Morgunblaðið - 07.03.1923, Page 2

Morgunblaðið - 07.03.1923, Page 2
MORGUN BLAÐIÐ ©esigisstiáliils Eæða Jóns Þorlákssonar. í Nd. 15. febr. 1923. Jeg vil byrja á því,að taka undir það sem hæstv. fjáimiála- ráðtherra sagði um gengismuninn, að hann er einkenni, sem ber vott um að f jarmálaastandið í landinu er að einhverju leyti frá brugðið því sem fenjulegt er, eða sjúkt sem kallað er. Nú er því svo háttað um flesta hluti, sem lúta náttúrulögimálum, að ef þeir haggast frá venjulegri braut, eða sýkjast, þá hafa þeir í sjálfum sjer nokkra þá náttúru, sem beinir þeim að lokum aftur inn á venjulega braut, eða læknar st)úkdóminn, ef hann stendur nægilega lengi til þess. Alt í nátt- úrunni leitar jafnvægis. Gengisbreytingarnar eru eitt af þeim fyrirbrigðum, sem fjármála- lífið notar til að lækna sjálft sig með. Það hefir ekki nóg verið vikið að þessu í ræðum þeim sem%aldn- ar hafa verið, og vil jeg því gera nokkra grein fyrir því. Að því leyti sem gengið ákvarðast aí mismuni á innflutningi °g ,út- fiutningi í landinu — og er lækk- andi, þá dregur það úr innflutn- ingi vara, en örfar iitflutninginn. Skal jeg skýra það nánar; enda þótt það sje vikurkent lögmál, og nefna einstök dæmi. Flestir innflytjendur (kaup- menn) 'hafa yfir einhverri tak- markaðiú fjárhæð að ráða til vöru- kaupa, annað’hvort eignarfje eða lánsfje. Því lægra sem gengið er, því minna vörumagn geta þeir fengið fyrir sitt takmarkaða fje. Þeir þurfa ekki að minka veltumagn sitt að krónutali, en vöruveltan, og þar með innflutn- ingur hvers eins, verður minni vegna lággengisins. Hjer við bæt- ist annað, sem hv. sarnþm. minn (J. Baldv.) rjettilega benti á í öðru sambandi. Þegar gengi ísl. krónunnar er lágt , fara menn mjög varlega í það að nota láns- traust sitt erlendis til vöruinn- flutnings. Og þannig verkar .lág- gengið í þá átt að draga ur inn- fluningnum. Fleiri dæmi þessu lík mætti nefna. Og þá ekki síður hin sem sýna hvernig lág- gengið örfar framleiðslu á út- fiutningsvörum. Reksturskostnað- uí þeirra, sem framleiða vörur til útfl., skiftist í ýmsa liði. Nokk- uð af honum er fólgið í kaupum á útlendum vörum, móti því verða þeir að láta jafnmikið vöru- n>agn af framleiðslu sinni, og hefir gengi innlenda gjaldeyris- ins engin áhrif á þann hluta kostnaðarins. En að því er inn- lenda kostnaðinn snertir, þá þýð- ir lággengið blátt á'fram það, að framleiðendur fá afslátt af til- kostnaðinum, sem gengislækkun- inni svarar. Fyrst og fremst á rentum og afborgunum af öllu lánsfje, og þvx næst einnig á öllum verkalaunum, að minsta kosti í bili, þangað til verka- kaupið hefir aftur tekið tilsvar- andi breytingum við gengislækk- uuina. Þetta á sjer stað, ef fram- leiðendurnir fá sjálfir að njóta hins háa verðs í krónutali fyrir gjaldeyri þann, er til fellur við sölu afurða þeirra, og það er al- mennast hjer á landi. Lággengið gerir því framleiðslu á útflutn- ingsvörum arðvænni en ella mundi vera, og örfar hana þar með. Þegar nú lággengi krónunnar hefir þessi tvennskonar áhrif, sem bent hefir verið á, annars vegar að auka útflutninginn og hins vegar að draga úr innflutningi vara, verður ályktunin sú, að viðskiftalífið notar þessa leið sjálfu sjer til lækningar. Menn niiða oftast verð íslenskr- ar krónu við sterlingspund, en gæta þess eigi ávalt, að verð sterlingspundsins sjálfs hefir ver- ið breytilegt að undanförnu. — Þannig liækkaði það um 10% á móti gulli eða Bandaríkjadollar á árinu 1922. Menn verða því að fara varlega í það, að fullyrða 'ð ísl. króna fari •lækkandi, þótt verð sterlingspundsins hæltki að krónutali. Verðið 28.50 fyrir strelingspund nú samsvarar 25 kr. í ársbyrjun 1922. í umræðunum hefir öðruhvoru verið vikið að hagsmunum ein- staklinga og stjetta í sambandi við þetta mál, og get jeg þá sagt, að staða mín í þjóðfjelaginu er þannig, að lággengi krónu er tap fyrir mig; á því sama við um mig í því efni og þá stjett, sem háttv. samþingism. minn (J. B.) ber sjerstáklega fyrir brjósti. En jeg hefi taiið mjer skylt að líta á málið með þjóðarhaginn fyrir augum, og athuga einnig hvað framleiðendum sje fyrir bestu, ef þeir eru menn til að láta hagnað- inn af vörusölunni á erlendum markaði renna í sinn vasa. Og það eru þeir yfirleitt færir um. Það er áreiðanlega rangt hjá háttv. samþm. mínum (J. B.), að hagnaðurinn af gjaldeyrisverslun- inni hafi farið til fárra milli- manna, en ekki gengið til fram- ieiðenda sjálfra. Að minsta kosti er það vitanlegt um fiskinn, að framleiðendur hafa notið hagnað- arins af lággenginu við söluhans, þar eð þeir geta oftast valið um að selja í krónum eða sterlings- pundum. Sú ályktun, sem jeg dreg af fö&flmmisligvjela tegwod þessi liefir náð langmestri útbreiðslu hjer á landi, vegna þess að hún h°fir revnst best. Gætið að m e nkin u é h so I o g s ó I a. Þúsundir af þessum stjgvjelura eru í daglegri noktun baxði á sjó og 1 mdi. — Verðið ótrúlega lágt., Karlmanna fuilhá 39,75 Hálfhá 33,00. Hnjehá 26,75. Drengja nr. 3/6 22,75. Barna nr. 11/12 16,00 nr. 13/2 18,00 Kaupið aðeins hwítbotnuð stígvjel með þessu merki. Lárus G. Lúðvígsson, Skóverslun. Grá, brún, h v i t, svört. þessu er á þá, leið, að vanhuga- vert sje að gera tilraunir til þess að gengismunurinn fái ekki að njóta sín eða koma fram í þjóð- lífinu, eins og hann er í raun og sannleika. Gengið var óeðlilegt hjer í bönkunum fyrir áramótin síðustu, og ekkert í sambandi við þáverandi ástand í landinu. Þeir sem höfðu erlendan gjaldeyri í höndum gátu selt hann hærra verði en gefið var fyrir hann í bönkunum. Þetta ástand gat ekki haldist til lengdar og endaði með þvi að bankarnir neyddust til að hækka verðið á erlendum gjald- eyri npp í gangverð. Sem dæmi þess, hvílíkar fjar- stæður geta komið fyrir, þegar slíkt á sjer stað, skal jeg nefna, að pósthúsið þarf á erlendum gjaldeyri að halda til greiðslu póstávísana, er það selur á önnur lónd. Þar hefir verið tekin upp sú regla að afgreiða ekki .svo stórar upphæðir, að líkindi sjeu til, að nota eigi til versl- unarviðskifta, heldur einungis smáupphæðir, ,sem mönnum er þægilegast að senda á þann hátt. Þenna gjaldeyri keypti póstmeist- ari í bönkunum við venjulegu gangverði. Nú varð svo hart um erlenda niynt í bönkunum síðast- liðið haust, að þeir g-átu ekki selt pósthúsinu fjeð, sem það þurfti á að halda. Póstmeistari varð því að leita á hinn almenna markað, það er til þeirra manna, sem mest hafa undir höndum af erlendum gjaldeyri, og varð þar að sæta hærra verði, kaupa t. d. sterl- ing.spund á 28 kr. til '28.50. Þetta var skömmu fyrir síðastliðin ára- mót, á sama tíma sem Landsbank- inn seldi ]>að litla, sem hann ljet.j af höndum, fyrir 26 kr. Ymsir; fastir viðskiftamenn bankans gátu þá herjað út úr honum smáupp- hæðir í enskri mynt fyrir þetta verð, og fóru sumir þeirra rak- leiðis yfir í pósthús og seldu póstmeistara stetlingspundin á kr. 28.50. Annað eins og þetta hlýtur að koma fyrir, þegar farið er að þvinga gjaldeyrismálið inn á ó- eðlilega braut. Menn mega ekki ætla, að al- memiingur njóti hagnaðarins af lágu verði erl. gjaldeyris í bönk- unum, þegar hann er þar af svo skornum skamti að kaupmenn geta annan daginn fengið þar ör- fá sterlingspund fyrir 26 kr., en verða hinn daginn að kaupa þau af útflytjendum fyrir kr. 28.50. Þeir verðleggja vörur sínar eftir hinu hærra pundaverðinu, þó að þeir geti stundum herjað út nokk- ur pund með lægra gengi. En meðan svo er, geta framleiðendur heldur ekki treyst því, að þeir muni síðar, t. d. eftir 'misseri, geta selt gjaldeyri sinn fyrir hið sama .háa verS, sem þá gildir. og Steinoliuvei*slunin. Ræða formanns Fiskifjelags íslands, Jóns Bergsveinssonar, er steinolíumálið kom fyrir Fiskiþingið. Steinolíuverslunin er málefni, sem Fiskifjelag íslands hefur um langt árabil látið töluvert til sín taka. Ástæðan til þess, að Fiskifjelagið fór að skifta sjer af því roáli, mun vera brjef, er D. D. P. A. sendi út um land til viðskíftamanna sinna, 16 ágúst 1912, þar sem tilkynt er, að oiíuverðið hækki um kr: 5,00 tunnan frá 15 s. ra. Þann 17. ágúst 1912, skrifar stjórn Fiskifjelags íslands Alþingi og fer þess á leit, að það gej i ráðatafanir til þess að ráðin verði bót á því, hvað steinollan sje dýr, og jafnframt hlutaat, til um það, að stjórnin geri ráðstafanir til þess að rannsáka á hvaða hátt steinolía fengist ódýrari, hvort heldur væri með beinum flutnirigi frá Ameríku eða á annan hátt. 1 þessu brjefi fjelagsstjórnarinnar til Al- þingis, er þess getið, að sama dag, sem D D P A. bafi hækkað oliuverðið, hafi umboðsmaðar S. A. P. A. fengið tilkynn- ingu um að olían frá því fjelagi hækkaði einnig um sömu upphæð, þ. e. kr: 5,00 pr. tunnu, þess er ennfremur getið i brjef- inu, að samkvæmt umsögn forstjóra D. D. P. A. br. Debeíl sje ástæðan fyiir hækkun olíuverðsins, hækkuð flutningsgjöld frá Ameríku og hærri verkalaun í Englandi. 1912 eru afgreidd frá Alþingi heimild- arlög fyrir landsstjórnina, til þess að taka í sínar hendur elnkasölu á steinolíu. í þeim lögum er henni jafnframt heimilað að framselja þann rjett til annara inn- lendra manna eða hlutafjelaga. Með brjefi sem stjórn Fiskifjelags Islands skrifaði til Stjórnarráðsins, um steinolíuverslun, má sjá að hugmynd fjelagsins hefir þá verið að gangast fyrir stofnun íslensks hlutafje lags, sem fengi einkasölurjett í hendur lxjá lands8tjórninni. Þetta kom þó ennþá skýrara í ljós í brjefi, sern fjelagsstjórnin skrifaði mönn- um út um land og sem dags. er 14. nóv. 1912, þar segir meðal annars: »vjer telj- um sjálfsagt, að þegar fjelagið er stofnað, þá verði kosin stjórn og framkvæmdar- stjóri og samin lög fyrir fjelagið, þar sem allir hluthafar hafa sjálfir jafnan rjett, hvar sem þeir búa á landinu, og að eng- inn beri ábyrgð á öðru en sínu eigin hlutafje, eins og venja er til í flestum hlutafjelögum*. Með brjefi dags. 18. des 1912, sækir stjórn Fiskifjelagsins um einka- leyfi fyrir innflutningi og sölu á stein- olíu, samkvæmt heimildarlögum um einka- sölu frá 22. nóv. 1912, og er auðsjáanlegt að Fiskifjelagstjórnin ætlast ekki til þess, að Fiskifjelaginu verði endanlega veittur einkaleyfisrjettur, heldur hinu væntanlega hlutafjelagi, sem fjelagið þá er að vinna • að, að verði stofnað og farið er að safna fjárloforðum til. Það lítur einnig út fyrir, að bankarnir hafi lofað slíku hlutafjelagi fjárhagslegum stuðning, sjerstaklega Landsbankinn, og að alt hafi bent í þá átt að þetta mundi takast. En með brjefí Stjórnarráðsins, dags. 23. jan. 1913, tilkynnir Stjórnarráðið, að það sjái sjer ekki fært a.ð svo stöddu, að nota heimildina samkvæmt heimildarlögum frá 22. ,nóv. 1912, og þá ekki heldur að fram- selja Fískifjel. rjett sinn í þeim efnum. Eins og gefur að skilja, færir Stjórnar- ráðið ástæðu fyrir því, af hverju það sjái sjer ekki fært að nota heimildina, sem lögin veittu, en út i það virðiat óþarfi að fara, að öðru leiti en því, að svo virðist, sem stjórnarráðið hafi með rannsókn á olíuverðinu komist að alt annari niðurstöðu en búist va.r við. I þessu brjefi Stjórnar- ráðsins stendur meðal annars: »Að eftir upplýsingum þeim, sem landstjórnin hefir aflað sjer, um ástand steinolíuroarkaðsins, steinoliuverðs í nálægum löndum, flutn- ing8gjald og annað er að máli þessu lýtur, verður stjórnarráðið að svo stöddu, nð telja það mjög svo hæpið, að því takmarki lög- gjafarvaldsins, að útvega steinolíunotend- víðsvegar um land ódýrari, nothæfa stein- olíu, en þá, sem nú fæst í verslunum hér, yrði náð með því móti, að stjórnin taki að öjer steinolíuverslunina hjer á landi, eða framseldi einkarjetttinn til olíuflutn- inga til einstakra manna eða innlends hlutafjelags.* Eftir að Fiskifjelagið fjekk þetta brjef Stjórnarráðins, raun áhugi fyrir stofnun hlutafjelags og hlutafjársöfnunar til þess hafa dofnað, en fjelagsstjórnin hafði þá trú, að hægt mundi vera að fá ódýrari olíu til mótorbátaútvegsin8, en þá, sem steinolíufjelögin D, D. P. A. og S. A. P. A. seldu, og hjelt því áfram störfum síuum, með því að leita fyrir sjer með ný sam- bönd í olíuverslun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.