Morgunblaðið - 21.10.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1922, Blaðsíða 3
 M O R O U N B L A Ð I Ð Gummistigvjel karimanna og barna hvitbotnuð, nýkomin til Hvannbergsbræðra. leikur haun við hvern sinn fing'- Ur eins og vera ber undir slíkum kringumstæðuxn. Hefir hann kom- ið lítt við somkvæmislíf undan- farið, en nú bregður svo við að hann er farinn að halda hverja vfeitsluna á fætur annari og tek- Ur á móti haimboðum, eins og hann getur torgað. Ný Everest för? Eins og kunnugt er, urðu þau endalok leiðangursins, sem kon- unglega landfræðisfjelagið gerði í sumar, til þess að komast upp á hæstu tinda Mount Everest, að leiðangursmenn komust eigi í meira en 26,000 feta hæð. Þar urðu þeir að snúa við, en förin þótti samt hin frækilegasta og hafa menn aldrei komist hærra yfir sjávar- mál fótgangandi, Hafði undirbún- ingur verið mikill undir ferðina, ng sjerstök verið gerð áður til þess að rannsaka alla staðhætti og flytja vistir á ákveðna staði. Mjög er um það deilt, hvort mögulegt sje að komast alla leið upp á þennan hæsta tind jarðar- innar- Hefir Sven Hedin haldið því fram, að það sje ómögulegt, en sumir þeirra, er voru í för- inni í sumar telja það mögulegt, ef hepni sje með. Alt sje komið uudir veðráttufarinu. Þykjast þeir hafa komist að raun um, að súr- efnisleysi þurfi ekki að verða til fvrirstöðu því, að komast alla leið, því að „loftsýkin“ var alls ekk- ert tilfinanleg. En veðrið er svo breytilegt, að undir því er alt komið — þar skiftast á grimdar frosthörkur með byljum og ofsa- hitar með flóðrenslum, á örstutt- um fresti. Og mjög er það breyti- legt frá ári til árs, hvemig snjóa- lögin í fjöllumum eru. Er nú öflug hreifing orðin í þó átt að reyna enn að komast upp á hæsta tindinn, óg ýmsir menn hafa boðist til að léggja fram fje til fararinnar. En alt er nánar óráðið um ferðina, og varla búist við að hún verði far- in fyr en vor:ð 1924. —-----o------- Frá Danmörku, Landmandsbanken. Hið nýja bankaráð Landmands- banken er nú fullskipað. Verslun- arráðuneytið hefir skipað M. J. Villemoes kaupmann frá Esbjerg sem fjórða fulltrúa stjórnarinnar, og ennfremur hefir það samþykt skipun M. Emi'l Hertz sem full- trúa gömlu hluthafanna. Pólskt skólaskip í Khöfn. Um þessar mundir er pólskt skólaskip, sem Lvov heitir, í Kaup- mannahöfn. Dátarnir hafa þegar skoðað höfnina og sjeð hin ágætu vjelskip Áustur-Asíufjelagsins. Þá hafa þeir og heimsott verkfræð- ingaverkstæði og skipasmíðastöð- ina hjá Burmeister & Wain og sömuleiðis byggingar Sameinaða gufuskipafjelagsins. 18. þ .m. var samsæti haldið í skólaskipinu og um kvöldið bauð pólska sendisveitin til kvöldverð- ai og voru þar meðal annara gesta sendiherra Dana í Póllandi, dansk ir sjóliðsforingjar og yfirvöld borgarinnar og hafnarinnar. Sjorán uið Island? 1 síðasta mánuði getur færeyska blaðið „Tingakrossur“ um það, og hefir fregnina eftir norsku blaði, að skipshafnir af tveimur færeyskum fiskiskipum hafi átt að ræna norskt gufuskip, sem strandað hafi hjer austanlands. — Hitt færeyska blaðið „Dimmalætt- ing“, tekur þetta mjög illa upp fyrir „Tingakrossur“ og ber því a brýn, að það hafi áður talað illa um færeyska sjómenn, og vitnar þar í skrif einhvers ís- lendings, sem það nefnir Bald- vinsson, og má á „Dimmalætting“ skilja, að hann hafi skrifað eitt- hvað misjafnt um færeyska sjó- menn. Blaðið getur þess, að mál muni verða höfðað gegn norska blaðinu, sem flutti fregnina, og lofar „Dimmalætting“ því, að tala nánar 'um málið síðar, þegar máls- úrslit eru kunn. Ekkert hefir um það heyrst hjer, að nokkurt rán hafi átt sjer stað í þessu norska skipi aust- anlands, en vel má það hafa átt sjer stað fyrir því. Hvað þessum Islending viðvík- ur, sem ,,Dimmalætting“ segir að hafi skrifað ónot um færeyska sjómenn í „Tingakrossur“, þá er Morgunblaðinu kunnugt um það, að íslendingur, að nafni Jón Bald- vinsson, hefir dvalið í Færeyjum undanfarin ár, og getur blaðið ekki átt við annan en hann. En ekki minnist Morgunblaðið þess, að hafa sjeð neitt eftir hann í „Tingakrossur1 ‘. ---------o--------- Eftir Margeir Jónsson. En þá skal jeg snúa mjer að ís- lendingasögunum. Þar er alloft get- ið um spár karla og kvenna. Kon- urnar verða þó fleiri, venjulega nefndar völvur, líka spákonur. En þó eru þær ekki ótrúlega margar. Spákonur voru í heiðri hafSar með- al fornmanna. Vitaskúld voru sum- ar þeirra álitnar fjölkunnugar, því dulargáfur álíta vanfróðir menn, aö standi í sambandi við töfra. Og þess eru mörg dæmi, aö andleg mik- ilmenni fyrri alda, eru álitin fjöl- kunnug. Á hinn bóginn er sjaldgæft að getið sje forspárra manna, svo að .nokkuð veröi á bygt. Og þeir hafa víst verið fleiri, miöað við sög- urnar, þá en t. d. á síðustu öldum. Oft er spáð í stórum dráttum um framtíð manna, og vanalega er get- ið um, hver spáir; stundum hafa inunnmælin týnt nöfnum þeirra. Landnáma (bls. 210) segir t. d. fiá því, að porsteini beran hafi verið spáð því, ,,at hann mundi á því landi deyja, er þá var eigi bygt“. Hann fór til íslands í elli sinni. — Flestir muna frásögn Njálu um Ljót Halls- son á Síðu. Ljóti „var þat fyrir spát, ef hann riði þrjú sumr til þings ok kvæmi hann lieill heim, at þá mandi hann verða mestr höfð- ingi í ætt sinni ok elztr“. (Njála 267). Spádóinurinn rættist á þá leið, að Ljótur kom ekki „heill heim“ af þinginu mikla 1012, og vafalaust hefir friðarvinurinn Hallur á Síðu mist þar vænlegt höfðingjaefni úr llínben — Appelsinur — Epli -- Chocolade, ávali best í L II C A N A. ætt sinni. Stundum eru menn kend- ir við spár sínar, eins og draumspak- ir menn við drauma, en lítið minst á spár þeirra. Spá-Gils, er bjó und- ir Hrauni, „þótti framsýnn ok eftir rýningamaðr mikill um stuldi eða þá hluti, er hann vildi forvitnast“ (Eyrb. 28). Þórhallur spámaður á Hörgslandi er sagður „fróðr maðr ok mjök framsýnn, ok var kallaðr spámaðr“, (Fjörutíp ísl. þættir 338). Ef til vill hefir hann spáð fyrir Ljóti, því þeir Hallur og hann voru bestu vinir, eftir sögunni að dæma. Svo er að sjá að hann hafi fengið vitranir í draumi og sjeð sýn- ir í vöku. Og hann er látinn sjá fyr- ir dauða Þiðranda. En litlar reiður er hægt að henda á þessu,þótt„Þiðr- andi sá er dísir drápu“ hafi verið til. pá nefnir og Landnáma Þuríði „spákonu“, er bjó í Gröf (Lnd. 557). En hvergi er getið um spár hennar. Telja má „framfærslukerlingu“ Þór dísar húsfreyju í Ólafsdal. Hún spá- ir fyrir ósætti þeirra fóstbræðra, Eyjólfs og Steinólfs, er „þeir drógu verk hennar á fótum sjer“ : „Lítil fremd er ykkur í því at spilla verki fyrir mjer, enn spá mun ek ykkr spá — svá vel sem nú er með ykkr, þá munu þit verst skilja ykkvart vin- fengi“ (Fóstbræðrasaga 65). Þeir berast svo síðar á banaspjótum. Eðlilega getur saga þessi verið til- búningur, en væri hún sönrf, sem get- ur vel verið, þætti mjer líklegt að kerlingin hefði sjeð feigðarsýn ein- liverja, og tæplega er það tilviljun ein, að getið er um feigðarsýn þeirra fjelaga, er þeir fóru með lík sþá- kerlingarinnar (Fóstbr.s. 78). Stunduin eru allnákvæmar sagn- ir um framsýna menn og forspáa. 1 því efni hygg jeg að Gestur Odd- leifsson sje fremstur í flokki. Gest- ur kemur víða við sögur. Og víðast er þess getið, að hann hafi verið „framsýnn“, eða ,.forspár“. Há- varðarsaga segir um Gest, að hann væri „spekingr mikill ok vinsæll, vitr ok manna framsýnastr“ (bls. 12). Og það var hann, sem sá það, að Hávarður karl var „giftusam- legr og eigi allra færi við at eiga“. Njála lýsir Gesti þannig: „Hann var manna vitrastr, svá, at hann sá fyrir örlög manna“ (bls. 248). Og Gestur er „opinn“ fyrir kristuiboð- skap Þangbrands. Landnáma kallar hann: „Gest hinn spaka“. Laxdæla fer um hann þessum orðum: „Gestr var höfðingi mikill ok spekingr at viti, framsýnn um marga hluti, vel vingaðr við alla ena stærri menn, ok margir sóttu ráð at honum‘ ‘. Ollum heimildunum ber því saman um það, að hann hafi verið framsýnn, þ. e. sjeð ókomna atburði fyrir. Og Gest- ur hefir verið góður maður. Á það má leggja áherslu. Gestur virðist vera móttækilegur fyrir hugboðum. Hitt og annað bendir líka á, að hann hafi gæddur verið þroskaðri skygn- isgáfu. Enginn gæti þvertekið fyrir, nema hann hefði haft vitundarsam- band við sýnileg vitsmunaöfl, í vöku eða svefni. En telja má víst, að hann liafi verið draumspakur maður, og tekið mark á draumum, sem fjöldi annara fornmanna. Gest- ur bregst vel við beiðni frænku sinn- ar, Guðrúnar Ósvífsdóttur, um að ráða drauma hennar, og dregur ekk- ert úr draumspeki sinni, eins og Drauma-Finni og Drauma-Steinn. Og hann ræður alla drauma Guð- rúnar. En hvernig sem þessu hefir nú verið varið, tel jeg víst, að Gestur hafi verið gæddur mjög óvanal. dul- rænum hæfileikum. Og þá skulu nefndar spár hans. Kveðjusending Gests til Ósvífurs er eftirtektarverð: „Segja skáltu föður þínum kveðju mína, og seg honum þau mín orð, at koma mun þar, at skemmra mun í milli bústaða okkarra Ósvífrs, ok mun okkur þá hægt um tal, ef okkur er þá leyft að talast við“. (Lax. 93): Þeir Gest- ur og Ósvífur fóru „báðir í eina gróf“ segir sagan. Síðasta setn- ingin sýnir að Gestur hefir ekki búist við sambýli Ósvífrs í þessu lífi, og ekki átt það alveg víst að þeim yrði „leyft að talast við hinumegin“. Þá tek jeg hjer upp hina ógleymanlegu ógæfuspá Gests um Kjartan og Bolla. Frásögnin er svo lifandi, að mjer finst hvért orð geta verið satt. (Gestur hefir nefnt alla sonu Ólafs pá). Þá segir Ólafur: „Eigi má ofsögum segja frá vitsmunum þínum, Gestr, er þú kennir ósjena menn, ok þat vil ek, að þú segir mér, hverr þeirra ena ungu manna mun roestr verða fyrir sér“ .... Gestur svarar: „Þat mun mjök ganga eftir ástríki þínu, at um Kjartan mun þykkja mest vert meðan hann er uppi“.Síðan keyrði Gestr hestinn ok reið í brott, enn nökkru síðar re:ð Þórður hinn lági, son hans, hjá honum ok mælti: „Hvat berr nú þess við, faðir minn, er þjer 'hrynja tár?“ Gestr svarar: „Þarfleysa er at segja þat, enn eigi nenni ek at þegja yfir því, er á þínum dög- um mun framkoma, enn eigi kem- ur mér at óvörum, þótt Bolli standi yfir höfuðsvörðum Kjart- ans, ok hann ‘vinni sér þá ok höfuðbana, ok er þetta ilt at vita um svá mikla ágætismenn“ (Lax- dæla bls. 94.) Gestur hefir verið dulur um spár sínar (eða sýnir?) eins og t. d. Oddur biskup. Hefir talið ,þarfleysu að minnast á þær‘. Og snildarlega sneiðir Gestur hja því, að vekja grun hjá Ólafi, án þess að segja ósatt. Þriðja dæmið er í Gísla sögu Súrssonar (bls. 11 0g 111) : Þeir góðvinirnir, Þor- grímur, Vésteinn, Þorkell og Gísli Súrsson, veittust að öllum málum, sem einn maður, og voru harð- snúnir og kappsamir. Þorkeli auðga leikur öfund á áliti þeirra: „Hve lengi ætlar þú, at kapp þeirra Haukdæla ok yfirgangr muni vera svo mikill?“ spyr Þor- kell. Gestur svarar: „Ekki munu þeir allir samþykkir hit þriðja sum- ar, er þar eru nú í þeim flokki“. Auðvitað rættist þetta átakanlega,en ekki finst mjer verulegur veigur í þessari spá Gests, þótt það á hinn bóginn geti vel verið. pá kem jeg að þeirri spá Gests, sem er því merkilegri en hinar, að benda má á nokkrar líkur, er styðja sanngildi hennar. Landnáma segir þannig frá (bls. 108) : Gestr sotti liaustboð til Ljóts hins spaka á Ingj- alds-sandi. Ljótr spyr þá Gest, hvat manna Þorgrímr gagarr (son sinn) mundi verða. Gestr kvað Þórarinn fóstra hans frægra mundu verða, oh bað Þórarþm við sjá, at eigi vefðist hár lians um höfuð honum er lá á tungu hans. Óvirðing þótti Ljóti þetta, ok spurði um morguninn, hvat fyrir þorgrími lægi. Gestr kvað Ulf systrson hans mundu frægra. verða. Þá varð Ljótr reiðr, ok reið þó á leið með Gesti ok spurdi: „Hvat mun mjer at bana verða“ t Gestur kVezt ekki sjá örlög hans, enn bað hann vera vel við nátma sína. Ljótr spurði: „Munu jarðlýsnar, synir Gríms kögrs, verða mjer at bana?“ „Sárt bítr soltm lús“, kvað Gestr. „Hvar man þat verða?“ kvat Ljóti'. „Herða nær“, kvað Gestr. Austmaðr reiddi Gest á heiði upp ok studdi Gest á baki, er hestr hans rasaði undir honum. Þá mælti Gestr t „Happ sótti þik nu, en brátt mun annat. Gættu at þjer verði þat eigi at óhappi.“ Dagbókn ■■■ kÆíÍSöÍmÖ Messur í dómkirkjunni á morgun. Kl. 11 síra Jóh. Þorkelsson (ferm- ing). Kl. 5 síra Bjarni Jónsson. I fríkirkjunni á morgun kl. 2 sjera Árni Sigurðsson. Kl. 5 próf. Har. Níelsson. Landakotskirkja. Á morgun kl. 9 árdegis hámessa. Engin síðdegisguðs- þjónusta. í dag prjedikar síra Ólafur Ólafs- son í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 7 síðdegis. Ásta Norðmann ætlar, eins og aug- lýst hefir verið, að halda danssýn- ingu í Iðnó í kvöld með aðstoð Ósk- ars Borg. Hefir hún síðastliðinn vet- ur dvalið erlendis, lengstum í Þýska- iandi við dansnám og sýnir nú ýmis- legt í þeirn efnum, sem ekki hefir sjest hjer áður. Má þar nefna Grieg: Mitsas Tanz (úr Pjetri Gaut), Sehu- bert Moument-Musical o. fl. auk 6 nýtísku dansa, en alls verða 12 dans- ar sýndir. Reykvákingar hafa löngum haft áhuga á dansment, og það um of að sumum finst, en þó hefir hiúnt nær eingöngu verið stunduð til skemt- unar á samkomum, en ekki semsjálf- stæð list, eins og þó er títtt annars- staðar, og hjer á að gera tilraun til að sýna í kvöld og sjá hvernig fólki getst að. Nokkrar sýningar nýtísku- dansa hafa þó verið haldnar hjer áður, af þeim, sem viljað hafa bæta þekkingu manna og smekk á þeim, og hafa þær verið vel sóttar. Yerður svo sennilega nm þessa sýningu líka, þar sem bæði eru nýtísku dansarnir og listdansar (ballet) við lög eftir menn eins og Grieg, Schubert og Sibelius, enda er fólki hjer nýnæmi á slíku, þó það þyki annars góð skemtun, þegar saman fer fallegur dans, smekklegir búningar og góður hijóðfærasláttur. Kornvörur hækkandi. Samkvæmt síðustu frjettum frá Danmörku hefir rúgmjöl hækkað um 4 kr. danskar hver 100 kg., og er stöðugt hækkandi. Villemoes fór hjeðan í strandferð í gær kl .8. Farþegar voru, sjerá Sigurður Ó. Lárusson, Páll V. Bjarna- son sýslumaður, Guðm. Einarsson prófastur, frú Christensen o. fl. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.