Morgunblaðið - 05.04.1924, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Tilbúinn áburður.
Eins og að nndanförnu útvegum við frá „Det Danske Oödnings-
Kompagni," —
Superfosfat,
Chilisaltpjetur
Ofl
pareð áríðandi er að áburðurinn komi í tæka tíð, og að við
flytjum ekki inn meira en vissa er fyrir að verði notað, viljum við
nwelast til að allir, sem ætla að fá sjer áburð sendi pantanir sínar
hið allra fyrsta.
Vegna verkbannsing í Noregi er alt útlit fjnrir að okkur takist
ekki að útvega Noregs-salpjetur í ár.
I. Brynjólfsson & Kvaran.
Hæstirjettur.
Eftir Jóu Á8björnsaon hæatarjmfl.
pegar vjer íslendingar böfðum
fengið sjálfstæði vort viðurkent
árið 1918, var það eitt af fyrstu
verkum þingsins að flytja æðsta
dómsvaldið, sem um margar aldir
hafði verið bjá erlendri þjóð, aft-
ur inn í landið.
Hæstirjettur Dana var afnum-
inu, sem æðsti dómstóll í ísl. mál-
um, en bæstirjettur settur á stofn
hjer innanlands.
pað fór vel á því, að þetta var
ekki látið dragast úr hömlu, því
iíla gat það ríki talist sjálfstætt
S raun og veru, sem varð að sækja
æðsta úrskurð í deilumálum þegna
sinna til annarar þjóðar. Auk
þess höfðum vjer íslendingar um
langt skeið krafist þess, að æðsta
valdið væri flutt inn í landið.
Hefði því verið óviðeigandi að
hrinda því ekki í framkvæmd,
þegar við áttum það ekki lengur
■undir bögg að sækja, til Dana.
Pjóðfulltrúum vorum var það
í upphafi fullkomlega ljóst, að
það var eigi einhlítt, að *æðsti
dómstóll landsins væri innlendur.
pað varð einnig að gera hann svo
my
% LJEREFT
einbreið og tvibreið
selur
Jfoialdwijl'inúMori
úr garði, að hann væri fullkom-
lega fær um að leggja æðsta úr-
skurð á mál manna, svo að menn
gætu öruggir skotið málum ,sín-
um til hans og hann gæti aflað
sjer trausts, bæði innan lands og
utan, þar sem dómum hans kynni
af einhverjum ástæðum að verða
veitt eftirtekt. pví var svo ákveð-
ið. að í Hæstarjetti skyldu sitja
5 dómendur, í stað þess að í yf-
irrjettinum sátu einungis 3.
pá var og munnleg málfærsla
leidd í lög. En hún hefir þótt
rcynast fullkomnari en skrifleg
málfærsla, auk margra anaara
kosta, sem henni þykja fylgja,
sjerstaklega hvað málin ljúkast
fyr.
En þótt þessi breyting væri
gerð, þá fór því samt fjarri, að
jafnt væri vandað til æðsta dóm-
stóls vors, eins og t. d. æðstu
dómstóla stórþjóðanna. í Hæsta-
rjetti Dana eiga sæti 13 menn, og
dæma venjulega 6 hvert mál, 1
Hæstarjetti Norðmanna eiga sæti
17 menn, og dæma að jafnaði 7
. hvert mál. En þegar um sjerlega
vandasöm mál er að ræða taka
allir dómendur þátt í dómsupp-
sögn. par að auki er þess að gæta,
rð hjá oss geta dómaraefnin
hvergi nærri fengið slíkan undir-
búning undir starf sitt, sem hjá
nágrannaþjóðunum. Utan Hæsta-
r.iettar veitir aðeins eitt embætti
í öllu landinu, bæjarfógetaembætt-
ið í Reykjavík, verulega æfiugu
í dómstörfum. pegar dómararnir
setjast í rjettinn, hlýtur þá því
oftast nær að skorta dómaraæf-
ingu mjög svo tilfinnanlega. En
til þess að vera góður dómari, er
lagaþekking ein eigi nægjanleg.
pað þarf einnig æfingu í að beita
þeirri þekkingu víð viðfangseíni
daglega lífsins. Að öðrum kosti
getur orðið hætt við að lögstirfni
gadi í dómunum, og að of lítið
tillit sje tekið t.il þess, hvað eru
rjettar og sanngjarnar lyktir
hvers máls.
pegar málin koma til æðstu
dómstóla hjá , nágrannaþjóðum
vorum hafa þau áður verið kruf-
in til mergjar af færurn dómstól-
um, sem svipað er vandað til og
yfirrjettarins okkar gamla. Fyrir
þe'm hafa málin verið flutt af
löglærðum mönnum, æfðum í mál
fiutningi. Og hafa þau þá oft
gengið í gegnum hreinsunareld
tveggja dómstóla. Hjer er málum
áfrýjað beint til Hæstarjettar frá
frmn-dómstiginu, þar sem þau
oftast nær hafa verið dæmd af
eijium dómara. Og utan Reykja-
víkur eru málin þar að auki flutt
af ólögfróðum mönnum, sem venju
lega skortir alla æfingu í rnál-
færslu. En því ver undirbúin sem
málin koma til Hæstarjettar, því
meiri vandi hvílir á rjettinum
sjálfum, og því betur þarf til hans
að vanda.
Af því sem jeg nú hefi sagt, er
það ljóst, að búast má við, að
nokkuð skorti einnig á, að Hæsti-
rjettur vor standi jafnfætis æðstu
dómstólum nágrannaríkjanna, —
hvað þá að dómaskipun vor í
heild sinni samsvari dómaskipun
þeirra. Sú breyting, sem gerð var
á yfirrjettinum gamla, um leið og
hann var gerður að Hæstarjetti
ísiands, hóf hann aðeins upp yfir
miðdómstigin hjá nágrönnum vor-
um. Og minna mátti heldur ekki
vera, þar sem honum var valið
svo virðulegt nafn, sem svo mjög
er litið upp til hjá öðrum þjóð-
um — að ógleymdri rjettarör
ygginni í landinu. Munu flestir,
sem skyn báru á það mál, hafa
vonað, að brátt mundi dómaskip-
unin verða endurbætt frekar, t.
d með því að setja á stofn mið-
dómstig. pá fyr.st var dómaskip-
unin hjer fyrst komin í dálítið
svipað horf og hjá nágrannaþjóð-
unum. 1
En reynslan varð þó önnur.
I
Undanhald.
Pegar á Alþingi 1903, aðeins 4
árum eftir að Hæstarjettarlögin
voru samin, kom fram frumvarp
úm, að limlesta þennan unga,
æðsta dómstól landsins: Fækka
dómendum aftur niður í 3; en
náði þá eigi fram að ganga. Nú
á þessu þingi hefir' það komið
fram á ný; og er eigi því að heilsa.
að því sjeu samfara neinar ti'l-
lögur um stofnun miðdómstigs eða
um umbætur á frumdómstiginu.
Munu þykja nokkrar líkur á, að
frv. þetta nái nú fram að ganga.
Gildi margra dómenda.
peir munu nú vera t'l, en þó
fáir, sem halda því fram, að
tryggingin fyrir rjettum málsúr-
slitum minki ekkert þótt dómend
nni sje fækkað. En þetta er ber-
sýnilega rangt. Skal jeg nú benda
á nokkur rök, máli því til sönn-
unar.
Má þá fyrst og fremst benda á
það, að gamla orðtækið „Betur
sja augu en auga“, gildir njer
stm annarsstaðar. Einn getnr sjeð
það, sem annar veitir ekki eftir-
tckt, og getur haft þekkingn á
því, sem annan brestur þekkingu
á. pví fjölbreyttara sem viðskifta-
lífið verður, því fjölbreyttari og
flóknari verða mál þau, sem koma
fyrir rjettinn, og því meiri vandi
að dæma þau. pess þarf því við,
að málin sjeu athuguð sem grand-
gæfilegast í öllum greinum. Auk
þess verða lög þjóðfjelagslns
flókuari og margbreyttari með
hverju ári, svo að það er ekki á
nckkurs eins manns færi að
þekkja þau öll út í æsar. pað er
því engan veginn útilokað að dóm
stólum geti skotist yfir gildandi
lagaákyæði eða skýrt þau rangt.
pví fleiri sem athuga hvert mál,
því minni líkur eru til að slíkt
geti komið fyrir.
pað hefir áður verið miust á
það, að þegar dómararnir setjast
fyrst í Hæstarjett, hlýtur þá oft-
ast nær að skorta verulega dóm
araæfingu. Hana fá þeir fj-rst í
Hæstarjetti. Ennfremur ber að
líta á það, að venjulega eru menn
orðnir nokkuð rosknir, er þeir
setjast í rjettinn, og í Landsyfir-
rjettinum gamla drógu dómendur
sig einatt ekki til baka. fyr en
starfskröftum þeirra og skarpleik
var farið að hnigna. Mætti ætla
að svo færi og um Hæstarjett. En
því fle'ri sem dómendur eru, því
meiri trvgging er fyrir því, að
ávalt sitji í rjettinum að minsta
kosti nokkrir menn, sem bæði
hafa fengið talsverða dómaraæf-
ingu og eigi eru farnir að gefa
sig fyrir aldurs sakir. En það er
óv.’íðunandi, ef rjetturinn hefir
ekki ávalt góðum starfskröftum á
að skipa.
pessa, sem nú hefir verið bent
á, gætir enn. meira, ef einhverjir
dómenda þurfa að víkja sæti í
einstökum málum. Má þá búast
vio, að í stað þeirra verði að taka
lítt vana menn dómarastörfum.
Gæti þá farið svo, í mjög fá-
mennum rjetti, að allir dómendur
í þeim málum væru lítt vanir
dómarastörfum, og er slíkt óhæfa
um þann dómstól, sem á að leggja
æðsta úrskurð á málin.
Óþarft er að telja fleira því til
stuðnings, að meiri trygging sje
fyrir rjettlátum dómsúrslitum, ef
5 eru dómendur í Hæstarjetti,
enda munu flestir viðurkenna það.
Dómaskipun landsins hlýtur því
að verða allmiklu ófullkomnari,
ef breyting þessi nær fram að
ganga. Er slíkt með öllu óviðun-
andi, þegar þess er gætt, hversu
frumdómstiginu er ábótavant víða
í landinu, svo sem eðlilegt er, þar
sem dómstörfin eru alger auka-
verk hjá flestum sýslumönnum, en
málin flutt af ólögfróðum mönn-
um. Til sönnunar máli mínu skal
bpnt á, að af 39 dómum utan af
lan.di, sem Hæstirjettur hefir lagt
dóm á tvö síðustu árin, hafa 19
verið ómerktir eða snúið alger
lega við, 10 hreytt að meira eða
91
EIMSKIPAFJELAG
ÍSLAND5
REÝKJAVÍK Jjf
Gullfossc<
fer hjeðan á þr’ðjudag 8. apríl
klukkan 8 árdegis til Hafnar-
fjarðar og Vestfjarða.
.VÖrur afhendist í dag, eða íyr-
ir hádegi á mánudag.
Skipið fer t'l útlanda, Bergen,
og Kaupmannahafnar 17. apríl.
99Lagapfosscc
fer hjeðan til Bretlands, væntan-
lega 17- april.
Ný tegund aff
liriillrnlii
fæst í veralunin Vaðnes og fajá
Símoni Jónsayni Grettisgötu 28.
Reynið þau!
minna leyti, en einungis 10 stað-
festir að niðurstöðu til.
Hæstirjettur enginn leiksoppur.
Auk þessa hnekkis, sem Hæsti-
rjettur hlýtiir að bíða við hina
fyrirhuguðu breytingu, verour
flcki gengið þegjandi framlijá
því, hversu óviðeigandi það er, að
gera stórbreytingar á æðsta dóm-
stól landsins á fárra ára fresti.
Fjölga og' fækka dómendum á
víxl, eftir því hvað vænlega horí'ir
með tekjur rikisins, eða gera aðr-
ar verulegar breytingar á fyrir-
kcmulagi í-jettarins. Hæstirjettur
á ekki að vera neinn leiksoppur
í höndum pólitíkusa vorra. Skipu-
lf.g hans á að vera fast, ekki eit.t
í dág og annað á morgun. Væri
í raun og veru full ástæða til að
jafnstraiigar reglur giltu um
breytingar^ á skipulagi Hæsta
rjettar eins og um breytingar á
stjórnskipunarlögum landsins.
pá má einnig minnast á það,
hversu óviðkunnanlegt það er út,
á við, gagnvart Dönum, að draga
svo fljótt saman seglin með þær
stofnanir, sem nátengdastar eru
sjáifstæði voru, svo sem er tun
Hæstarjett. Gæti virst svo, að vjer
hefðum verið helst til óðfúslr á
að heimta sjálfstæði vort og flytja
æðsta dómsvaldið inn í landið,
þegar ekki eru 5 ár liðin þegar
tillögur koma fram um að kippa
Hæstarjetti aftur í sama horf og
yfirrjetturinn var í, áður en vjer
öðluðumst, sjálfstæði vort. Hið
sama má segja um ýmsar aðrar
tiilögur, sem fram hafa komið á
þessu þingi, en um það skal ekkí
rætt hjer frekar.
Framii-
--------o--------
stjópnapsKiffi i UnouepjalaDdi.
Horthy, ríkisstjóri Ungverja er,
að
því er segir í úllendnm blöðum, vsil?'
ur af krabbameini í maganum, °%
talinn eiga skamt eftir ólifað- E‘r
sagt, að forsætisráðheiTann sje
undirbúa kosningu ríkisstjóra e^a
konungs, og helst búist við að A
breeht erkihertogi hljóti hnossið.Be ir
hann verið í heimsókn við b’r *
ýmsra rík.ja, að sögn, til þess
samþykki þeirra til að gerast
ungur.