Morgunblaðið - 29.11.1922, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.11.1922, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ IWiuBiIð eftin' aðaifunsði SJúkrasamlags tflafnarfjarðar i Oútte i kvðld kl. 8' 2" 24000 íbúa og mesta vatnsneytsla værr 275 1. 4 íbúa á sólarhring. I því ér hjer fer á eftir vil •jeg rannsaka þessi tvö tilfelli: 1) 30000 íbúar 1943 og niesta vatnsneytsla 300 1. á íbúa á sól- arhr'ng, og 2) 24000 íbúar 1943 mesta rvatnéneytsla 275 1. á íbúa á sólarhring. Frá Danmörku. Úi Svíþjóð, og auk þess nokkrir af konungsfjölskylchmni og ætt- ingjum brúðgumans. í þjóðþinginu hefir Cold utan- ríkisráðherra skýrt frá, að hann mundi leggja fyrir þingið lög um skipun stöðugrar ráðgefandi nefnd ar í utanríkismálum, er fulltrú- ar frá báðum þingum ættu sæti í. Þnfiji „IntErnatianalE“. Khöfn 25. nóv. Dönsku blöðin hafa rætt ým islegt um hina nýju íslensku skiftimynt, sem ekki er skift í Þjóðbankanum vegna þess, að ekkert hefir verið um það samið. En í upplýsingunni er próf. Knud Berlín gefur í „National- tidende“ og ennfremur af rit- fstjórnargrein ií „Politiken", er það sýnt, að þessi nýja mynt er aðeins slegin til þess, að bæta úr mikilli skiftipeningaþörf á ís- landi, og þessvégna .hafa verið gerðar ráðstaíanir til þess 'að myntin v*ri ekkj flutt út. Sveinn Bjömsson sendiherra staðfestir þetta í „Berl. Tid.“ og gefur ennfremur þær upplýsingar, að þeirri mynt, sem ef til vill kynni að vera komin frá ís- landi, yrði fyrst um sinn skift í íslensku stjómarskrifstofunni í Khöfn, ef ekki kveði svo mikið að því, að ástæða sje til að ætla að farið sje að „spekulera“ með myntina. Skýrslur yfir mannfjölda í Orænlandi árið 1921, eru nú út komnar. Sjest á þeim, að í land- inu voru 274 Evrópumenn, en allir.aðrir íbúarnir voru Eskimóar <eða menn af blönduðu kyni. Ibúarnir skvfast nokkurnveginn jafnt niður á norðu- og suður- hluta landsins, en voru mjög dreifðir á austurströndinni, voru þar ekki fleiri en aðeins 680. Síðustu daga hafa 9 embættis- menn og ritsímamenn, sem eru í þjónustu „Stóra norræna“ farið frá Khöfn til Moskva og Omsk, og opna þar 1. des. n. k. stöðv- ar fjelagsins. Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu frá hagstofu Dana, lækka útgjöld ríkisins til embættismanna ■og annara starfsmanný, ríkisins irið 1923—1924, úr 310 milj. nið- ur í 265 milj. kr. Starfsmanna- fjöldi ríkisins lækkar sama ár úi 43,800 niður í 41,400. Skýrsla sú, er bankaumsjónar- maðurinn hefir gefið út um alla banka í Danmörku, sem eru einka- eign, 190 alls, að þjóðbankanum meðtöldum, sýnir, að í lok októ- hermánaðar áttu bankarnir: í sjóði ............... 221.198.504 erlendum innieignum 40.256.020 verðbrjefum og lánum 800.020.276 lánum gegn trygg. 1141.146.913 hlutabrjefum .......... 384.947.315 „Deposita" ........... 2080.116.720 Hjónavígsla Dagmar prinsessu fór fram í Fredensborgarhöll á Norður-Sjálandi 23. þ. m. Meðal »niðkaupsgestanna voru konung- tJr og drotningin, ekkjudrotning- Jn og krónprinsinn, ennfremur heisaraekkja Dagmar af Rúss- landi, Hákon Noregskonungur og horski krónprinsinn og Karl prins London 8. nóv. 1 fyrradag hófst þing þriðja „Tnternationale" í Petrograd með skrúðgöngu bolsjevikahers og ann- ara að Vetrarhöllinni. í fylking- unni voru þúsundir fána — allir rauðir — og staðnæmdist fjöldinn fyrir framan höllina og var þar hrópað: Lengi lifi byltingin. Lengi lifi rauði herinn og flotinn. Lengi l.fi öreigarnir. Ilaldin * var þar ræða og lýst þróun bolsjevismans undanfarin fimm ár og því spáð, að á næstu fimm árum mundi bolsjevikastjórn komast á í mörg- um löndum. Einn af fulltrúum Þjóðverja lofaði því, að bylting skyldj bráðlega verða í Þýska- landi. Síðan hófst þingið og var Z’novieíf kjörinn forseti. Fjöru- tíu og fimm lönd höfðu sent full- trúa, og fjöldi aðkomumanna var á þinginu. Var í fundarbyrjun lesin upp kveðja Lenins til þings- ins. Tóku nú fulltrúar til máls hver af öðrum. ítölsku fulltrúamir hörmuðu viðburðina, s'em nýlega höfðu orðið í Ítalíu. Clara Zetkin, ein af fulltrúum Þjóðverja, sagði frá ástandinu í Þýskalandi og sagði að Þjóðverjar væra nú oiðnir svo „þroskaðir“ að bylt- ingin mundi koma þar innan skamms. Væri það sumpart að þakka sigurvegurunum og sum- part framferði keisarasinna í landinu. Ennfremur hjelt Zinovieff ræðu. Vítti hann mjög Ameríkumenn fyrir að hafa sett ýmsa helstu leiðtoga Kommúnista í fangelsi og rjeðist óvægilega á jafnaðar- menn. „Aðalmarkmið okkar er nú“, sagði hann, „að ganga milli bols og höfuðs á jafnaðarmönnum (2. Internationale) sem eru ekki annað en afturhaldslið úr borg- araflokknum.“ 500 kr. i kaupbæti. SVIeð hwerjum 2 kr. kaupym er gefinn happadrsBttismiði i = A EES Ö — Lucaaia 09 A E C-Basarnum. = Kaupið ávalt þar*og safnið miðunum. uppfundningu, er komið gæti að liði í þessum efnum. En lengi vel tókst engum að búa til eldsneyti. En nú virðist gátan vera leyst, og hefir það gert lyfjafræðingur einn þýskur, Prueehuer að nafni. Aðferðina segir liann vera mjög einfalda. Tvær tegundir grjóts sjeu malaðar saman mjög smátt, síðan eru viss efni, sjálfsagt eld- fnn, sett í mylsnuna og hún bleytt. Síðan er leðjan sett í mót, lituð og látin kólna. Ymsar tilraunir hafa verið gerð- ar með þetta nýja eldsneyti, og samanburður hefir verið gerður á því og harðkolum 4 þann hátt, að jafnmikið hefir verið tekið af bestu tegund af harðkolum og þessum steinkolum. Kom þá í Ijós, að hin síðarnefndu brunnu glatt, vora nær því lyktarlaus og mjög reykjarlítil. Hitaeiningar þessara tveggja kolategunda voru mjög á líkan hátt. Steinkolin gáfu frá sjer 7.995 hitaeiningar úr hverj- um 100 kg., en harðkolin, þau bestu, 7000—8000 á jafnlöngum tima. Uppfundning þessi er talin afar mikils virði fyrir Þjóðverja, ekki síst nú, er þeir verða að neyta allra bragða til þess að spara það elds- neyti, sem þeir hafa og afla nýs. Hafa þeir og snúið sjer að því verkefni að hagnýta sjer hita kol- anna betur en gert hefir verið. Var þeim ljóst, að lítið meira en 18% af hitamagni kolanna kom að notum, þegar þeim var brentund- ir vjelurn eða gufukötlum, sem voru hreyfingariausir. Það þurfti því að finna upp aðferð til þess að hagnýta sjer heita loftið, sem til einskis fór. Þeir hafa því fund- ið upp vjel, sem safnar öllu gasi, er myndast í eldstæðunum við brenslu kolanna og hefir þeim tekist á þann hátt að varðveita eða hagnýta gas, sem hefir alt að helmingi meira hitamagn heldur en menn fá úr kolunum sjálfum. Fullyrt er, að allir smærri iðn- aðarmenn muni hætta að nota kol til aflvaka í verksmiðjum sínum þegar fram líða stundir, en nota þetta gas eingöngu. því í viðtali, að gimsteinar keis- arans væru svo stórir, að engir gætu keypt þá nema keisarar cg konungar „og þeir eru orðnir fáir, nema olíukonungar og stál- konungar“, sagði hann. En hinir smærri gimsteinar keisarans eiga samkvæmt samningum að ganga til Pólverja, og verða því ekki seldir til ágóða fyrir hungurs- hjeruðin rússnesku. Um kirkju- gripina gaf Kameneff þær upp- lýsingar, að fjemæti þeirra væri miklu minna en gert hefði verið ráð fyrir, og mundu þeir seljast langt undir virðingarverði. Að öðru leyti gaf Kameneff þær upplýsingar um horfurnar í Rússlandi, að hungursneyðinni væri nú um það bil lokið. Hveiti- uppskeran hefði orðið 2,278,640 smálestir og væri það svo mikið, að hægt mundi að flytja út korn r.ú, og hafa þó nóg eftir til neyslu og útsæðis fyrir næsta ár. Kameneff telur rúmlega fjórar miljónir manna þarfnast hallær- ishjálpar enn í Rússlandi. Af þeim fjölda sjer sovjet-stjórnin fyrir einni miljón, en Ameríku- menn fyrir þremur. Hjálp Ame- ríkumanna í hallærishjeruðum Rússlands hefir verið stórkost- lega mikil. P i n ■Col úr grjóti. Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir gamalt máltæki, og hefir það sannast mjög áþreifan- lega á Þjóðverjum nú á síðustu árum, eftir því sem merkustu blöð í Ameríku og Þýskalandi segja. Þegar Þjóðverjar urðu að láta af höndum kolanámur sínar í Efri- Slesíu til Pólverja, fór mjög að þrengjast um eldsneyti hjá þeim. Varð þeim strax Ijóst, að þeim var lífsnauðsynlegt að ráða ein- hverja bót á því og afla elds- neytis á nýjan hátt. Leituðnst margir við að gera einhverja þá Það var ákveðið í fyrra, að selja skyldi alla dýrgripi Rússa- keirara og keisarahirðarinnarfomu og ágóðanum skyldi varið til þess að bæta úr hungursneýðinni í Rússlandi.Ennfremur hefir stjórn- in gert upptæka kirkjugripi og látið selja þá í sama tilgangi. Tb-ðu af því hinar mestu deilur m:lli stjómarinnar og klerkastjett- arinnar. Allmikið hefir verið selt af dýr- gripum Rússakeisara, en það fje- mætasta er þo oselt enn, af þeirri einföldu ástæðu, að það er of verðmætt til þess að hægt sje að selja það. Kemeneff ráðstjóri, sem hefir á hendi stjórn ha.ll- ærishjálparinnar, fyrir hönd sov- jet-stjómarinnar, sagði nýlega frá Loftsiglingar. Loftsiglingadeildin í svissneska samgöngumálaráðuneytinu hefir nýlega vikið máls á því við loft- siglinganefndir ýmsra landa — þar á meðal í Danmörku — að koma í framkvæmd föstum áætl- unarferðum í loftsiglingum um alla Evrópu, fyrst um sinn í sam- bandi við jámbrautarferðir, þar sem það væri haganlegast. Svissneska loftsiglingaráðið bendir á það í þessu ávarpi sínu, að sjerstaka áherslu verði a.ð leggja á það, að hafa flugleið- irnar sem lengstar, því á langri leið sje tímasparnaðurinn mestur. Sú leið, sem sjerstaklega mundi reynast haganleg fyrir Danmörku væri frá Kaupmannahöfn um Berlín, Niimber, Ziirich, Milanó, Róm og Brindisi. Sje þessi leið farin með járnbrautum og skip- um, er hún 2670 km. löng. En í beinni loftlínu aðeins 2400 km. En af henni hafa verið farnir þetta ár 660 km. í flugvjelum. Þessi ferð tekur um 68 klst. ef notaðar eru jámbrautir og skip, en að fara hana með flugvjelum, þó þamnig, að aðeins sje flogið á daginn og farið sje yfir Alpa- fjöllin í jámbrautarlest, eru menn aðeins 29 klukkustundir. og er þá tímasparnaðurinn 39 klst. En sje leiðin aðeins farin í flugvjel- um og hald'ð áfram að nóttu til, eru menn ekki lengur en 24 klst. Danska loftsiglinganefndin er nú um þessar mundir að athuga rcöguleikana fyrir framkvæmd á þessu máli. Og er ekkert líklegra en að þessi ráðagerð komist í framkvæmd. Skipin. E.s. GULLFOSS var á hádegi í gær 360 mílur frá Pentland. E.s. GOÐAFOSS er á Húsavík í dag. E s. LGARFOSS væntanlega á Skagaströnd í dag. E.s. BORG er á Austfjörðum. Lýsist til hjónabands. Svolátandi auglýsing var fest upp í bæjarþingsstofunni í Docm í Hollandi 21. október: Skrásetj- ari fæð^nga og dauðsfalla og hjónabanda tilkynnir, að hjóna- band er áformað milli hans há- tignar Wilhelm Friedrich Victor Albert keisara og konungs Wil- helm n., sem er 63 ára að aliri og atvinnulaus, heimilisfastur í Doom, ekkjumaður eftir hennar hátign keisarafrú og drotn- ingu Ágústu Victoriu, prinsessxt af Sljesvík-Holstein, sonur hans hátignar Friedrich Wilhelm Nicolas Karls, keisara Þjóð- verja og konungs Prússa og hennar hátignar Victoríu Adela- ine Marie Louise keisarafrúar Þjóðverja og drotningar Prússa, fæddrar konunglegrar prinsessu af Stóra Bretlandi og írlandi---- og hennar furstalegu tignar Her- mine prinsessu af Reuss, 34 ára að aldri og atvinnulausrar. Síð- an fylgir álíka nafnmargur ætt- bálkur brúðarinnar. Hitt og þetta. Acharnon greifi — eða Konstantin fyrverandi Grikkja- konungur — dvelur nú í Mílano á Ítalíu. Kveðst hann ætla að skoða vel ymsa staði í Evrópu áður en hann fari vestur um haf, því að hann búist ekki við að koma aftur til Evrópu á æfinni. Fascistar í Bayern. Þysku blöðin segja, að Erhardt kapteinn og Luttwits, sem báðir vom riðnir við byltingu Kapps fyrir nokkr- um árum, sjeu að undirbúa „Paseista“ uppreisn í Bayern. Hafi þeir safnað liði og muni ætla sjer að hrifsa völd- in í landinu, þegar minst vonnm varir, eins og Mussolini .hefir gert- í ítalíu. — Stjórnin í Munehen neitar þessu og segir það með öllu tilhæfu- laust, en blaðið „Vorwarts“ í Ber- lín heldur því fram, að fregnin sje 'sönn Upphlaup hefir nýlega orðið á eyjunni Samos í Grikklandshafi. Krefjast íbúarnir þess að verða sjálfstjómarríki undir yfirstjórn alþjóðasambandsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.