Morgunblaðið - 04.03.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1923, Blaðsíða 2
M ORGUN BLAÐIÐ ) hafa sjeð hættuna, sem af þessu stafar og varið of fjár til nýbýla- ræktunar, og haft með höndum mikilvægar tilraunir í þær áttir. TTjer hefir verið talsvert urn þetta ritað, .n framkvæmdir engar eða litiar orðið enn. Þó eru allir sam- mála um, að ræktun landsins sje aðalskilyrði þess, að íslenska þjóð in geti haldið menningu sinni og einkennum. Helsta ráðið, sem virð ist fært, til að kippa þessu í lag, •er það að færa bygðina meira saman. Nota sém best þá staði sem be.st skilyrði hafa til þess að þá megi rækta og lifandi verði á þeim. Og þeir staðið eru auðvitað þeir, sem hafa bestar samgöngur og markað. Hjer er stigið byrjunarspor í þessa átt, og er óskandi að það lánist vel, svo áframhald geti orðið. Eftir aS jeg hafði setið á fundi í samgöngumálanefnd í gærmorgun, las jeg í Morgunblaði frá í gær, a<5 jeg sæti „mi upp í Borgarfjarðar- hjeraði“, og fleira í því sambandi, sem er langt frá því aö vera sann- leikanum samkvæmt, er jeg tel al- veg víst að þjer hafið bygt á frá- sögn einhverra óhlutvandra manna. En kjósendum í Mýrasýslu = kaupmannaliði í Borgarnesi, sendi jeg hjer með kveðju guös og mína, og þvkir mjer fyrir að hafa hrygt þá með stundar fjarveru minni frá Alþingi, því jeg er sem sje alveg samdóma þeim um, að Alþingi megi helst ekki án mín vera um stundar- sakir; og um leið og jeg þakka það mikla traust, er þeir bera til mín á þingi og þeir hafa nú birt opinber- lega — sjálfum mjer var það kunn- u,gt áður — hefi jeg ákveöiö að leggja nú á mig aukið erfiði við þingstörfin — helst í viðskiftamál- um •— til þess aS vinna upp það sern þingið hefir raist viS fjarveru mína að þessu sinni. Alþingi, 3. mars 1923. Pjetur Þóröarson. frá ITjörsey. Aths. Það, sem Mrgbl. hefir sagt um þetfa mál er alt eftir háttv. kjós- endum háttv. þingmanns, en mis- sögnina um, að hann væri enn uppi í Borgarfjarðarhjeraði, leiðrjetti Mlb. í gær. ------o-------- SilðÉii isUiiiMa Kaupfjelag Borgfirðinga vill breyta þeim. Undanfarna daga hefir Kaup- fjelag Borgfirðinga haldið fund á Hvítárbakka. Þar var m. a. sam þykt tiliaga um breyting á Sam- bandslögmn ísl. samvinnufjelaga á þá leið, að kaupfjelög, sem að- eins hafa samábyrgð innan deilda sinna, geti orðið aðnjótandi skatt-; frelsis þess, sem kaupfjelög, sem eru í Sambandi íslenskra sam- vinnuf jelaga, njóta.Fer þessi sam- þykt alveg í rjetta átt, því síst ætti löggjöf vor að verðlauna hina víðtækari ábyrgðaflækju með því, að láta þau kaupfjélög verða fyrir þyngri sköttum og útsvör- um, sem takmarka ábyrgð sína við eina fjelagsdeild eða viðskifti íbúa eins hrepps. En um leið og Sambandslögun- um væri breytt, ætti auðVitað að nema burt úr þeim alla samábyrgð arskyldu, og lögbanna samábyrgð í kaupfjelögum, sem lengra fer en svo, að hún nái til viðskifta eins hrepps eða einnar kaupfje- lagsdeildar. Morgunblaðinu er sagt, að til- lagan, sem nefnd er hjer á und- an, hafi verið samþykt með öllum atkvæðum gegn einu, en það hafi átt Pjetur Þórðarson alþm. -------o-------- Högni Sigurösson Ilann andaðist að heimili sínu, Baldurshaga í Vestmannaeyjum, s. 1. mánudagskvöld, eftir 5 daga legu í lungnabólgu. Högni sál. var aðeins sextugur, er hann Ijest, en svo unglegur í anda, og útliti, að enginn ókunnugur hefði haldið hann eldri en um fimt- ugt. Var hann yngsta barn áf 17 hinna alþektu sæmdarhjóna, Sig- urðar ísleifssonar á Barkarstöðum í FljótshlíS, og konu hans, Ingi- bjargar Sæmundsdóttur, systur þjóðskörungsins nafnkunna, Tóm- asar próf Sæmundssonar á Breiða- bólsstað. Eru nú ekki nema þrír bræður á lífi af þeim stóra barna- hóp, þeir: Sigurður f. bóndi á Selja landi undir Eyjafjöllum, .Tóinas hreppstj. á Barkarstöðum og Sæ- mundur á Mauntain í North-Dakota. Ilögni sál. bar nafn lang- langafa síns, sjera Högna Sigurðssonar, er var prestur á Breiðabólsstað 1750 ~1760. Var hann prestur í 50 ár eða hálfa öld; hinn merkasti klerk- ur og lærður vel. Syni átti hann 8, er urðu allir prestar. Er það í frá- sögur fært sem einsdæmi, þegar sjera Högni og allir synir hans 8 gengu eitt sinn prest-skrýddir inn eftir gólfinu í Breiðabólsstaða- kirkju. Er mikill ættbálkur frá þeim feðgum komin. ITögni sál. Sigurðsson ólst upp hjá foreldrum sínum á Barkarstöð- um, og dvaldi þar fram undir þrít- ngs aldur, en þá byrjaði hann bú- skap á Seljalandi undir Eyjafjöll- um, og giftist samt'mis Mörtu Jóns dóttur frá Sólheimum í Mýrdal, — Hjónaband þeirra hefir allatíð ver- ið hið ástúðlegasta, svo að qkki verð ur framar á kosið. Börn þeirra eru: Sigurjón gjaldkeri hjá verslun Gunnars Ólafssonar & Co. í Vestm.- eyjum, Islefur kaupfjelagsstjóri s. st. og Ingibjörg, sem enn er heim.a Frá Seljalandi flutti ITögni sál. að Seljalándsséli, og bjó þar nokk- ur ár, en til Vestmannaeyja flutti hann sig stuttu eftir aldamótin. Högni sál. var prýðisvel greindur maður, sem hann átti kyn til, en sjálfmentaður að mestu leyti, og var alla tíð í röð fremstu nranna, hvar scm hann dvaldi; enda hafði bann a*finlega á liendi ýms opinber trún- aðarstörf, svo sem títt er um slíka menn. TTann var sístarfandi áhuga- maður, og svo mikill fjör- og gleði- maður, að fádæma er. Munu þeir, sem best þektu hann. lengi minnast þessa. Hjá honum hjeldust í hendur alla tið gömlu góðu systurnar, sem heita trúmenska, ráðvendni, áreiðanleg-, heit og starfsemi, er hjálpuðu lion- um til áð auka lífsgleði hans, og ljetta undir lífsstarf hans. Gamla, góða sveitaheimilið á Barkarstöðum1 lagði hjer að undirstöðuna hjá hon-í um, eins og fleirum, sem aldir eru1 upp í sveitakyrðinni, „þar sem ró er öllu yfir, ástin hrein í brjóstum lifir, og fjöllin beina hug til hæða“, eins og skáldið kemst að orði. Trúhneigður maður mun Högni sál. hafa verið alla æfi, þó ekki gæfi hann sig mikið að eilífðarmálunum, fyr en síðari árin, eftir að hann fór að lesa rit „spíritista“ og fylgjast með kcnningum þeirra og tnraun- mn. en þær heilluöu hug lians injóg, og mun hann hafa, talið það mikinn gróða sínu andlega lífi. Hið sviplega fráfall Ilögna sál. er eigi aðeins harmur kónu hans og börnum, heldur og öllum þeim mörgu, er kyntust honum fjær og nær, bæði skyldum og vandalaus um. En þó vinum hans og frænduin sje fráfall hans söknuður, munu þó ýmsir þeirra hugsa á þá leið, að eigi beri aðeins að harma hann, heldur beri þeim einnig að senda hon*,m ástúðlegar hugsanir vfir á land hf- enda, með þökk fyrir samveruna, og taka sjer svo í inunn orð „lista- skáldsins góða“, er hann kvað um frarnda lians láinn: „Flýt þjer vinur, í fegra heim, Krjúptu’ að fótum friðarbogans, Fljúðu’ávængjum morgunroðans Meira’ að starfa guðs um geim. Á. ------—o-------- Rý fjelagsstofnun. Þann 23. febr. síðastl. stofn- uðu fasteigna eigendur hjer í bæiium með sjer fjelag, er þeir nefna „Fateignafjelag Iteykja- víkur' ‘. Tilgangur f jelagsskapar þessa er sá, að hafa gætur á öllu því, sem gerist í stjórn bæjarins og finna í tíma að því, og koma i veg fyrir það, sem miður fer, og sömuleiðis sjá um að hags- munir fjelagsmanna sjeu ekki um of fyrir borð borinn, með ósann- gjörnum sköttum og ýmsum hömlum á eignarjetti þeirra. Það virðist ekki vera vonum fyr að siíknr f jelagsskapur er; stofnaður hjer. Samskonar fjelög; .sem þetta, eru í flestum ef ekki öilum borgum nágrannalandanna og eru lög þessa nýstofnaða fje- lags, mjög sniðin eftir lögum útl.! fasteigna-eigendafjelaga. Það eru víst flestir sannnála um það, að slíkur fjelagsskapur, sem þessi hefði átt að vera kom- inn hjer á miklu fyr, því það má ganga út frá því sem gefnu, að ef fjelag sem þetta hefði starfað hjer á undauförnum árum, þá hefði ýmsum þeim mistökum, sem orðið hafa í stjórn bæjar- ins verið afstýrt fyrir íhlutun þess. Það er ennfremur síst að undra, j þótt húseigendur og þeir aðrir, s<*m fasteignir eiga hjer íbæn- um, finnist þess vera orðin full þörf að minda eina heild, og standa 'sem einn órjúfandi fylk- ing gegn þeim þvingunum og skerðingu á eignarjetti, sem þeir hafa nú um nokkur ár verið beittir með húsaleigulögunum og þá ekki síður með framkvæmd þeirra í höndum húsaleigunefnd- arinnar. Sömuleiðis mun 2% gjaldið af lóðum í bænum, sem nýbúið er að samþykkja í bæjarstjórninni, hafa átt drjúgan þátt í þessari fjelagsstofnun. Jeg vil svo enda þessar línur mínar með því að óska þessum fjelagsskap alls góðs og vona, að H estar i góðum holcSum á aldrinum 4 8 vetra kaupir til 14. mars. Garðap Gislason. Notið RINSO fil þvofta. Vegna flutnings skrifsfofu minnar i Eimskipafjelagshúsið, hefi jeg til leigu tvö sknifstofu- herbergi i Lækjargðtu 4 niðri frá 15 þessa mánaðar. Leifur Sigurðsson. hann verði þessu bæjaríjelagi þörf leiðarstjarna á ókomnum árum, og að þess verði skamt að bíða, að allir þeir, er hús eða aðrar fasteignir eiga í þess- um bæ, verði orðnir meðlimir hans. — Fasteignaeigandi. -------o------ Grímur Thomsen. Öldung jeg við arinn lít endurminnis kynda loga, hiind er starfsvön, hárin hvlt, hr.Iin glóð und augnaboga. vVður haníi á ;eðri bekk átti sess við glæstar hirðir; silfur, skart og sæmdir fjekk, sem að heimur mikils virðirj pótti og skemtinn, æði oft, er hann flutti á kvöldum sögur, skulfu af hlátri hallarloft. — Hrutu og lítt af vörum bogur. Ekki var þó altaf hlýtt, öi’und henti á veginn grjóti, skeytti því samt skáldið lítt, ’ en skaut með orðabrandi á móti. Annað miklu verra var; hann vissi ey í norðurhöfum, som vöggu hans og vonir bar, þy væri þar ininna af ríknm gjöfum. par beið líka mannsins mey, mátti hann henni aldrei glfvma, fyrir því hann festi ei framar yndi — nema lieima. Halur kvaddi hallargöng. hirð og allar tignir smáði, og við ástir, sögu og söng síðan undi á feðrnláði. Ekki þakkað verk hans var að vonum fæstir mánninn skildu, og öfundin bjó eínnig þar, aðrir sýnast meiri vildu. Fvrnist óðum mærðarmál manna þeirra — grunt sem vaða, en seint mun falla á seiðhert stál sagna-þulsins Bessastaða. 4.-2. 1923. G. A. ------—o------ Hrakningar. 1. mars kom hingað þýskur togari, er Schlesvig-Holstein heitir. Var hann með enskan togara í «ft- irdragi, er hann hafði hitt á reki 240 sjómílur undan landi fyrir simn an land. Stóö svo á ferðum hans, að hann liafði verið að veiðum norð- nr í Hvítahafi en var nú á leið til Aberdeen. í Noregi bafði hann kom- ið við og tekið þar kol til ferðarinn- ar tit Englands. En á þeirri leið hrepti hann slíka. hrakninga, að hann var orðinn kolalaus og matar- laus, er þýski togarinn hitti hann, og var húinn að hrekjast í 16 daga. Voru skipverjar búnir að brenna öllu lauslegu ofan og neðan þilfars og munu þeir hafa verið mjög þrek- aðir, er þýski togarinn biti þá. En það bar til með þeim hætti, að jtim síðustu helgi er þýski togarinn I var á leið hingað, sá hann að nætur- tíma til óglögt Ijós, er skipverjum virtist undarlegt. Beið togarinn því til morguns og er birti af degi sá hann hvers kyns var, að þarn,a var hjálparvana skip á reki. Tölnöu skipin þá saman með flaggmerk.jum. Vont var í sjó um þetta leyti. sjó- mikið og stonnur mikill. Komst þó skipstjórinn af enska togaranum með nokkra menn sjer til fylgdar í þýska togarann á skipsbátnnm. Fjekk hann þar mat og fleira er þá skorti og lagði síðan til skiþs síns. Fjekk iann bjargað því nauðsynleg- asta í skipið, en þá brotnaði skips- jbáturinn. Þá fór þýski togarinn að reyna að taka þann enska á tog. En vegna þess að vont var í sjóinn slitn aði toglínan 4 sinnum áður en að sá enski kæmist á tog. Fór því í eitt skifti er togið slitnaði, vír í skrúfu þýska togarans, svo að hann komst aöeins áfram en ekkert afturábak. Loks komust bæði skipin hing- að í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.