Morgunblaðið - 19.10.1922, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
Gummistigvjel karlmanna og barna hvithotnuð, nýkomin til Hvannbergsbræðra.
Epli, ^ppeisinur, Pipanmyntun,
Lakknis, Ghooolas8e9 Cigarettur
best i L u c a n a.
Þannið er það með heilsuna^ Fyrst eftir að maður
er orðinn rúmfastur af sjúkdómum og þjáningum
þeirra, finnur maður hvað mist er. Varveitið því
heilsuna og forðist hina algengu kvilla, sem orsak-
ast af blóðleysi, svo sem taugaveiklun, lystarleysi,
máttleysi, svefnleysi, höfuðverk og ótal fleira, með
því að nota hið viðurkenda blóðmeðal Fersól, sem
er mjög bragðgóður dökk-rauðbrúnn vökvi, er fæst
í Laugavegs Apóteki og flestum öðrum apótekum
hjer á landi. — Út ura land er Fersól sent gegn
pÓ8tkröfu. — Forðist eftirlíkingar.
á þeim lögum, er allir skyldi mest
í heiðrí hafa, en það eru aðflutn-
ingsbannslögin á áfengi. Ekki er
því að neita, að lögregla þessa
bæjar og víðar á landinu hefir
oft tekið skörulega í streng gegn
lögbrotamönnunum, en þó mun
töluvert á skorta að vel sje. Má
ýmislegt þessu valda. Aðflutnings-
bannlögin eru ekki eins vinsæl og
vera ætti, og má ganga að því
vísu, að hugur til þeirra muni
vera svipaður hjá lögreglumönnum
landsins sem öðrum mönnum yfir-
leitt. Er því eðlilegt að gætsla
þessara laga muni vera allmisjöfn;
er það mannlegt þó lögreglumenn
láti sjer ekki eins ant um gætslu
. laga, er þeir telja ranglát. En
lögunum verður að hlýða, og eitt-
hvað til bragðs að taka. Hefir
mjer dottið ráð í hug, er jeg ætla
að eitt muni duga, og er það að til
löggætslunnar fáist sjálfboðaliðar,
sem fullir eru hinnar helgu vand-
lætingar gegn ofdrykkju og víni,
og jafnframt virðingar fyrir vín-
banninu. En þessum mönnum verð
ui að launa betur en vel, og tel
jeg ríkið ekki ofgott til að gera
það. Þó kemur fleira til um
kostnað er af þessu kann að leiða,
og get jeg þess síðar. En jeg leyfi
mjer áður að nefna 4 menn, er
sjálfkjörnir eru til þessa starfa
hjer í Reykjavík, og eru allir
þeim kostum búnir að miklu eða
öllu leyti, er slíkir menn þurfa
að hafa. Skal fyrst frægan telja:
-lón gamla Árnason ritstjóra
Templars, s«m er hinn ákveðnasti
bannmaður, rammur að afli og
áræði, eins og lögreglumenn þurfa
að vera. Hipn víglegasti maður er
hann, og mikill að vallarsýn. Ætla
jeg að bannfjendur fýsi ekki í
greipar hans. Þá er Ólafur rit-
stjóri Friðriksson. Hann mun vera
einhver öruggasti maður til áræð-
isr, allra íslenskra manna, og ein-
dreginn bannmaður. Ekki er hann
mikill vexti nje afrendur að afli,
°g þó í gildara lagi, en aftur afar-
harður maður og snar, og lætur
sier ekki alt fvrir brjósti brenna.
Ætla jeg hann ekki ólíkan Katli
Gautrekssyni um flesta hluti. Auð-
vitað yrði Ólafur að fá orlof til
að fara til Moskva, þegar jafn-
aðarmenn kveðja hann til þeirra
hlutj, en vel mætti þá Hendrik
Ottósson gegna störfum hans á
meðan. Þá er næst að nefna
Tryggva ritstjóra Þórhallsson.
Hann hefir flesta kosti til þess-
ara hluta. Hann er fullur hinnar
heilögu vandlætingar, dólgur að
afli og vexti, og þó hinn glæsi-
legasti, hugrakkur með afbrigð-
um, og tengdasonur Klemensar
ráðgjafa.
Þa kemur „last but not least“
Jónas skólameistari Jónsson al-
þingismaður frá Hriflu. Hann
einn mun bera a 11 a þá kosti, er
t:l þessara hluta þarf að hafa. Afl
hans og vöxtur er kunnara en svo,
að hjer þurfi að lýsa; ekki er síð-
ur áræði hans og hvöt til þess að
ganga ávalt fremstur sinna manna
og eggja lið sitt. Enn er það, að
hann mælir á flestar tungur, og
kann frönsku manna best. En
Flandrarar eru oft óeirumenn við
öl, og allir útlendingar raunar.
Getur þá verið mikils vert að
mega tala til þeirra og sansa þá
á þeirra eigin máli. Munu flestir
það fremur virða en aðrar tungur.
Nú er enn ekki getið þess kosts
Jónasar, sem mestur er og kalla
má yfirburði: hann ber svip þann,
er hverjum lógbrotamanni hlýtur
að ægja svo, að hann glúpni þeg-
ar fyrir. Mega allir vita hve afar-
miklu það skiftir mann í slíkri
stöðu.
Svo sem jeg gat um áður verð-
ur að launa þessum mönnum afar-
vel. Þeir hljóta að láta af störf-
urn, sem vel er fyrir goldið, en
taka við erfiðu starfi, sem
getur orðið hættulegt. En um
laun þeirra má vel ná samning-
um, og er ríkissjóður gildur fyrir
greiðslu þeirra og þarf ekki í þau
a* horfa.
Þetía er orðið lengra mál en
jeg ætlaði. En þó verð jeg enn að
benda á eitt. Takist þessi ráð,
verða þe'r Tryggvi og Jónas að
láta af starfsemi sinni fyrir hinn»
íslenska Iandbúnað-, nema að
Tryggvi má auðvitað reka fjós
sitt í Laufási eftir sem áður, er
hann hefir hjú ær'n.
En hinum íslenska landbúnaði
verður að bæta tjón það, er hann
bíður við að missa þá Jónas og
Tryggva frá starfi. Og jeg hefi
hugsað mjer hvernig slíku megi
fyrir koma, og er þannig: Þeir
taka við lögreglustörfum með
fylstu launum. eftir samkomulagi,
en ríkissjóður greiðir bændum
kjöttollinn norska meðan svo er.
Ríkissjóður getur ekki orðið út-
lægur um slíka fúlgu án þess að
fá mikið í staðinn, en það kalla
jeg að ríkið fái, geti það náð
slíkum mönnum sem Jónasi og
Tryggva í lögreglulið landsins.
Nú er eftir að vita hvort þeir
Jónas og Tryggvi vilja gegna
hinni helgu köllun til þess að
vernda bannlögin, og vinna auk
þess af bændum kjöttollinn norska.
Eúþegnar munu veita athygli því,
er fram fer.
Ritað 18. okt. 1922.
Egill.
Frá Oanmörk'.i.
18. okt. 1922.
16. þ. m. var það tilkjmt, að
konungur hefði eftir tillögum för-
sætisráðherra skipað fyrv. varn-
armálaráðherra Klaus Berntsen
ráðherra án sjerstaks starfs í hinu
umskapaða ráðuneyti.
Á fundi Fólksþingsins 17. þ.
m. lýsti Neergaard forsætisráð-
herra stefnu stjórnarinnar á þessa
leið: „Núverandi stjórn lítur svo
á sem hún sje framhald hinnar
fyrverandi og fylgir því sömu
stefnu, Hún er, eins og fyrv.
stjórn, mynduð af Vinstrimanna-
flokknum óg ætlar að fylgja fram
stefnuskrá hans, en vill þó, að svo
miklu leytj sem stjórnmálaafstað-
an leyfir, veita skoðunum og kröf-
um annara flokka tilhlýðilega at-
hygli. Með því mikla og merki-
lega löggjafarstarfi, sem leysthef-
ii verið af hendi á tveim síðustu
þingum, með stuðningi einkum
frá íhaldsflokknum, er að mestu
leyti fullnægt þeim fyrirmælum,
sem fram voru sett í hásætisræð-
unni frá 5. okt. 1920. En þó bíða
enn úrlausnar nokkur merkileg
mál, svo sem skólamálin, tolllög-
in, húsnæðismálið og húsaleigu-
lóggjöfin. Að þessum málum mun
stjórnin einkum snúa sjer nú á
þessu þingi, og jafnfraint mun
hún gera sjer alt far um að sjá
um að hin nýju lög, sem valda
gagngerðum breytingum, verði
framkvæmd svo sem til hefir verið
ætlast.
Með hinum nýju skattalögum
og ýmsum sparnaðarráðstöfunum,
sem gerðar hafa verið, er skapað
útlit til þess, að ríkisbúskapurinn
komist í jafnvægi, en það er
fyrsta skilyrðið fyrir því, að heil-
brigt fjármálaástand náist aftur
í landinu. Til þess að vinna að
þessu, biður stjórnin um stuðn-
ing allra flokka.
í utanríkismálum og þjóðernis-
málum mun stjórnin halda sömu
götu sem farin hefir verið á síð-
astliðnum árum. Þeim reglum, sem
settar hafa verið um landamærin,
ber að halda í fullum heiðri, og
fi jálsleg og rjettlát skipun þéirra
nála, sem snerta tungu og þjóð-
erni í hjeruðum Suður-Jótlands,
verður að haldast Og styrkjast,
svo sem v;ð einnig munum fram-
vegis styðja tilraunn* til viðhalds
danskri tungu og danskri menn-
ingu meðal þeirra Dana, sem búa
sunnan landamæranna“.
Vikuna, sem endaði 13. sept.,
var útflutningurinn: 1.7 milj. kg.
smjör, 792.200 egg, 2.1 milj. flesk
og 0,27 milj. kg. af öðrum vörum.
Á sex mánuðunum, apríl—sept.
þ á., var tap á póstmálarekstri
124 þús. kr., en var á sama tíma
í fyrra 4.675 þús. kr., svo að þar
nemur útgjaldasparnaðurinn 4%
milj. kr.
Frá Rússlandi.
Amerískur maður, að nafni
| Frank Cannes, er vinnur við
hæstarjettinn í New York, hefir
nýlega tekið sjer ferð á hendur
til Rússlands. Hefir hann sagt
ýmislegt frá Rússlandi í einu
New-York blaðinu.
Hann segir, að búðum sje þar
haldið opnum með lagafyrirmæli
til þess að gabba erlenda menn,
sem sovjetstjórnin leyfj að sjá
stórborgir landsins. Vörurnar í
þessum búðum segir hann að sjeu
mestmegnis gimsteinar, en þeir
sjeu stórum dýrari en til dæmis
í París, London og New-York.
Á heimilunum í Rússlandi, var
á dögum keisarastjórnarinnar, eins
og að líkindum lætur, oft talað
um listir og bókmentir, segir
Prank Cannes. En nú snýst sam-
ræðan eingöngu um kartöflur og
aðrar lífsnauðsynjar.
Um stjórnmálin í Rússlandi
farast þessum manni svo orð:
Stjórnmálunum í Rússlandi
verður best lýst á þennan hátt:
2% af íbúunum eru jafnaðarmenn
og kommunistar. Af þessum 2%
er annar helmingurinn róttækra
skoðana, en hinn íhaldssamra. Um
8% af íbúunum er altaf að leggja
á ráð um að steypa núverandi
stjórn, en þennan hluta íbúanna
skortir foringja og alt skipulag.
90% sem eftir eru, er fólk sem
ekkert skilur í öllu farganinu,
en bíður með þolinmæði eftir ein-
hverri breytingu.
Meðal svæsnustu kommuuist-
ann er þó ýmiskonar skoðana-
munur. Ef Lenins hefði alt af
notið við, mundi ef til vill hafa
verið möguleiki fyrir samhaldi.
En eftir að hann veiktist, er
stjórnin í raun og veru klofin
i marga flokka.
Trotsky er foringi svæsnasta
hlutans og vinnur með mönnum
eins og Radek, Dzierzynskv . og
Litvinov, en Tjitsjerin, Krassin
°g Eomanasov eru fulltrúar ílialds-
samari Bolsjevikka.
Frank Cannes segir, að upp-
skeran í Rússlandi hafi sjaldan
verið betri en nú. En hún rotni
niður, því samgöngutækin sjeu
verri en nokkru sinni áður,
**> —
Ur Stranðasýslu.
%o 1922.
Eins og nú er kunnugt orðið
flytur hjeraðslæknir vor, Magnús
Pjetur^son, nú alfarinn í burtu
úr þessu hjeraði. Eigum vjer
Stranflamenn þar á bak að sjá
emum okkar allra besta manni,
og er það stór skaði hjeraðinu,
að niissa slíkan hæfileika-
mann sem Magnús er úr hópnum,
er.da er hans mjög svo saknað
af öllum hjeraðsbúum. Hann hef-
ir alla tíð reynst oss besti og
skylduræknasti læknir, uppbyggi-
legasti fjelagsmaður og sannur
gagnsmaður, til að koma fram
sjerhverju nauðsynja og nytsemd-
armáli hjeraðsins. Með þessu hef-
ir hann unnið sjer traust og virð-
ingu og álit hjeraðsbúa. En hann
hefir líka áunnið sjer velvild og
vinsemd og virðingu þeirra með
prúðmannlegri framgöngu sinni og
hlýlegu viðmóti við alla, bæði
æðri sem lægri. Og það skarð, er
mi verður við burtför hans £
hóp: góðra drengja í þessu hjer-
aði, það er og verður vandfylt.
Laugardaginn 30. fyrra mánað-
ai, hjeldu Hólmvíkingar Magn-
úsi, frú hans og syni samsæti
í kveðju og þakklætisskyni, sem
lækni og borgara kauptúnsins. —
Ruðu þeir í samsæti þetta líka
nokkrum mönnum — konum og
körlum — úr öllum hreppum
læknishjeraðsins. Byrjaði samsæt-
ið á því, að verslunarstjóri Jón
Finnsson bauð gestina velkomna.
Margar ræður voru fluttar. Krist-
irn kaupmaður Benediktsson mælti
þar fyrir minni íslands. Prófast-
ur, .sjera Jón Brandsson flutti
mjög vel rökstudda ræðu, fyrir
minni Magnúsar læknis, og þakk-
aði honum fyrir vel unnin störf'
í þarfir hjeraðsins, og árnaði hon-
um og fjölskyldu hans allra heilla
og blessunar á ófarinni lífsleið.
þeirra, og gat þess í ræðulok, að
þegar heiðursgesturinn kæmi suð-
ur, yrði kominn í híbýli hans.
þar lítill vottur um viðurkenn-
ingu og þakklæti hjeraðsbúa, sem
hann bað heiðursgestinn að þiggja
sem gjöf hjeraðsbúa. Væri það
málverk með áletruðu þakklæti
fyrir unnin störf í þessu hjeraði.,
Sjera Sveinn Guðmundsson í Ár-
nesi mælti og nokkur orð fyrir
minni læknisfrúarinnar, sem þann
stutta tíma sem hún dvaldi hjer,,
hefir áunnið sjer vinsemd og virð-
ingu manna. Magnús læknir þakk-
aði með ágætri ræðu og ámaði
hjeraðinu allrar blessunar. Tóm-
as kaupmaður Brandsson mintist
Hólmavíkur fyrrum og nú, og
þess hve Magnús læknir #hefði
átt mikinn og drjúgan þátt f
framförum og þroska þeim, er
kauptún þetta hefir tekið hin síð-
ari árin. Sjera Jón N. Jóhannes-
son á Stað talaði og nokkur árh-
aðarorð til heiðursgestsins. Fíeiri
ræður voru fluttar. Fór samsætl
þetta hið besta fram, og var kaup-
staðarbúum til hins mesta sóma
og gestunum til stórrar ánægju.
Skemtu menn sjer fram á nóttina
bieð ræðuhöldum, samræðum og“
söng. Þegar nú að Magnús lækn-
ir flytur hjeðan með fjölskyldu,
si^ini, fylgja honum hugheilar,,
blessunarríkar óskir allra hjeraðs-
búa, ásamt alúðarþökk fyrir alt
sem hann hefir gert fyrir þetta
hjerað, og ósk og von um að
hann megi njóta sömu velvildar
og vinsældar í sínu nýja hjeraði
sem hann hefir notið hjer, og
verða því eins til gagns og bless-
unar og hann hefir verið Stranda-
hjeraði.
Strandamaður.
/