Morgunblaðið - 09.05.1923, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.05.1923, Qupperneq 4
MÖÉGÚNBLAÐI0 I* dagbók. g Bjarni p. Johnson, hæstarjettar- málaflutningsmaður, Lækjargötu 4. Talsími 1109. — Venjulega heima: ki. 1—2 og 4—5, eftir hádegi. Divanar, allar gerðir, bestir og 6- dýrastir, Húsgagnaverslun Reykja- víkur, Laugaveg 3. Blóma-áburður í flöskum fæst hjá Ragnari Ásgeirssyni, Gróðrarstöðinni (Rauða húsinu). Mímir selur besta gosdrykki og laft. — Sími 280. Gluggajárn fást ávalt ódýrust í versluninni „Brynja“. Sími 1160. Húsmæður! Biðjið um Hjartaás- imjörlíkið. pað er bragðbest og nær- ingarmest. Kensla fæst í verslunarnámsgrein- i , þýsku, dcnsku og ensku, — á- s mt fæði og húsnæði — alt fyrir 80 danskar kr. á mánuði.. — Behrens’ Kaufmannische Privatschule. Plens- burg, Tovsbuystrasse 11, Deutschland. Reiötýgi til eignar. Pað kemur sjer vitanlega mjög vel að fá leigð reiðtýgi dag og dag — en best verður þó að kaupa sjer reiðtýgin í „Sleipni' ‘ því nú eru þau orðin mjög ódýr. Spyrjið um verðið og skoðið birgðirnar. Söðlasmíðabúðin „Sleipnir“. — bluta hinna fátækari nemenda ut- an af landsbygðinni, og drægi það ekki lítið úr skólavistarkostnaði þeirra. Að því er kemur til hins andlega þroska og þekkingar stú- denta frá mentaskólanum, síðan tvískifingin var upp tekin, mun síður en svo vera um miklar fram- farir að ræða frá gamla fyrir- komulaginu. Því til stuðnings má henda á svör háskólakennaranna við þar að lútandi spurningum frá þeim Guðmundi Finnbogasyni og S. P. Sívertsen í nefndaráliti þeirra um mentaskólann. — En rainni hl. s<egir hins vegar: Fyrst og fremst er minni hl. ósammála um það atriði, að rjett sje að 'oreyta því skólakerfi, sem nú er, í verulegum atriðum. Hann telur rjettara að hver' skólinn rísi upp af öðrum, alt frá barnaskólum og upp úr, þótt breyta mætti um aukaatriði, t. d. að gagnfræðapróf nægði að eins sem inntökuskilyrði í 3. bekk mentaskólans. Það er fyrirsjáanlegt, að ef frv. þetta næði fram að ganga, þá mundi sterk alda rísa á móti því, þar sem það er öllum vitanlegt, að allir yngri stúdentar eru eindreg- ið mótfallnir breytingunni. Mætti því búast við, að þessu yrði breytt þegar á næstu þingum. En ö'llum hlýtur að vera það ljóst, að mjög óheppilegt er, að tíðar breyting- ar sjeu á skólalöggjöf. Minna má á í þessu sambandi, að svipuð skólaskipun og nú er á landi hjer viðgengst alstaðar á Norðurlönd- um. í sambandi við þann stór- felda sparnað, sem meiri hl. nefnd arinnar telur að yrði við þa breyttu skólaákipun, mætti spyrja um það, hvort ódýrara mundi fyr- ir landið að reisa nýjan gagn- fræðaskóla fyrir Reykvíkinga, og kosta hann síðan. Fyr á tímum, þegar lærðir ekól- gr voru í raun rjettri ekki ann- Brýnsla. Hefill & Sög, Njáls- gctu 3, brýnir öll skerandi verkfæri. Notið ódýra rafmagnið og kaupið rafsuðuvjelarnar og rafofnana góðu hjá Jóni Sigurðssyni raffr., Austur- stræti 7. Talsími 836. Til leigu frá 14. maí 2—3 her- bergi og eldhús í nýbygðu og góðu húsi á sólríkum og góðum stað í Hafnarfirði. Upplýsingar gefur Ól- afur Böðvarsson. Jón Laxdal selur og pantar piano og orgel. Orgel í sveitakirkjur til sýnis í Aðalstræti 8. Bestar viðgerðir á öllum skófatn- aði, eru í Aðalstræti 14. Jón po'r- steinsson, sími 1089. Nýtt nautakjöt af ungu, fæst á- valt í Herðubreið. Tapast hefir stokkapeysa með slifsi. Skilist á pórsgötu 3, uppi. Rósir, rauðar og gular til sölu á 2 kr. stk. Hellusundi 3. Sími 426. Skógræktarstj. Skjaldbreiðar-eonfect fæst hjá flestum kaupmönnum. Nokkrir pakkar af íslensku smjöri verða seldir mjög ódýrt næstu daga í Matvörudeild Slát- urí jelagsins. að en undirbúningsskólar fyrir presta, og næstum ekkert var kent þar annað en latína og guð- fræði, þá var eðlilegt, að latína væri inntökuskilyrði. Nú, þegar öðrum fræðum, svo sem t. d. nátt- úruvísindum, hefir fleygt jafn- mikið fram og verið tekin upp í kenslu, þá er eðlilegt, að dautt rnál, eins og latína, 'þoki að minsta kosti sem undirbúningslærdóms- grein. Minni hl. neitar því ekki, að, iat'ínunámið -þroski nemendur, en það eru fleiri námsgreinar, sem segja má sama um, og virðist standa nær oss að nema; má þar til nefna móðurmálið, sem er litlu auðve'ldara, að því er málfræði snertir, en latína, en eins og kunn ngt er, ágætlega fallið til að skýra og þroska hugsun. Þá má ög til nefna stærðfræði. Meiri hl. telur, að andlegur þroski og þekking stúdenta sje minni eftir að tvískiftingin. var upp tekin. Minni hl. efast um það; en væri svo, stafaði það aðal- lega af því, að nú koma nemend- r.j yfirleitt miklu yngri og ó- þroskaðri í skóla en meðan gamla skólaskipunin var. . IJmr. um þetta urðu alisnarp- ar, ekki síst milli Þ. J. og Bj. J. Sagði Þ. J. m. a. að kjörorð B. J. hefði oftast verið: ísland fyrir Reykjavík og Reykjavík fyrir mig- En B. J. sagði, að fáviskan og hundavaðshátturinn væru helstu einkenni Þ. J. Fóru þá aðr- ir menn að skerast í leikinn, og vildu láta slíta umr., en þær fjellu þá niður af sjálfu sjer, eftir að að B. .T. hafði flutt ræðu þá, sem hjer fer á eftir: Fákænn maður fór á stað, fáviskumnar stefndi’ í hlað, hitti fyrir sjer hundavað, hnngaði skottið og tók sjer bað. Var síðan dagskrá minni hl. samþ. með 15 :11 atkv. V erslunarsamningar. Jón Baldvinsson flutti í samein- uðu þingi þingsályktunartill. svo ihljóðandi: Alþingi skorar á ríkis- stjórnina að gera ráðstafanir til þess að koma á verslunarsamn- ingi milli íslands og Rússlands. Talaði hann með till. og sagði, að horfur væru á því, að Islendingar gætu flutt til Rússlands saltfisk, og einkum síld, en fengið aftur rúg og timbur, þar sem Rússar mundu varla geta borgáð í pen- ingum. Hann sagði einnig, að það væri óbundið í tiTl., hvort gerður væri sjerstakur samningur, eða gengið inn í þann samning, sem Danir væru að gera og til boða stæði. Forsætisráðherra (S. E ) svaraði, að stjórnin mundi hafa borið þetta mál undir þingið sjálf, vegna tilboðsins um þátttöku ís- lands í dansk-rússneska samningn um; en þar sem stjórnin hefði 'ekki fengið hann enniþá í lieild sinni, gæti hann ekki sagt um það, hvaða leið væri heppilegust. Jón A. Jónson sagði, að þótt eng- inn skaði mundi sennilega vera að slíkum samningi, væri litlar horf- ur á því, að hann gæti orðið ís- landi að1 nokkru verulegu gagni, bæði vegna fjarlægðar og þar af leiðandi mikils flutnings kostnað- ar, og svo af því, að Rússar hefðu hingað tiT ekki viljað kaupa svo dýrfi og vandaða vöru, sem ísl. af- urðirnar væru. — Eftir þetta var tiM frá J. A. sþ. með 15:1 atkv. Margir þingmenn voru fjarver- andi og yfirleitt eru þingbekkirn- ir oft fáskipaðir þessa síðustu daga, og er svo að sjá, sem þing- menn sjeu búnir' „að' fá nóg af sjálfum sjer“, eftir nærri 3 mán- aða þingsetu. Og hvað mun þá um kjósendurna? -------L-O----- ErL símfregiiir frá frjettaritara Morgunblaðsins. Khöfn 8. maí. Skaðabótamálin. Símað er frá Berlín, að1 búist sje við því, að Cuno fcanslari rauni svara orðsendingu Itala og Breta, um nánari skýringar á skaðabótatilboðunum, með meiri- háttar ræðu í ríkisþinginu. Reuters frjettastofa segir, að enska stjórnin muni senda Þjóð- verjum sjerstakt erindi og hafna síðustu tilboðum, en hinsvegar stuðla að því, að samningar verði byrjaðir aftur. Yms blöð ræða nú berlega um stjórnarskifti í Þýskalandi. Ríkisbankinn þýski hefir enn á ný sett stórar fjárhæðir á pen- ingamarkaðinn til þess að bæta gengi marksins. Rússneskar kröfur. Símað er frá London, að ráð- srjórnin í Rús.slandi krefjist þess, að Japanar viðurkenni rjett í’ússa (1) til fiskiveiða við strend- ur Síberíu. Sýningin í Göteborg. Símað er frá Göteborg, að sýn- iagin þar hafi verið opnuð í dag. Er þetta stærsta sýningin, sem haldin hefir verið á Norður- löndum. -———i-o------- Sím 646. Skaftfellingur fer til Víkur, föstudaginn 11, maí. — Flutningur afhendist i dag. Nic. Bjarnason. B. D. S. Sirius fer hjeðan samkv. áætlun föatud. 11. þ. m. Flutningur afhendist i dag. Farseðlar sækist i dag. Dagbók. Messur á uppstigningardag: í dómkirkjunni kl. 11 árdegis, Jón Helgason biskup. I fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 eftir hádegi, sjera Ólafur Ólafsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 fyrir hádegi, guðs- þjónusta með prjedikun kl. 6 e. h. I fríkirkjunni kl, 5, sjera Árni Sigurðsson. Fyrirspurn til „Tímans“: Allvel sást í orðadans: ilt er að kljást við Bjama. Jónas brást og hetjur hans. Hverjir fást til varna? G. 1 vísunni eins og hún kom áður hjer í blaðinu, var prentvilla: fást fyrir kljást. I gær var sagt hjer í blaðinu, að mennirnir, sem druknuðu á' Breiðafirði hefðu verið frá Sellátrum, en átti að yera frá Hvallátrum. Mennirnir, sem druknuðu hjetu Aðal- steinn Ólafsson, elsti sonur bónd- ans og fyrirvinna heimilisins. Hinn hjet Magnús Níelsson, og var um þrítugt og efnismaður. Tvö kolaskip eru komin liingað, annað til Garðars Gíslasonar, liitt til Kol og Salt. Lagarfoss fer hjeðan 15. mai til Bergen, Hull og Leith. Ullariðnaður. petta var kveðið undir umræðunum um ullariðnaðinn í Neðri deild um daginn: petta er illur iðnaður, óhætt mun að segja, Klemens einn og Eiríkur ullarlopann teygja. „Sirius“ kom frá Bergen, laust eftir hádegi í gær. Meðal farþega: Thor Jensen útgerðarmaður og dóttir hans, Valgeir Björnsson verkfræð- ingur og frú, verkfræðingarnir Krist- iansen og Jörgensen, Blomquist út- gerðarmaður og Tynæs, Mr. Cabriles, Haakon Nielsen, Nils Jansen, Sæ- mundur Gíslason lögregluþjónn, Stein- dór Hjaltalín frá Akureyri. „Sirius“ fer hjeðan horður um land á föstu- daginn. Bergenske Dampskipsselskab efnir ti’ skemtiferðár hingað til lands i næsta mánuði, svo framarlega sem næg þátttaka fæst. Til þessarar forðar hefir verið valið farþegaskipið „Mira“, sem á stærð við „Gullfoss“ en er eingöngu ætlað til fólksflutn- inga og heldur uppi farþegaferðum rriUi Noregs og Englands. Farið verður frá Bergen 6. júní og komið við í Thorshavn í Færeyjum og í Vestmannaeyjum og staðið við einn dag á hvorum stað. Til Reykjavikur kemur skipið 11. júní og stendur lijer Við í fjóra daga, svo að farþeg- unum gefist tími til, að ferðast austur í sveitir í bifreiðum, eða til ping- Valla. Hjeðan verður farið 15. júní að kvöldí, norður um laud og kornið Nic. Bjarnason. við á ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eskifirði, Norðfirði og Fáskrúðsfirði, en þaðan verður farið 22. júní beint til Bergen. Ásgeir Blöndal á Húsavík, fyrrum læknir á Eyrstfbakka kom hingað með „Esju“ um daginn og ætlar nð dvelja lijer um tíma. Skemtun Kvennaskólans verður haldin í kvöld kl. 9 í Bárunni og eru aðgöngumiðar seldir í dag. Er vissara fyrir þá, sem þangað ætla eð fara, að tryggja sjer aðgöngumiða fvr en seinna, því sjálfsagt verður aðsókn mikil að þessari skemtun. Aðgöngumiðarnir kosta aðeins 2 kr. (en ekki 3 og 2, eins og misprentast hafði í auglýsingu hjer í blaðinu i gær). David Östlund talar á almennum Templarafundi á uppstignwigardag kl. 11/2 síðdegis, um horfur bann- málsins í öðrum löndum og á Is- landi. Hann er nú á förum hjeðan til Noregs og Svíþjóðar. ---------o-------- Kvikmyndaleiðangnr Kambans. Guðmundur Kamban rithöfund- ur, hefir í fjelagi við Mogens Miilllertz laudrjiettarmálfærslu- mann, Svend Methling leikara og Gunuar Robert Hansen ileikstjóra myndað nýtt kvifcmyndafjelag er nefnist „Edda“ og ætlar það að byrja á kvikmyndun leiksins „Hadda Padda“ í næsta mán- uði. Kambau og Hansen leggja á stað til íslands eftir örfáa daga og verða allar útimyndir teknar þar, en í byrjun júní fara frú Clara Pontoppidan, frú Horn og leikaramir Methling og Poul Rohde, sem leika að'alhlutverkin, ,til íslands. * Sumarferð til íslands. ökemtiferð sú, til íslands, sem Danmerkur-deild Dansk-íslenska ijelagsins hefir efnt til, verður hafin frá K a upm an n ah ö f n 22. júlí, með „Gullfoss‘ ‘. Hafa 25 þátttakendur skráð1 sig til far- arinnar, þar á meðal rtthöfund- urinn Kai Hoffmann, sem kunnur ier fyrir áhuga sinn fyrir íslands- málum og frú hans, skáldkonau Eline Hoffmann, sem fædd er á íslandi og kunn af ágætum skáld- skaparöýsingum sínum frá ísiandi. Dvalið verður 2 daga í Reyfcja- vík /og síðan farið í bifreiðum austur í Fljóthlíð, en þegar komið er þaðán aftur, verður farið vestur um land norður á Akur- eyri, og þaðan farið riðandi að Goðafossi. Síðan verður haldið til Reykjavíkur aftur og þá farið til Þingvallla. Haldið verður af stað til KaupiStnnahafnar aftur 14, ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.