Morgunblaðið - 01.11.1922, Blaðsíða 4
*
»
»
»
*»
»
*
!
►
*
»
*
»
Nýkomið! j
Feikna úrval af peysum
bæði á börn og fullorðna
: Voruhusfö^
—4--------5
Dagbók
Dánarfregn. 29. október andaðist
að.heimili sínu, Vinaminni hjer í bæ,
Arnlaug Helgadóttir, 70 ára að aldri.
Ný verslun verður opnuð í dag í
Lækjargötu 2, og verður þar selt alls-
konar kaldnr matur, smurt brauð og
„ofanálag“ á brauð og fleira. Versl-
un þessi er hin nauðsynlegasta, því
oft getur jþað komið sjer vel að ná
i tiLbúinn mat í fljótu bragði, og
eru slíkar verslanir reknar víða, þó
í minni bæjum sje en Reykjavík.
Hilmir kom frá Englandi í gær.
FEclDra-sápan
er uppáhaldssápa
kvenfólksins. Ger-
ir hörundslitinn
hreinan og skír-
an, háls og hend-
ur hvítt og mjúkt.
Fæst alstaðar.
Aðalumboðsmenn:
R. KJARTANSSON ó G o.
^ixxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx^tí.
x B
x Kopiering, Framköllun x
x ' x
X Notið gott tmkifæri og látið X
t*j kopiera filmur yðar í dag. y,
X X
$ Sportvöruhúa Reykjavíkur H
^ (Einar Björnsson). Bankastr. 11. ^
x x
j$í*XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX'S|í'
Kaupið og notið aðeins
islenskar vöpup
Alafoss-útsalan,
flutt i Nýhofn.
tátið ekki dragast
til morguna það sero gera má
í dag. — Skoðið eldfærin bjá
n. Einarsson S Funk
í dag.
Kaupmenn!
Notið okkar ágætu
Qluggaofna
HITI & LJOS.
Sími 830. Laugav. 20 B.
MsiD I bguHlii
Auglýslngadagbók |
Sunnudaga fara bifreiðar altaf til
Vífilsstaða kl. 11% og kl. 2y2 frá
Steindóri, Hafnarstræti 2 (homið).
Símar: 581 og 838.
Sætur unnusti gefur kærustunni
klýjan silkikjól og ,,penar“ vað-
málsbuxur frá Ársæli bóksala.
Vönduð og þrifin stúlka ósk-
ast í vist á barnlaust heimili.
Uppl. á Lindargötu 1. (niðri).
Tapast hefir kassi með katli í og
fleira dóti, inst á Laugvegi eða upp
við Hringbrautina til Hafnarfjarðar.
Skilist í Versl. Von.
Otur kom af veiðum í gærmorgun
með 900 kassa. Fór til Englands
síðdegis í gær.
Skósmiðir hafa auglýst allmikla
lækkun á skóviðgerðum. Var það síð-
ar en margur bjóst við.
Álftirnar á Tjörninni. f fyrrinótt
lagði tjörnina og gerðist þá heldur
kuldalegt þar fyrir álftirnar. Voru
þær handsamaðar í gær og fluttar á
Laugalækinn. Hafa þær verið þar
,inn frá undanfarna vetur og bjargast
sæmilega af.
Æskan styður ellina. Til mynda-
sýningar í kvöld stofnar Hákansson
í Iðnó í því augnamiði að börn. geti
lagt nokkra aura fram til styrktar
gamalmennahælinu. Er myndasýning-
in aðeins fyrir börn á skólaskyldu-
aldri. Myndir þær, sem sýndar verða,
eru af ýmsum fögrum stöðum hjer
á landi og ef til vill líka frá styrj-
öldinni. í ráði er líka að lesa eitt-
hvað upp. Sýningin byrjar kl. 8y>.
Jafnaðarmajmafjelag íslands heit-
ir hið nýja fjelag, sem stofnað hefir
vtrið upp úr klofningi þeim,, sem
varð í Jafnaðarmannafjelaginu fyrir
stuttu. í stjórn þessa nýja fjelags
eru Jón Baldvinsson formaður, Jón
Jcnatansson, Magnús Ásgeirsson,
Ágúst Jósefsson og Pjetur G. Guð-
mundsson. En hvoru jafnaðarmanna-
fjelaginu tilheyrir Alþýðublaðið 1 ViII
það ekki fræða menn um það?
Mdlverkesýnin%u. opnar í dasr í
húsi frú M. Zoé e við Austurstræti
baron Hans Hasslinger, ungur maður
frá Austurríki. Hefir hann dvalið
hjer i sumar en er rú á förum hei .
Hann hefir viða farið um hjer suon-
anlands og mál ð og eru tnyndirrn'r
sagðar hinar fegurstu. Er biróni -n
mjög listfengur maður og hefir a ð-
sjáanlega kunnað að meta náitúru-
fegurðina íslensku. Myndirnar seiur
hann mjög ódýrt.
-------O---------
fieimanmunduriim
— Það gleður mig hjartanlega,
og jeg verð að biðja hluthafana
í Somlónámimum innilega fyrir-
gefningar á því sem jeg hefi gert
þe:in rangt til í huga mínum.
Anton Herrlinger varð hvumsa
við.
—: Hafið þjer gert ókkur rangt
til — og með hverju?
— Með því að jeg ímyndaði
mjer í alvöru að þið, í hinni miklu
gæfu og gleði ykkar, sem gdkk
Isngt fram yfir allar vonir, hefð-
uð alveg gleymt ættingjum þess
Kianns, sem hin mikla auðna ykk-
ar og fjárgróði varð að fjörlesti.
Þetta var ljót hugsun, en fyrst
MORGUNBLAÐIÐ
jeg nú af yðar eigin munni hefi
orðið þess áskynja, að þetta á sjer
engan stað, dettur mjer ekki ann-
að í hug en kannast við það og
biðja afsökunar.
Herrlinger varð bæði reiður og
vandræðalegur á sv pinn. Því að
hann vissi ekki hvað var alvara
og hvað liáð í orðum Púttners.
Að minsta kosti var gremja í
rómnum, þegar hann sagði eftir
að hafa ræskt sig nokknim
sinn:
— Jæja, við höfum ekki skuld-
bundið okkur til neins! Og þessar
manneskjur hafa líka breytt eins
og fávitar með því að afsala sjer
öllum arfi; eins og maðurinn sáir,
mun. hann uppskera! Það er sann-
leikur, sem hver og einn verður
að kenna á.
— Ef að það hefði farið á sömu
leið með fyrirtæki okkar í Somlo,
eins og vel gat komið fyr r, mundi
engum hafa komið til hugar að
aumkva okkur — hefi jeg ekki
rjett fyrir mjer?
— Getur verið, 'en sögðuð þjer
ekki áðan, að þjer hefðuð gert
meira fyrir ættingja Breltenbachs
efl------ *
— Ó, þjer vitið vel hvað jeg
hefi gert fyrir þá, eða að minsta
lcosti fyrir aðra dóttur hans! Af
einskærri náð og miskun, hefi jeg
tckið hana á heimili mitt, því hún
var alveg á glötunarbarminum
þegar jeg miskunnaði mig yfir
hana. — Hún var nokkra mán-
uði að hjálpa til á ljósmynda-
verkstofu og lifði þar í eymd
og volæði, þangað til hún var,
rekin burtu fyrirvaralaust. Það
hefði verið úti um hana, ef jeg
hefði ekki gripið í taumana, og
þó að þjer hefðuð þvegið hvern
blett af minningu föður hennar,
þá hefði það ekki frelsað hana
frá fátækt og hungri.
Hann befir hlotið að vera mjög
reiður til að geta talað þann’g
við þann mann, sem hann hafði
.annað eins dálæti á ieins o|g
Púttner. En hann Ijet ekki geð-
vondsku Herrlingers á sig fá,
það að hann átti tal við þann,
sem hann átti atvinnu sína undir,
hafði ekki minstu áhrif á orða-
lag hans og hreinskilni. Og það
hefr víst verið langt um liðið
síÓan Anton Herrlinger hafði
fengið aðra eins ráðningu, eins og
þá, sem verkstjórinn hans nú
dirfðist að»gefa honu.m
— Jeg ætla mjer ekki að fara
að teggja neinn dóm á þettíP
manngæskuverk yðar, enda þótt
jeg, af því, sem fyr’r augun hef-
ii borið, alt að þessu hefi haft
þá skoðun, að Sigríður Breiteu-
bach með engu móti geti haft
nokkra hugmynd um að henni
sjeu látnar hjer í tje neinar góð-
gerðir sem hún ekki hafi tumið
fyrir; en af því að hún á engan
að, hlýt jeg að mótmæla því, að
um hana sje talað á þann hátt,
sem þjer nú gerið. Mannorð og
sómi ungrar og munaðarlausrar
stúlku, er hörundsár og brothætt-
ur hlutur, sem ekki er hægt að
fara nógu varlega meS,
— Mjer finst, að Sigríour Breit-
enbach ekki vera sVo einmana
og munaðarlaus sem þjer lát’ð,
eftir því að dæma, hve ákaft
þjer takið málstað hennar. Jeg s.kil
bara ekki hversvegna þjer hafið
lcynt okkur því, að þjer hafið
--------O-----;-
m IsJ IsJ m 1^1 loj m Lol fSj m leJ lol m
nffjar.bækur með gjafuerði.
„Áfram“, eftir Orison Swett Marden, er bók sem
áreiðanlega allir ungir menn ættu að lesa með athygli, ef
þeir hafa hug á að komast áfram og verða nýtir og efn-
aðir menn. Bókin hefir verið Þýdd á fjölda tungumála,
og hvert upplagið selst upp á fætur öðru á skömmum tíma.
Kostar aðeins 1 krónu.
„Samvizkubit“ og „Nýjir siðir“, eftir Aug. Strind-
berg, sænska skáldið heimsfræga, eru báðar mjög skemti-
legar skáldsögur. Kosta aðeins 1 krónu hvor.
„í undirdjúpinu“, eftir enska skáldið H. G. Wells, er
einnig skáldsaga, afarspennandi. Kostar aðeins 50 aura.
Uppáhald barnanna.
„Æskudraumar“, „Geislar“, „Bernskan 1“ og „Bemsk-
an 11“ eftir hinn Þjóðkunna höfund og barnavin, Sigur-
björn Sveinsson, eru tvímælalaust langbestu unglinga- og
barnabækurnar sem til eru á íslenskri tungu.
Flualt ueI þEgnar tækifærisgjafir Eru
„Árin og eilífðin“, Sálmabókin, (vasaútgáfan), Passíu-
sálmarnir, „Brjef frá-Júlíu“, „Á guðs vegum“, Barnabiblí-
an (samanbundin í mjög fallegt band)„,Ofurefli“, „Gull“,
og „Vestan hafs og austan“.
Fjölskrúðugt úrual
af Skrifpappír og Ritvjelapappír, hvítum og mislitum,
Prentpappír, Kápupappír, Karton og Þerripappír er ávalt
fyrir hendi. Umslög með niðursettu verði. — Sýnishorn
til sýnis á skrifstofu
ísafDldarprEntsmiöju h.f.
Sjóuátryggiö hjá:
Skandinauia — Baltica — natianal
islands-dpildínni.
Aðeins ábyggileg félög vtita yðjr fulla trfggingu.
IrallE 5 KuthE h.f.
nusturstræti 17. talsími 235.
lferslunarstjóri.
Ábyggilegur regluaamur raaður, sem er fær um að taka að
sjer forstöðu heildveralunar í einum af stærri kaupstöðum landsins,
getur fengið góða framtíðarstöðu. Lvsthafendur sendi eiginhandar
umsóknir ásamt! nauðaynlegum upplýaingum til afgreiðalu þesaa
blaðs fyrir 7. nóvember n.k. auðkent „Verslunarstjóri11.
Listasýningin
við Skólavörðutorg er opin daglega kl. 10 til 4. Inngangur 1 kr.
Aðgöngukort fyrir allan tímann kostar 3 kr.