Morgunblaðið - 09.12.1922, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.12.1922, Qupperneq 2
MQBQUNBLABIÐ '&m/W' m ám Möguleika fyrir (,vinningum<( fær fó*k e k k i hjá Haraldi, en öllum er það stúr uinningur að versia þar. Biðjið aldrei um »átsúkkulaði«. Það á ekki saman nema að nafninu. — Biðjið um TOBLER 'M og þjer munuð þekkja það af bragðinu. — 1 kjöt („Ul‘j og Kjöthræra („FiFSj búið til úr bestu efnum. Fæst daglega og ávalt nýtt. (Eigin framleiðsla). Matarverslun lómasar Jónssnnar Tilraunabú. Eftir Lúðvik Jónsson. Frh. • Til skýringarauka þessum tilraun- um skal jeg skilgreina nokkrar ’þeirra, er til mála geta komið, og þörfin krefur að gerSar væru á slík- um stofnunum. Þeim er hjer skipað í þrjá höfuðfiokka, sem er þó mjög. úfullkomin deiling. 1. Búfjárræktartilraunir. I þeim flokki teljast allar þær tiiraunir, er beint eða óbeinlínis varða gripahald ið, og fremstar í þeirra röð set jeg „búfjárkynbætur“. í engu búnaðar íitriði er -oss meira ábótavant en á kynbótasviðinu. En það, sem að mínu áliti mun hafa staðið gripa- ræktinni hjer einna mest fyrir þrif- um, er fóðurskortur á vetrum, van- kunnátta manna yfirleitt á kynbóta- starfinu og áhugaleysi fyrir mál- e’ninu. Það er sannfæring mín, að g: iparækt vor gæti verið talsvert lengra á veg komin en hún alment er, þrátt fyrir þá vanfóðrun, sem vera kann á búpeningi manna, ef hinu væri ekki til að dreifa; og annað hitt, að eigi búpeningsrækt- in að verða annaS og meira en hún hefir verið og er, þá verði menn að starfa að kynbótunum með meiri festu og einlægni en reynslan bendir á; því hjer virðist sem stefnuleysið hafi ríkt í kynbótamálum, eða menn hafa tekist of ínikið í fang með kyn- bótunum. Menn hafa, sumir hverjir, leitast við að framleiða fjölbreytta kosti hjá einu gripakyni í senn, án þess að gera sjer ljóst, að hve miklu leyti þeir væru samrýmanlegir, — í stað þess að hafa einhver sjerstök takmörk fyrir augum með kynbót- unum. Þetta lýsir sjer í breytni þeirra kynbótamanna, ersótsthafa «ítir kynbótahrútum sitt árið hvert> af fjarskyldum kynjum, og án til- lits til þess, hversu mikið var sam- eiginlegt með þeim 'innbyrðis og þeim og þeirra eigin fjárstofni. Slík endalans blóðblöndun hleypir sundrung í öll ræktareinkenni og nálgast ekki fremsta takmark kyn- bótanna, sem er, að framleiða höf- uðkosti eins gripakyns og kynfesta þá. Kynblöndunin hefir sýnilega gengið svo vítt í griþarækt vorri, að hjer mun vera leitun á gripa- kynjum með kynföstum einkennum. j Það má jafnan gott lieita, að lamb- j ið, kálfurinn eða folaldið, líkist svo foreldrum sínum, að eitthvert kyn- bragð sjáist með þeim og meira ekki. En þegar þannig er farið griparækt eins lands, má ef til vill segja, að þar bresti undirstöðuatr- iði kynbótanna; því allar kynbætur byggjast á því, að kostir og einkenni foreldranna komi greinilega í ljós lijá afkvæmunum; að gripirnir sýnist ekki alt annað en þeir reyn- ast á kynbótasviðinu. Og það, sem hjer þarf að gerast, búfjárræktinni til bjargráða, er því ítarlegar til- raunir til að hreinrækta gripakyn, fyrir hverja grein kvikfjárræktar- innar — búin þeim kostum og ein- kennum, er samsvara gildandi stað- háttum og þörfum landsmanna — til grundvallar búpeningsræktinni í landinu. Fyrir sauðfje er hjer um ræktun tveggja eða fléiri kyn-af- brygða að ræða; söfnunar- og mjólk ur-fjárkyn, fyrir hrossaræktina reið hesta- og áburðar-hestakyn, og nautaræktina mjólkurkyn. Næst gripakynbótunum koma í, nefndum tilraunaflokki allskonar; fóðurtilraunir, svo sem samanburð- ur á næringargildi ýmsra fóðurteg-' unda: síldarmjöli, lýsi, síld, rúg- mjöli, heyi, votheyi o. fl., sömuleið-( is gr.’pahirðinga- og baðlyfstil- raunir ásamt fleirum. 2. Jarðyrkjutilraunir — þar með taldar bæði garðyrkju og áburðar- tilraunir. í fyrsta lagi ræðir hjer um samskonar tilraunir og gerðar hafa verið í Gróðrarstöðvum lands- ins, og þar að auki ýmsar tún- og engjatilraunir, svo sem þúfnasljett- ur, framræslu, túnaávinslu, vatnsá- veitur, völtrun, beitartilraunir o. fl. Bretar gera t. d. nokkuð að því að valtra tún sín í gróandanum, og þess ætti ekki síður þörf að vera hjer á mosatúnin.Það sljettir túnin,1 eykur jarðhitann og ver mosamynd- uninni. Ilúsdýraáburður er víða þannig hirtur, að honum er rutt úr penings- húsunum út fyrir dyr og heygður þar, eða ekið samstundis á tún og látinn liggja þar, fyrir áhrifum lofts og lagar, um lengri eða skemri tíma : vetrarins. Hversu mikið efnatjón hlýtst af þessháttar áburðarhirðing, ‘ samanborið við áburðargeymslu í safnhúsum, er auðvelt að skýra með samanburðartilraunum. Menn grein- ir títt á um það, hver árstíminn sje heppilegastnr fyrir túnábreiðslu. j Sumir halda með vorbreiðslunni,! aðrir með haustbreiðslu og þriðji flokkur manna vill láta dreifa á- burðinum straks og hann tilfellur, vor, vetur og haust. Til þess að ganga úr skugga með slík ágrein- ingseefni, eru gerðar áburðartil-! raunir. Þriðja áburðarspursmálið ^ fjallar um notkun og gildi verslun-; aráburðar fyrir tún, garða og ef tíl vill engi. Hjer ræðir aðallega um* 3 tegundir: kofnunarefnis- fos- forsýru- og kaliáburð; eru þær lítt kunnar enn meðal sveitabænda, en mikið notaðar við allskonar jarð- yrkju erlendis, og því er sennilegt, að notkun þeirra alment hjer á landi gæti orðið túnrækt og garð- yrkjunni til mikilla bóta. 3. Heyverkunartilraunir. Þær eru hjer síðast taldar, en þó er ekki þar með sagt, að þær sjeu sístar, því að hvergl er oss brýnni tilrauna þörf en á því sviði, og til þess liggja margar og gildar ástæður. I fyrsta lagi er það, að heyskapurinn er aðal uppskera sveitabænda Og á honum lifir að m;klu leyti búpeningur þeirra á veturna. En fóðurgildi heyjanna byggjast ekki einvörðungu á»hey- fallinu (grasgæðum) heldur og á heyverkuninni, og hafi hún mis- tekist getur hún dreg’ð ljótan dilk á eftir sjer. Bóndinn hefir fyrst og fremst eytt dýrmætum tíma og miklu fje til heyskapar, er skemmist eða eyðist; hann setur ef til vill á hestatöluna að haust- ii:u til, sem um óskemt eða holt gripafóður væri að ræða, en þar skjátlast honum einatt herfilega; því skemt - hey hefir tapað meira eða minna af næringargildi; það hleypir oft einhvers kyns ótjálgri í skepnurnar, er hefir afurða- rýrnun í för með sjer' og leiðir þær ef til vill í dauðann. Til þess að gera mönnum Ijóst hvað hjer um ræðir og hversu mikið er í húfi fyrir bændur, j eí illa tekst til með heyverk- j umna, ætla jeg að birta hjer dá-, litla sögu, er fyrir mig bar á. bóndabýli einu á Englandi, sum- J arið 1917, og mjer hefir orðið lærdómsríkar: en mörg bókvís- indin í þessum efnum. Stöðugir óþurkar hjeldust í hálfa aðra viku, á túnaslættinum, og! hver teigurinn á fætur öðrum var sleginn, með sláttuvjel, sem dag- arnir unnust til. Að þeim tíma l’ðnum kom glansandi þerrir, og hjeltst hann í rúma þrjá sólar- hringa. Taðan skrælþornaði og heim var ekið, sem yfir varð kom- ist. En svo kom stórrigning í tvö dægur, og rennbleytti heyið sem eftir iág flatt og numið hefir nálregt 100 liestburðum. Eftir þessa dembu kom þurkatíð, og taðan þornaði á ný; en mjer til mik llrar undrunar var ekkert um liaiia hirt annað en það, að henni. var skarað saman í garða til bráðabrigðar, og síðan ekið saman í einn haug í túnjaðrinum til þess að rotna þar sundur til áburðar. Þessi taða er hjer um ræðir, var slegin fáum dögum áður en þurkurinn kom og var því að hcita má alveg óskemd áður en hún rigndi; enda sýndist mjer hún ekki vera ver útleikin, eftir rigninguna, en vjer eigum hrakn- ingstöðu að venjast í óþurka- sumrum. Því er jeg sannfærður um það, að bændur vorir, sum- ir hverjir, hefðu haft lítið út á hana að setja — ■ jafnvel sem j kúgæft hey — þó enski bóndinnl vildi ekki nýta hana, nema til j áburðar. Og orsök’n var þessitj Tið hrakninginn tapaðist svo mikill kraftur úr töðunni, að bóndi þessi álítur hana ekki meira virði sem fóður, en sinuna þar að vetrarlagi. Hann á ekki langvinn- um jarðbönnum að venjast og hugsar sem svo, að þeir gripir, er mundu jeta slíkt hraknings- hey, gætu þá' eins vel lifað á beitinni. Þó sagan sje ekki merkileg, þá má samt nokkuð af henni læra. I Hún bregður ljósi yfir það, hvej vandlátur þessi maður muni hafa. verið með heyverkunina, hversu mikið vel þurt hey getur tapað sjer við einn rigningarskvett og hve mikinn skaða maðurinn beið við, að heyið skyldi rigna. flátt. Hversu mörg dæmi þessu lík eru ekki algeng meðal bænda vorra í óþurkasumrum, og hve mikinn skaða bíður svo landbúnaðurinn í heild sinni, árlega, þegar svo vill til?Því er ekki hægt að svara af órannsökuðu máli, en hitt má telja vist, að væru hinar rjettu tölur í ljós dregnar, þá, mundu þær þykja ískyggilegar. Til þess að koma í veg fyrir •slíkt efnatjón, þarf fyrst og fremst að leiða bændum það skýrt fyrir sjónir (helst með tilraunum) hve nær heyjum er hættast við skemd- um í rigningatíð og hve lítið fóð- urgildi einatt er í hrakningshey- skap. Þar næst þarf ítarlega til- raunastarfsemi, til að taka málið ti: meðferðar og sýna það í verk- inu, hvernig sneiða megi hjá mikl- um heyskemdum, og til að leita nýrra heyverkunaraðferða, er grípa megi til, þegar verst gegnir. Tals- verð reynsla er hjer á landi þegar fengin í votheysgerðinni, en sem ei til vill getur tekið einhverjum! endurbótum, og eftir á að breiðast; um land alt, að svo miklu leyt.ij sem nauðsyn krefur. En lítt reynd- ai eru hjer enn t. d. brunahey- gerð, vjelþurkunaraðferð og margs ! lconar heybólstra- eða heystökkun- araðferðir, sem hentugar eru til að verja heyið skemdum ogbjarga; því í óþurkasumrum. London 13. nóv. Þjóðnýtingarkrafan hefir víða koihið fram á síðari árum og ver- ið fylgt eft/r með talsverðri ákefð af róttækai’i jafnaðarmönnum. En nú virðist svo, sem þeir er ákaf- astir hafa verið með þessari kröfu sjeu að breyta skoðun. Og ástæð- an er engin önnur en sú, að þar sem ríkisreksturinn hefir verið tekinn upp hefir hann gefist illa. Robert Smillie, sem mest barðist fyrir þjóðnýtingu kolanámanna í Bretlandi hefir nýlega látið í ljósi, að hann vilji ekki mæla með því, að ríkið taki námurnar, heldur vill hann nú láta stjórna þeim á lík- an hátt eins og fyrirtækjum bæj- arfjelaga, mynda e’nskonar stjórn- arnefnd, sem ráði rekstrinum. — Sama er að segja um jámbraut- irnar. Þeim fækkar nú óðum í flokki enskra járnbrautarverka- raanna, sem vilja láta ríkið taka að sjer járnbrautirnar. Sennilega hefir þjóðnýtingin bvergi verið reynd eins til þraut- ar og í Sviss, og hvergi er nú öflugi hreifing gegn þessari at- vinnumálastefnu. Þar er mikið af opinberum fyrirtækjum, og eigi verður um þau sagt, að þeim hafi verið illa stjórnað, en samt hefir reksturinn orðið dýr, eink- um vegna mannahalds. í Sviss búa tæpar fjórar miljónir manna, þaraf um 800.000 útlendingar. En í byrjun þessa árs voru embættis- og sýslunarmenn rikisins og starfs- rnenn jámbrautanna 171.623 að tölu, eða einn maður af hverjum 22 var starfsmaður hins opinbera. Laun þessara manna nema meira en 476 milj. frönkum yfirstand- andi ár. Næsta ár ætlar stjórnin að fækka starfsmönnum um 2,690 og sparast við það 23 miljónir áSSðk Hvers vegna selst «Tobler átsúkkulaði Rj bjer á landi í stærri stíi en nokkur önnur tegund af átsúkku- laði? Ekki af þvi, að það sje ódýrast, því að það er það ekki. Ekki af þvi, að það sje aðeins eitt á boðstólum, því fjöldi annara súkkulaðiteg- unda keppa við það. Ekki af þvi, að því sje haldið svo fast að kaupend- um, því menn koma sjálfir og biðja um það. Heldur af þvi, að Tob ler er aðeins búið til af bestu tegund og er því of- urlítið ljúffengara en nokk- urt annað súkkulaði og hef- ir bragð, sem ekkert annað súkkulaði í heiminum hefir til fullnustu. Biðjið aldrei um »át- súkkula’ðic, það á ekki sam- an nema að nafninu. Biðjið um TOBLER og munið eftir því, að ekki er aðeins um eina tegund að velja. Þjer getið fengið Tobler af hvað tegund sem þjer óskið. Hreint Milk-súkkulaði og það ljúffenga8ta sem fæst er frá Töbler. Tobler er ekki heiti á einni súkku- laði-tegund. Það er heiti á ótal tegundum, sem hvergi eiga sinn líka. Það er pakk- að í ýmiskonar umbúðir og á öllum stendur T O B L E R. uiiniiiB—iiiiewii L'anka. Yfirstandandi ár er.tekju- balli járnbrautanna áætlaður 105 miljónir franka, en árið 1913 var hann 17þ£ milj. svo að ófriðnum og dýrtíðúni verður ekki -eingöngu kent um hallann. En hann hefir orðið meiri, en verðfall pening- anna. Annarstaðar þar sem ríkið hef- it rekið járnbrautirnar hefir reynslan orðið sú sama. Þannig varð árið 1920 600 m;lj. reksturs- balli á járnbrautunum milli Par- ísar og Miðjarðarhafs og um 770 milj. franka halli á annari járn- braut þar í landi. Itölsku járn- brautirnar voru sama ár reknar með yfir miljón líra halla, á bel- gisku járnbrautunum varð hallinn 170 milj. franka og á þýsku járn- brautunum 13 miljardar marka. I sumum af þessum löndum voru járnbrautirnar einkafyrirtæki, en ríkið tók að sjer stjórn þeirra á ófriðarárunum og hefir haft hana síðan. Ekki hefir verslunarrekstur Svisslendinga tekist betur. Þeg- ar gerðir voru upp reikningar matvælaráðuneytisins þar, kom í ljós, að hallinn á þeim rekstri hafði orðið 300.000.000 franka, eða um 80 frankar á hvert manns- barn í landinu. Það hefir verið leitast vi5 að skýra ástæðurnar til þessa, eink- anlega hvað járnbrautimar snertir. Fyrirkomulagið er ólíkt því sem gerist þegar einstaklinjgar eiga fyrirtækin. Stjórnin velur oft yf- ii-menn frémur með tilliti til stjórnmálaskoðana en þeirra verð- leika, sem að haldi mega koma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.