Morgunblaðið - 17.05.1923, Qupperneq 4
mirmsz «
----4»-
= Tiikynningar. = =
Bjarni P- Jolinson, hæstarjettar
wálaflutningsmaður, Lækjargötu 4.
l'alsími 1109. — Venjulega heima:
kl. 1—2 og 4—5, eftir hádegi.
Vefnaðarsýningin í Listvinfjelags-
húsinu er opin daglega kl. 9—12 og
1 -7 eftir liádegi. Aðgangur 1. kr.
Nýja bifreiðastöðin. Sími 1529,
N. M. F. B. Fundur í kvöld kl. 8;
fyrirlestur. Fjölmennið!
=~ == = Vinna. = == =
Hjer með auglýsist að jeg tek að
wjer matartilbúning í heimahúsum,
eins og áður. Verð ekki á pingvöll-
um í suntar. Theódóra Sveinsdóttir,
Laufásveg 4.
Húsmæður! Biöjið um Hjartaás-
smjörlíkið. pað er bragðbest og nær-
ingarmest.
Hjálp og hjúkrnn í slysum og
s.mkdómum er bók, sem ætti að vera
til á hverju heimili og á hverju
skipL Með 53 myndum. Verð kr.
3,50. Fæst hjá bóksölum.
Aluminium fægismyrsl, silfursápu-
ía’gilögur, glerlím; nýkomið. Hannes
Jótisson, Laugaveg 28.
== = == Viískif ti. = = =
Jón Laxdal selur og pantar píano
og orgel. Orgel í sveitakirkjur til
sýnis í Aðalstræti 8.
Nýtt nautakjöt af ungu, fæst á-
v< í Herðubreið.
Mímir selur besta gosdrykki og
saft. — Sími 280>.
Divanar, allar gerðir, bestir og ó-
dýrastir, Húsgagnaverslnn Reykja-
vikur, Laugaveg 3.
Net í sandsigti á kr. 2.50 pr. metir.
Vcrslunin Brynja.
Spaðsaltað sauðakjöt og tólg, seltu-
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
Lux-skósmíðavjelar eru bestar. Um-
Itoðsmaður Jón porsteinisson, Aðal-
'stræti 14. Sími 1089.
Orgel óskast leigt dálítinn tíma.
Upplýsingar í Búnaðarfjelagi íslands.
Barnavagn til sölu á Vesturgötu
32.
Síldarmjöl, mjög ódýrt, til sölu í
Melkhúsum á Seltjarnarnasi. Sími
1032.
= = = Húsnæíi. = — =
Tvö herbergi til leigu á Vesturbrú
3 B, Hafnarfirði, fyrir einhleypa.
Eitt loftherbergi með aðgang að
eidhúsi óskast. Upplýsingar gefur
Arni Jónsson, verkstjóri í Kveldúlfi.
tikoðunum sínum og sjálfri sjer
iráeira en sannleikanum.
Það or margt, er sýnir, a)ð' guð-
fræðin nýja getur ekki fullnægt
trúarpörfutn manna, og að- ekki
vprður uumið staðar við hana.
Það er og meðal annars, að hún
vjrðist ekki elska nokkura nýja
og sjerstaka hugsjón, nema ef
vera skyldi skoðanafrelsi í trúar-
efnum. Ann'ars vinnur hún meira
að því að rífa upp illgresi á akri
trúar, en áð sá nýju sæði í hann.
Qg að því er virðist, er hún kki
vel til þess fallin að skapa and-
ríki. Guðfræðin nýja hefir haft
er landrvist fullan aldarfjórð-
ung. En á þessum aldarfjórðung
hefir ekkert trúarskáld komið
fram á sjónarsviðið, er kveðið hef
ir í anda hennar. Þau skáldin,
Matthías Jochumsson, Guðm. Guð-
mundsson og Vald. V. Snævarr,
er kveðið hafa fegurstu trúarljóð-
in, hafa öll verið snortin eidi
yngri stefna, spíritisma og guð-
spekí. Ljóð skálda eru að jaínaði
skuggsjá sú, er sjá má í, hvernig
hugsana og andlegu lífi þjóðar cr
farið, — nema því aðeins að txm
Ijóð stórskálda sje að ræða, sem
vcrða á undan samtíð sinni. Fátr
eða engir yrkja nú að no'kkr-:m
H'un í anda gamallar guðfræði,
og enginn í anda hinnar nýju.
Afleiðingin verður sú, að ekki .er
unt að gefa út sálmabók í endur-
bættri útgáfu, þðit tllS fiuni að
hun er svartflekkótt af eigingirni.
Þar sem frumtónninn virðist vera
þetta eigingjarna óp: ,Dýrð handa
mjer'. Þá bætir og ekki leirburð-
i;rinn mikið úr skák. Þar getur að
lita fjölda sálma, er margur mað-
ur með óspilta fegurðartilfinn-
ingu kinokar sjer við að syngja,
og eru þuí vjaldan eða aidrei
sungnir. Er það næsta grátlegt að
eíji, að flestar kvæðahækur taka
fram kveðskap heim, er getur að
líta í bók þessari, er ætti ekki að
flytja annað en úrval þeirra and-
lcgu ljóða, er kveðin hafa verið
h.ýer á landi. Beyndar getur að
líta góða sálma í bókinni, hjer og
hvar, en þeir eru miklu færrí en
hinir, sem eru að einhverju leyti
gallaðir, og óþarflega margir virð
ast þeir vera, sálmarnir, eftir
suma höfunda. Er sem annað hafi
ráðið þar vali, en gæði sjálfra
sálmanna.
Eftirmæli.
Það er gömul og góð venja,
að geta um lát merkra manna í
blöðunum, enn ekki mmnist jeg,
að hafa sjeð minst á fráfall eins
werkismanns, sem látinn er fyrirj
nokkru síðan, en það er Guð-
laugur Tómasson frá Járngerðar-
stöðum í GrindaVík. Æfi hans
varð ekki löng, og á því ekki
langa sögu, en væri hún nákvæml.
og rjett sögð, gæti hún verið eft-
irtektarverð fyrir unga menn.
Jeg ætla mjer ekki að fara út
í einstök atriði í lífi hans, held-
nr aðeins að minnast hans með
iáum orðum. Guðlaugur sál. ljest
að heimili sínu, Járugerðarstöðum,
hinn 21. mars 1920. Var banamem
hans lungnabólga. Hann var fædd-
ui 17. nóv. 1887. Foreldrar hans
voru hin góðkunnu hjón, Tómas
Guðmundsson, dáinn fyrir mörg-
i!m árum, og Margrjet Sæmunds-
dóttir á Járngerðarstöðum, systir
Bjarna Sæmundssonar yfirkenn-
ara í Mentaskólauum. Var Guð-
laugur næst elsta bam þeirra
hjóna, af 5 börnum, sem upp
komust.
Snemma bar á frábærri starf-
semi Guðlaugs sáí. og reglus'emi
í hvívetua, enda þurft.i haim
snemma á því að- halda, því fyrir
innan tvítugs aildur misti haira
föður sinn, tók hann þá við bús-
forráðum með móður sinni. Kom
það brátt í ljós, að hann mundi
mikilhæfur maður verða í allri
bústjórn og þar með samhentur
móður sinni, enda var bú þeirra
talið með hinum betri í sveitinni.
Jafnframt því, sem Guðlaugur sál.
var mikll starfs- og reglumaður,
var hann mjög duglegur og at-
orkusamur, bæði tií sjós og lands.
Þó sagðist honum svo sjálfum
frá, að hann inst í eðli sínu
væri beint ekki hneigður fyrir
að stunda sjó, eu það sá hvergi
á uema hann dró sig í hlje með
að vera sjálfur formiaður, heildur
fjekk sjer annan til að vera með
skip sitt og móður sinnar, en rjtri
þó aitaf sjálfnr og mun hafa þar
verið í öllum ráðum og mjög
var hann aðgætinn með að hafa
alt í sem bestu standi, bæði skip
og veiðarfæri, hafði hann mjög
glögt auga fyrir því öillu.
Hvarvetna komu í ljós góðir
mannkostir hjá Guðlaugi sál., sem
lýstu sjer í hjálpsemi við þá er
eitthvað liðni, hvort heldur sem
voru menn eða málleysmgjar. Var
hann t. d. mjög mikill dýravinur;
var honurn það og jajfnan ánægju-
legt starf að hirða um skepnur,
einkum sauðfje, var hann með af-
brygðum fjárglöggur, sem margir
r.utu góðs af, því hann Ijet sjer
mjög ant um að liðsinna skepn-
um fyrir uágranna sína og fleiri.
í dagfari var hann hið mesta
I rúðmenni, síglaður og skemtinn
í viðræðumi og greindur vel. 1
viðskiftum öllum var hann svo
áreiðanlegur, að þar mun engu
hafa skeikað, var iþað og mál
manna að1 það stæði eins og stafur
á bók, sem Guðlaugur segði, etida
var hann einn af þeim mönnum,
sem ekki vilja vamm sitt vita
í neinu. Er Guðlaugur sál. því
mjög sárt sakaað, ekki einungis
af móður hans, og þeim sem næst-
ir honum stóðu, heldur og líka
af öllum hreppsbúum hans, og
öfrum er kynni höfðu af honum.
Jeg sem rita þessar línur hefi
fengið vitneskju um að móður
Guðlaugs heit., og systkini, sjen
iað s^ofna Minningarsjóð eftir
hann, til eflingar dýraverndun
hjer á landi, þá þykir mjer hlíð'a
@ð láta þetta koma fyrir almemn-
ingssjónir, till þess að ókunnug-
um gefist kostur á að fá eitt-
hvað að vita um þanu mæta mann,
hvers nafn sjóðurinn væntanlega
ber. — E. J.
Dagbók.
Esja fór frá Raufarhöfn í gær-
morgun; mun geta komið til Akur-
eyrar í dag.
Lagarfoss fór hjeðan til útlanda í
fyrrakvöld. Meðal farþega voru frú
Jónasson, Eggert P. Briem, Guðm. G.
Helgason, ungfrú Elín Bjarnadóttir
og Jón Konráðsson með fjölskyldu, á
leið til Ameríku.
Síðuhjerað hefir nýlega verið veitt
Snorra Halldórssyni, sem þar hefir
verið settnr læknir undanfarið.
Island er væntanlegt hingað á iaug
ardaginn.
PilllrseSrgr inlt i liger.
Þerripappír, 3 tegundir, allar Skrifpappír, hvítur og mislitur. og
verulega góðar.
Fjölritunarpappír (Dnblieator), á-
ágæt tegund.
Faktúrur og reikningseyðublöð
fyrir handskrift og ritvjelar.
Kápupappír, margir litir og ýms
gæði.
Ritvjelapappír, hvítur og mislitur,
smekklegt úrval.
Umslög, snotrust í bænum og
stærst úrval.
Prentpappírinn okkar er hvítast-
ur og bestur.
Fjölbreytt úrval af nafnspjöldum og öðrum spjöldum af ýms-
um stærðum með tilheyrandi umslögum, er væntanlegt mjög bráð-
lega.
— S i m i 4- 8. —
Isaf oldarprentsmið ja h.f.
UErðlækkun á skólabákum
Neðanskráðar skójabækur frá forlagi voru eru lækkaðar 1
rá 1. jan. þ. árs. eins og hjer segir: Áður Nú
Ágrip af mannkynssögu, P. Melsted Kr. 4.50 3 00
Barnabiblía I. — 4.50 3 00
Bernskan I—II. — 4.50 3 00
Fornsöguþættir I—IV. — 3.75 3 00
Geislar I. — 4.50 3.00
Lesbók banda börnum og ungl. I—III — 5.00 3.00
Huldufólkssögur — 5.00 3.00
U tilegu mannasögu r — 4.50 3 00
ísafDldarprEntsmiðia h.f.
Ethel kom aí veiðum í gær með
65 föt eftir 9 daga útivist.
Knldatíð er enn víða úti um land.
T. d. var símað frá Dýrafirði í gær,
að þar væri þá mikill kuldi, og snjó
er þar ekki tekinn upp allan enn.
Laxveiðin í Elliðaánum hefir nú
verið leigð út þeim Pjetri Ingimund-
anssyni, Kristjáni O. Skagfjörð og G.
J. Breiðfjörð, fyrir 6290 kr. Raf-
magnsstjóri hefir nýlega skýrt frá
því, að mögulegt mundi vera a'ö láta
ána renna fyrirstöðulaust undir stífl-
vna við inntökulónið í mánuðunum
júnií, júlí og fram til miðs ágústs.
Hverfur þá tálmun sú, sem nú er á
laxgöngunni.
Vatnsveitan. 6 tilboð höfðu komið
um igröftinn fyrir vatnspípurnar í
vatnsleiðslunni nýju frá Tungu að
Elliðaám, 6443 m. Var hæsta tilboðið
47000 kr., en hið lægsta 29900, og hef
ir vatnsnefndin lagt til að þvlí væri
tekið. Verður nánar sagt frá þessu á
morgun.
Bæjarstjórnarfundur er í dag kl. 5.
Staka.
Vorið jeg að vini kýs;
— verður nótt að degi,
þegar glóhærð geisla-dís
gengur norðurvegi.
Jón S. Bergmann.
Silfurbrúðkaup eiga þau hjónin
Jóh. L. L. Jóhannesson, áður prestur
á Kvennabrekku, og Guðríður Helga-
dóttir, 22. þ. m., á 3ja í hvítasunnu.
*
Auglýsingar, sem eiga að gjöra
gagn upp til sveita fyrir vor- og
sumarkauptíðina, í hönd farandi,
ættu að koma sem fyrst í Lögrjettu.
í Reykjavík, nágrenni og kauptún-
um landsins er Morgunblaðið rjetta
blaðið. Til samans ná þau til allra
stjetta alls landsins. Skrifstofur blað-
anna, í Austurstræti 5, veita aug-
lýsingum móttöku.
Farseðlar*
rueð Gullfoss til Kaupmannahafn-
ar óslkast sóttir í dag, en ti' Aust-
íjarða á morgun.
Hitt og þetta.
Hertoginn af York,
næstelsti sonur Bretakonungs hjelt
brúðkaup sitt 25. f. m. Var fyrir
nokkrum mánuðum birt trúlofun hana
og stúlku af einni af helstu aðals-
ættum Breta, Elisábet Bowes-Lyon,
dóttur jarlsins af Strathmore. Er að-
alsætt þessi svo gömul, að jarl þessi
c-r 14. maðurinn í röðinni, sem aðals-
nafn þetta ber. Fyrir ári giftist
öóttir Bretakonnngs aðalsmanni og
hafa þannig tvö börn hans brugðið
af þeirri venju, sem sjálfsögð þótti
i gamla daga, að konungborið fólk
yrði að giftast inn í konungs- eða
furstaættir.
Burmeister & Wain,
vielasmiðjan danska hefir nýlega
aukið hlutafje sitt úr 10i upp í 15
miljónir króna. Er þessi hlutafjár-
auking gerð með tilliti til liinna
nýju tvíverkandi diesel-vjelafram-
leiðslu, sem verksmiðjan ætlar að
lcggja fyrir sig og áður hefir verið
sagt frá hjer í blaðinu. pessar nýju
vjelar eru svo stórar, að til þesa
að smíða þær, þarf að koma upp
stærri smiðjum en nú eru tiL Eií
svo mikil er trú manna á vjeluiui
þessum, að verksmiðjan hefir fyrir-
liggjandi pantanir á þeim, meiri eh
hún getur afgreitt á næstu fimtán
mánuðum.
--------o-------—