlegt er aö stjett, eins og símamannastjettin beri til æðsta manns hennár og fanst heppileg- ast að tilkynna honum það í mál- gagni sínu, Símablaðinu. Fjelagið sá ;ekki ástæðu til, að tilkynna þaö landsstjórninni frem- ur en öllum almenningi, þar sem ekki var hægt að skoða það sem áfeæru, er breytst gæti við íhlut- un hennar, eftir viðtal stjórnar fjelagsins við landssímastjórann um það mál. 2. En hvað viðvíkur skipun Eggerts Stefánssonar sjerstaklega, þá hefir stjóm fjelagsins snúið sjer til landsstjórnarinnar út af henni, á viðeigandi hátt, áður en landssímastjórinn henti á þá leið. Annars er ekki gott að sjá, hvers vegna slík mál og þetta á ekki að ræða opinherlega. Að okkar áliti er nauðsynlegt að gera það, og frá báðum hliðum. Reykjavík 15. sept. 1922. F. h. Fjelags íslenskra símamanna Stjórnin. Þorualdur IhuruddsEn prófessor. Frh. Höfuðrit Þorvalds se.m sagnarit- ara og sögurannsakara er vitan- lega Landfræðissaga íslands, „hug myndir manna nm Island, nátt- úruskoðun þess og rannsóknir fyrr og síðar“, er kom út hjá Bók- mentafjelaginu (Kh.) á árunum 1892—1914 í 4 bindum. Til þessa rits hefir höfundurinn safnað og að því unnið á bestu þroskaárum sínum, enda ber það langt af öllu þvi, sem eftir hann liggur sögu- legs efnis. Rit þetta nær í heild sinni frá elstu tímum fram til 1880. Eru hjer víða kannaðir heldúr ókunnir stigar, ekki ein- nngis um það, er aðeins lýtur að landfræðislegri þekkingu á íslandi og náttúru þess, heldur eru hjer einnig ruddar brautir í nær ótal áttir um marga aörá myrkviðu, sem lítt eða ekki höfðu fyrri kann- aðir verið. Bók þessi er engu síð- ur um atvinnuvegu landsmanna á allar hliðar, ástand landsins alt, afturför, framfaraviðleitni, þjóð- háttu, bókmentir, kreddur og ker- lmgahækur og flest annaö, sem nöfnum tjáir að nefna, heldur en um landþekking' og náttúrufræði, — einmitt á þeim öldum, sem alt þar til höfðu mest vanræktar ver- ið. Heimildarrannsóknir eru hjer miklar og góðar, og frumgögnin notuð á rjettan hátt með tilvitn- unum, og er rit þetta lykill að ótal mörgu, svo aö menn munu lengi geta fræðst af því nm fleira en eitt, hversu lærðir sem menn eru; þar með er ekkj sagt, að hjer sje alt óskeikult, nje að sjer- stakar rannsóknir síðar meir megi ekki raska hjer ýmsu og gera frekari grein á um margt hvað, eins og gefur að skilja. Rit þetta er Stórvirki, höfundinum í heild sinni til ævarandi sóma, sökum rannsókna þeirra, sem undir því standa, og fróöleiks þess, sem í því er. Dómar hans um menn fara alloftast nærri lagi í riti þessu, og sumstaðar rjettir hann hjer vel hluta góðra og mikilhæfra manna, sem ekki höfðu áður notið sín, og lætnr þá og rit þeirra koma til rjettar síns, enda er það lítil raun að láta þá menn njóta sannmælis, sem mannsaldra hafa verið fyrir mold neöan. Annað veifið lætur hann þó gamla hleypidóma um menn hafa nógu mikið vald yfir sjer að óþörfu. Þá er nú Æfisaga Pjeturs bisk- ups. Kom hún út 1908 (hjá Sig- urði Kristjánssyni) í hundrað ára minningu biskupsins. Var svo til hennar stofnað, að hún yrði yfir- gripsmikil og efnisrík, og máttu hjer því konxa fram og njóta sín stm best bæði fróðleikur og sagna- ritara hæfileikar höfundarms á alla lund, bæði í fallegri frásögn, drengilegri og sómasamlegri ein- urð, nærgætni og viti í dómum, og hverju öðru, sem sæma þykir í slíkum ritum. Pjetur biskup var tengdafaðir Þorvalds. Biskup hafði á síðari árum sínum orðið fyrir ýmsum óbilgjörnum árásum, og aö hon- um latnum hafði einn af gömlum kunningjum hans, Grímur Thom- sen, eftir ósk vandamanna biskups, ritað æfiágrip hans í Andvara. Var það prýðilega samið, en stutt og íhurðarlaust, og mislíkaði að- standendum biskups það. (Sbr. Æfisögu P. P. bls. 157). Mun þeim því liafa veriö ríkt í hug að láta biskup koma betur til rjettar síns, bæði um afrek og afstöðu gagnvart þeim, sem biskupi hafði Sjónleikur í 7 þáttum. Aðalhlutverk leika Norma Talmadge og fleiri þektir leikarar. Þessi ágæta mynd verður sýnd i sið- asta sinn i kvöld kl. 81/.. Fedmra-sápan er uppábaldssápa kvenfólksins. Ger- ir hörundslitinn hreinan og skír- an, háls og hend- ur hvítt og mjúkt. Fæst alstaðar. AÖalumboðsmenn: B. K J ART ANS S O N & C o. eitthvað lent saman við. Þorvald- ur tókst sjálfur á hendur að rita æfisöguna, og yfir þessu skrifi sat kona hans, sem þótti mikið til föður síns koma og var sárt um hann. Sjálfur sýnist hann og hafa lagt það verðlag á sjálfan sig að miklast af mægðunum við Pjetur biskp og ef tengdunum við Staö- arfellsættina. Það var því heldur vandasamt verk, sem hann tókst á hendur. Er það altaf vandi að rita um menn, sem manni er sárt nm, og vissara, ef vel á að fara, aö ætla sjer ekki að aoka veg þeirra með því að niðra öðrum um leið. Það er ekki víst, að allir taki það með þökkum. Þorvaldur var og kominn það til vits og ára, þegar hann tók þetta verk að sjer, að honum var ekki ofætlun að vita, hvað hann var að gera. 1 æfisögu þessari er höfundurinn hvorki sinkur á sjálfum sjer nje öðrum. Verður því að tíma því að fara hjer um hana nokkrum orðum. Æfisaga Pjeturs hiskups er það af ritum Þorvalds, sem mest hei- ir orkað tvímælis, og hefir hann fengið margt orð í eyra fyrir hana, og er það að vonum, því að frá bókinni er óvarlega geng- ið til hlítar. Ekki er svo mjög pð íást nm það, — það #r meinlítið,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.