Morgunblaðið - 29.12.1922, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.12.1922, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Tækifærisgjafir Besta tækifærisgjöfin kemur fiestum saman um að sje góð bók. — Hjer skulu talðar nokkrar, sem með rjettu geta kallast góðar bækur: Sálmabókin, (vasaútgáfan). j Passíusálmarnir. Barnabiblían, (bundin í skrautband). Árin og eilífðin, (Haraldur Níelsson). Brjef frá Júlíu, (lífið eftir dauðafm). Á guðs vegum, (eftir Björnstjerne Björnson). Ofurefli. — Gull. Vestan hafs og austan. Æskudraumar- Geislar- Bernskan I og II (Sigb. Sv.) Draumar, (Hermann Jónasson). Áfram, (bók allra ungra manna). Ennfremur eru fallegu brjefsefnin í kössum og möppum, sem seld eru á skrifstofu vorri með 50°|o afslæíti mjöfj snotur tækifærisgjöf. c—.. £3 U.. Moldarprentsm. h.f. I Lauganesspítalinn tók til starfa 1. okt. 1898. Tuttugasta og fimta ár kans er því að telja út. Þessi jól voru því tuttugustu og fimtu jól stofnunarinnar, þótt Imn hafi ekki starfað í tuttugu og fimm ar fyr en fyrsta okt. 1923. Það er því ekki rjett hjá sr. Þórði Tómassyni í Jólahlaði Morgun- blaðsins, að minst hafi verið 25 ára afmæli Lauganesspítalans í sumar. Það sem m;m hafa átt við var 25 ára aímæli Oddfellowa- stúkunnar hjer á landi. Það var haldið í suniar og komu danskir Oddfellowar og þar á meðal Store-sire reglunnar, dr. Peyer, hingað til þess að vera við þau hátíðarhöld. Eins og kunnugt er, gáfu danskir Oddfellowar Holdsveikra- spítalann í Lauganesi. Þeir hafa og sent sjúklingum jólatrje á hverjum jólum og jólagjafir. Jóla-. trje þau, er þeir hafa sent munu vera stærstu' jólatrjen, er hingað hafa flust. Fjórir sjúklingar hafa verið 25 jólanætur í sjúkrahúsinu. Allir aðrir sjúklingar, er komu fyrst, eru nú dánir, að undanskildum einum, sem fór sem læknaður. Einn sjúklingurinn, Sigurður Kristófer Pjetursson, er verið hefir í spítalanum síðan 1898, fiutti eftirfarandi erindi við jóla- trjeð aðfangadagskvöldið. ' Jólin 1922. Kæru samvistarmenn, sjúkir ög heiihrigðir! Jeg vil leyía mjer að vekja athygli ykkar á því, að þetta er í 25 sinni, að sjúklingar og starfs- ^menn Lauganesspitalans safnaist hjer saman, til þess að syngja og hiýða á jólasálma og bjóða hverir öðrum „gleðileg jól“ við jólatrjeð, Engar stundir ársins eru eins yndislegar og aðfangadagskvöld. Og þegar við vorum böm, munum við ílest hafa "brotið heilann um það, hvernig gat staðið á því, að jólin voru svo unaðslega frá- brugðin öllum öðrum dögum. Og fullorðnir menn hafa gert sjer margvíslegar hugmyndir um jólin. Eiim hefir lýst þeim sem ljósey mitt í reginhafi myrkursins. Ann- ar hefir skoðað þau sem gróður- blett mitt á eyðimerkursöndum lífsins o. s. frv. Dettur mjer í hug ein samlíkingin ennþá. Nú skulum við hugsa okkur, að við sjeuin komin fram á regin- fjöll. Þar tekur hver dalurinn við af öðrum. En eftir þeim rennur á ein mikil. Við göngum ofan með ánni, þar sem hún rennur langar leiðir í stokkum. Hún stfeymir áfram .jafut og þjett. Hr'ngur mótast í henni hjer og hvar. En þegar við höfum gengið lengi, sjáum við, að það er því líkast sem vatnið sje farið að hugsa um að hraða sjer. Það eru farnar að mótast bláar straumrastir i þvi og áður en varir, erurn við komin fram á hamar, þar sem vatnið steypist fram af. Fall þess köllum við fóss. En er það ckki sem þið sjáið gleðina ljóma á andliti vatnsins, er það fer _ ofan hamarinn? Sjerhver jól eru foss í fljóti tímans, þar sem hann renmir um reginfjöll rúmsin3 og í dölum jarðríkis. Og hafið þið ekki tekið eftir því, að það er því líkast, sem tíminn þuríi að flýta sjer, eítir því sem nær dregur jólum? Er ekki sem við sjáum bláar straumrastir mótast í elfu tímans, t. d. á Þorláksmessu og aðfanga- dag. Þá er einhver eftirvæntingar- asi á flestum; atburðir gerast þá örar, af því að allir, menn og uiálleysingjar, berast á bárum tím- ans. Og evo sjáum við, hvar elfa tímans fellur fram af hamrinum. Og er þá ekki sem við sjáum gleðina ljóma á andliti tímans? En livernig á því stendur veit jfcg ekki. En ef hjer væri eitthvert skáld inni, mundi það standa upp og segja: „Jeg veit það. tíleðin, sem ljómar á ásjónu tímans, kem- ur til af því, að þegar hann er staddur á hamrabrún hátíðarinnar, sjer hann biána íyrir útsæ ei- lífðar ytst við sjónbaug. En þang- að er för hans heitið“. . Þetta mundi skáldið segja. En skáldin eru skygn á marga þá liluti, er við hinir skoðum sem dæmalausa draumóra. Og þó er ekki óhugsandi að skáldin sjái betur en meginþorri manna. Það er ekki ólíklegt, að hugur skálda endurspegli stundum veruleikann að sínu leyti eins og heiðarvötnin sýna okkur stundum rjettari mynd himinhvolfisins en nokkurt málverk. En hvað sem því kann að líða, þá skulum við líkja hverjum jólum við foss í fljóti tímans. Og við erum hjer fimm, er höfum farið ofan tuttugu og fimm slíka fossa í þessu húsi. Það er læknirinn okkar, prófessor Sæm. Bjarnhjeðinsson og fjórir sjúklingar, tvær konur og tveir karlmenn. Aðrir hafa farið um og yfir tuttugu og' sumir vitan- lega færri. Og það má svo heita, að við höfum öll sjeð gleðina ljóma á ásjónu tímans, öll þessi jól, — og meira að segja þau okkar, er lífið hefir svift þeirri ánægju að sjá birtuna ieggja af jólatrjenu, — þessa ljóskveðju fjarlægra vina, er hafa reynst okkur sannir vinir og velgerða- menn í nærfelt aldarfjórðung. Jeg vil nota tækifærið, til að votta þe'm öllum alúðarþakkir, er hafa beinlínis eða óbeinlínis orðið til að greiða götu gleðinnar neðal okkar, öll þessi jól. Og þeir eru margir. Það er ekki til nokkurs hlutar að þylja upp nöfn þeirra, enda mundi jeg ekki geta það, nema með þeim mun meiri undirbúning. En uokkra vil jeg nefna. Jeg vil auðvitað nefna dr. Petrus Stor-sire Oddfellowa í Danaveldi og bræður hans Odd- feliowana dönsku. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hann og þeir hafa gefið hingað margar og miklar rausnargjafir á hverj- um jólum. Og allar hafa þær haft einn og sama tilgang, — að veita okkur jólagleði. Við kunnum ekki að meta alt það fje nje alla þá fyrirhöfn, er danskir Oddfellowar hafa varið tii þess að gleð.ja okkur öll þessi jól; eu þó er alúð þeirra og trygð eunþá meira virði. Sást það meðai annars á stríðsárunum. Þá var erfitt nm flntninga. En alt af gátu þeir komið jólagjöfum til okkar, af því að það mátti heita, að þeir leituðu allra bragða, til þess að koina þeim og gleðja okkur. Þar næst vil jeg þakka báðum yfirhjúkrunarkonunum, sem hafa unnið mest og best að því að Lakk-dansskórnir og flóka-inniskórnir margeitirðpurðu eru nú komnir aftur. Kaupmenn: Til þess að búast við góðum árangri af vörusýningu yðar, þurfa gluggamir að vera vel hrein ir utan og innan. Til að halda gluggunum þurum og hreinum að innan, þurfið þjer að hafa raf- magns gluggaofn. Aðeins fá stykki eftir. m. MmM Bifi s m Laugaveg 20 B. Sími 830. búa stofnun'na undii' jólin. Og við viljum ekki aðeins þakka þeim alla þá miklu fyrirhöfn, er þær ijiafa haft af und,irbúningnum, heldur og miklu fremur alla þá alúð, er þær hafa lagt í verk sín við hann. Önnur þeirra, prófessorfrú Bjarnhjeðinsson, vann að þessum und'rbúningi fimm jól. Biðjum við nú prófessorinn að flytja hennj hjartfólgnar þakkir okkar allra, er eftir henni munum, Og höfum ekki gleymt því, hve mjög hún ijet sjer uin það hugað, að við öll nytum jólagleðinnar. Hin yfirhjúkrunarkonan, frk. Harriet Kjær stendur nú í 20 sinni hjá jólatrjenu, er hún hefir skreytt fyrir okkur. Fyrirhöfn hennar í öll þessi ár verður aldrei fullþökkuð. Þó vil jeg ekki þakka henni sjerstaklega, sökum þess, að þakklætishug ykkar látið þið hana verða vara við, er þið bjóð:ð henni „gleðileg jól“ í kvöld með handabandi, eins og þið eruð vön. Og hið sama er að segja um læknirinn okkar. Honum erum við sjúklingarnir van'r að bjóða gleðileg jól með handabandi. Og í því handtaki er æfin'lega jnnilegt þakklæti fólgið. Mjer hefði ekki kom:'ð á óvart, þótt prófessorinn hefði gripið fram í fyrir mjer og sagst hafa átt lítinn þátt í því að skapa jólagleðj hjer hjá okkur. Starfsemi hans í þarfir okkar hefir ekki síður en starf- scmi hjúkrunarkvennanna verið alveg eins og öllu fremur tengd v:ð aðrá daga en jóliii, af því af. allir eigum við auðvitað að vera hressir á hverjum jólum. Og þá þurfum við minst á hjálp hans og hjúkrunarkvennanna að lialda. Jeg vil þó ekki að við stærum okkur af því, að hjúkrunarkon- urnar þurfi lítið að hjálpa okkur um jólin, þótt við sjeum nokk- urn veg nn hress. Síður eu svo. Læknirinn okkar hefir nú í öli þes.si jól komið og sungið jóla- sálma með okkur, -— nema einu sinni. Þa'ð var í fyrra. Þá gleymdi hann því, að læknar mega ekki \era lasnir, og allra síst á jólum. Honum hefndist og íyrir ‘þá gJeymsku. Því að hann sagði mjer, að sjer hefði leiðst að geta ekki komið inn eftir til ökkar eins og hann var vanur. Þá er okkur skylt að minnast presta okkar með þakklæti, er hafa starfað hjer lijá okkur. Þeir hafa gert sitt til þess, að jóla- gieðin gæti lialdið innreið sína í hugi okkar. Sjerstaklega vil jeg þakka prestinum, sem nú er, Har- aldi prófessor Níelssyni. Hann, raun nú hafa verið hjá okkur þrettán jólakvöld. En í tvö gkifti hefir hann, sökum veikinda orðið að fá aðra í staðinn sinn. Það sem hann og starfsbræður hans hafa gert, hefir verið okkur ó- missandi þáttur í þjónustu jóla- gieðinnar. Og svo ber okkur að minnast allra þeirra, er hafa verið hjer hngur eða skemur og' gert sitt til að gleðja okkui'. Og allra þeirra, er glatt hafa sjúklingana r eð jólagjöfum. Og þeir eru margir, og sumir þeirra ár eftir ár. Og meðal þeirra get jeg ekki stilt mig um að nefna fyrst og fremst: Jes Zimsen kaupmann, lyfsalana Lund og ('hristensen og Ingimund Jónsson úgerðarmann. Frh. ------o—---- Nefndarskýrsla Á fundi bæjarstjórnar 7. des- ember 1922 var fjárhagsnefnd og vatnsnefnd falið að athiiga horfur á atvinnuleysi hjer 1 bænum, út af erindi frá almennum alþýðu- fiokksíundi um atvinnubætur. Nefndirnar fengu til athugunar skrá um atvinnulausa menn í bæn- um, sem gerð hafði verið að til- lilutun Alþýðuflokksins og voru skráðir á alls 485 menn. Eftir að nefndirnar höfðu ná- kvæmlega yfirfarið og athugað skrá þessa, komust þær að þeirri niðurstöðu, sem hjer segir: Á skránni éru menn, sem flutst hafa til bæjarins eftir árslok 1916 alls 205; f jölskyldumenn 148; einhleypir menn 97; menn, sem nú eru í vinnu hjá bænum 33; tvítaldir á skránni 2. Alls 485. Að því er snertir þá menn, sem flutst hafa til bæjarins eftir 1916, þá tel.fa nefndirnar að bænum bei'i engin skylda t'l að sjá fyrir framfærslu þessara manna eða sjá þeim fyrir atvinnu. Margir af þessum eru og einhleypir. Nefndirnar álíta heldur ekki, að bænum beri að veita atvinnu ung- um e'hhleypum mönnum, sem að eins hafa fyrir sjálfum sjer að »já. Við rannsókn á fjölskyldumönn- um kom í ljós, að 1) ómagalausir voru 44; 2) fjölskyldumenn með 1 barn (þar af 14, sem virðast eiga framfærslusveit í Reykjavík) voru 32; 3) i'jölskyldumenn með 2 börnum 23; fjölskyldum, með 3 bÖrnum 24; fjölskyldum. með 4 börnum 7; fjölsk.m. með 5 börnum 4. 4) styrkþegar annara sveita 8. 5) styrkþegar bæjarins 6. Alls 148. Við athugun á 58 fjölskyldu- mÖnnum í 3. lið með tveimur eða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.