Morgunblaðið - 29.11.1922, Síða 2

Morgunblaðið - 29.11.1922, Síða 2
M^EGUNBLAÐIÐ peysufataki®eði» silkiíiauel og tillegg til pe^sufafa, silki í svunt- __, 'M,?y tf/.w'- ur, peysufot og upplnluti. Sjes'lega stórt og fallegt úrval aff kvenslifsum. <7.5., Bofnia' íer fimtudiiginn 30. þ. m. til Isafjarðar, Dýrafjarðar og Patreksfjarðar. lförur til þessara hafna komi í dag. Farþegar sæki larseðia i dag. C. Zimsera. heldur en þá sem hjer lifa, að jörð vor kemst þannig í hið mikla samband lífsheims. y. Nú ríður á því, að lesendur mínir forðist sem mest þá ímynd- un, að þetta sem hjer er ritað telj’st til þess sem menn geta les- ið sjer til dægrastyttingar, en þurfa ekki að taka neitt mark á. Það mundi koma greinilega fram, ug líklega fyrir önnur áramót, að það er ekki af eintómri eigingimi sem jeg óska þess mjög, að mönn- nm auðnaðist nú að fara að skilja, hvers konar erindi hjer er verið að flytja. Ekkert girðir jafn ræki- lega fyr'r hin góðu áhrif sem hjer •er verið að reyna að greiða fyrir, eins og ef einmitt þetta erindi fær enga áheyrn. Lesi menn Nýal og lesi hann vel, og þeir munu sjá, að sambandið í mínu máli er alt þannig vaxið, sem vera þarf til að sýna með fullkominni vissu, að ekki sje verið að AÚllast. Og biðja vil jeg menn að forðast þá trú, sem ekki mun vera mjög óalgeng, að þeir þekki Nýal ef þeir hafa lesið Morgunhlaðið; tals- vert meira en helmingur hókar- innar hefir ekki verið prentaður áður, eða nálægt 300 hls. Les: menn þessa fyrstu bók hins nýja tíma, með því trausti sem mak- legt er, og þeir munu finna að breyting verður á æfi þeirra. Beiti roenn svo gre'nd sinni að þeir hafi það traust á sannleikanum sem rjett er, og þeir munu fá það samband sem þarf til þess að kom- ■ast á hina góðu leið. Og hver dag- ur sem tafið er fyrir hinu rjetta sapibandi, er nokkru dýrari en trúlegt mundi þykja. Gæti jeg nú þegar fengið alla íslendinga til að þiggja sannleikann, þá mundi mikil breyting á verða. Það verður lítið hjer um slys, þegar hugarfarið fer að verða á þá leið, að bin góðu áhrif frá móðurstöð jarðlífsins ná að koma hjer fram. Á alla vegu mun þá rakna úr þeim vandræðum stm nú eru og yfir vofa. Áður en tíu ár verða liðin frá því að ís- lendingar þiggja þann sannleik sem hjer er verið að boða, verður fátækt og vesöld horfin frá þessu fólki, sem svo lengi hefir vanmet- ið Verið. Vegir og húsakynni verða þá komin í það horf sem nauð- synlegt er til þjóðþrifa. Háskóla- hús munum vjer þá eiga og lands- spítala og enn það hús sem svo n.ik.'l nauðsyn er á til að efla hjer bæjarlíf, og ef til* vill mætti lcalla Frósali. Augljós mun verða þýðing ís- lendinga fyrir endurreisn hins norræna kyns. Lokið mun verða þeim smáþjóðarskap sem svo mjög hefir heft íslenskan hug og hagsæld. Og um aldamótin 2000, mun sumt það fólk, sem fremst er og frægast á jörðu hjer, vera íslendingar. Enn era rammar þær taugar, sem í rangar áttir draga, og ótrú- Ieg munu orð mín þykja. En þó mun á sínum tíma sannast það sem hjer er sagt. Helgi Pjeturss. ------o—------ ErL símfregnir frá frjettaxitara Morgimblaðshis. Ehöfn 28. nóv. Líflát uppreistarmánns. I Dublin var nýlega líflátinn með leynd írskur uppreisnarmað- ur að nafni Childers, og hefir það vakið æsingar meðal fra beggja ruegin Atlandshafsins. Lausanne-ráSstefnan árangurslítil. Talíð er líklegt, að Lausanne- ráðstefnan verði mjög áraugurs- lítil, vegna þess að ■ Kemalistar heimta „status quo“. Ennfremur krefjast Rússar jafnrjettis við önnur stórveldi í öllum málum ráðstefnunnar. frsku stjórnskipunarlögin. Bonar Law hefir lagt stjórnar- skrá Ira fyrir neðri málstofu þings ins enska, og var hún samþykt i einu hljóði. .SnBFFl StUFlUSDR 00 StUFlUUODF*. Eftir Fr. Paasche. Engin þjóð leggur nú jafnmikla rækt við sögu vora og Norðmenn. Þeir hafa stigið hin veglegustu skref til þess að opna norskri alþýðu sýn yfir sögu fslands að fornu og nýju. Þeir eru þegar byrjaðir að þýða á norsku marg- ar merkustu fornsögurnar og enn- fremur söguleg eða bókmentaleg rit, eins og til • dæmis Snorra Sturluson eftir Sigurð Nordal. Og við og við. kemur út s.iálfstætt rit um einhvern kafla íslenskrar sögu eins og nú t. d. þessi bók, „Snorre Sturlason og Sturlungerne“ eftir próf. Fr. Paasche. Norðmenn finna og hafa fyrir löngu skilið, að þetta verk þurfti að vinna. Með því að rann- saka sögu vora alt frá byrjun og langt fram eftir öldum hafa þeir getað fylt upp margar og miklar eyður í sögu þeirra sjálfra. Rætur sögu beggja þjóðanna voru oft svo undarlega vaxnar saman. Urslitaatburðir í lífi annarar þjóð- arinnar höfðu oft mikil og varán- leg áhrif á framtíð hinnar. Norð- roenn kafa því í djúp sinnar eigin fcrtíðar, þegar þeir skygnast um sögusvið vor. Ef til kann það að valda nokkru um þessa könn- ur á sögu vorri frá Norðmanna hálfu, að þeir leggja nú alt kapp á að nálægja þjóðirnar andlega og viðskiftalega. Eru það margir ágætustu menn norsku þjóðarinn- ar sem beita sjer nú fyrir því. Sögukönnunin gæti verið einn liðurinn í því starfi. I formálanum fyrir bókinni segir próf Paásche, að allir Norð- menn hafi vitað, að Heimskringla hafi verið hinn mesti máttur í norskri sögu. En minna hafi þeir vitað um höfund hennar, Snorra, og það tímabil, sem Heimskringla varð tiþ á. En nú hafi hann leit- ast við að bræða þann harmleik úr „forsteningen“ sem geymdur sie í Sturlungu. Til þess verks hafi hann notað ýmsar aðrar heimildir, Biskupasögurnar, sögu Kafns Sveinbjarnarsonar og Arons Iíjörleifssonar, sögu Hákons Há- k^nssonar, gömul kvæði, gömul brjef, lagabækur, annála o. m. fl. Hann kveðst hafa leitast við að lýsa og dæma sem mest út frá lífsskoðunum og aldarhætti þess tíma, sem sögurnar gerðust á. Ennfremur hafi hann reynt að ná sögustílnum sem mest, og hefir honum tekist það mjög vel. í liókinni er því mesti fjöldi ís- lenskra orða, gamalla, sem höf. hefir aðeins sett norskan svip á. Tekur hann það fram, að þau muni ekki sóma sjer illa, því oft og einatt komi það í ljós, a ð þessi orð liggi mjög grunt undir yfirborði norska málfarsins, sem nú sje notað Meðal sögukönnuða þeirra, sem höf. kveðst hafa stuðst við, nefnir hann sjerstakiega með þakklætí þá Kr. Kaalund og Finn -Jónsson. Ennfremur segist hann hafa feng- ið ýmsar nýjar hugsanir frá Sig- urði Nordal og Ögmundi Sigurðs- sjrni, sem var fyldarmaður hans á ferð hans hjer í sumar. Tvær myndir eru í bókinni, á kápunni af Öxarárfossi og önnur innan í bókinni af Seljalandsfossi. Höf. skiftir bókinni í þessa kafla: Hafliði Másson og Þorgils Oddason, Sturla Þórðarson, æska og fyrstu þroskaár Snorra Sturlu- sonar, íslenska kirkjan, Guðmund- ur Arason, Rafn Sveinbjamarson, Noregsferð Snorra Sturlusonar, íslenska ríkið, Eyjólfur Kárason og Aron Hjörleifsson, Sturla S:g- hvatsson, síðustu dagar Guðmund- ar biskups, Gissur Þorvaldsson, fall Snorra Sturlusonar, Snorri Sturluson og verk hans. Koiiungl. hirðsali. Vallarstræti 4. — Sími 153 (tvær línur). Wælir R3sá sinum þektu ©g h^agðgóðu Desertum Svo sem: Is, fromage og rjómatertum, margar teg- undir. Kransakökum og konfekti, — wid ö 1 i hátiðleg tækifæri. Eins og sjá má af þessu, er mikið og margbrotið efni í bók- ij.ni þar sem það tekur yfir tíma- bilið frá Hafliða til dauða Snorra. Vitanlega er farið fljótt yfir sögu sumstaðar, en þó alstaðar dregnir aðal drættir þessarar skálmaldar, og þeir atbnrðirnir teknir með, er máli skifta. ítar- legast er frásögnin um Guðmund biskup, Sturla Sighvatsson og svo að sjálfsögðu Snorra. En vel hefði höf. mátt skýra Snorra enn betur fyrir Norðmönnum og af- stöðu hans til síns tíma og sagna- gerðarinnar. Þó getur hann vit- anlega ekki skilist svo við hann að hann verði honum ekki mikið umhugsunarefni. Hann telur hann hafa haft mest þeirra þræðra ■ af sjerkenhum ættföðursins og ætt- móðurinnar, Hvam-Sturlu og Guð- nýjar Böðvarsdóttui'. Þeim, sem ekki hafa aðgang að Sturlungu og Biskupasögun- um, er þessi bók mikill fengur. En Islendingum er efni hennar alt saman gamal-kunnugt. Þó hefði hún einnig getað orðið Is- lendingum nokkur skýringarauki a Snorra, ef þeir hefðu ekki áð- ur fengið jafn ágæta bók um hinn mesta og snjallasta sagna- ritara sinn og ,Snorri Sturluson* er, eftir próf. Sigurð Nordal. í henni er það sem um Snorra er hægt að segja svo fult og ítar- legt, að ekki virðist auðið að komast lengra. En þessi bók Paasche er skrifuð af svo mikilli hlýju og lífi og ást á efninu, að hún er íslendingum kærkomin þessvegna. J. B. ------o------ lfatnsleiðslan. Eins og getið hefir verið um hjer í blaðinu, hefir bæjarverkfr. lagt fyrir bæjarstj. till- að lagn- ingu hinnar nýju vatnsleiðslu. — Var um þrjár leiðir að ræða, og hefir bæjarstjórnin aðhylst eina þeirra, og samþykt, að eftir henni skuli byggja hina nýju æð. Fer hjer á eftir, það sem bæjarverk- fr. segir um það vatnsmagn, sem bærinn þurfi í framtíðinni: Nauðsynlegt vatnsmagn. — Sem síendur er meðalvatnsrensli til bæjarins um 2500 ten.m. á sól- arhring. Með þessu vatnsrensli og með því að loka á nóttunni fyrir vatnið til alls bæjarins, að undanteknu Skólavörðuholtinu milli kl. 9 og 11 fyrir hádegi, er nokkumveginn hægt að full- x-ægja neytsluþörfinni, þegar lxvorki er unnið á fiskstöðvun- um nje í sláturhúsunum. Með 3000 ten.m., eins og til var ætl- ast að hin núverandi leiðsla skyldi flytja, mxm líklega vera hægt að fullnægja meðal daglegri neytslu- þörf án þess að lokað sje fyrir, en til þess nú líka að geta látið nægilegt vatn til iðnaðar verður að auka vatnsrenslið um nálega 600 ten.m. og þarf því minst 3600 ten.m. á sólarhiúng, eða með núverandi íbúatölu 200 lítra á íbua ,en sú vatnsnotkun krefðist nokkuð strangrar reglugerðar. Þegar um er að ræða stækk- un vatnsleiðslunnar, verður að taka tillit til þess, að íbúarnir æskja þess að hafa ríkulegan vatnsskerf án nokkurra takmark- ana, og þess, ’ að stöðugt bætast við nýjar fiskstöðvar. Mesta vatnsneytsla sólarhrings- ins, er Jeggja verður til grund- vallar útreikningum, skyldi varla gerð minni en 275—300 lítr. á sólarhring. Eftir skýrslu frá 1910 yfir ýmsa bæi í Evrópu hefir vatnsneytslan í einstaka bæjum verið 300 1. á sólarhring, í nokkr- um hefir hún verið 250 1. á sól- arhring, en aftur á móti hefir hún í flestum verið mikið undir 250 1. á sólai'hring. Á árunum frá 1910 hefir vatnsneytslan í bæjum með undir 250 1. á sól- arhring aukist að mun, en þar sem vatnsneytslan var mikil hefir hún ekki aukist teljandi og staf- ar það ef til vill af takmörk- amum. Gera verður ráð fyrir, að sú vatnsleiðsla er nú á að gera, geti fullnægt þörfum manna á næstu 20 árum. Spuimingin er því þessi: ILversu mörgum íbúum má búast við eftir 20 ár? Jeg kemst að þeirri niðurstöðu að rjettmætt sje að búast við að íbúatalan verði í hæsta lagí 30000 árið 1943. Skyldi nú íbúa- talan verða mun hærri, kæmi það af sjerstökum ástæðum, einkan- lega óvenjulegum framföi'um alls landsins, sjerstökum framförum í Reykjavík hvað snerti iðnað og fiskveiðar, er aðeins gæti komið ai‘ svo mikilli velmegun, að bær- inn þegar fyrir 1943 hefði efni á að stækka vatnsleiðsluna. En ganga verður út frá miklum iðn- aði, sjerstaklega fiskþvotti o. s. frv., ef bærinn á að stækka svo a? hann hafi 30000 íbúa og skyldi í því tilfelli reikna með 300 lítr. vatnsneytslu á íbúa á sólarhring. Jeg geng út frá því, að aðeins þurfi að reikna með 33% stækk- un, þannig að bærinn 1943 hafi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.