Morgunblaðið - 28.02.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBIiADTÐ lóður, sem skiftunum veldur. Jón Bergsveinsson hefir sem sje drýgt þk köfuðsynd, að þora að láta í ljósi skoðanir sínar á landsmáhim yfirleitt, og sjerstaklega emu máli, sem .varðar sjávarútveginn mikils, sem sje steinolíu-einkasöl- •unni, og þar verið á öndverðura «n!eið við ýmsa fiskifjelagsfull- trúa. Varaforseti fjelagsins var kos- inn ,Arngr. Fr. Bjarnason, þing- jKiannsefni „Tímamanna“ í N.- ísafjarðarsýslu við síðustu aiþ.- kosningar. Verður ekki sagt, að iientugt sje, að ná til hans þang- hvenær sem hann kynni að þurfa að gegna störfum í forföll- um forseta. ISSlfill! 1914--191I og eftirköst hennar. Lokahefti þessa rits, eftir porst. öíslason, kemur innan skamms út. Aður eru komin út 3 hefti, hvert 12 arkir, en þetta hefti verður tvöfalt að stærð, svo að ait ritið verðm’, eins og ráðgert var í byrjun, um 60 afkir, eða uá- lægt 960 hls. --------o-----—* FRÁ DANMÖRKU. fána sinn í líkfylgdinni og Odd Fellovvar, sem báru kistuna úr kirkju höfðu heiðursvörð við kist- una. -----x----- DAGBÓK. Skotæfing í kvöld kl. 8 í bárnbúð. Verslunarmannafjelag Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8% í Kaup- þingssalnum. Dr. Kort K. Kortsen heldur í kvöld í háskólamim fyrirlestur ‘um braut- ryðjendur í dönskum skáldskap (Ge- org Brandes). Okeypis aðgangur fyr- ir alla. Brúðkaup verður haldið í Hjálp- ræðishernum í dag. Ganga í hjóna- band ungfrú María Carlsen (dönsk stúlka) og Gestur 'Árskóg lautinant. Viðstaddir athöfnina geta menn fengið að vera gegn 50 aura gjaldi. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Berg- en í fyrradag, fullfermdur, og með 20 farþega, Goðafoss kom til Djúpa- vogs í fyrradag frá útlöndum. Lagar- foss var í Leith í gær. Willemoes er í Leith og tekur þar vörur til Norð- urlands. Frost allmikið hefir verið á Norð- urlandi undanfarna daga, var sagt í símtali við Akureyri í gær. Afla- laust er þar nú með öllu. SíSasta orðio í grein if. Laxdals í blaðinu. í gær, ,Gengismálið og fleira', átti að vera bönkunum, en ekki blöð- unum. Vegna athugasemdar Halldórs Páls- sonar í Morgunblaðinu í gær, vildi jeg mega geta iþess, að mjer vitan- lega er mjög mikill munur á rjett- indum verkfræðinga frá Polyteknisk I.æreanstalt í Khöfn og verkfræð- inga frá Horsens Bygningsteknikum. Kemur sá munur fram m. a. í því, að verkfræðingar frá P. L. ganga beint inn í Verkfræðingafjelagið daniska, en þeir frá Horsens geta ekki gerst fjelagsmenn þar. Th. Krabbe. Vitinn og Hliðarvagninn eru orðnir frægir menn meðal kvikmyndagesta hjer í bænum. Undanfarið hafa þeir dregið húsfylli að Gamla Bíó á hverju kvöldi; enda er myndin, sem þeir birtast í í þetta sinn óvenju skemtileg, og leikur hliðarvagnsins og kerlingar hans ágætur. P. Nielsen fyrrum verslunarstjóri á Eyrarbakka var á áttræðisafmæli sínu í gær sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. I Æfintýrið, sem Leikfjelagið sýndi í gær, er fjörugur og skemtilegur leikur og yfir höfuð vel leikinn. Honum var tekið með miklum fögn- uði. * Alþingi. I gær urðu allsnarpar deil- ur í Nd. um afnám háskólaembættis Guðm. Finnbogasonar. Með afnám- inu töluðu Jörundur Brýnjólfsson og Bernhard Stefánsson, en móti Bjarni frá Vogi. I Ed. vap enginn fundur. I dag er lokaður fundur í sameinuðu þingi. Annars er flest með kyrrum kjörum í þinginu og allur þorri mála enn í nefndum. Umr. eru þó þegar orðnar all-langdregnar um sum mál, og á 'fumlina að komast sá bragur, sem venjulega fylgir ‘slíku og oft kefir auðkent þá talsvert: ókyrð og ráp til -og frá, eða þá að þingmenn blunda í sætum sínum. Einn þingm. t. d. svaf all-lengi undir fiskiveiðaum- ræðum í gær. Og málið alt var látið sofna á eftir. Stjórnarskifti eru í vændum innan skamms, að því er sagt er. Kæra ein, sem lögreglan hefir haft tii meðferðar undanfarið, hefir verið mjög umtöíuð hjer í bærium nú um skeið. Ymsar sögurnar niunu þó vera mjög orðum auknar. Sannleikurinn er sá, að maður einn hjer í bænum var fyrir nokkru kærðnr fyrir kyn- villingshátt og ýmislegt í því sam- bandi. Var setlur sjerstakur lög- fræðipgur til ,að rannsaka þetta hjá lögreglustjóra. Hefir hann lokið rann- sókn sirmi og munu plögg málsins nú vera til athugunar í stjórnarráð- inu og bíða úrskurðar um það, nvort hefja skuli málsókn á hendur hinum kærða manni. Um niðurstöðu rann- sóknanna er armars ókunnugt. Dansleikur Knattspyrnufjel. Rvík- ur fer fram í Iðnó næstk. laugardags- kvöld og hefst kl. 9. Fjelagar vitji aögöugumiða fyrir sig og gesti sma í veersl Haraldar .Vrnasonar. Um Eskimóa og viðskifti Vilhjalm* Steiánssonar við iþá, ætlar Ólafur Friðriksson að halda fyrirlestur í < Bárunni á sunnudaginn. (Sjá augl.)* S, Lausn frá embætti hefir Karl Ein- arsson sýslumaður í Yestmannaeyj" um fengið, og er Sigurður Sigurðs- spn lögfræðingur frá Vigur settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, ogfor hann þangað með Esju síðast. Dagskrá Ed. alþingis fimtudaginn 28. febr. 1924, að loknum einkafundi í samein. þingi, er hefst kl. 1 siðd. 1) Frv. til 1. um að sameina kenuara- i starf í hagnýtri sálarfræði við H-á- ^ skóla fslands við forstöðu Lands- bókasafnsins; 1. umr. 2) um afuam kennarastóls í klassiskum £ræðuruvr® ! Háskóla íslands og að flytja núver' ar.di dócent í grísku og latínu $ mentaskólanum; 1. umr. 3) um breyt' ingu á lögum nr. 59, 22. nóv. 1007» um fræðslu barna; 1. umr. f Nd. 1) um síldarbræðslu; 1. umr. 2) um sjerstakt lestagjald af útlenduffl vöruflutningaskipum; 1. umr. 3) sjerstakan vörutoll; 1. umr. 4) UI11 breytingu á lögum nr. 62, 27. 1921, um einkasölu á áfengi; 1. u®r- 5) um breyting á lögum nr. 29, 20. júní 1923, um atvinnu við vjelgætslu á íslenskum mótorskipum; 1. nnir. 6) um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla -og giöld með 25% gengisviðauka; !■ umr. ---------o-------- Rvík 26. febr. Dansk Luftfartsselskab hefir í kyggju að halda uppi áætlunar- ferðurn á tveimur loftleiðum á sumri komandi. Onnur leiðin verð- ur frá Kaupmannahöfn til Máim- Áyjai‘ og þaðan um Kaupmanna- feöfn til Rotterdam, en þar er #kift um fiugvjelar hvort heldur vill til London eða París, þanníg aC hægt er að komast alla ieið til Kaupmannahafnar og London eða Kaupmannahafnar og París á rúmum 11 klukkustundum. Hin flugleiðin verður milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar, sú er best gafst í fyrra. Um fram- kvæmd þessa máls fer eftir því, hve mikið ríkið leggur af mörkum til fyrirtækisins. — Árið 1923 var alls slátrað 3,400,000 svínum til útflutnings í Danmörku. en árið áður liafði rerið slátrað 2,2 miljónum svín- um. Larsen skipstjóri vat jarðaður frá Hellerup kirkju að viðstöddu afar miklu fjölmeuni. Kistan var alþakin hlómum og á henni silfur- skildir frá Odd Fellow- bræðrum og hafnarverkamönnum í Reykja- vík og skrautlegir kransar frá Eimskipafjelagi íslands og „Is- landsk Handelsforening“. í lík- fylgdinni voru margir fslendingar, þ. á. m. Ragnar Ólafsson konsúll og Helgi kaupm. Hafliðason. Enn- fremur Sören Goos útgerðarmaður, -Tensen Bjerg kanpmaður, Fanöe skrifstofustjóri Eimskipaf jelags- ins í Kaupmannahöfn, skrifstofu- stjórar Sameinaða fjelagsins og þeir skipstjórar þess, sem staddir voru í Kaupmannahöfn; ennfrem- ur fyrirrennari Larsens heitins, Aasberg skipstjóri. Lydersen skip- stjóri og Frandsen skipstjóri, sem t.ekur við stjórn ,,íslands“, stóðu við kistuna með fána Sameinaða fjelagsins vafðan sorgarslæðu. — ftkipst j óraf j elagið hafði einnig Jafnaðarmaðurinn. Skáldsaga eftir Jón Bjömsson. — Segðu ekki neitt, Þorbjörn, mælti Saxnson og lagði flata hendina fram á borSið. Jeg sje hvernig umhorfs er <í sál þinni. Þú átt bágt — eins ,og allir þeir, sem standa á rústum. þeirra kastala, sem þeir hafa bygt í unggæðislegri of- dirfsku — þó ekki hafi verið nema í loftinu. — Við hvah áttu? spnröi Þorbjörn, og rödd- in skalf og handleggurinn, sem liann studdist í. — Þú ert farinn að hafa grun um, að nú eins og fyr verði lýSnum ekki lyft með því, sem þú hefir talið sterkasta lyftimagnið. Er það ekki rjett? Vertu nú einlægur, Þorbjörn. Ilræsn- in er rót alls ills. Þorbjörn ljet fallast aftur á bak í legubekk- inn. — Jeg veit eliki hvaö mig grunar, og hvað jeg er viss um. En — en — jeg lield, að jeg sje að —sturlast. Samson tók utan uin gljáslípaðan bikarinn og kinkaði kolli. — Jeg sá það, Þorbjörn, sagði hann r.jett á eftir, að lífið'vas að hefna sín á þjer. Eða vitka þig — jeg veit ekki hvort heldur. En talaðu ekki um sturlun. Þangað er löng og krókótt leiö, og hana ferðu aldrei. Þú gengur of beint til þess. Þorbjörn reis upp snögglega og horfði á Samson. — Veitstu hvað það er, að fá efann, ískald- an, nagandi efann, inn í sál sína? Veitstu hvað það er, að sjá alt í einu lífsverk sitt, sem mah- ur hefur elskað, fómað öllu, barist fyrir, verða að hjegóma, ef til vill að vitleysu eða eyöilegg- ingu ? Þú veitst það ekki, Samson! Samson drakk í botn bikarsins og setti hann hart niður. — Nei — jeg hefi ekki reynt það. En jeg skil það. Þorbjörn tók að ganga um gólf, hratt, eirðar- leysislega, ekki í sömu átt, heldur ýmist fram að stofudyrunum, eða út að glugganúm, eða að svefnherbergisdyrunum — eins og alstaðar væru logandi eldibrandar fyrir honum. — Taktu þessu með þolinmæði, Þorbjörn, sagði Samson, þegar hann hafði horft á Þor- björn um stund og helt 4 bikarinn. þetta er öldugangur lífsins. Við erum stundum á hvít- fyssandi, brjóstabláum faldinum. stundum niðri í öldudalnum. Nú hefur þú fallið niður í einn dalinn. — Þú talar eins og barn, sagði Þorbjörn með annariegmn ákafa. A8 taka því með ró og þol- inmæði, aS maður hefir bygt líf sitt á kviksyndi, að sjá, að hugsjónin, sem maður trúði á er fjarstæða — og alt sekkur — sekkur! — Þú hefir ekki lifað til einskis, Þorbjörn. Þú hefir blossað upp á stórsýnum draumum, fylt sál þína anda og eldi þeim, sem hugsjónin gefur — þó hún sje fölsk. Þú hefir þreifað á þeim mætti, sem fylgir því, að lifa fyrir hug- fólgið starf, stefna að ákveðnn marki — þó markið víki nú undan þjer og leysist upp í óveruleik. Konungs-hugsjón hefir þú borið í sál þinni, en valið henni ranga leið til fram kvæmda. Þú hefir lifað stutt en vel — átt éld hins lifandi manns, stórsýna manns, djarfa manns. Hvers krefstu meira? — Aö standa við markið og geta sagt: Hjer er jeg kominn! Að þreifa á hugsjón nnnni um- 'skapaðri í veruleika. Hitt nægir mjer ekki. Það nægir engum með mannslund. Það er ekki jeg sjálfur, sem bíð ósigur. Það hrynur alt í kring um mig — fellnr — fellur þrotlaust! Þorhjörn settist aftur og þagði um stund. Samson drejrpti á bikarnum, ört en lítið í seun. Svo hóf Þorbjöi’U aftur máls, lágt og slitrótt eins og eitthvað liefði brostið í honum. — Arin, sem jeg var í Höfn, varð mjer það ljóst, að jeg hlaut, samkvæmt einhverri ó-sjálf- ráðri eðlishvöt, að finna eitthvert mark að stefna að og keppa að — einhverja hugsjón — há- leita, göfuga hugsjón------að lifa fvrir ------ eitthvað mikilvægt, djarft, heilagt. —---Hvað var hagfræðin ? -— — Dútl og dund. — — Ekkert. ------ Ekkert mannsverk.--------Engin dáð. — — Mig þyrsti í stórvirki! — — Jeg fór að lesa rit jafnaðarmanna og kommúnista. — — Sfefna þeirra varð mjer einskonar op- inberun — fagnaðarerindi. —- — > Henni sló niður í iíf mitt eins og blossandi leiftri.---- Þarna var mannsverk ------stefna —• — mark. Jeg heillaðist — blindaðist------og æddi hing- að heim-------og hjelt að jeg kæmi með frels- un lands og lýðs í faðmi mínum. — Þorbjörn hafði sagt þetta með hárri röddu, en nú dró niður í honum. — — En hvar er fhelsunin? Alt í sömu sporum og áður! Nokkur fjelög stofnuð. — — Nokkrir menn, sem teljast full- trúar Verkamanna í bæjarstjórnum. Einn á Alþingi. — — Fámennur flokkur.----------- Eng- in lyfting hugarfarsins hjá stjettinni — — enginn eldmóður. — — Þetta er árangurinn* — — Þetta er frelsunin. — Þorbjörn þagnaði. Svitinn stóð í stórum Per^' um á enni hans náfölu. Hann andaði svo þnngtf að brjóst hans hófst eins og þungt öldusog. Samson sat upprjettur í sæti sínu og hlust' aði eins og námfúst skólabarn á Þorbjörn. OS þegar hann laulv máli sínu, þreif hann bikar' inn og hrópaði: — Skál, Þorbjörn! Lífið hefir farið vel ®e5 þi? — þú hefir lifað eins og maður — til þ®36 að vitkast — sjá sannleikann — finna lög»iaJ tilverunnar. Nú gætir þú dáið rólegur. Samson drakk langan teyg. Þorbjörn spratt enn á fætur og reikaði' 1101 gólfið á sama hátt og fyrv Hann hóf máls & sama efninu eftir nokkra þögn. — Jeg veit það, Samson, að lijeðan af ef jeg liálmstráið, sem flýtur á læknum. Mjer hef' ir orðið það ijóst síðustu mánuðina. Svo fef hverjum þeim, sem dregur sig á tálar. En finst þjer ekki, að mjer hafi verið vorkun? Allur heimurinn liggur í sárum. Vierðmæti, andl®£ og efnaleg, sem trúað var á, eru orðin að engu' Við getum sagt, að almætti þess sem var, sIe orðið að vanmætti. Alt í rústum, eyðileggingUj dauða. Sjálf trúin, sem menn höfðu bvgt ^ sitt á, var að víkja og svökja. Jeg stend nng' ur og ólmhuga í þessu fárviðri byltinganna- Jeg þykist koma auga á leið, sem liggi til f®r' sældar, viðreisnar. Var það furða, þó jeg legN inn á þiá braut? Va r það undarlegt, að 2e^f fyltist eldi? Og varð stórhuga og þunghöggnf á þeim, sem mjer fanst á móti standa? — nú er þessn öllu lokið. Þetta Fata morgana líf^ íníns er sokkið í sæinn. Og jeg stend eftir auðn og eyðimörk. / Þorbjörn staðnæmdist úti við gluggann 0t> laut höfði. Þá sagði Samson lágt: — Hvað ætlarðu að gera, Þorbjörn ? ( , — Hvað gerir hálmstráið, sem flýtur straumnum? Berst út í hafið — hverfur. — Svo hugsjúkur ertu, Þorhjörn, sagði SaU^ son og dreypti á. bikarnum. Þar ertu að koW13’ í aðrar öfgarnar. Og veitstu af hverju • — Nei, svaraði Þorbjörn dræmt. Af því, að þú átt, enga trú, engan & iið- liefö1 — Á jeg að skilja það svo, að mjer verið borgið, ef jeg hefði verið trúmaðwr- I i Si s 3 * II 3 * \ 1 i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.