Morgunblaðið - 15.11.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Nvkomið falSegi úrval af Enskum húfum. Hönðum höttum Linum höttum. Silkihöttum. lll. London 20. okt. Síðustu dagana hafa merk tíð- indi gerst og hver viðburður- inn rekið annan þangað til í gær, að Lloyd George fór á konungs fund og beiddist lausnar fyrir sig og alt ráðuneyti sitt. Ræða Lloyd George á laugar- daginn var helsta umræðuefni manna fyrstu daga þessarar viku. Gladstone lávarður, sá sem L. G. hafði mest vegið að í ræðu sinnL svaraði á þriðjudaginn með óbóta skammarræðu.Austen Chamherlain barðist eins og hetja fyrir fram- haldandi samvinnu milli stjórn- arflokkanna, en svo daufar voru undirtektirnar, að ekki þótti ann- að fært en kalla alla þiiigmenn íhaldsflokksins á fund til þess að taka ákvörðiin um, hvort halda skyldi áfram samvinnu við frjálsl. flokk'nn eða ekki. Fundur þessi var haldinn í gær í „The Carl- ton Club“ og sóttu hann 274 þingmenn íhaldsflokksins, að með- töldum ráðherrum þeim, sem flokkurinn átti í stjórninni. Fundurinn stóð í liðuga tvo tíma. Töluðu þar með samvinnu við frjálslynda flokkinn ráðherr- arnir Chamberlain og Balfour lávarður, en sjö menn töluðu á móti, þ. á. m. Bonar Law. Við atkvæðagreiðsluna urðu úrslitin þau, að 187 atkv. voru greidd með því, að samvinnunni yrði slitið -og íhaldsflokkurinn gengi einn til næstu kosninga, en 87 atkvæði voru greidd á móti. Hafði Cham- berlain þannig beðið mikinn ó- sigur, og stjómarflokkurinn var rofinn. íhaldsmenn áttu 13 fulltrúa í stjóm L. G., og af þeim voru 10 með því að slíta sambandinu, en aðeins þrír á móti, nfl. Cham- berlain, Balfour og Robert Horne fjármálaráðherra. Undir eins eft- ] ir fund'nn beiddust allir þessir ( ráðherrar lausnar. Lloyd George fór þá á fund konungs og baðst ( lausnar fyrir alt ráðuneytið og Tar hún veitt. Gegnir það þó störfum áfram þangað til ný stjórn er mynduð, en það mun dragast nokkra daga. Bonar Law var þvínæst kvadd- ur á fund konungs og beðinn um að mynda nýja stjóm. Taldi hann ýms tormerki á því, en varð þó við beiðn'nni. Verður á mánu daginn haldinn fundur fyrir alla þingmenn íhaldsflokksins — úr báðum málstofum — og að þeim fundi afstöðnum má búast við, að nýja stjórnin hlaupi af stokk- unum. Fastlega er búist við því, að Bonar Law muni rjúfa þingið og efna til nýrra kosninga strax, og að þær geti orðið um miðjan nóvember. Síðustu kosningar til enska þingsins fóru fram í des ember 1918 og höfðu þá íhalds- menn og frjálslyndir samvinnu í kosningahríðinni, ásamt „national- demokrötum“. Úrslit þeirra kosn- inga urðu þau, að íhaldsmenn fengu 338 þingsæti, frjálslyndir 137 en „demokratar“V 10, sv.o að alls voru það 485 atkvæði, sem stjórnin studdist við. í andstöðu- fiokknum voru — þegar frá er skilinn flokkur Sinn Feina, sem aldrei hefir notað þingseturjett sinn, og telur 73 atkvæði, verka- menn sterkasti flokkurinn, þeir fengu 59 atkvæði við kosning- arnar. Alls töldust 222 atkvæði í mótflokki stjórnarinnar. Þessar tölur hafa breytst nokkuð síðan, bæði við aukakosningar og vegna þess, að þingmenn hafa Korfið úr einum flokki í annan. Ýmsar breytingar hafa orðið á stjórn þe'rri, sem nú hefir sagt at’ sjer, síðan hún var mynduð, að afstöðnum kosningum 1918. T. d. var Bonar Law fjármálaráð- herra hennar og forseti neðri mál- stofunnar, síðan tók Chamberlain við fjármálaráðherrastarfinu, en í marz 1921 hvarf Bonar Law al- gerlega úr stjórninni vegna heilsu- brests, en Chamberlain varð for- seti neðrr málstofunnar og Sir Robert Home fjármálaráðherra. Ári eftir ófriðarlokin var ráð- herrum fækkað að miklum mun, og alls voru í ráðuneytinu 19 menn ei það sagði af sjer. Við kosningar þær, sem nú fara i hönd, verður aðstaðan alt önn- ur, en í des. 1918. í fyrsta lagi breyt'st tala þingmanna neðr't mál- stofunnar við það, að Suður- írland er orðið sjálfstætt ríki. Fækkar þingmönnum um nálægt 100 við þá breytingu. Og í öðru lagi ganga nú flokkar þeir, er undanfarið hafa stutt stjórnina, hvor öðrum andstæðir t:l kosn- inganna. Verða það því þrír aðalflokkar, sem éigast við í hverju kjördæmi: íhaldsmenn, frjálslyndir og verkamannaflokk- urinn. Óttast margir, að þrískift- in<Vin verði vatn á myllu verka- n'annaflokksins, og það var eitt af aðalrökum Chamberlains fyrir framhaldj samvinnunnar millj í- haldsmanna og frjálslyndra. • Verkamenn láta digurbarkalega og þykjast ætla að v:nna mikinn sigur. Segjast þegar hafa full- ráðið um frambjóðendaefni í 400 kjördæmum. Konur verða mjög margar í boði við kosningarnar og flestar þeirra eru taldar til verkamannaflokksinns. Um horf- ur í kosningunum er annars fátt hægt að segja. Ganga má að vísu, að einkum verði baráttan milli íhaldsmanna og verkamanna, en að frjálsl. flokk. missi allmik'ð af þeim þingsætum er hann heldur nú. Sundurlyndi það, sem verið hefir innan flokksins um nokk um tíma hefir áreiðanlega veikt hann að mun. En skyldi svo fara, að eigi hallaði á hann við þess ar kosningar, þá er það eingöngu verk Lloyd George næstu vik urnar, sem þar ríður baggamun- inn. Hann er þegar byrjaður í kosningabaráttunni. í dag fór hann til Leeds og á að hialda þar eina af sínum stóru ræðum á morgun. Á leiðinni þangað talaði hann á fimm stöðum, aðeins fá- einar mínútur á hverjum og þóttu ræður hans á þessu ferðalagi fyllri af fjörj og fyndni en nokk- urn tíma áður. „Þeir hafa ljett af mjer klyfjunum, svo að nú á jeg hægra með að halda sverð- inu en áður. Og það skal sjást, að það verður notað“. Síðasta stjómarverk hans var að halda ræðu fyrir prinsinum af Wales í morgun, á móttökuhátíð, sem prinsinum var haldin af borgar- stjórn Lundúnaborgar, til þess að bjóða hann velkominn heim úr förinni til Indlands. Var þar saman komið flest stórmenni, þar á meðal allir „dumpuðu“ ráð- herramir, en ekki þótti liggja eins vel á neinum, og Lloyd George. Lloyd George Lloyd George hefir á síðustu árum tvímælalaust verið voldug- asti maður heimsins. Hann hefir verið valdamesti maður stærstu ríkjasamsteypunnar í heiminum og hann hefir látið meira til sín taka um mál Evrópuþjóðanna síðustu árin en nokkur maður annar. Æfiferill hans er eftirtektar- verður. Hann hafði engin arfgeng völd eða auðæfj að styðjast við, og það er umkomulaus unglingur, sem komist hefir til æðstu valda heimsveldisins bretska. Hann er fæddur í Manchester 1863 og var faðir hans skólakennari þar, en dó skömmu eftir fæðingu L. G. Var hann þá tekinn til fósturs af föðurbróður sínum, Richard Lloyd sem átti heima í þorpinu Llamyst- umdwy í Wales. Var hann sko- smiður og átti við fátækt að búa, svo mikla að Lloyd George svalt oft heilu hungri í ungdæmj sínu. Samt gat L. G. aflað sjer tölu- verðrar mentunar og varð hann lÖgmaður. Hann 1 jet brátt til sín taka um stjórnmál, og árið 1890 bauð hann sig fram til þings í kjördæminu Carnarvon, aðeins 27 ára gamall, og náði kosningu með aðeins 18 atkvæða meiri hluta. Hefir hann ávalt verið þingmaður þess kjördæmis síðan. Eigi bar neitt á L. G. í þinginu fyrsta kastið. En þegar frjálsr lvndi flokkurinn komst til yalda árið 1892, hafði Asqu:th lagt fyrir þingið frumvarp, sem sjerstak- lega varðaði hagsmuni Wales, en L. G. líkaði það ekki og gerðist talsmaður fyrir breytingum. Var það í fyrsta sk'fti sem nafns hans gætti nokkuð í þingsögunni, Eftir það gætti hans jafnan mikið, og þegar stjórnarskiftin urðu árið 1905 og Campbell Bannermann myndaði stjórn, varð Lloyd Ge- orge verslunarmálaráðherra og þótti reynast með afbrigðum vel j embættinu. Þegar C. B. Ijet af embætti 1908 og Asquith myndaði ráðu- ceyti sitt, varð L. G. fjármála- ráðherra. Hið merkasta af verkum h&ns frá því tímabili eru lögin um almennan lífeyri, frá 1911. — 1 Hann var fjármálaráðherra þar t:l, fyrsta samsteypuráðuneytið var! i myndað 1915, en þá tók hann við hergagnaráðuneytinu, sem þá var nýstofnað. En í júlí 1916 varð hann hermálaráðherra. Þá um haustið, í desember mánuði varð Asquith að láta af völdum og konungur bað þá Bonar Law að mynda nýja stjórn. Hann vísaði frá sjer og til L. G. Og úrslitin urðu þau, að Lloyd George mynd- aði annað samsteypuráðuneytið, og síðan, eftir kosningarnar 1918, hið þriðja. Hefir hann þannig verið forsætisráðherra Breta í nærfelt 6 ár, gegnt hinum vandasömustu störfum að kalla má öll ófriðar- ár:n, og átt sæti í bretsku stjóm- inni síðan 1905. Þegar saga undanfarandi ára, mestu erfiðleikaáranna, sem heim- urfnn hefir þekt, verður rituð, mun þar e:gi minst annara manna meira en L. G. Eigi hafa meiri nje erfiðari viðfangsefni fallið í hlut nokkurs manns en hans. Og hann er sá e’ni, sem sætt hefir verið af stjórnmálaforkólfum stór- þjóðanna þangað til nú. Hann sat við stjórnvöl Breta þegar mest reyndi á í ófriðnum, hann sat á friðarfundinum í Versailles og hann hefir síðan haft það vanda- sama hlutverk að milda dóm:nn frá Versailles og verja Þýska- land hruni. Samtímis þessu hefir honum — vonandi — tekist að leiða til lykta mesta vandamál Englendinga, og koma á sættum m:lli þeirra og íra. Eftirtektarverðir em dómar út- lendu blaðanna um L. G. í tilefni af fráf'ör hans. Þýsku blöðin lofa hann fyrir síðustu tveggja ára framkomu hans, en hafa þó margt að honum að finna. Poincaré for- sætisráðherra Frakka hefir farið mjög lofsamlegum orðum um L. G. og hrósað honum fyrir frá- bæra stjórnvitsku. En frönsku blöðin hafa að kalla má öll rekið upp gleðióp, yfir því að Lloyd George skuli vera farinn frá. — H'ns vegar telja blöð Ameríku- manna það mikið mein, að hann skuli hafa mist völd, og telja vandfenginn mann í hans stað, og úr lýðríkjum Breta berst mikið af saknaðarkveðjum. Bonar Law. Þegar hann sagði af sjer ráð- herraembætti fyr:r rúmu ári, bjuggust flestir við, að hann mundi aldrei riðinn við opinber mál framar. Heilsa hans var þá orð'n mjög veil. Hann er fimm árum eldri en L. G., eða 64 ára. Er hann prestssonur og fæddur í New Brunsvick í Canada, en fór til Skotlands 16 ára gamall og gerðist verslunarmaður. Rak hann síðan kaupsýslu í fjelagi við frænda sinn í Glasgow og auðg- aðist. En árið 1900 byrjaði hann að gefa sig við stjómmálum. — Hann var kosinn á þing það ár, sem fulltrúi íhaldsmanna fyrir eitt af kjördæmum Glasgow og fyrsta ræða hans varð til þess að vekja athygli á honum. Var ræðan svar til Lloyd George. Hann varð versl- unarráðherra í stjórn Balfour ár- ið 1902 og hjelt því embætti þang- að t' lráðuneytið sagði af sjer 1905 Næstur verslunarmálaráðherra eft- ir hann varð Lloyd George. Bonar Law misti þingsæti sitt í Glas- gow við næstu kosningar, árið 1906, en varð þingmaður v:ð auka- kosningar í ‘ öðru kjördæmi skömmu Súðar. Við kosningarnar 1910 fjell hann einnig, en árið eftir náði hann aftur þmgsæti. HSSðKBRj qtp f konungl. hirðsall. Vallarstræti 4. S í m i 1 5 3 (tvær línur). Nýjar braudtegundir: Birkisbrauð, Rúsinubrauð, Súrbrauð (kringlótt), Smjörbirkis. Reynið þessar nýju tegundir. Vienerbrauð, Rúndstykki, Kruður, kl. 8. á hverjum morgni. Bragðbest með morgunkaffinu. Borðið innlenda Kexið raikið ódýrara, en þ ið útlenda, og ávalt ferskt Reynið blandaða Konfektið. Bæjarins ódýrasta KO ÆEKT s e 1 u r Björnsbakarí Árið 1911 var misklíð mikil innan íhaldsflokksins um það, hvort kjósa skyldi Walther Log (nú lávarð) eða Austen Chambér- lain fyrir foringja flokksins. En því varð afstýrt og urðu flokks- brotin bæði sammála ,um að velja Bonar Law til foringja. Þótti hann síðar ágætlega vaxinn starfi sínu og vinsælli foringja hefir íhaldsflokkurinn tæplega átt nokk- urn tíma. Þegar ofriðurinn hófst rjeði hann og foringi íhaldsmanna í efri málstofunni, Landsdowne lá- varður því, að íhaldsflokkamir ákváðu að styðja stjórn Asquith og urðu þeir báð'r meðlimir í fyrstu samsteypustjórninni. Bonar LaW varð einnig ráðherra í öðru sam- steypuráðuneytinu og hlóðust þá mörg störf og mikilvæg á herðar hans. Hann var einn af fulltrú- um Breta á friðarfundinum í Versailles og mörg fleiri trúnað- arstörf voru honum falin. Var hann talinn meiri önnum hlaðinQ en flestir ef ekki allir ráðherr- ar Bretlands og Lloyd George taldi hann einn þeirra manna, sem síst mætti missast. f fyrra- vor þegar hann sagði af sjer ráðheraembætti og ljet jafnfraint af foringjastörfum fyrir íhalds- fiokkinn, fjekk hann einlægari kveðjur þings og stjórnar, en tí^ er við slík tækifæri. Síðan þá hefir íhaldsflokkuriu11 i rauninni verið höfuðlaus her of enginn hefir verið kjörinn fof' ingi hans. Á mánudag'nn kemur heldur flokkurinn fund og þá að kjósa formlega foringjann, e£ gefa honum umboð til þess a mynda, stjórn. Foringjaefnið ef sami maðurinn 'sem sagði af sjef starfinu í fyrravor vegnn þesS að hann væri þrotinn að heiF11 — Bonar Law. Nýi forsætii^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.