Morgunblaðið - 20.03.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1923, Blaðsíða 2
MUKU UNBLAÐIÐ Frá Kristiania Frá Stavanger og Bergen Frá New-York S.s. Bergensfjord 5. apríl 6. apríl 20. apríl S.s. Stavangerfjord .... 20. — 21. — 8. maí S.s. Bergensfjord 8. maí 9. maí 25. — Farseðlar með þessum skipum, og allar upplýsingar fást hjá Nic. Bjannason. Ye-sluoarraannafjelag Reykjayíkur heldur síðasta og aðaldansleik sinn á þessum vetri laugardaginn 24. þ. m. kl. 8'/9 & Hótel ísland. Aðgöngumiðar fyrir fjelagsmenn og gesti þeirra fást hjá Hirti Hanssyni í verslun Sigurjóns Pjeturssonar og verða seldir frá þriðjudegi til föstudagakvölds. Verða aliir að vera búnir að ákveða sig þá. Stjórn og skemtinefnd. legur vinnukraftur til í Danmörku svo engin þörf væri á að fá verkafólk frá Póllandi. Loftsiglingarnar milli Kaupm.- hafnar og Hamborgar hefjast 16. apríl og verða í sambandi við al- þjóðaloftsiglingaleiðir. Póstur, er fer þessa leið frá Khöfn kl. 4 s. d. getur komið til London næsta dag miðdegis, og svar getur kom- ið frá London næsta morgim þar á eftir. Dönsku blöðin geta þess, að enskt flutningaskip komi næstu daga til Aarhus með fullfermi af olíuköknm frá Svartahafi. Og i næstu mánuðum sje búist við allmiklum innflutningi á rúss- r.eskum olíukökum til Danmerkur. Tala atvinnulausra í Danmörku hefir lækkað um 3799, eða niður í 59450. Á sama tíma í fyrra voru atvinnuleysingjar 98900. 17. mars. Utanríkisráðuneytið tilkynnir, að gagnkvæmur samningur hafi verið gerður um það við spönsku stjómina, að nema úr gildi skyldu danskra, ísl. og spanskra þegna um að láta skrifa vegabrjef sín, ■en hinsvegar skulu menn þó hafa löglegt vegabrjef frá landi sínu. Samningur þessi kemur til fram- kvæmda þegar í stað. „Folkeligt Samfund“ í Aaben- raa, heldur laugardaginn 24. mars, hátíðlegt „Islandskvöld“. Hefir Sveinn Björnsson sendi- herra verið fenginn til að tala og ennfremur verða sungin ís- ltnsk lög og skuggamyndir frá íslandi sýndar. Burmeister & Wain hafa smíð- að nýja tegund af tvíverkandi fjórgengis dieselmótor og mark- ar þessi uppfynding heimsvið- burð í sögu' skipasíðanna. Þessi nýi mótor framleiðir orku, bæði þegar stimpillinn gengur fram og aftur, þannig, að stimpillinn framleiðir tvöfalt meiri orku en jafnstór stimpill gerir, með eldra fyrirkomulagi. Qerir uppgötvun þessi mögulegt að smíða skipa- dieselvjel nægilega stóra og afl- mikla fyrir hraðskreiðustu far- þegaskip nútímans. Vjel af þess- ari gerð hefir þegar verið pöntuð í sænskt farþegaskip, sem á að vera í förum til Ameriku og verið er að smíða nú, á Arm- strong-stöðinni í New-Castle. Verð- ur skip þetta með tveimur sex kólfhylkja vjelum, sem gefa til samans 13.500 hestöfl og gefa skipinu 17 kvartmílna ferð. Fyrir skip með einni skrúfu er hægt að smíða vjelar af þessari gerð, ei hafa alt að 6000 nothæf hest- öfl. Burmeister & Wain geta einnig smíðað landvjelar af þess- ari gerð, mjög hentuga fvrir há- spentar rafstoðvar, og er hægt að framleiða rafmagn miklu ó- dýrar með þessum vjelum en gufuvjelum, sem nú eru notaðar. Sameinaða gufuskipafjelagið byrjar í maímánuði beinar sigl- iagar milli Kaupmannahafnar Montreal. ------o------- ErS. símfregnir frá frjettaritara Morgunblaðsins. Khöfn 19. marts 1923. ósátt milli Kanada 0g Englands. Frá London er símað, að alvar- legt sundurlyndi sje komið upp milli Kanada og Englands út af því, að Kanada ætlar á sitt ein- dæmi að gera samning við Banda- ríkin um fiskiveiðar og án þess að enska stjórnin skrifi þar undir. Þjóðverjar og bandamenn. Frá Berlín er símað, að her- málanefnd bandamanna hafi til- kynt þýsku stjórninni, að eftirlit bandamanna með Þjóðverjum verði tekið upp á ný. Hafa fransk- ir og belgiskir liðsforingjar verið settir til eftirlits á ýmsum landa- mærastöðvum. Þýsku blöðin skora a. stjórnina að neita að veita nokkra hjálp til þess að eftirlitið komist á. ------o------- Um húsaleicgu. Það er um fátt talað meir hjer í bæ um þessar mundir en frum- varp það, sem J. j. hefir bor- iS fram í þinginu, um húsa- leigu í kaupstöðum og reglugerð um húsnæði, sem bæjarstjómin hjer er að ræða um. (Það er þó synd að segja, að það sje ekki I munað eftir húsa-greyjunum hjá okkur hjer á landi!). Um frum- varp J. J. er fátt að segja; það . er svo langt fyrir neðan alt, sem maður hefir sjeð og heyrt, eins og jeg mun sýna síðar í þessari grein, ! að það nær engri átt; svona frum varp hefði maður skilið, hefði það komið frá Ólafi Friðrikssyni og hans nótum, sem vilja, að allir verði eignalausir. Um húsaleigu- j lögin okkar Reykvíkinga er það: | að segja, frá mínu sjónarmiði, að þau eru og hafa verið til skaða og ógagns og hefðu aldrei átt að vera til, og þó allra síst nú, eftir að búið er að afnema allar stríðs- eða dýrtíðarráðstafanir. Jeg spyr: Er nokkur heimild eða lög fyrir því, að taka megi alveg umráða- rjett af eignum eins flokks manna eins og áðurnefnd frumvörp gera við húseigendur, nái þau fram að ganga? Og ekki nóg með það, að eignarrjettur er að heita má einkis virði, heldur eru hömlur settar svo á fjárhagshliðina, að engum er kleift að halda húsum sínum. — Frumvarp J. J. segir, að húsaleiga í kaupstöðum landsins megi ekki fara fram úr 12%, miðað við fasteignamat; nú mun láta nærri, að fasteignamat á húsum hjer sje hálft sannvirði þeirra húsa, sem bvgð voru síðastliðið ár og bygð verða í ár, hvað þá húsa, sem bygð voru 1919—21. Setjum nú svo, að Páll hafi bygt hús hjer í fyrra sumar, sem kostaði hann 100,000 kr., virt til fasteignamats á 50,000 þús., leiga af því, eftir frv. J. J., 6 þús. kr.; hann á sjálf- ur 50 þús., sem hann leggur í húsið, af þeim reikna jeg 6% af hundraði, 50 þús. kr. fær hann í veðdeild og víxlum eða prívat- lánum; ætli það sje langt frá vegi, að reikna af þessum 50 þús. 8% af hundr. Öll umsjón með liúsinu mundi verða hæfileg 10% af leiguupphæðum, 6 þús., vatns-' skattur, 150 kr., brunabótagjald 280 kr., lóðargjald 12 kr., fast- i-ignaskattur 50, kr., tekju- og eignaskattur 300 kr., útsvar 300 kr., hreinsunargjald 242 kr., 2 þús. kr. mætti telja önnur smá- gjöld, sem jeg sleppi, vil ekki taka önnur gjöld en þau, sem enginn kemst hjá að borga ár- lega og sem eiga við alstaðar; auðvitað eru brunabótagjöld miklú hærri í öðrum kaupstöðum, svo þó ýms gjöld, sem jeg tel að við borgum hjer,sjeu ekki eins há annarstaðar, þá jafnar það sig. Sett upp í reikninsform er þetta þannig: v Tekjur: Húsaleiga á ári........... 6000,00 Gjöld: 8% af lánum............... 4000,00 6% af eign eigandans .. 3000,00 Viðhald og fyrning .. .. 2000,00 Umsjón og innheimta .. 600,00 Vatnssk. og brunabótagj. 430,00 Lóðargj. og fasteignask. 62,00 Útsvar og hreinsunargj. . 542,00 Tekjusk. og sótaragjald 420,00 Samtals kr. 11054,00 Þetta verður svo útkoman, eftir frumv. J. J. Hjer kem'ur svo annað dæmi, sem sýnir, hvað okkar góða bæj- arstjóm álítur sanngjarnan gróða af húsum okkar hjer og lóðum þeim tilheyrandi. Húsverðið sama, 100 þús. kr. %ears’ NUMBER ONE CIGARETTES Búnar til úr úrvalstegunöum af Virginiulaufi Smásöluverö 85 aura. Pakkinn 10 stkykkja THOMAS BEAR & SQNS, LTD., LONDON. 1 Tekjur: Húsaleiga................ 10000,00 Gjöld: 8% af lánum............... 4000,00 6% af eigin eign......... 3000,00 Viðhald og fyrning .. .. 2000,00 Umsjón og innheimta .. 600,00 Vatnssk. og brunabótagj. 430,00 Lóðagj. og húsa (samkv. nýja frumv.)........... 560,00 Utsv. og tekju-og eignask. 600,00 Samtals kr. 11190,00 Ekki er þetta eins mikil fjar- stæða eins og hjá J. J., en þó gætu Ólafs Friðrikssonar menn vel sam- pykt það; það sagði líka frú Bríet á fasteigendafundi í Báruhúsinu 9. þ. m., að hún gæti skilið að- farir bæjarstjórnarinnar, ef þar væru kommunistar í meiri hluta. Já, utan um þetta erum við hús- eigendur að mynda fjelagsskap, sem sje til að vernda eignir okkar frá því að verða teknar alveg af okkur; umráðarjettinn er þegar búið að taka, við megum hvorki líiða, hvaða fólk við höfum í hús- unum, og heldur ekki taka á móti þeim peningum, sem okkur eru boðnir í eignir okkar. Hvað skyldu aðrir 4‘ramleiðendur segja um slíkt? Jeg vona, að hver og einn einasti, sem á hús eða lóð, komi í Fasteignafjelagið. Það hefir ver- i* álitið, að eignarrjetturinn væri helgur, og það er heilög skylda hvers manns að vernda hann. Mitt álit er, að við, sem göngum í fje‘ lagið, eigum ekki að gera það til þess að hafa nokkurs konar ein- okun á húsaleigu, heldur miklu fremur og aðallega, að við húsa- Og lóðaeigendur ráðum okkar eign. Ekkert getur rjettlætt þá aðferð, að við, sem eigum og leigjum hús 0S reynum með því að fullnægja uisaþörf bæjarins, að við við það niissum rjettinn yfir okkar pen- ingum. Nei, góðir menn, lofið okk- nr að-vera í friði með eignir okk- ar, en krefjist þess, að það, sem við seljúm á leigu sje leigufært, það er líka hugsun Fasteignafje- lagsins að sjá um að það sem leigt er, sje í óaðfinnanlegu standi, en leigan fer eftir eftirspurninni eins og alt annað, það verða engar skorður settar við því, það sýnir best það tímabil, sem þessi frægu húsaleigulög hafa gilt hjer, eitt clæmi getur komið hjer: Húsa- leigunefndin mat íbúð, 4 her- bergi og eldhús á kr. 90,00, eig- andi vildi fá 150.00, sem var sanngjarnt, en hvað skeði, leigj- andi gekk inn á að borga 150.00 kr., þrátt fyrir matið. Annar hús- eigandi hefir líka þannig leigj- endur, sem nota sjer lögin í það ýtrasta, sá húseigandi hefir sýnt bæjarstjórn hvað liann tapar á eign sinni og borgarstjóri v*ð- urkendi í mín eyru, að hann tapaði á húsi sínu svo þúsund- um króna skifti á ári. Húseigandi. ■o Miðbærinn og útsýnið. Skemtigarðurinn og Tjörnin. 1 grein minni í sunnudags- blaðinu, vildi það óhapp til í prentsmiðjunni, að eitt orð í irumriti greinarinnar var ekki prentað; orðið „misskildu“, þar sem í blaðinu stendur: „hjer eru samankomin öll þau útlendu á-' hrif, sem borist hafa að okkar ástkæru strönd“, þá er ‘grein mín skrifuð svona: „'hjer eru saman- komin öll þau misskildu útlendu áhri’f, sem borist hafa að okkar ástkæru strönd“. Þetta bið jeg lesendann að at- hi ga, með missi þessa eina orðs verður partur úr greininni ósannur. Virðingarfyllst, Jóhannes Sveinsson Kjarval. --------o-------- Friiiish mðtmæii f lr-iM Þó allúr þorri frönsku stjórn- arinnar sje Poincaré mjög fygj- andi í stefnu þeirri, sem hann hefir tekið í skaðabótamálinu hafa samt heyrst óánægjuraddir í garð stjónnarinnar innaniands, út af herfðrinni til Ruhr. Einkum hafa ummæli Sarrail (hershöfðingja vakið mikla athygli. Segir hann, að aðfarir Frakka í Ruhrhjer- aðinu geti orðið til þess að spilla áliti því, er Fraklcar hafi síðan á dögum byltingarinnar haft fyr- ir manngöfgi meðal hlutlausra þjóða. Ruhr-förin sje misráðin, •og ekkert hafist af henni nema kostnaðurinn .Telur hann ilt, að skaðabótamálið skyldi ekki hafa verið fengið alþjóðasambandinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.