Morgunblaðið - 21.10.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
fýrsta flokkö, úr einu besta hjer
aði landsius, seljum við mjög
Ódýi*t ef pantað er nú þegar
lfiðskiftafjelagið
SímarJTOl og 801.
íítar. Langflestir þeirra manna
sem hann talar um, hafa verið
vinir hans eða góðkunningjar
Hann sjer annmarkana á ýmsum
jgeirra, og lætur þeirra getið
ea aðaláherslan er lögð á kostina
En um einn mann að minsta
ícosti talar hann, sem hann hafði
fttt verulega í höggi við. Það
var Grímur Thomsen. Honum var
Cjn fíma kalt til Gr. Th., eftir
-fví sem honum gat verið kalt
fil nakkurs manns. Sá kuldi var
aidrei jsnarpur; góðmenskan var
trí mikil til þess. Meðan sjera
Matthías dvaldist í Reykjavík
voru þar og í nágrenninu 4 höf
töskald: Gröndal, Steingrímur
Thorsteiusson, Matthías Jochums
koh og Grímur Thomsen. Það er
cokkuð einkennilegt — ef til vill
má segja einkennilega íslenskt
að tnifli allra þessara manna voru
að staðaldri, eða Urðu um alllang-
se Cíína, fáleikar. En engir þeirra
káðu neinar rimmur hver við ann-
an 'frammi fyrir almennings aug
um, nema sjera Matthías og Gr
Th. Þeir voru báðir ritstjórar
og samkomulag blaðanna var ekki
sem best. Gr. Th. var óhlífinn
Og memlegur í orðum. Steingr.
Matthíasson minnist á það í eft-
írmála við bókina, hve sárt faðir
einn. bafi fundið til þess, „þegar
birtust flimgreinar eða heyrðust
niðdrandi raddir um kveðskap
hans og rit“. Ein af slíkum flim-
gre'num, eftir Gr. Th., kom í
ísafold, að nýafstaðinni útför Jóns
SiguriSssonar. Þar var komist að
þeirri niðurstöðu, að r einu ut
fararkvæðinu hefði sjera Matthías
bundið nöfn þeirra beggja Jóns
Sigurðssonar og sitt:
Mikli frelsisroðinn rauði,
(Jón Sigurðsson)
reykur, bóla, vindaský
(Matth. Jochumssoon) — og
Dauði, burt með dramb og hrós
(Matth. Jocbumsson)
Drottinn sagði: Verði ljós!
(Jón Sigurðsson)
Þessi var tónninn þeim megin,
í viðræðum og á prenti, um all
an kveðskap sr. Matthíasar. Geta
má nærri,hvað sjera Matthíasi muni
hafa fhndist um þetta — sem var
víst cina viðurkenningin og þakk
lætið, sem hann fjekk á prenti
fyrir sín dýrlegu ljóð við þetta
fækifæri.
Það er einkar hugnæmt að at-
huga, hvernig hann minnist á
þpnnan gamla andstæðing sinn.
Bersýnilega er allur kuldi horfinn,
alt fyrirgefið að fullu. Hann kann-
ast við það, að hann hafi gert
lítið úr kveðskap Gr. Th. á Reykja-
vxknrarum sínum. Svo var það
Kka. Jeg minnist þess, að jeg
átti (einu sinni á þeim árnm tal
við sjera Matthías um Rímuna
■af íSkúla fógeta. Ekki gat jeg
fengið hann til að vcrða mjer
jsamála um, að það væri gott
jkvæði. Á efri árum fer hann að
mefa kveðskap Gr. Th. alveg
hlufdrægnislaust. Hann segir um
hann, meðal annars: ,Kvæði Gríms
ern, eins og viðnrkent er, snildar
skáldskapur, hvað hinn forna
sögustíl, mannlýsingar og efnis-
meðferð snertir'. Hann talar um
Gr. Th. sem „mikilsháttar“ mann.
„Páir íslendingar voru honum
fremri á hans tíma að skarpleik
og mælsku, eða allsherjar fróð-
ieik“, segir hann. Og þá stirfni
og afturhaldssemi, sem honum
þykja annmarkar 4 Gr. Th. kenn-
ir hann því, „að hann lifði öll sín
bestu ár erlendis og kom út rosk-
inn að aldri; þóttist því að lík-
indum upp úr því vaxinn að verða
öðrum samferða, og hugði, að
sumt hið eldra væri betra en oss
sýndist, og kom það jafnvel fram
í kveðskaparlagi hans“. En þó að
allur kali og öll hlutdrægni væri
undir lok liðin, þá er hitt annað
mál, hvort sjera Matthías hefir
nokkru sinni metið skáldskap Gr.
Th. alveg að verðleikum. í mín
um augum er það vafasamt. Þeir
voru svo ólíkir, bæði sem skáld og
að öllu öðru leyti. Sjera Matthíasi
finst mál hins og kveðandi „ávalt
ems og klætt hversdagsbúningi,
■eitthvað vaðmálskent við hvort-
tveggja, og að „guðvefinn“ vanti.
Mjer finst Gr. Th. eigi sinn „guð-
vef‘ ‘ líka, þótt af nokkru öðru
tagi sje.
Freistandi væri það óneitanlega
að benda hjer á sem mest af þeirri
margvíslegu vitneskju, sem sjera
Matthías gefur um sjálfan sig í
þessu riti, alt frá fyrstu bemskn
til elliára. En það yrði alt of
langt mál fyrir „Morgunblaðið“.
Jeg verð að láta mjer nægja að
minnast á örfá atriði.
Þó að ávalt sje örðugt að giska
á, hvernig síðari tímar kunna að
meta skáld, þá eru állar líkur
ti! þess, að eftirkomendur vorir
muni verða sammála um að telja
sjera Matthías mesta trúarskáldið,
sem þjóð vor hefir enn eignast, síð
ar er Hallgrím Pjetursson leið.Jeg
á þar ekki við sálmaskáldskap-
inn aðeins, heldur allan hans
kveðskap. Því eftirtektarverðara
er það, hve efasemdir hans hafa
verið miklar og örðugleikar með
trúmálin. Upptökin virðast jafn-
vel liggja allar götur aftur í
barnæsku hans. Foreldrarnir voru
guðhrædd og trúrækin, en nokk-
urs konar skynsemistrúarmenn,
eins og svo margir Islendingar
hafa verið og eru. „Bæði álitu
gamla testamentið eins og safn
at sundnrlansum bókum, misjöfn-
nm að áreiðanleik og andlegri
jýðing, og trúðu alls ekki öllu
í. þeim jafnt.“ Bæði afneituðu
kenningunni om eilífa útskúfun
sem óhugsanlegri, og á einhvem
hátt skildu þau öðruvísi en bók-
staflega ýmsar frásögur og fyrir-
skipanir, sem „Drottinn bauð“ í
bókum gamla testamentisins“. Um
ietta vora þau að rabha í rúmi
sínu. AuðvitaS hefir þetta nýstár-
iega tal haft sín áhrif á þessa
bráðgáfuðu, gljúpu og sannleiks-
?yrstu bamssál.
Svo er fermingaraldurinn. Mjög
einkennileg og eftirtektarverð
er lýsing hans á sálarástandi sínu
frá þeim tímum. Frá dögunnm,
sem hann var fermdur, segir hann
svo: „Fyrir og eftir ferminguna
bar jeg í brjósti einkennilega
heita elsku til hinna baraanna,
sem með mjer voru fermd; svo
jafnhreina og sæluríka tilfinning
hefi jeg aldrei gengið með áður
nje síðan. Jeg var eins og í „sam-
neyti lieilagra“ .... En aftur
::anst mjer elska mín til guðs
og frelsarans vera alt of köld
og hversdagsleg. Yar ekki laust
við, að einhverjar trúarefasemdir
væru þá þegar farnar að brjótast
um í mjer og helst sú spnming,
hvers vegna engin opinberun birt-
ist lengur mönnunum, eða óef-
andi kraftaverk*). Og kynlegt
fanst mjer það, að menn skyldu
eiga svo mikið af álfa og drauga-
sögum, en fátt eða okkert af
góðum vitranum!“ Skömmu eftir
ferminguna er hann svo samvist-
um við ungan alþýðumann, sem
var svo róttækur í trúmálum, að
langlíkast var því, er Nietzsche
kendi löngu seinna. Hann virðist
ekki aðeins hafa hafnað öllum
átrúnaði,heldur hjelt því líkafram,
að „löghlýðið siðferði væri fyrir
■undirlægjur og þræ’la, en frjáls-
ir menn ættu trúa því, sem þeim
sýndist, eða þá á mátt sinn og
megin, eins og fornmenn hefðu
gert“. Sjera Matthías kveðst hafa
haft áhyggjur miklar af þessumkenn
ingum, „og eflaust hefir eitthvað
af þessu fest rætur hjá mjer“,
segir hann- En lausar hafa þær
rætur sjálfsagt verið, svo trú-
fcneigður .maður og siðferðilega
innrættur ■ sem hann ávalt var.
Örðugleikarnir taka að gerast
alvarlegir, þegar hann á að fara
að verða prestur. Krafan um það,
að prestarnir sjeu skyldugir til
þess að trúa eftir vissri snúru,
situr fyrir í honum, og hann
fann vel, að hann „var ekki rjett-
trúaður eftir bókstað fræðanna“.
Nú hófst sálarbarátta, sem ágæt-
'lega og átakanlega er lýst í rit-
inu. Eftir mikil heilabrot finst
honum sem hann og samviskan
hafi eins og „miðlað málum.“
„Samt sem áður varð mjer því
óljúfari fyrirætlun mín, sem nær
dró tígslunni", segir hann. Áð-
ur en hann gekk til kirkjunnar
til vígslu, var honum órótt í skapi,
og honum fanst hempan sitja illa
og eing og nauðugt utan á sjer,
því næst segir hann svo frá:
„Þegar jeg var einn í stofunni,
greip jeg Passíusálmana og kaus
(í blindni) 19. versið í 19 sá'lmi:
Rannsaka, sál mín, orð það ört,
að verður spurt: hvað hefir þú gjört,
þá herrann heldur dóm;
hjálpar engum hræsnin tóm;
hrein sje tmí í verkunum fróm.
Hvernig mjer brá við það, má
sá geta nærri, sem verið hefir í
líkum spornm“. Þrautiraar ýfðust
upp aftur, þegar prestaciðurinn
kom til sögunnar. „Þetta er að
freista drottins, datt mjer í hug,
þegar fram í sótti hinn snjalla
formála frá dögum Lúthers og
Melankthons", segir hann.
Framh.
Einar H. Kvaran.
ErL símfregnir
frá frjettaritara Morgunblaðsins.
Khöfn 19. okt.
Bannið í Bandaríkjunum.
Símað er frá Washington, að
nú sje opinberlega staðfest sú
fregn, sem áður hefir birst, að
stjórn Bandaríkjanna hafi bannað
aila sölu áfengra drykkja á amer-
ískum skipum, hvar sem/ er, og
einnig á annara þjóða skipum
innan landhelgi Bandaríkjanna, og
gegur bann þetta í gildi frá 7.
október.
Balkanmálin.
Ráðstefna er háð í Lundúnum
til að undirbúa fjárhagsatriði frið-
arsamninganna við Tyrki.
Grikkir hafa nú rýmt Þrakíu og
eru bandamenn að taka þar við
stjórninni til bráðabirgða.
Bandaríkin og Evrópa.
Sendiherrar Bandaríkjanna í
Norðurálfu koma saman á fund
í Berlín, til að gefa skýrslu til
stjórnar sinnar um ástandið í
Norðurálfunni.
Vilhjálmur keisari.
Frá Doorn er símað, að Vil-
hjálmur fyrv. Þýskalandskeisari
ætli að ganga að eiga prinsessu
Herminu af Reuss, og verða þau
vígð borgaralega þann 5. nóv.
næstkomandi.
Khöfn 20. okt.
Stjórnarskifti í Englandi.
Frá London er símað, að stjóm-
máladeilan hafi alt í einu náð há-
marki í gærkvöldi, með því að
Unionistaflokkurinn hafi samþykt
með 176 atkv. gegn 87, að ganga
til kosninga sem sjálfstæður íhalds
flokkur, en ekki í sambandi við
flokk Lloyd Georges, eða hinn
frjálslynda Muta samsteypuflokks
ins, sem til þessa hefir veitt
stjórninni stuðning. Bonar Law
hafði orð fyrir þeim.sem samþyktu
breytinguna. Chamberlain har þá
fram tillögu um, að samsteypu-
flokknum yrði haldið við áfram,
en hún var feld. Rjett á eftir sóttu
hinir yngri ráðherrar úr íhalds-
flokknum, sem eru á mótj áfram-
haldandi samvinnu í samsteypu-
flokknum, um lausn. Dloyd George
fór þá á fund konungs og baðst
lausnar fyrir alt ráðuneytið, en
konungurveitti lausnina og kvaddj
Bonar Law á fund sinn. Bonar
Law lofaði að mynda nýtt ráðu-
neyti, svo framarlega sem hann
fengi nægt fylgi til þess í flokki
sínum.
Álitið er, að þeir Lloyd George
Chamberlain og Balfour muni
mynda nýjan miðflokk (centram)
t.
Tilboð
óskast nú þegar i
IOO hesta af töðu
og 200 hesta vel-
verkað úthey.
Þórður Sweinsson & Co.
■■HMsawHWKui sz smmmmmt
þar sem þess var krafist, að kon-
nngur og ráðuneytið segði af sjer,.
þingið yrði rofið og efnt til nýrra
kosninga. Ljet þá konungnr und-
an og sagði af sjer, eins og fyr
er sagt. Varð byltingin mjög frið-
samleg og kostaði ekki blóðdropa,
enda ætti tyrkneska blóðtakan að
nægja þeim í bráð.
Að morgni hins 28, hjeldu þeir
herforingjamir tveir með liði sínuLi
inn í borgina og var fagnað mjög.
Var hálf borgin samankomin með—
fram strætunnm er þeir fóru um„.
og ætlaði alt af göflunum að
ganga.
Tveimur dögum síðar veitti nýj£
konungurinn, Georg annar, for-
mönnum byltingaflokksins áheyrn
og óskaði þeim heilla með hve:
l byltingin hefði tekist giftusamlega.
jTjáði hann þeim, að afsögn föð-
ur síns væri af alvöru gerð og
, að hann mundi aldrei framar
j reyna til að ná konungdómi t
i Grikklandi.
| Eitt af fyrstu verkum nýju
bráðabirgðastjómarinnar var að
skipa Venizelos „sendiherra Grikk-
lands hjá öllum stjórnum Ev-
rópiu“. Hefir hann síðan verið á:
ferð og flugi milli París og Lon-
don, en málin hafa gengið þung-
lega hjá honum, og ekkert útlit
fyrir, að honum takist að bjarga.
Grikklandi frá því að missa alla.
Þrakíu. — —
*) Leturbreytingin í bókinni.
Útlenðar frjettir.
Stjómarbylting í Grikklandi.
Um síðustu mánaðamót sagði
Konstantín Grikkjakonungur af
sjer konungdómi í anuað sinn, og
sour hans, Georg prins tók kon-
ungdóm. Samfara þessu sagði alt
gríska ráðuneytið af sjer.
Það var vitanlegt fyrir fram,
að svona mundi fara. Hinn ægi-
legi ósigur Grikkja og landa-
missir sá, sem siglir í kjölfar
hans, gerði Konstantín ómögulegt
að sitja við völd áfram. Skömmu
eftir að Grikkir mistu Smyma
fór að brydda 4 óeirðum fyrst í
Chios og Mytilene og síðan víðar.
Voru það herforingjarnir Plsisti-
ras og Gonatas, sem einkum stóðu
fyrir uppreisninni. Nokkrum dög-
rm eftir þetta, frjettist um áfrom
handamanna: að Tyrkir ættu að
fá Aðrianópel. Óx þá uppreisnar-
mönnum mjög fylgi. 27. sept.
sendu þeir herforingjamir flug-
vjel frá Mytilene og Ijetu hana
fljúga yfir Aþenuborg og kasta
prentuðum miðum til borgarbúa,
Georg annar, hinn nýji Grikkja-
lr.onungur, er fæddur í Tatoi-höll
árið 1890. Nítján ára gamall var
hann sendur til frænda síns Vil-
hjálms Þýskalandskeisara og fekk:
liðsforingjamentun í prússneska
fótgönguliðinn. Hann gekk síðan
i gríska herinn og tók þátt í'
Balkan-ófriðnum 1912— ’13. Þegar
afi hans, Georg I., var myrtur,
í mars 1913 varð hann krónprins
enda elstur bræðra sinna, en þeg-
ar bandamenn settu Konstantín af.
í júní 1917 var hann sviptur erfða-
rjetti, og konungdómurinn feng-
inn í hendur yngri bróður ‘hans,
Alexander, sem var álitinn minni
Þjóðverjavinur. Hann dó af apa-
biti haustið 1920 og opnaðist þá
illu heilli vegur til valda fyrir
Konstantín aftur. Georg TT.
kvæntist fyrir tæpum tveimur ár-
um Elísabetu prinsessu af Rúmeníu..
í endumýjungu lífdaganna.
Vilhjálmur uppgjafakeisari gerðf
nýlega . heyrinkunna trúlofun
sína. Konuefnið er 5 barna móðir,
ekkja og prinsessa að nafnbót.
Var maður hennar hátt settur í
þýska hernum fyrir eina tíð. —
Heyrðist ávæningur um trúlofun-
ina fyrir tæpu ári, en var þá bor-
inn til baka, Konuefnið heitir Her-
í
mine prinsessa af Carolath-Beut-
hen og er fædd 1887. Misti hún
manninn árið 1920.
Síðan Vilhjálmur trúlofaðist