Morgunblaðið - 24.03.1923, Blaðsíða 4
M <> K li U N BLAÖÍfi
Símar: 890 og 949.
Stumpasirts c
í>
best og ódýrast, útvegar
Iiflinap Bfpinilssofl
Aðalstræti 9.
JrnJiiJJi irrr rrrj-j
fiuers uEgna
ei „Smára“-sxnjörlíkið betra en
alt annað smjörlíki til viðbits og
böknnar?
Af því að það er gert úrfyrsta
flokks jurtafeiti. — Húsfreyjur,
dæmið sjálfar um gæðin.
ísmjeRUKI 1
m Sfnjorlikisger&in i í fcykjavilcj \ý
Dilkakjöt,
froaið fyrirtaks gott,
er aelt í
Uerslun ,B. Zuega.
Húsnæði,
1 hæð í nýju steinhúsi, með
flestum nútímans þægindum, er
til leigu frá 14. maí n. k. fyrir
þann, er getur lagt fram ea. 2000
krÓD'iir. A. ,y. á.
rikisins; heldui' einnig til þess
að svala hefndarlöngun sinni á
andstæðingum sínum. Pyrst er al-
gerlega búin til sú saga að and
stæðingar „Tímans“ vilji láta fólk
ferðast í lest þeirra skipa, sem
það þarf að ferðast með. Á þeim
ósannindum eru svo bygðar hinar
og aðrar röksemdir, og eftir stutt
an tíma er blaðið orðið svo æst
yfir þessum skáldskap sínum, að
það fer hneykslanlegum orðum
um sína eigin menn á alþingi. —
Pða hvað margir Framsóknar-
fiokksmenn mundu vilja viður
kenna að það sje satt sem blaðið
ter þeim á brýn í hinum tilvitn
uu orðum? Ætli að þeir sjeu
ekki næsta fáir? Skyldu ekki
hinir verða fleiri, sem telja að
blaðið hafi þar farið „yfir landa-
mæx'in“, eins og fyrirsögn grein
arinnar bendir til?
a—b—c.
Flugl. dagbók
Divanar, allar gerðir, bestir og 6-
dýrastin, Húsgagnaverslun Reýkja-
vikur, Laugaveg 3.
„Excelsior“ hjólhestadekk frá 7.00
upp í 15.00 kr.y slöngur frá 3.00 kr.
upp í 6.00 kr. Sigurþór Jónsson, úr-
smiður, Aðalstræti 9.
GHjábrensla og viðgerðir á hjólum
er ódýrast í Fálkanmn.
Stúlka óskafit nú þegar í eldhúsið
hjá Rósenberg.
Legubekkir og ábreiður á þá; fjöl-
bre'yttast úrva). Húsgagnaverslunin
Á fram, Ingólfsstræti 6, Sínji 919.
Rjettlæti og uEluild
,,Tímans“-manna kemur einstak-
lega Ijóst fram í dagsbirtuna í
smágrein sem í blaðinu stend-
ur 10. mars. s. 1.
Fátt lýsir betur í jafnfáum
orðum höfuðdráttunum í stjórn-
málaskoðunum þeirra manna, sem
að blaðinu standa, en einmitt þessi
btla klausa er svo hljóðar: „Kom-
’ð hefir það til orða, meðal sam-
vinnumanna á þingi, að heitast
íyrir því, að landið gefi 12 þing-
niönnum úr liði Mbl. og 12 af eig-
fcudum þess blaðs ókeypis farbrjef
tvær fyrstu ferðir „Esju“ kring-
um land. Eigi þeir að vera í neðri
lestinni, innan um kassa og
t)innur.“
Þessir herrar, álíta sjer ekki
aðeins heimilt að nota fje ríkis-
s.’óðs til þess, að veita mönnum
ókeypis far með strandferðaskipi
Bókafregn.
Það hefir dregist að minnast á
bókina „Dulmætti og dultrú“, sem
út kom síðastliðið haust, eftir Sig-
urð Þórólfsson fyrv. skólastjóra.
Bókin er nm 200 bls. og kostar
að eins kr. 5,50.
Það kennir margra grasa í þess-
ari bók. Þar er saman kominn
mikill fróðleikur og hefir höf.
haft fyrir sjer mörg merkileg rit
og ritgerðir, og er skýrt frá því í
formála bókarinnar.
Fyrsti þáttur bókarinnar, sem
er nokkurs konar inngangur, er
um hughrif og hugsanasmíðar, of
skynjanir, dáleiðslu, viðundur og
sinnaskifti,
Annar kaflinn segir frá göldrum
cg töfrum, völvum og seiðkonum,
dulmætti og töfrum meðal villi-
manna, afturgöngum fornum og
x.ýjum, og töfrapostulum.
Þriðji kaflinn er um fakíra og
yoga, indverskar hugsmíðar, sálna
flakkstrúna og dulfjelög og tvö-
faldar trúarkenningar, „Kobbala“,
„Gnóstfetta" o. s. frv.
í fjórða þættinum er sagt frá
ýmsum opinberunum og vitrunum,
t. d. Swedenborg, Jósep Smith,
dr. Onnu Kingsford, Söfnuði „Kor
malista“ o. s. frv. Síðast er sam-
anburður og niðurlag.
Höf. heldur því fram, að dul-
trú, töfrar og hjátrú sje nálega
eins bjá öllum þjóðum í bernsku,
og ber þar saman villimenn nú á
tímum og fornþjóðirnar í elstu
tið. Eftir því sem þjóðirnar þrosk
ast andlega, minkar t.öfra- og dul-
trú þeirra. Höf segir, að finna
raegi þó gullkorn í flestri dultrú,
eins og Bólu-Hjálmar sagði að
fyndist í Símonardrit. En hugar-
hurðurinn og hindurvitnin, segir
höf. að sje meginþátturinn, þar
ægi saman þeim kynjum og Fróð-
árundrum, er heilinn getur spufm-
i . og ímyndunaraflið skapað. —
Þarna geta menn deilt um.
Höf. þykja þær opinberanir og
vitranir, sem aðaldultrúarpostul-
arnir hafa fengið frá öndnm, engl
um og guðum ærið ósamhljóða.
Sitt segi hver. En sannleikurinn
ei einn og guðdómurinn einn, guð
kristinnar trúar, er skoðun höf-
tndarins.
a + b.
I Brl sínsfrognlr
ijj
; frá frjettaritara Morgunblaðsins
j ........
Khöfn 23. marts.
Lofther Frakka og Breta.
Frá London er símað, að blöð-
in ræði með ákafa um, að Eng-
land standi illa að vígi í ljft-
inu, einkum þegar litið sje til
Frakklands, sem nú á fjórum sinn
um stærri loftflota, og ti! Banda-
rikjanna, sem á álíka stóran loft-
flota, og vekur þetta áhyggjur.
Birkenhead lávarður hjelt í efri
málstofunni mikla og háværa
ræðu um að Frakkland hjeldi
stöðugt áfram vígbúnaði og ætl-
aði að eignast loftflota, sem yrði
eins stór og allra annara þjóða
ti! samans, en þó skuldaði það
Englandi stórfje, sem ekki bæri
á að hugsað væri til að borga af
einn eyri. Stungið var upp á að
stofna loftfarafjelag, til þess að
cpna augu þjóðarinnar fyrir þessu
rnáli, og þá einkum því atriði, að
London mætti taka, eins og nú
standa sakir, með lofthernaði, á
minni tíma en einni viku.
Dagbók.
Stúdentafjelagsfundur í kveld kl.
8í Mensa.
Messur á morgun. Landakotskirkja
á pálmasunnudag hámessa kl. 9 f. h.
Prír prestar tóna píslarsögu Jesú
Krists. Guðsþjónusta með prjedikun
kl. 6 e. h. — í fríkirkjunni í Rvík
kl. 2 sjera Árni Sigurðsson; kl. 5
sjera Har. Níelsson. — I dómkirkj-
unni kl. 11 sjera Bjarni Jónsson, kl.
5 sjera Jóhann porkelsson.
Geir kom inn í gær með 40 tunnur
lifrar. Otur kom og einnig af veiðum
í gær.
G-oðafoss var á Húsavík í gær-
kveldi. Búist ev við honum hingað
2. næsta mán.
Tíðarfarið. Frá Akureyri var símað
í gær; að á Norðurlandi hefði verið
ómuna góð tíð allan síðasta mánuð.
Afli er nokkur á Akureyrarpolli,
einkum af þorski.
Sigurður Nordal prófessor er á
agætum batavegi af sjúkdómi þeim,
er hann þjáðist af fyrir skömmu.
Var hann fluttur af spítalanum á
sunnudaginn og er nú farinn að
klæðast.
„Andbýlingarnir' ‘ verða leiknir í
kvöld í Iðnó kl. 8, í síðasta sinn með
nioursettu verði. Aðgm. verða seldir
í Tðnó í dag frá kl. 2.
Erindi flytur Alfred Petersen frá
Klaksvik í Færeyjum í kvöld kl. 8y2
í húsi K. F. U. M.
Páskasýning Ásgríms málara. Á
ia< rgun verður málverkasýning Ás-
grims Jónssonar opnuð í Templara-
húsinu, uppi. Má þar búast við fjör-
ugri aðsókn í þetta sinn eigi síður en
er.dranær, því að hjer verða myndir
af stöðum, sem fáir hafa augum litið
aðrir én tröll, álfar og útilegumenn.
Ásgrímur fór í sumar er leið inn
urtdir Langjökul og gerði uppköst að
mörgum myndum, sem hann hefir
verið að vinna að síðan. Sagt er að
ein þeirra hafi verið keypt handa
kónginum, en ekki vitum vjer sönnur
í því. En áreiðanlega verða slags-
mál um þær, sem eftir eru, svo mik-
ið er víst.
PappirsvöruB*. — Rifföng.
Fyrirliggjandi: Pappír, oktav og kvart, Umslög, Brjefsefna-
kassar, Litarkássar, Pennastokkar, Blýantar, Vasabækur, Stíla-
fcækur, Rissfjaðrir, Strokleður, Poesibækur, Pennasköft, Heftivjel-
ar, Reglustikur, Límpappír, Brjefapressur, Stimpilpúðar, Reikn?®
ingsspjöld, Grifflar, Þerrivaltarar, Pappírsblokkir, Teiknibólur,.
Þerripappír, Pergamentpappír, Kalkerpappír o. fl.
K. Einarsson & Björnsson.
Sfmar 915 og 1315. Vonarstrœti 8. Síron.: Einbjfirn
Útboö.
Þeir, sem vildu gera tilboð í að reisa hús í Hafnarfirði næsta.
sumar, vitji uppdrátta og lýsingar til Bjarná Snæbjörnssonar lækn-
iy gegn 10 kr. gjaldi, er endurgreiðist þá uppdrætti, lýsingu og
til'boði er skilað.
Bjarni Snæbjörnsson læknir.
Húseignin Grettisgata 19 A
er til sölu.
Upplýsingar gefur Magnús Guðmundsson, Staðastad.
Talsimi 34.
Uppboðsauðlysing.
Ntestkomandi þriðjudag, 27. þ. m., kl. 2 e. h., verða, eftir~
beiðni hlutaðeiganda, seldar í Bíóhúsinu í Hafnarfirði, borðstofu-
húsgögn úr eik og enn fremur hægindastólar, rúmstæði, „madress-
ur“ og fleira.
Enn fremur verður við sama uppboð selt brak og skipsbát-
ur. Uppboðsskilmálar birtir á uppboðsstaðnum.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 23. mars 1923.
Magnús Jónsson.
Opinbert uppboö
verður haldið á verslunarvörum úr verslununum A. B. C., A. B„
C.-basarnum og Lucana, tilheyrandi þrotabúi Elíasar F. Hólm.
kaupmaxms, í sölubúð A. B. C. verslunar, Laugaveg 12, laugar-
daginn 24. yfirstandandi marsmánaðar, og hefst kl. 10 f. h.
Gjaldfrestur verður að eins veittur skilvísum kaupendum,
sem uppboðshaldari þekkir. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs-
staðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 21. mars 1923.
Jóh. Jóhannesson. *
Gefið þvfi gaum
hve anðveldlega sterk og særandi efni t
sápum, get komist inn í húðin* um svita-
holumar, og hre anðveldlega sýruefni þau,
sexn eru ávalt í vondum sápum, leysa upp
fituna í húðinni og get* skemt fallega.
hörundslit og heilbrigt útlit. Þá munið
þjer sannfæræt xun, hve nauðsynlegt þaP
er, að vera mjög varkár í valinu, þ»g*r
þjer kjéeið sáputegund.
Fedora-sáfMim tryggir yður, að þjer eig-
ið ekkert á hsettu er þjer notið hana,
vegna þem, hve hún er fyllilega hrein,
laus við sterk efni, og rel vandað til efna í hana — efna sem
hin milda fitukenda froða, er svo mjög ber á hjá FEDORA-
SÁPUNNI, eiga rót slna að rekja til, og eru sjerstaklegm
hentug til að hreinsa svitaholurnar, auka starf húðarinnar og
gera húðina mjúka eins og flanel og fallega, hörundslitinn skír-
an og hreinan, hála og hendur hvítt og mjúkt.
Atahnnheðfimenn:
R. KJARTAN8SON & 0 o.
Reykjavík. Sími 1266.
Besf að augtýsa t TTlorgunbí.