Morgunblaðið - 03.12.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1922, Blaðsíða 3
F]f HHiggjandi s Hveiti (4 tegundirj. Hálfsigtimjöl. Rúgmjöl. Rúgur (hre'nsaöur). Bankabygg'. Baunir. Völsuð hafragrjón, (sjerstaklega góð tegund í ljereftspokum og' pökkum). Jarðepli, dönsk. Súkkulaði. Sveskjur. Rúsínur. Kandís (rauður). Þvottasápur. Soda. Handsápur. Gólfdúkaáburður. Ymsar járnvörur. Þvottabalar, galv. Smellur, svartar og hvítar. Burstar, ýmiskonar. Postulínsbollapör. Stúfasirz, sjerlega gott. Bómullardúkar. Umbúðastrigi. Póstpappír, umslög og blek. STROKKAR. — SKILVINDUR, ANELINLITIR egta (í deildum). 0. Friiirsson s llason. Hafnarstræti 15. Sími 465. Islendingar í Rmeríku. „Lögberg“ frá 26. okt. s. 1. segir isvo frá: F. H. Fljótsdal lilotnaðist fyrir skömmu sá heiður að vera kosinn forseti þess fjelagsskapar, járn- brautarþjóna í Canada, og Banda- ríkjunum, er United Brothehood of Way Employes and Railroad Shop Laborers nefnist, Fjelög þessi telja til samans yfir 400,000 meðlimi og má því sjálfsagt vafalaust fullyrða, að Mr. Fljótsdal hafi mest manna- forráð þeirra íslendinga, er álfu þessa byggja. — Mr. Fljótsdal þótti verkamannafjelög þessi alt of eyðslsöm; meðal annars hlaut for- seti þeirra í árslaun 14,000 dollara. Fyrir launalækkun og fækkún em- bættismanna fjelaganna barðist Mr. Fljótsdal, og til þess að sanna að sjer væri full alvara, hefir hana komið því til leiðar, að forsetinn, í þetta skifti hann sjálfur, fær a'ð- eins 8,000 dollara um árið. Mr. Fljótsdal er Austfirðingur, eins og nafnið bendir til; fluttist til Ameríku átta ára gamall, en er nú 53. Algenga bændavinnu kvað hann hafa stundað í Minnesota, áður en hann’ gekk í þjónustu járnbrautar- fjelaganna. Undanfarandi ár hefir Mr. Fljótsdal starfað í þjónustu þjóðeignabrautanna — Canadian National Railways og haft umsjón með brautiim Dauphins hjeraðsins í Manitoba; en nú lætnr hann að sjálfsögðu af þeirri stöðu. Verður framtíðarheimili hans í Detroit Mich. Lundfesta og elja hafa rutt mörg- um íslendingi braut í þessari vold- ngu heimsálfu, og er Mr. Fljótsdal •einn í þeirra tölu. Dómsmálafrjettir. Að undangengnu fjárnámi, er fram fór samkv. 15. gr. laga nr. 29, frá 16. desember 1885, á mótorskip- inu Víkingur, R.E. 31, var eftir kröfu veðhafa, íslandsbanka, hald- ið nauðungaruppboð á tjeðu skipi. Nú varð umboðsmaður Tslands- banka, liæstbjóðandi að skipinu fvr- ir 75 þúsund krónur, en bank- MORGUNBLAÐID inn liafði veð í skipinu fyr- ir 100 þús. kr. og krafðist því um- boðsmaður bankans, að honum væri lagt skipið út til eignar fyrir hæsta boð, 75 þús kr., eftir reglunum um fasteignarveð, þegar veðliafi fær ekki fulla greiðslu veðskuldar sinn- ar. Sá lagastaður, sem sjerstaklega kemur til greina í þessu efni, er 5. grein siglingalaganna frá 1914, er mælir svo fyrir, að um stofnun og vernd eignarjettar og eignarhafta á skrásettu skipi eða skipshluta, skuli farið eftir reglunum um fasteignir, að svo miklu leyti, sem þeim verð- ur viö komið. Komst uppboðsrjett- urinn að þeirri niðurstööu, aö veð- hafi í skipi eigi ekki rjett á að fáveö útlagt eftir sömu reglum, sem gilda um veöhafa í fasteignum, og synj- aði því um kröfu bankans, jafn- framt og' uppboðshaldari lýsti því yfir, aö boð bankans í skipið væri samþykt. Þessuní úrskurði skavit lirm. Lárus Fjeldsted fyrir liönd Is- landsbanka til hæstarjettar, og flutti máliö sjálfur fýrir rjettinvun, en af hendi uppboðsráðandans og skiftaráöandans í Reykjavík, flutti málið mflm. Magnús Guðmundsson. Það skal tekið fram, að eigandi Víkings var Il.f. Mar; en fjelagið var komið undir gjaldþrotaskifti. Hæstirjettur kvað upp dóm í mál- inn 15. f. m. á þá leið, að hinum áfrýjaöa úrskuröi var hrundið. I forsendum dómsins segir svo: Það er engum vafa undir orpið og er viðurkent af málsaöilum, að ef um fasteignarveð hefði veriö að ræöa, voru öll skilyrði íyrir liendi til þess að veðhafi hefði getaö fengiö veðiö útlagt sjer til eignar, og með því að álíta verður að reglunni um útlagn- ing veðsins til eignar verði jafnvel yiðkomið um skrásett þilskip sem fasteign, þá átti áfrýjandi sam- kvæmt siglingalögunum 30. nóv. 1914, 5. gr., 1. málsgr., rjett á að fó skipið vitlagt sjer til eignar fyrir það verð, er hæst var boðið á upp- boðinu. — GENGI ERL. MYNTAR. 2. des. Sterlings pund............. 22.19 Dollar......................4.9iy2 Mörk......................... 0.07 Sænskar krónur............. . 132.50 Norskar krónur.............. 91.15 Franskir frankar........... 34.75 Svissneskir frankar........ 92 25 Lírur...................... 23.90 Pesetar..................... 75.75 Gyllini.................... 000 00 Sterlings pund.............. 25.60 Danskar krónur..............115.75 Sænskar krónur..............155.89 Norskar krónur..............107.11 Dollar .................... 5.80 >■ : • ......... fieimanmundurinn Elsku Bernd! Jeg fer nú, og kem aldrei aftur — fyrirgefðu mjer — en það er ekki hægt að hafa það öðm vísi. Spurðu mig ekki hvernig á því standi, en reyndu að láta þjer nægja það svar mitt, að það hefði verið al- gerlega rangt af mjer að vera kyr! — Reyndu heldur ekki að leita að mjer eða fá mig til að koma aftur — því það bætir ekkert iir skák, og þó að lög- in heimili þjer að beita valdi við mig, þá verður það bara okkur báðum til óhamingju. Jeg þakka þjer innilega, alt þitt göfuglyndi og þolinmæði við mig. Jeg get engu launað þjer, nema með því að gefa þjer frelsi þitt aftur. Lofaðu mjer að hugga mig við með- vitundina um að hafa greitt fyrir þjer leiðina til gæfu og velgengni! Jeg er samþykk þjer, um alt það sem viðvíkur skilnaði okk- ar. Justitsráð Renling hefir fult vald frá mjer til að sjá um alt í mínu nafni. Það leiðir af sjálfu sjer að öll sökin fellur á mig, því það er alt mjer að kenna frá upp- hafi. — Ennþá einu sinni — fyrirgefðu mjer, og láttu mig fara leiðar minnar i friði — það er okkur báðum best. Með heitustu óskuni als góðs og með innilegu þakklæti fyr- ir alt. Malva. Bernd greip sjer til höfuðs- ins. Hann ætlaði ekki að geta. trúað að þetta væri svona í raun og veru; hann sá alt í einu hyí- dýpi fyrir fótum sjer, þar sem hvergi sást til botns. Hvað var nú til í veröldinni sem hægt var að treysta, þegar ást konunnar hans var ekkert annað en svik. Þegar brösið hennar, röddin og fögru augun gátu logið og höfðu ef til vill svikið hann frá því fyrsta að hún sá hann! Tlann fór að 11 Ugsa um þegar hann kvaddi hana daginn áður, g'runlaus um að hún ætlaðist til að það væri síðasta kveðjan. Og nú lagði hann nýja merkingu í hvert orð sem hún hafði sagt. Þessvegna hafði hún ómögulega viljað að hann hætti við fcrðina til að vera hjá henni! Hún hafði auðvitað þá verið búin að hugsa sjer að flýja og máske lieföi liöf- uðverkurinn ekki verið annað en fyrirsláttur til að geta haft frið til að búa sig undir flóttann. Ef hann hefði ekki fengið brjefið frá Hiljmer, liefði þetta uppátæki Mölvu verið honum al- veg óskiljanlegt. En nú var hann undir áhrifum gremjunnar, sem það liafði vakið hjá honum og þóttist hann ekki geta verið í neinum vafa um orsökina til flóttans, eða hvert hún hefði far- ,ið. Og nú mundi hann alt í einu : eftir brjefinu sem hann færði henni daginn áður. Það stóð ef til vill í einhverju sambandi við hitt alt. Malva skrifaðist ekki á við neinn annan en systur sína hann gat að minsta kosti eltki munað eftir, að hiin hefði fengið frjef frá neinum öðrum, og nú mundi hann eftir að sjer hefði þótt það einkennilegt að honum óþ'ekt. karlmánnshönd hefði ver- ið á brjefinn. A B C selur langbestu og ödýrustu matvörurnar og i nokkra daga er útsala þar á glervöru allskon- ar mjög ódýrri, happdrœttismiði i kaupbœti með hverjum 2 kr. kaupum. A B C. Óvenju fallegt og mikið úrval af Blúsum úr silki 09 ull. UErsl. Hugustu Suendssn. -= Stórt úrual ==- af rammalistum og myndarSmmum, smáum og stórum kom nú með s.s. Botníu. — Verð miklu lægra en áður. — Myndir innrammaðar fljótt, vel og ódýrt. — Komið og reynið. Guðm. Asbjörnsson Simi 655. Laugaveg I. Qíeðiíegt má það kallast, þegar einhver vörutegund fellur í verði. Eins og alt af getur SMJÖRHÚSIÐ IRMA boðið lægsta verðið. Höfum nú fengið aftur með Botniu SMJÖR á 280 aura V* i^g, EGG til bökunar og suðu, SMJÖR- LÍKIÐ góða, sem að mörgu leyti jafnast á við smjör, — SVÍNAFEITI og PLÖNTUFEITI. Einnig marga gagnlega muni úr POSTULÍNI og GLERI. Smjörtjúsið Irma. Sími 223. lólatrje höfum við fyrirliggjandi sem við seljum mjög ódýr bæði í heild- ^ölu og smásölu. — Fyrat um sinn verða trjen seld i Ingólfstræti 21 kl. 2—4 síðdegia alla virka daga. Frekari upplýsingar á skrifstofu okkar í Aðalstræti 9. NB. Ef menn óska geymum við trjen fram að jólum gegn þvi að þau sjeu greidd strax. Eggent Kristjánsson & Co. Aðalstræti 9. Jlý verstutt var opnuð í gær í Uppsalakjallaranum, Aðalstræti 18. — Þar eru seldar flestar matvörur, svo sem: Högginn melis, steyttur melis, hveiti, kaffí, útlent. chocolade og ávextir nýir og niðursoðnir. — Hreinlætisvörur og fleira. Ennfremnr branð og kökur, frá Siggeiri Einarssyni. = Ný saumastofa = á Laugaveg 38 niðri, Kjólar, Kápur, og Barnaföt saumuö eftir nýjustu tísku. S. Benónýs. tf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.