Morgunblaðið - 03.03.1923, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
inu; ■—TJt af þessn {irjefvsamþylíti
nefndin að mæía irieð því við Intj-
arstjómina, að fylgt yrö i fyrst um
sinn sömn reglu í þessu éfni, sem
upp var tekin í byrjun þessa skóla-
árs, að bæjarsjóöur greiSi hálfan
kostnað við stundakenslu í veikinda
förföllum kennara, að því tilskyldu,
að kennarinn leyfi, aS hinum helm-
ingi stundakenslukostnaðarins sje
haldið eftir við útborgun launa
hans uni næstu mánaðamót, eða hafi
greitt hann sjálfur áður. Þetta gildi
um veikindaforföll alt aö 3 mán.
en sjeu lengri forföll, komi til sjer-
stök ákvöröun í livert skifti. Sam-
þykti bæjarstjórnin þetta.
Innlimun jarffa í Reykjavíkurbœ.
í bæjarlaganefndinni hafði borg-
arstjóri lagt fram brjef, er íiann
haföi sent hreppsnefndum Seltjarn-
arness- og Mosfellshrepps, og svar-
hrjef frá oddvitum þessara hreppa,
viðvíkjandi innlimun jarðanna
Árbæjar, Ártúns, Breiðholts, Bú-
staða og Eiöis í Keykjavíkurkaup-
sfað. Höföu hreppsnefndirnar mót-
mælt innlimunirmi, og vildu enga
samninga gera um þetta mál.
Á nefndarfundinum var frv. frá
fyrra ári um að leggja þessar jarð-
ir undir lögsagnarumdæmi og bæj-
arfjelag Reykjavíkur, samþykt og
afgreitt til bæjarstjórnair. 'Skýröi
borgarstjóri frá því, að frv. hefði
; veriö lagt fyrir þing í fvrra og farið
til allsherjamefndar Nd. En hún
hefði fundið það að því, að ekki
hefðí verið leitað samkomulags hjá
hreppsnefndum Mosfells- og Sel-
t jarnarnesshrepps. En nú hefði það
ygrið gert, en árangurslaust, Las
hann og ennfremur upp brjef, er
fárrð hefðu milli hans og oddvita
hreppsnefndanna, Kvað borgarstj.
nú ekki annað liggja fyrir, en að
leggja frv. enn að nýju fyrir þing-
ið. Samþykti bæjarstjórnin það.
Frumvccrp
til reglugerðar fyrir alþýðubóka-
safn Reykjavíkur var lagt fyrir
fundinn. f stjórn safnsins hafa ver-
ið kosnir Páll V. Ólason form., Bogi
Óíafsson ritari, Guöm. Ásbjörnsson
gjaldkeri og auk þeirra Hjeðinn
Yaldimarsson og Ól. Friðriksson.
P. H. vildi breyta nafni safnsins og
nefna það bæjar-bókasafn í staðinn
fyrir Alþýðubókasafn. Varð um
það nokkurt karp milli hans og G.
Ásbj. og jafnaðarmannanna í bæjar-
stjórninni. Var tillaga hans um það
feld.
Tillaga um áfengisveitingar.
Þórður Bjarnason reifði þá til-
lögu. Kvað hann bæjarstjórn hafa
samþykt það, er „Hótel ísland“
fekk vínveitingaleyfi, að fá breytt
ákvæðum reghrgerðarinnar um það
efni, að alþingiskjósendur í Rvík
fengju að ráða því, hvort vínvéit-
ingajíeyfi skyldi fást í bænum. En
landsstjórn hefði, eins og kunnugt
er, daufheyrst við þessu máli. Væri
því ekki um annað að gera fyrir
bæjarstjórnina en að sníia sjer til
þingsins um rjettarbót í þessu efni.
Bar hann því fram tillögu þess. efn-
is, að bæjarstjórnin skoraði á þing-
ið, að breyta svo ákvæðum. reglu-
gerðarinnar um vínveitingarnar, að
kjósendum í Reykjavík, á ísafirði,
Akureyri og Seyðisfirði yrði leyft
að greiða atkvæði um það, hvort
vínveiting yrði leyfði í þessum bæj-
um. Var hún samþykt. Ennfremur
var borin upp tillaga frá II. Hall-
dórssyni þess efnis, að bæjarstjórn-
ín feldi borgarstjóra að gangast fyr-
ir því, að farin væri kröfuganga
JDemonstration) til þings og stjórn-
ár, þessu máli til stuðnings. Var
borgarstjóri tillögunni mótfallinn—
taldi aðra leið betri, málinu til fram
gangs. En hitt kvað hánn sjálfsagt,
að bæjarstjórnin leitaöi rjettar kjós
endanna með því, sem feldist í til-
lögu Þórðar Bjarnasonar. Sömuleið-
is talaði B. Ólafsson á móti þessari
kröfugöngutill. II. II. kvaðst bera
till. fram til þess að sjá, hvað mikil
alvara væri hjá bæjarstjóminni í
þessu máli. Ennfremur kvaðst hann
vera viss um, að þingmenn ljetu
það eins o,g vind um eyrun þjóta,
þó samþykt væri tillaga Þóröar
Bj. Hitt mundi hafa meiri áhrif, ef
bæjarbúar söfnuðust saman ogljetu
með því vilja sinn í ljósi. Ög þar
ætti bæjarstjórnin aö vera í broddi
fylkingar. — Var till. Hallbj. Hall-
dórssonar feld.
------o------
Erl. símfregnir
frá frjettaritara Morgunblaðsins.
Khöfn 2. marts 1923.
Tyrkir samþykkja.
Frá London er símáð, að tyrk-
neska stjórnin hafi lagt til við þing-
ið í Angora, að það fjellist á Laus-
anne-samningana, en þar með er
litið svo á sem Austurlandastríðinu
svo nefnda sje afstýrt.
Bonar Law skammaður.
Blaðið „Daily Chronicle“ dæmir
hart afskiftaleysi Bonar Law’s af
aðförum Frakka, sem gert hafa upp-
tæka 13 miljarða marka og halda
þeim, af þeim voru 6 ætlaöir til not-
kunar ensku stjórninni.
Samvinna milli Frakka og ítala.
Frá París er símað, að frönsk og
ítölsk blöð ræði vingjaralega um
ráðagerðir til þess að koma á fransk-
ítölsku bandalagi í fjárhagsmálum
o.g stjórnmálum.
Olympíuleikarnir
verða haldnir 5.—27. júlí 1924 í
Colomber skamt fyrir norðan og
vestan París.
---—o-
□agbðk.
Messað á morgun í fríkirkjunni í
Hafnarfirði kl. 2 síðdegis. Sjera
Ólafur Ólafsson.
I dómkirkjunni á morgun kl. 11,
sjera Friðrik Friðriksson. Kl. 5,
sjera Bjarni Jónsson.
I fríkirkjunni sjera Árni Sigurðs-
son kl. 5 eftir hád.
í Landakotskirkju hámessa kl. 9
fyrir hádegi. Kl. 6 guðsþjónusta
með prjedikun.
pingmaður Mýramanna kom til
þings í gærmorgun og varð sam-
ferða inn í þinghúsið Morgunblaðinu,
sem flutti honum ádrepuna frá kjós-
endum hans.
,1
t
Stúdentafjelagsfundinum, sem átti
að vera í Mensa í kvöld, er frestað
fram yfir helgi.
Nýja Bíó. Langt er síðan franska
leikkonan Gabrielle Robinne hefir
-sjest hjer í kvikmynd. Hefir engin
mynd er hún hefir leikið í verið sýnd
hjer síðan 1916, en þó munu margir
Flugl. dagbók
Divanar, allar gerðir, bestir og ó-
dýrastin, Húsgagnaverslun Reykja-
vikur, Laugaveg 3.
Nýtt íslenskt smjör fyrir krónur
2.50 y2 kg. og nýtt skyr fyrir 50
aura y2 kg., fæst í Matardeild Slát-
urfjelagsins. —
Túlípanar alla vega litir, fást hjá
Ragnari Ásgeirssyni, Gróðrarstöðinni.
Sími 780. —
Eitt herhergi óskast handa stúlku,
sem kemur með Gullfossi að austan,
mætti vera með annari. TTpplýsingar
í Ingólfsstræti 18.
Nikkelering á alls konar reiðhjóla-
og mótorhjóla-hlutum, er ódýrast í
FÁLKANUM.
r
Fjelag Véstux-íslendinga heldur
fund í Bárunni næst komandi mánu-
dagskvöld kl. 8y2.
Húsnæði, sem nota mætti til veit-
inga, liggjandi í eða nálægt mið-
bænum, óskast nú þegar eða sem
fyrst. A. v. á.
minnast hennar frá þeim tíma. Var
hún í þá daga talin fegursta leik-
kona heimsins. 1 mynd sem nú er
sýnd í Nýja Bíó og heitir „Skyldu-
brautin' * leikur þessi leikkona að-
alhlutverkið og fer ágætlega með
hlutverk sitt og myndin er fram-
úrskarandi falleg og frágangurinn
góður. Mynd þessi verður sýnd í
fyrsta skifti í kvöld og byrjar sýn-
ing ekki fyr en kl. 9, vegna hljóm-
leika próf. Sveinbjöms Sveinbjörns-
sonar. —•
Kirkjuhljómleikar Páls ísólfssonar
voru vel sóttir í gærkvöldi, sem
áður, og fóru áheyrendur áreiðan-
lega heim aftur hrifnir og ánægðir
yfir því, sem þeir höfðu heyrt þar.
Fátt mun það vera hjer, sem ekki
er eitthvað að, og hjer var !það að,
að nokkur endir skyldi vera, því
flestir áheyrendur hefðu víst óskað
að fá að hlusta óendanlega lengi
á hin dásamlega fögru og vel æfðu
kirkjusöngslög og orgelsólóar, og vist
má telja að Hafnfirðingar taki vel
á móti svo góðum gestum á sunnu-
daginn kemur.
Einsdæmi. Tvær bifreiðar frá Nýju
bifreiðastöðinni fóru í gærmorgun
hjeðan austur á Eyrarbakka. Er það
til dæmis um ferðina, að bifreið-
arnar voru aðeins 4 tíma a leiðinni
austur og stóðu þó við á Kolviðar-
hóli. Hefir það aldrei borið við áð-
ur síðan bifreiðar fóru að tíðkast
hjer, að svo snjólaust hafi verið á
Hellisheiði í byrjun marsmánaðar
að fært hafi verið bifreiðum. Nýja
bifreiðastöðin ætlar að halda uppi
ferðum austur meðan færðin spill-
ist ekki frá því sem nú er.
Germanía, fjelag þýskumælandi
manna í Reykjavík, heldur aðalfund
sinn í kvöld kl. 9 á Skjaldberið. A
fundinum flytur þýskur stúdent sem
hjer dvelur í vetur, erindi um Rerlin.
Sirius fór til útlanda í fyrrinótt,
norður um land. Meðal farþega:
kaupfjelagsstjórarnir Sigurður Bjark-
lind og Sigurður Kristinsson, Ste-
fán Stefánsson cand. jur., Ingólfur
Gíslason læknir, Jónmundur Hall-
grímsson prestur, Valtýr Albertsson,
Helgi Hafliðason, Just umboðssali,
Steingrímur Einarsson eand. med. —
Farþegar alls 70.
i
Gjaldkeri Morgunblaðsins, er frá
fcyrjun þessa mánaðar, Sigfús Jóns-
son, áður starfsmaður á Endurskoð-
SíldarstöB á Siglufiröi.
[Hður Söbstads]
með tveimur bryggjum ásamt upplagningsplássi til leigu næst-
komandi sumar.
Tilboð í stöðina sendist fyrir 20. mars næstkomandi til bæjar-
fógetans á Siglufirði.
Hjermeð tilkynnist heiðruðura viðskiftavinum okk-
ar, að öll þau úr sem legið hafa árlangt eða lengur á vinnustof-
um okkar, verða seld fyrir aðgerðakostnaði, eftir 3 mánuði frá
birtingu auglýsingar þessarar, sje þeirra ekki vitjað fytir þann tima.
Daniel & Þorkell, Laugaveg 55.
Garðyrkiufjelasið.
Fjelagsmenn geta fengið nokkra skamta af blómfræi ókeypis,
ef þeir vitja þess hjá Einari Helgasyni.
Til sölu hefir hann matjurtafræ og blómfræ.
K. Einarsson 5 Björnssan
umbaBs- og heildsala
er flutt í Uonarstræti 8.
Sigurjón Jónsson
Bóka- og ritfangaverslun
Laugaveg 19. Sími 504.
Þar eru best bókakaup. — ódýrust allskonar ritföng.
Heildsala. Smásala.
Stulka
sem er vel að sjer í bókfærslu og
vjelritun, og sem getur lagt sjer
til ritvjel, getur fengið sem auka-
starf ýmsar skriftir, sem vinna má
að heima. Tilboð með launakröfu
um tímann, anðkent „Skriftir11,
sendist Morgunblaðinu.
Hjer með leyfi jeg’ mjer að
færa öllum þeim hjartanlegt
þakklæti, sem sýndu mjer góð-
vildarhug á áttræðisafmæli mínu,
bæði stúkusystkynum mínum í
„Verðandi“ og öðrum vinum.
Ingiríður Brynjólfsdóttir.
unarskrifstofunni, og hefir hann tek-
ið við stafinu af Gísla í. Finsen, sem
gegnt hefir því lengi og vel að und-
anförnu, ásamt fleiri störfum við
Morgunblaðið, en nú er orðinn með-
stofnandi að heildsöluverslun hjer í
bænum.
Meðlimir í. R., þeir sem vilja vera
með í gönguför, mæti kl. 9 fyrir
hádegi á morgun hjá Mentaskólanum.
írval. Munið fundinn kl. 4 á skrif-
stofunni.
Erfðafestulönd. Bæjarstjórn hefir
verið boðinn forkaupsrjettur aö
erfðafestulandinu þvottalaugarbletti
ur 13, fyrir 1000 krónur. Landið
ei 1. ha. að stærð og er girt og
tekið til ræktunar að miklu leyti.
Bæjarstjórnin hefir samþykt að hafna
forkaupsrjetti. Ennfremur hefir ís-
landsbanki boðið forkaupsrjett að
erfðafestulandinu Hlíðarhúsabletti,
nr. 1, fyrir 20.000 krónur. Hefir
bæjarstjórnin frestað að taka ákvörð-
un um það mál.
---------o--------
Umboðsmaður:
Ingimar Brynjólfsson.
I Forkolelsernes Tid
og unðer Epiðemier bör man be-
skytte sig og holðe Munð og Svælg
rene — Et hygiejnisk
Beskyt telsesmiddel,
ðer virker effektivt og tilintetgör
Bakterierne, er ðe pröveðe.
Fömmint
Tabletter.
Anbefales af over 10,000 Lseger.
Faas paa alle Apotheker.
Pröver og Brochure senðes gratis fra
fl/S Sanatogen Co.,
Afðl. Formamint,
Nðrrevolð 15, Köbenhavn K.
For Sildesaisonen 1923
slutter vi nu contracter paa le-
vering av hele og halve tönder.
Kun omhyggeleg forarbeidet em-
balage leveres. Landets störste
production. Skulde De ikke kjende
m ajrket J. Ö. saa spörg herr. O.
Thynes, Siglefjord.
Johaimes Östensjö & Co., A. S.
Haugesund, Norge.
H. A. B. 384. Telegramadr. Sjöco.