Morgunblaðið - 20.05.1923, Síða 2
M () R (f U N H i,A0l ))
Ennþá óselt dálltið af
Superfosfati og
Kali.
Minningarsjóður
jóns Olafssonar.
Jón Óiafsson.
•Jón Olaí'sson i’ithöfundur og skáld framt ákveðið, að eignura þess skyldi
andaðist, oins og menn rauna. frá
verki því, sem hann hafði helgað
statf sitt síðustu ad’iárin, er það var
að eins stutt á veg koraið, en þaS
var samning íslenskrar orðabókar.
Hann vann að orðabókinni fyrir
styrk af landsfje, en útgáfuna
kostaði fjelag, srjra stofnaö
var með þeim tilgangi 3. apríl
1912 og nefndist „Oröabókarfjelag-
ið“. Voru f jelagar 25 og gáfu út tvö
hefti af oröabókinni. Eiríkur Briem
prófessor var formaður fjelagsins
frá byrjun og Ben. S. Þórarinsson
gjaldkeri þess, en þriöji maðnr í
stjórn þess var fvrst Jón Ólafsson
sjálfur, en síðar Þorsteinn Oíslason
ritstjóri.
Þegar Jón Olafsson fjcll frá, var
töluvert til af handriti fullbúið til
prentunar, en útgáfnkostnaður hafði
þá stórum ankist frá því, sem aður
var, og treysti fjelagið sjer ekki til
þess, að lialda útgáfunni áfram
nema styrkur fengist til hennar og
sótti um hann til Alþingis. En
styrkurinn fjekst ekki. Var þá fje-
laginu slitið 20. nóv. 1920 og jafn-
varið til myndunar minningarsjóðs
um Jón Olafsson. Síðan var skipu-
lagsskrá samin og er hún svohljóö-
andi:
„Minmngarsjóður Jóns Ólqfsson-
or alþingisma/nns er stofnsettur með
ályktun aðalfundar Orðabókarfje-
lagsins h/f. 20. nóv. 1920 og legst til
hans eign fjelagsins í peningum, ó-
greiddum skuldum og bókaleifum.
1. gr. Peningar sjóðsins skulu
setjast á vöxtu í aðakleild Söfnun-
arsjóös íslands og legst þar við þá
það, sem borgast af ógreiddum
skuldum og verð fyrir seldar bóka-
leifar.
2. gr. Vextir skulu allir leggjast
viö höfuðstólinn til ársins 1949, en
af vöxtunum fyrir það ár og hvert
eftirfarandi ár skal helmingurinn
árlega falla til útborgunar, en hinn
helmingur vaxtanna leggist jafnan
V’-ð höfuðstólinn.
3. gr. Vöxtum þeim, er koma til
útborgunar, skal verja til að efla
og útbreiða þekkingu á íslenskri
tungu.
4. gr. Prófessorinn í íslenskum
Sílðarsöltun.
Þeir sem vildu láta salta af einu
[ eða tveimur mótorskipum á Siglu-
firði i sumar snúi sjer til Lúð-
viks Sigurjónssonar á Ak-
ureyri fynr lok þegsa mánaðar.
**&8MMMMMHMsaMassMannn|(*
Filmur eru lækkaðar
i verði,
en ekki að gæðum.
Sporh/öruhús Rvíkur.
(Einar Björnssjn).
Bankastr. 11.
Símar: 1053 og 553.
fræðnm viö háskóla Islands tekur
vexti þá, er árlega falla til útborg-
unar, og ver þeim í samráði við
íslenskukennara bins alm. menta-
skóla svo sem þeim á liverjum tíma
þykir best fullnægja tilganginum,
samkvæmt 3. gr.
A aldarafmæli Jóns Ólafssonar.
20. mars 1950, ska) í fyrsta sinn á-
kveðið, livernig vöxtunum sknli
varið.
5. gr. Auglýsa skal á ári hyerju,
eftir að titborgun vaxta er byrjuð,
livernig vöxtunmn er varið.
fi. gr. Ómakslaun fyrir ráðstöfun
útborgaðra vaxta má taka af þeim,
ef stjórn háskólans samþykkif þaö.“
Þessi skipulagsskrá befir hlotið
: konungl. staðfestingu.
| Þáð, sem til var af handbæru
j f je, hefir Veriö lagt í Söfnunarsjóö-
| inn.
Til þess að auka ájóðinn, kom
i stjórn fjelagsins saman um, að gefa
Iþeim, sem styðja vildu minningar-
isjóðinn, kost á aö fá þau tvö hefti,
i sem til eru prentuð af Orðabókinni,
I ásamt mvnd höfundarins og minn-
j ingargrein um hann, fvrir 5 kr., er
• hggjast við sjóðinn.
Þess skal getið, að prentsmiöjan
j (hitenberg hefir ókeypis prentað
jnyndina og minningargreinina.
Væntum vjer, að þetta fái góðar
undirtektir og aðmargirverðitilþess
jað styðja minningarsjóð þennan.
Eru þeir beðnir að snúa sjer til
Ben. S. Þórarinssonar kaupmnnns í
Pevkjavík, og mun hann senda bæk-
urnar, mynd og minningargrein,
gegn eftirkröfu, hverjum sem þess
óskar.
Reykjavík, 19. maí 1923.
Eiríkur fíriem. Ben. 8. Þðrarinsson.
Þorst. Gíslason.
-------o-------
Hljómleikarnir
á morgun.
Tlngfrú Signe Liljequist heldur
fyrstu hljómleika. sína á morgun
1:1. 4 og hefir áður verið sagt frá
söngskránni hjer í hlaðinu. Söng-
skráin innibeldur nöfn Hándel,
Scarlatti, Brahms, Sinding, Bac-
ker-Gröndal, Melartin, Sibelius og
Járnefeldt, og ungfrú Doris von
Kaulback leikur lög eftir Liszt.
og Schubert.
Morgunblaðið hefir haft tal af
ungfrú Liljequist, sem lætur hið
besta yfir ferð sinni, þó ekki sjeu
alveg horfin áhrif sjóveikinnar á
leiðinni. Þykir benni gott að hafa
fengið „fast land undir fæturna"
aftur.
— Hvernig datt yður í hug að
koma til Islands til að halda hljóm
leika?
— Það skal jeg segja yður.
Fvrir mörgum árum hitti jeg í
París píanósnillinginn Arthur
Shattuck. Hann var þá nýkom-
inn frá íslandi. Það væri dásam-
Signe Liljequist.
legt undraiand, sem hvergi ætti
sinn líka. Síðan liefi jeg altaf
ætlað til fslands, en ferðin er
löng, og jeg 'þurfti að sæta lagi,
að nota tímann, þegar jeg ekki
væri buiidin af samningum ánn-
arstaðar. Það tælcifæri kom nú í
Doris Ása von Kaulbach.
vor. Og vitanleg ahugsaði jeg
mig ekki um að grípa það.
— Hvar hafið þjer helst sung-
ið síðustu árin?
— Aðallega á Norðurlöndum.
Síðan á ófriðarárunum hefi jeg
átt heima ií Kaupmannahöfn. —
í'yrstu ófriðarárin átti jeg heima
í Finnlandi. Það var þá nndir
lússneskum yfirráðum. Jeg þurfti
oft að fara í ferðalög og svo kom
að lokum, að rússneska stjórni r
fór að neita mjer um vegabrjef
— hjelt að jeg væri njósnari.
Þannig teptist jeg einu sinni hálft
ár. Jeg gat því ekki átt á hættu
að húa í Finnlandi og fluttist
til Damnerkur, enda liggur miklu
betur við, að búa þar. í vetur
hefi jeg verið að syngja í Dan-
mörku. En þegar jeg fer hjeðan
aftur fer jeg til Þýskalands og
síðan til Finnlands. f haust fer
jeg til Englands en þaðan til
Ameríku. Lengra nær áætlun mín
ekki fram í tírnann.
— Hver verkefnin verða? Jeg
hefi ekki enn ákveðið söngskrána
r.ema fyrir fyrstu hljómleikana. Jeg
vil kynnast áheyrendunum hjer og
líor og sumarkaup
gjörið þið hvergi betri
en hjá
H a r a I d i.
Af hverju?
1) Þar er lang fjölbreytt-
ast úrval af öllum vefnaðar-
vörum og fatnaði ytri sem
innri, fyrir konur, karla og
börn. Ennfremur flest allar
v smávörur o. fl., svo þjer get-
iö fengið alt á einuin stað, r
stað þess aö leyta búð frr búö.
2) Vörurnar eru vel vald-
ar qg keyptar hjá fyrsta
flokks erlendum verksmiðj-
urn.
3) Verðið hlrrtfallslega
mikið lægra en nokkrtr sinni
fyr, og er ábyggilega hvergi
í bænrrm hægt að fá betri
karrp.
4) Ef þjer kaupið vorur,
sem ekkí þassa eða líka, er
Iieim kemur, skiftunr viö, eða
endur greiðum éftir vild, NB.
]ró ekki afmældum met.ravör-
rrm.
5) Sjeu vörurnar ékki sem
sagðar, eða komi gallar srðar
r Ijós, væntrrm við þess aö
mega lræta þaö upp.
vona, ,ih jeg geti liaft söngskránnar
þanriig, aö fólki falli þær vel. Jeg
vil eignast vini hjer og jeg vona að
mjer takist, það, ekki síður en ann-
arstaðar. Fólk þekkir mig ekki nema
af afspurn hjer, og jeg er ekki
heldrrr kunntrg smekk þess. En jeg
vona, aö mjer takist aö gera alla
ánægða.
IJngfrú Doris Ása v. Kaulbac í.
sem aðstoðar ungfrú Liljequist á
hljómleikrrnum og leikur nokkrar
piano-sólóar, er ágætur píanóleikari,
komin af listafólki í báöar ættir. Fr
hún komin af íslenskum ættvrm,
skyld Clausens-fólkinu hjer. Er lnin
liinga? komin ineöfram til þess að
kynnast landinu, sem hún þekkir vel
af afspurn.
Hljómleikanna á morgun verður
Ireðið með mikilli eftirvææntingu af
öllum söngvinum, og er sú eftir-
vænting eldri ástæönlans.
i
Islenskar vörur
ágætar tegundir, seljum vjer
í heildsólu:
Dilkakjöt 112 kgr. í tunnu | n
Saudakjötll2 — - — I *
Do. 130 — - —
Tölg í skjöldum og smástykkj-
um mjög hentugum tilsmásölu.
Kæfa í belgjum.
Spegepylsa o. fl.
Gjörið svo vel að spyrja um
verð og vörugæði hjá oss, áður
en þjer festið kaup annarstaðar.
Simi 249 tvær línur.