Morgunblaðið - 03.12.1922, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1922, Blaðsíða 4
M^RQUNBLAÐIÐ L^S Best og mest úrval af Regnhlifum. Voruhúsi&r GOOD R I C H gúmmístígvjelín hafa sex ára reynsíu að baki sjer hjer á landi. Reynslan hefir sýnt að þau eru sterkari en nokk- ur önnur gúmmístígvjel, sem hjer hafa þekst. Kaupið því aðeins okkar þektu gúmmistígvjel, sem fást í flestum skóverslunum og veiðarfæraverslunum. Gætið þess að okkar skrásetta vörumerki: 2 stór kjallaraherbergi til leigu unðir vörugeymslu frá 1. janúar 1923 í húsi mínu Skóla- brú 2- Olafur þorsteinsson. læknir. standi neðan á hælnura og rautt band að ofan og ferhyrningur framan á leggnum með okkar nafni á. Vjer búum til allar tegundir af gúmmískófatnaði. Kaupið aðeins okkar stígvjel þá fáið þjer það besta. The B. F. Gooörich Rubber Co. Akron Ohio. Spaðsaitað- kjöt kr. 130 tunnan. Sykur, hveiti, haframjöl ogr hrís- grjón mjög ódýrt þegar tekið er minst 5 kg. 1 einu af hverri tegund Laugaveg 28. Ðílstjórar! höfum fengið 2 bílstjórapelsa, sem seljast óðýrt. HndErsEn S bauth. Austurstræti 6. > ■ 1 ■ mmmTfTrrri ! f mn Lesið! Lesið! Með s.s „Sirius“ hefi jeg fengið miklar birgðir af alls konar skófatnaði. — Meðal annars: Drengja. telpu- og barnastígvjel. — Ennfremur kvenskó með lágum hælum og karlmansstígvjel m. m. — Svo nú geta menn, eins og áður, fengið hjá -mjer á fætumar fyrir sanngjarna borgun. Virðingarfylst O. Thorsteinsson. Herkastalakjallaranum. Dagbók. nr. 2 6O16I, nr. 3 7708, nr. 4 2588, nr. 5 2947. Eins og menn muna, voru happdrættisgripirnir hinir verðmestu, svo sem 500 kr. í peningum, sauma- vjel 150 kr. virði, farseðill til Kaup- mannahafnar, olíumálverk og dívan- teppi. Á skemtnninni í Nýja Bíó í dag til styrktar manni þeim, er þarf lækrþ's- hjálpar við, hefir bætst við nýr lið- ur, sem ekki mun þykja ómerkari en þeir, sem þður hafa verið taldir. Eins og menn vita, er próf. Sv. Svein- björnsson tónskáld og frú hans ný- flutt hingað til lands, eftir að hafa verið f jarri fósturjörð sinni um mörg ár. pegar svo góðan og merkan gest sem Sv. Sv. er, ber að garði, hefði vissulega átt að fagna honum opin- berlega með samsæti hjer í bæ. petta hefir forstöðunefnd þessarar sam- komu sjeð. Hann og frú hans verða heiðursgestir á skemtuninni og þau boðin velkomin hingað tíl lands með ávarpi og músik. Verða leikin all- mörg lög eftir Svb. Sveinbjörnsson, en þjóðkunnur maður og skáld ávarp- ar hann. Vafalaust munu menn sýna ágætasta tóuskáldi þessa lands, höf- undi að lögunum við „O, guð vors lands“ og „Sverrir konungur“ þann vott fagnaðar yfir því að vera búnir að fá hann heim, að fjölmenna svo, að eklkert sæti verði óskipað í liúsinu. Hatm ætti í dag að finna það og sjá, að hann væri kominn heim til vina og kunningja, og það því fremur, sem hann er í raun og veru heiðursgest- ur allrar þjóðarinnar. Ný Ijóðabók, er „Rökkursöngvar“ heitir, eftir Kristmann Guðmunds- son, mun koma mjög bráðlega á bóka- markaðinn. Er hún 9 arkir að stærð. A þessa bók verður nánar minst síðar. Samsöngur karlakórs K. F. U. M. verður endurtekinn í dag í Bárunni kl. 9 síðd. Að söng þessa karlakórs er altaf gerður góður rómur. Hjónaband. Gefin hafa verið í' hjónaband nýlega ungfrú GuðnýHelga dóttir (Sveinssonar) og Brynjólfur Jóhannesson verslunarstjóri á ísa- firði. Trjesmiðafjelag Reykjavikur helður funð í Bárubúð, uppi, sunnuðag 3. ðes- kl. 3 síðð. Ef til vill talar utanfjelagsmaður á funðinum. Stjórnin. Takiö eftir! Utgerðarmenn og mótorbátaeigenður. \ Real báta-mótorar eru þeir ódýrustu mótorar, sem híngað til hafa þekst. Tek t. d. 5 hestafla vjei, sem kostar að eins 1500 norskar krónur, 16 hestafla vjel með 2 Cyliuder 3800 krónur, og 24 hestaflavjel með 2 Cylinder aðeins 4500 krónur. Ennfremur hafa þeir þá kosti fram yfir flesta aðra mótora, að þeir eru mjög ljettir og olíusparir. - öll samkepni útilokuð. — Nánari upplýsingar gefur Markús Einarsson Sími 1304 Pósthólf 571 Símnefni Markús LUCAHÆ er lang besta ávaxtaverslun borgarinnar, af ávöxtunum skulud þjer þekkja hana, happdrœttis- miði i-kaupbæti með hverjum 2 kr. kaupum. LUCHWA. bjósakrónur. Fengum stórt úrval með Islandi. Komið í tima. Hiii & Ljós. Sími 830. Laugav. B 20. kikið prófi í eusku við háskóla í I.undúnuin með góðum vitnisburði. Hún hefir lesið í Englandi í 3 ár. Nú, að prófinn loknu, fer hún fyrst til Jótlands, verðnr þar um tíma hjá kunningjafólki, en síðan í Khöfn til vors, en þá kemur hún heim hingað. Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld er alfluttur hingað vestan um haf og setst að hjer í bænum ásamt frú sinni, sem með honum kom að vest- an. Búa þau nú á Hótel ísland. Sá sem ekld hefir auglýst í Morg- unblaðinu, hefir aldrei sjeð hverju auglýsingar í rauu og veru geta kom- ið til leiðar, þegar auglýst er á rjett- an hátt og á rjettum stað. Auglýs- ingasími Morgunblaðsins er 498. — Skrifstofan í Austurstræti 5. — 1 -—o ■- i Fi*á Danmörku. I. O. O. F. H—1041248—II. Nætnrlæknir: Magnús Pjetursson. Ljfjabúðunum lokað kl. 7 síðdegis. Vörður í Reykjavíkur Apóteki. Stjömnfjelagið. Fundur í dag kl. 3y2 síðd., stundvíslega. Happdrætti Hringsins. 1. des. var dregið um happdrætti Hringsins og komu upp þessi nxuner: Nr. 1 1268, Hljómleikar. „Kammermúsik' ‘ -kvöld ætla þeir pórarinn Guðmundsson, O. Böttcher, pórhallur Arnason, Theodór Arnason og Sögaard pianoleikari að hafa næstkomandi miðvikudag í Nýja Bíó. Er þetta ný tegund hljónvleika h.jer og líkleg til þess að njóta góðr- ar hylli hjá bæjarbúum. Kemur aug- lýsing um þessa skemtun hjer í blað- inu á þriðjudaginn. Frk. Anna Bjamadóttir Sæmunds- sonar Mentaskólakennara hefir ný- Hermann Jónasson rithöfiuidur, sem íiýkominn er hteim eftir 5 ára dvöl í Ameríku, verður hjer í bænum fram yf'ir hátíðar, en ráðgerir þá að fara hjeðan. Hann segir að sjer hafi liðið vel vestra að öðru en því, að hann varð fyrir þeirri sorg í fyrra sumar, að missa Sigríði dóttur sína, en til hennar fór haim, er hann kom vest- ur. Sonur hans er nú kvæntur vestra, og kona hans er þar einnig, og líður þeim báðum vel. 28. nóv. Ríkisjámbrautimar dönsku. í októbermánuði voru 120,000 kr. -tekjuhalli á rekstri ríkisjárnbraut- anna í Danmörku, en umsetningin var 12,210,000 kr. Tekjuhallinn er þó allmiklu minni nú en á sama mánuði í fyrra; þá var hann 3,86, 418 kr. í byrjun þessa fjárhagsárs er gróðinn þegar orðinn kr. 11,4 milj., en á sama tíma í fyrra var tekjuhallinn 23,5 milj. Eu þetta gerir uni 35 milj. kr. tekjuauka. 29. nóv. Eins og stjórnir annara hlut- lausra landa hefir danska stjórnin nú ákveðið a5 taka boðinu um, aö senda fulltrúa sinn á Lausanne-ráð- stefnuna, og hefir hún lagt svo fyr- ir, að Oldenburg ráðherra verði fulltriii Dana á ráðstefnunni. Útfluttar landbúnaðar afurðir vikuna er lauk 24. nóv. voru m. a.; 1,8 milj. kg. smjör, 2,2 milj. kg, flesk og 14 milj. kg. egg. Talsímafjelag Kliafnar hefir ný- lega samið við Privathanken um 10 milj. kr. skuldabrjefalán. Yextir eru 5%, og á lánið að borgast á 20 árum. Samkvæmt upplýsingum, sem framkvæmdarstjórn fjelagsina hefir gefið, er þetta lán hluti af 20 milj. kr., sem stjórnin hefir veitt fjelaginu heimild til að taka. Þær 10 milj. sem vanta verða teknar að láni á næstu 12 mánuðum, og enn- fremur verður tekið armað 20 milj. kr. lán á næstu árum. Lántökur þessar eru nauðsynlegar, ef koma á í framkvæmd nauðsynlegum stækk- unum og umbótum á símakerfinu, sem sjerstaklega er þörf á eftir styrj aldar árin. Bjar nargreifarnir fást í öag á 5 krónur hjá Guðjóni Ó. Guðjónssyni. — Sími 200. Hugl. dagbók Kórfjelag P. í. Æfingar: Sópran og Alt kl. 3(4 í dag. Tenor og Bass kl 5 í dag. (Makogi' christal barnatúttur kosta aðeins 30 aura stykkið. Pást aðeins í versluninni „Goðafoss“ á Lauga- vegi 5. — ■ Fallegur, nýr ballkjóll til sölu, afar ódýr. Bergstaðastræti 34 B. Athugið! Saum á -í'ötum og tillegg 70 kr. Blá cifjots-föt frá 150 kr. Laugaveg 34. Skápar, borð og kommóður til sölu á Skólavörðustíg 15. íbúð, 3 herbergi og eldhús, óskast 14 maí næstkomandi. Abyggileg húsa- leiga greiðist. Tilboð merkt „íbúð“ se-ndist Morgunblaðinu fyrir 15. þ. m. Skóhlíf nr. 10 fundin innarlega á Hverfisgötu. Vitjist í ísafoldarprent- smiðju. Dökkgulur hundur, Ktill, og mjólk- urbrúsi í óskilum. Vitjist. á lögreglu- stöðina. Ábyggilegur maður óskar eftir 1500 krónum að láni, til arðvænlegs fyrir- takis, gegn 1. veðrjetti í húsi. Til- lioð merkt. 1500 krónur sendist Morg- unblaðinu. Dægradvalir o. m. fl. til græsku- lauss gamans bæði fyrir fullorðna og börn, nýkomið í verslun Daníels Halldórssonar, Aðalstræti 11. „Silkikjólar og Vaðmálsbuxur“ eru nú sama sem uppseldar, en „Fagri- hvammur“ fæst enn hjá bóksölum. V. Ó. Á. kaffið er bragðbest. u.,—. , O. -------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.