Morgunblaðið - 13.02.1923, Síða 1

Morgunblaðið - 13.02.1923, Síða 1
Stofnandi: Vilh. Finsen. ' LANDSBL AÐ LÖGRJETTA. Ritstjóri: Þorst. GíslasóW. 10. árg. 83. tölubl. þrlðiudaainn 13. febrúar 1923. mi Gamla Bíó messaa M gg geiall Sjónleikur í 5 þáttum frá U. F. A. Berlin. Sagan gjörist í Hollandi; myndin erfalleg og spenn- andi, efnið er hrífandi. Aðalhlutverkið leikur: Loite Geumann og 'Aifons Fryiand. Hjer í bænum hefur verið prent- araverkfall frá byrjun ársins og fram til þessa. Var ósaraið um kaup prentara í ársbyrjun, og er samningar skyldu frarn fara eftir áramótin, náði3t ekki samkomu- lag. í sumar, sem leið, var nefnd kosinn til þess að undirbúa samn- inga um prentaralaun frá byrjun þessa árs. í henni voru 3 full- trúar frá prenturum, 3 frá prent- smíðjueigendum og 3 frá aðal- viðskiftamönnum prentsmiðjanna, kosnir af Blaðamannafjelaginu, Bóksalafjelaginu og landstjórn- inni. Lágmarkskaup prentara fyrir striðið var 1040 kr. á ári. Nefnd- armönnum kom saman um, að það hefði verið of lágt. En þar sem prentarar höfðu farið fram á það 1914, að fá kaupið hækk- að um 33°/0, lagði nefndarhluti viðskiftamanna það til.að til grund- vallaryrði lagt 1400 kr. lágmarks- kaup fyrir árið. Nefndarhl. prent- Bmiðjueigenda var þessu sam- þykkur. Frá hálfu prentara var lögð fram sundurliðuð kostnaðar- áætlun um framfærslu heimilis með 5 manna fjölskyldu og hjeldu þeir fram, að kaupið ætti sam- kvæmt henni að vera 5413 kr. 96 aur., en það svaraði til 1800 kr. árskaups fyrir 1914. Prentsmiðjueigendur hjeldu nú um áramótin fram 1400 kr. grund- vellinum, og verður þá lágmarks- árskaupið 4214 kr. Síðattliðið ár höíðu prentarar 5200 kr. lág- markskaup og hjeldu fram, að það hjeldist óbreytt, en prent- smiðjueigendur 19% lækkun. Nokkrar aðrár tillögur um breyt- ingar á áðurgildandi samningum komu fram frá báðum aðiljum, svo sem um niðurfellingu sumar- leyfis og veikindastyrks, frá hálfu prentsmiðjueigenda, og um tak- mörkun á notkun setjaravjela, 20% hækkun á lágmarkskaupi vjelsetjara, þrenging á lærlinga- töku og fleira, frá hálfu prentara. Stóð nú svo fram í febrúar, að allar prentsmiðjurnar í bænum voru lokaðar og ekkert prentað. Dagblöðin komu út vjelrituð og prentuð i margföldunarvjelum. En 5. febr. kom Alþúðublaðið út prentað. Stóð svo á því, að tveir menn úr Prentarafjelaginu höfðu leigt gamla prentsmiðju, sem var einstaks manns eign og staðið hafði ónotuð, og prentuðu blaðið þar. Prentarafjelagið bannaði 2. jan. öllum meðlimum sínum að vinna í prentsmiðjum meðan á verk- fallinu stæði. Þessir fyrnefndu tveir menn brutu því það bann með því að leigja þessa prent- smiðju. Ennfremur voru samn- ingar til um það milli prent- smiðjueigenda og prentarafjelags- ins, að meðlimir fjelagsins mættu ekki vinna í prentsmiðjum, sem stæðu utan við samband það, sem prentsmiðjueigendur hjer höfðu stofnað sín í milli. Kröfðust þá prentsmiðjueigendur að anuað- hvort yrðu þeesir tveir menn reknir úr Prentarafjelaginu eða þá að þeir hættu við fyrirtæki sitt, og einnig kröfðust þeir að rekinn væri úr fjelaginu einn maðurinn úr kaupsamningsnefnd þess, Hallbjörn Halldórsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins, sem riðinn væri við þetta tilræði við prent- smiðjurnar er framið væri meðan samningstilraunir stæðu yfir. Landstjórnin hafði þá fyrir nokkrum dögum tekið að sjer milligöngu í málinu og höfðu nefudir frá prentsmiðjueigendum og Prentarafjelaginu komið sam- an hjá atvinnumálaráðherra til þess að reyna að jafna úr ósam- komulaginu, en þetta tiltæki nokkurra manna úr Prentarafje- laginu var til þess, að samnings- tilraunirnar fjellu niður, með þvi að Prentarafjelagið varð ekki við þeim kröfum, að vísa hinum brot- legu mönnum burt úr fjelaginu, eða að lýsa vanþóknun sinni á gerðum stjórnar sinnar fyrir að hafa gert samning við hina brot- legu meðlimi sína í stað þess að refsa þeim, eins og lög stóðu til. Hefur síðan orðið samkomulag um það, meðal prentsmiðjueig- enda, sem svar við útkomu Al- þýðublaðsins, að drengir þeir, sem í prentsmiðjunum vinna, en ekki eru útlærðir og því ekki meðlimir Prentarfjelagsins, skuli vinna að því, að koma blöðunum út, og á þennan hátt getur nú Mrg.bl. aftur komið út sett og prentað eins og venja er til. Nú eru samningatilraunir hjá atvinnumálaráðherra teknar upp að nýju og er þess vænst að þær leiði tíl samkomulags áður langt pm líður. j Frásagnir Alþýðublaðsins um prontaraverkfallið hafa að ýmsu leyti verið rangar og villandi og allar miðað í þá átt, að spilla samkomulagi. En hjer hefur ver- ið sagt hlutdrægnislaust frá mála- vöxtum. Helstu frjettir sem blrst hafs i i/lorgun- bl. siðan um áramót. Nýárssundið, sem fram hef- ur farið undanfarin ár hvern ný- ársdag, fór fram 1. jan. s.l. Synt var 50 metra vegalengd. Þátt- takendur voru 8. Tveir af kepp- endum voru jafn fljótir, Jón Páls- son og Óskar Bergmann. Syntu þeir vegalengdina á 37 sek. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram í fjórum kaupstöðum á landinu rjett eftir áramótin, á Isafirði, Siglufirði, Akureyri ög Seyðisfirði. Á ísafirði voru 2 fulltrúar kosnir af verkamanna- lista, Finnur Jónsson póstm. og Haraldur Guðmundsson banka- gjaldkeri, en 1 af borgaralista, Björn Magnússon símastjóri. Á Siglufirði höfðu einnig komið fram 2 listar, annar frá borgur- um og hinn frá verkamönnum og hafnarnefnd í sameiningu. Af borgaralistanum var kosinn sjera Bjarni Þorsteinsson, en 2 af hin- um, Helgi Hafliðason kaupm. og Flóvent Jóhannsson. Rjett er að geta þess, að Helgi Ilafliðason er í beinni andstöðu við verkamenn í öllum aðalmálum, og hafa verk- amenn þvi ekki komið nema ein- um fulltrúa að. Á Akureyri voru 6 fulltrúar kosnir, 4 til 6 ára en 2 til 4 ára. Við kosningarnar til 6 ára komu fram 5 listar. Listi verkamanna kom að ein- um manni, Erl. Friðjónssyni, annar listinn, sem studdur var bæði af verkamönnum og borg- urum, kom og að 1, Sveini Sig- urjónssyni kaupm. Kvennalisti hafði komið fram og kom engum að. Sömuleiðis fór um lista kaupfjelagsmanna Var enginn kosinn af honum. Borgaralistinn kom aftur á móti að 2 fulltrúum Steingrimi Jónssyni sýslum. og Óskari Sigurgeirss vjelfr. Við kosningu tveggja fulltrúanna til 4 ára komu fram aðeins 2 listar. Verkamannal. kom engum að, en borgaralistinn 2 fulltrúum, Jakob Karlssyni kaupm. og Kristjáni Árna»yni kaupm. Á Seyðisfirði voru kosnir Karl Finnbogason og Jón Sigurðsson kennari, sein taldir eru utan fiokka, og Otto Wattne af borg- aralistanum. Bankastjóraskiffti urðu i íslandsbanka 1. þ. m. Viku þeir úr banka8tjórniimi H. Tofte og Hannes Thorsteinsson. Nú mjög nylega liafa verið settir í stöð- urnar Jens Waage bankabókari og Oddur Hermannsson skrif stofustjóri. HeiduFsmat'kL 13. desbr. sæmdi lconungur eftirtalda menn stórkrossi og riddarakrossi Fálka- orðunnar: Stórkrossi Kristján Jónsson dómsstjóra hæstarjettar, en riddarakrossi Knud Zimsen borgarstjóra, Þórunni Björnsdótt- ur ljósm. í Rvík/'O. C. Thoraren- sen fyrv. lyfsala, E. Nielsen framkv.stj, E. Laxdal kaupm., Stefán Th. Jónsson- kaupm. á Seyðisfirði, Sæmund Halldórsson kaupm. í Stykkishólmi, Pjetur Oddsson kaupm. í Bolungarvik, llalldór Jónsson umboðsmann i Vík í Mýrdal, Magnús Benja- mínsson úrsmið í Rvik, Sölva Vigfússon hreppstj. á Arnheiðar- stöðum, Eyjólf Guðmundsson hreppstj. í Hvammi á Landi, Magnús Bergmann hreppstj. I Fuglavík, Árna Þorkelsson hrepp- etjóra á Geitaskarði, Guðm. A. Eiríksson hreppstj. á Þorfinns- stöðum og 'J. P. Hall hreppstj. á Starmýri. Skemdir á Reykjavikur- höfn. IVIanntjón og skips- skaðar. Aðfaranótt sunnu- dagsins 14. janúar gerði hjer sunnanlands eitthvað hið mesta ofviður á útsunnan, er komið hefur um langt skeið. Gerði veðrið hinn mesta usla á hafnar- virkjunum og skipum, er á höfn- inni lágu. Hrundi annar garð- urinn, örfiriseyjargarðurinn, á löngu svæði. Bryggjur sködduð- ust og allmikið. Skip, sem á höfninni lágu, ýmist sukku eða ráku út af höfninni og strönduðu. Björgunarskipið »Þór* rak inn á Kirkjusand. Náði »Geir» honum út nokkru síðar, ekki mikið skemdum. 3 eða 4 skip brotnuðu allmikið. Einn vjelbátur »Óskar» sökk við nyrðri garðinn. Voru á lionum 4 menn. Björguðust 2 af þeim, en hina þvoði sjórinn af hafnargarðinum. Af milli 10 og 20 prömmum, sem voru á floti fyrir óveðrið, voru aðeins 4 á floti eftir að þvi slotaði. En þeim hefur flestum verið náð upp aftur. í Hafnarfirði sleit upp tvo báta og rak þá á land. Brotnaði annar í spón. í sandgerði rak einnig tvo báta á land. Annar ónýttist. í öðrum verstöðum suð- ur með sjó urðu ekki neinar skemdir. I Vestmannaeyjum fauk þak af tveim húsum. Ýms önnur spell urðu af völd- um veðursins, svo sem símslit nálega um land alt og bilun á Loftskeytastöðinni hér, sem gert var þó við bráðlega. Mest manntjón varð á Sandi á Snæfellsnesi. Hrundi þar brim- brjótur og rak þá 3 vjelbáta á land. En við björgun á þeim druknuðu 5 menn. Daginn eftir ofviðrið var dreg- inn inn á Reykjavíkurhöfn ensk- ur togari reykháfslaus og mjög skemdur að öðru leyti. Hafði hann mist 3 menn í fárviðrinu. Um svipað leyti komst annar enskur togari inn á Patreksfjörð mjög mikið laskaður. Hafði hann mist einn mann. leikur aðalhlutverkið í þess- ari mynd, sem er í 3 afar- spennandi pörtum (12 þættir). I. kafli: PHnsessan af Livonia sýndur í kvöld í síðasta sinn. Hjer fara saman æfintýri, rómantik og afburða kraftar. Þetta er án efa sú langbesta mynd, sem Maci ste hef- ur leikið í. Sýning kl. 9. Eftir því sem menn vita best, hefir þetta ofsaveður kostað 11 menn lífið hér við land, 7 íslend- inga og 4 Englendinga. Fisksalan. Síðast i fyrra mánuði hjelt stjórn Landsbankans fund raeð fiskútflutningsmönnum. Var þar rædd uppástunga frá bankanum um að skipuð væri einskonar nefnd af útgerðar- mönnum, til þess að hafa eftirlit með fiskútflutningum og annast þá. Var nefnd kosin á fund- inum til þess að íhuga þetta mikilsverða mál og skipa hana Olafur Thors, Ásgeir Sigurðsson, Jón Bergsveinsson, Ágúst Flyg- enring og Carl Olsen. Hafis sást í lok janúarmán- aðar undan vestfjörðum. Rak jafnvel nokkra jaka inn á firð- ina. En engin teppa varð af ís í siglingum með fram fjörðunum. Brá þá litlu siðar til landáttar, og hafa engar ísfregnir heyrst síðan. Embættispi*óf við háskól- ann hafa staðið yfir síðan um raánaðamót. Undir lögfræðispróf ganga Kristinn Ólafsson og Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, undir próf í íslenskum fræðum Pjetur Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Gísla* son, er það fyrsta prófið í íslensk- um fræðura sem haldið er við háskólann. Guðfræðispróf taka Ingólfur Þorvaldsson, Ragnar Ófeigsson og Þ. Þormar, og lækna- próf Valtýr Albertsson Steingr. Eyfjörð og Skúli V. Guðjónsson. Embætti. Skrifatofustjóra al- þingis, Einari Þorkellssyni hefir verið veitt lausu frá embætti sök- um heilsubrests. En í stað hans hefir verið skipaður Jón Sigurðs* son frá Kaldaöarnesi, sem lengi hefir verið settur skrifstofustjóri. Alþjóðalundup vísinda- manna og kennara verður hald- inn á vori komanda við Harward háskóla. Ágúst H. Bjarnason prófessor hefir verið boðið að sitja þann fund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.