Morgunblaðið - 18.02.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1923, Blaðsíða 2
+ Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan min elsku. leg, Stefanía Þuríður IngvarBdóttir andaðist að heimili sinu Braga- götu 31 aðfaranótt hins 16 þ. m. Ingólfur Loptsson. Olgeirsdóttir. Fœdd 12. júlí 1842. — Dáin 5. febr. 1923. Sungid wið jarðarfðr hennar 17. febrúar 1923. F T skinið fljótt í skúra breytist, og skugga’ á æfistig. Ö! amma, hve þeirn erfitt veitist, sem er aS kveðja þig. Ilve finst þeim líka margs að minnast, sem móðurástum sönnum fá að kynnast, þá hún, sem gleði gaf og yl :,: er gengin fundar Drottins til. :,: í dalnum þar, sem lóur ljóða um lífsins gleði’ og frið, og fjöllin stormum byrginn bjóða, ' en blómum veita grið, og ástadrauma áin vekur, en engi’ og hlíðar skógarlundur þekur. J>ar vagga þín á vori stóð, :,: þjer voru sköpuð forlög góð. :,: Og er þú komst af æskuskeiði þú ástvin sannan fjekst, og þjer fanst sólin hlæja’ í heiði, er honum með þú gekst. En þó var stundum þrengra’ í búi, og þyngri gangan oft og meiri lúi en annar kynni’ að óska sjer, :,: ef aðeins gróða leitað er. :,: Frá morgni lífs var æ þín iðja að örfa’ og þerra tár. Þú vildir alla veika styðja, en veita engum sár. Þú börnum þínum vildir vera vörn, og líka krossa þeirra bera, svo svefns þau nytu, sætt og rótt, r,: en sjálf þú vaktir dag og nótt. : Og sál þín glöð æ guði treystí, það gaf þjer altaf þrótt, er frost af vonaljóra’ ei leysti y, um langa vökunótt, að vita: henni er þolin þreyir, mun þegar morgnar birtast ótal vegir, því brást þjer aldrei bjargarráð, :,: þú baðst og reyndir Drottins náð. :,: Þú þráðir stöðugt meiri menning og meira ljós í sál. „í vitsku þroskast“ var þín kenning, „en varast heimskuprjáT ‘ ! Og þegar öll í borg og bygðum sig börnin æfa vilja’ í sönnum dygðum þá gefa verkin gull í mund :,: og gæfa ríkir alla stund. :,: I Nú þökkum við með tári’ og trega hvert tillit, orð og ráð, þín minning, amma elskulega, skal aldrei verða máð, á meðan barn við móðurhjarta fær meinin grædd og litið framtíð bjarta, og englar himins halda vörð :,: um helgidóm á vorri jörð. :,: Okkur kvatt nú öll þú hefur og átt nú fund við þann, sem öllu líf og ljósið gefur og líkn og kærleikann. Hann mun láta’ um eilífð alla aðeins birtu ’ og sælu ’ á veg þinn falla. Barni Guðs sem vakti ’ og vann, :,: nú verkalaunin dærnir hann. :,: Gunncvr Amason frá Skútustöðum. Kvöldskemtun og dansleik heldur fjelagið laugardag 24. þ. m. kl. 81/* síðd. í Iðnó. Til skemtunar verður: Söngflokkur Verslunar- mannafjel. Reykjavikur syngur, Jón 0. Jónsson upplestur, leikinn gamanleikur og sungnar gamanvisur. Aðgöngumiðar. verða seldir frá þriðjudegi til föatudagskvölds í verslun Haraldar Árnasonar. Fjelagsmenn mega taka gesti með og eru beðnir að ákveða þátttöku sína sem fyrst. Stjórnin. Spanskar næfur Til ágóða fyrir Stúdentagarðinn verða Spánsk- ar nætur leiknar mánuðag 19. þ. m. — Óvenjulega vel leikið! Jón Ó. Jónsson helöur stutta tölu um há- skóla- og stúðentabyggingu og gagnsemi hennar. Aðgöngumiöar verða selöir i Iðnó í öag og á morgun frá kl. 10—1 og eftir 3. Um þingið. i. Alþingi var sett 15. þessa m. og tekur til starfa á morgun. Hvers er nú þaðan að vænta? •spyrja margir. En enginn getur svarað. Það er eins og þoka sje yfir þinginu nú í byrjuninni, hvað sem síðar kann að verða. Sú stjórn, sem settist við stýr- að á síðasta þingi, var mynduð með samtökum milli Framsóknar- flokksins og nokkurra leifa af Sjálfstæðisflokknum gamla, og á þeirra ábyrgð hefir hún farið með völdin síðan. En ef marka má blað Framsóknarflokksins, Tímann, þá er nú það samband komið út um þúfur. Blaðið hefir hvað eftir annað veitst að for- sætisráðherranum með ásökunum og dylgjum, og það er líka kunn- ugt, að hann hefir í mikilsvarð- *,ndi málum gengið mjög svo í berhögg við það og aðstandendur j>ess. Á allf jölmennum stjórn- málafundi, sem haldinn var hjer nærlendis skömmu fyrir áramótin og Framsóknarflokksmenni áttu einfcum upptök að, var samþykt vantraustyfirlýsing til forsætis- ráðherra að viðstöddum ýmsum þeim, sem taldir eru mestu ráð- andi í flokknum, án þess að þeir andæfðu henni með einu orði, hvort sem þeir hafa staðið bak við flutning hennar eða ekki. Einnig hefir flokksblaðið vegið fast að öðrum foringja Sjálf- stæðismanna, Bjarna frá Vogi, sem þó var með í samtökunum .á síðasta þingi og blaðið virtist hafa mætur á meðan þau sam- tök voru að myndast. Þetta nægir til að sýna, að afstaðan er allmjög breytt frá síðasta þingi, eða að minsta kosti frá því, er stjórnarskiftin urðu, því þá talaði flokksblað Fram- sóknarmannanna svo sem það og þeir ættu hvert bein í núverandi stjórn, og var auðheyrt á því, að það ætlaðist til að hún skyldi lúta þess boði og banni milli þinga. En þetta hefir að ýmsu leyti brugðist, eins og frá er sagt hjer á undan, hvað sem svo verður um sættir og samkomulag þegar á reynir í þinginu. Hjer skal engu um það spáð, bvað þar muni gerast í þessu efhi, heldur máli snúið að hinu, hvað þar ætti að gerast. I þinginu er nú brýn nauð- syn á nýrri flokksmyndun. Og aðalverkefni þess flokks er auð- fandið. Hann á að halda uppi borgaralegu frelsi í landinu í víðustu merkingu þess orðs. ÞaS er nú svo komið, að frjálslyndj og íhald fer að fá sömu merk- inguna, með því að þær breyting- ar, sem nú er ákafast barist fyrir á þjóðskipulagsmálunum, miða allar að því, að rýra frelsi manna, beita höftum og hömlum gegn athafnafrelsi einstaklingsins, sem áður var talið undirstaða allrar þjóðlegrar velmegunar og far- sældar. • Um þetta verður nánar talað í næsta kafla þessarar greinar í sambandi við nauðsyn nýrrar fiokkamyndunar. --------0.------ Niðurl. Jeg gat þess, að kvæði Matt- híasar hefði lítil eða engin áhrif haft á mig, þegar Lögberg kom með það, Þar er mælikvarði minn. Jeg met tilfinningakvæði h,ð sjálf- sögðu eftir áhrifum þeirra, sem jeg verð fyrir. Jeg skal benda 1 aðra lýsingu í skáldskap, þar er •harðindum er lýst, þeim sem þetta land hefir á boðstólum: þjóðhátíðarkvæði Bólu-Hjálmars. Hann lætur Fjallkonuna mæla tii konungs á þessa leið m. a.: I „Sjá nú hve jeg er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar; eldsteyptu lýsa hraunin hjer hörðum búsifjum æfi minnar. Kóróna mín er kaldur snjór, klömbrur hafísa mitt aðsetur, Þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur“. •i Ennþá rennur kalt vatn milli skins míns og hörunds, þegar jeg les þetta kvæði, einkum þetta erindi.Á því marka jeg að skáld- kyngi sje í kvæðinu. En auk þess má sanna það með líkingum Hjálmars, að skáldlega er kveðið. En þó er þetta ekki hugnæmt. Að vísu má segja, að alt sje bugnæmt, sem nemur, hrífur, hugann. En þá er þó farið að verja málið á þvílíkan hátt, sem lagaskúmar verja mál eða sækja. Orðið hugð er fornt og þýðir það í samskeytum, t. d. hugðarmál, sama sem trúnaðar- eða hjartans- mál. .Teg skal benda á Harðar- sögu, þar sem Hörður segir um Gullknapp, sem ferjaði Hólmverja í land, undir feigðina, að eigi sýndist sjer sá maður vel til fallinn að bera á milli „þvílíkt hugðarmál“. Þar er augljóst, að hugnæmt eða hugðnæmt er það eitt eða getur talist, sem snertir hin viðkvæmu líffæri. Þó að jeg mæli þessum orðum, og láti í veðri vaka, að þetta kvæði um volaða landið sje lít- ils vert, bæði að efni og frá- gangi, er jeg als ekki að kasta rýrð á skáldið, sem gerði það. — Hringhenda mín um Matthías í Skírni í fyrra hugsa jeg að beri mjer vitni um það, að jeg vil sæma hann fullkomlega. Og ef einhver ómerkingur hefði sagt þetta, sem Einar segir, mundi jeg hafa látið það inn um annað eyrað og út um hitt í sömu andránni, orðalaust. Hinsvegar skal jeg játa það, að um Matthías er annað að tala, en það sem flýtur af kvæðinu því arna — annað merkilegra. Og þó er það á sinn hátt um- ræðuvert, hve tilfinningaskáld getur farið víða eldi sínum og sýnt á sjer margar hliðar. En í þessu kvæði er tilfinningaeldur- inn hrævareldur. En í hafíss-bvæðinu er bæði jarðeldur, sólareldur og norður- ljós. Það er skáldskapur sem eigi fyrnist. Einar segir það satt, og lagði þó ekki margmælisáherslu á það atriði — að unga kynslóðin, sú sem renn’r sjer í bifreiðunum og ruggar sjer í kaffihúsunum og dillar sjer í kvikmyndaról- unum — að hún veit lltið um þau áfelli, sem gengu yfir land vort árin, sem Matthías var í Odda og síðan er hann nam land á Akureyri. Um þau misseri er mjer þó ennþá kunnara en Ein- ari, af því að hann var þá í Yesturheimi, en jeg úti í harð- viðrinu eins og Matthías og þó I oftar, og líklega í styttri brynju og gisnari en hann. Þó lifði Einar á / þeim árum vel nákvæmt (í anda) með okkur hjer heima, einkum í bókmentunum. Man jeg ;vel hve mjer þótti fengurinn mikill í ritdómum Lögbergs, þeg- ar jeg náði í það. Þá gleymdi jeg í bili því íielkalda og ná- hvíta heljar ríki, sem Hafíss- kvæði Matthíasar fjallar um. En þeir sem þá kröfsuðu gaddinn í landi voru hafa haft ástæðu til að festa sjón sína á öðrum verð- mætum nær sjer og’ nauðsynlegri en — fullveldi Bjarna frá Vogi, sem búið er til á pappífnum. Æfisögukaflar Matthíasar eru merkilegir að ýmsu leyti og. ekki síst fyrir frásagnirnar um ótal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.