Morgunblaðið - 17.05.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1924, Blaðsíða 4
 m *-—= Tilkynningar. ===== ísafold var blaða best! Isafold er blaða best! ísafold verður blaða best. Auglýsingablað fyrir sveitirnar. Allir versla ársins hring, eins þeir stærri’ og minni, ef þeir hafa auglýsing átt í dagbókinni. Hannibal SigurSsson, málari, er fluttur á Skólavörðustíg 29. Vandað skrifborð óskast til kaups. A. S. f. vísar á. Fleiri hús til sölu nú :þegar. Einnig nokkur herbergi til leigu strax. Gunn- ar Gunnarsson, Hafnarstxæti 8. —= HúsnæSi. =-== Ágætt herbergi eitt eða fleiri, á besta stað í bænum, með forstofu- inngangi, miðstöðvarhitun og raflýs- ingu, til leigu frá 14. maí. A. S. f. vísar á. ðlliP Hi og koma með auglýsingar aínar á auglýs ingaskrifstof- una í Austur- stræti 17 uppi. Vifeskifti. Maltextrakt — frá ÖlgerCin Egill Ikallagrímsson, er best og ódýrast. ff~.. ■ ■ ■■■ r Bívanar, borðstofuborð og stó'ar, ftcýrast og best í Húsgagnaverslun Jgeykjavíkur. Hreinar ljereftstuskur kaupir Isa- foldarprentsmiðja hæsta verði. UmbúCapappír felnr „Morgunblaðið“ mjög ódýrt. Mjer leiðast illdeilur og nenni því ekki að rífast við neinn út af þessu.Jeg er hundlaus, og má ekfei vera að því að eltast við þessar rollur liðlangan daginn — og strá- in má jeg ekki missa. — En hvað á jeg þá að gera? Ætli jeg ætti að tala við lögregluna, eða er hjer nokkur sjerstakur túnvörður í bænum? Ékki er þetta einsdæmi, og því verða fleiri en jeg þakk- látir, ef blaðið getur gefið nokkr- ar leiðbeiningar. Túneigandi. J?að er best fyrir þá, sem verða fyrir slíknm átroðningi, að reyna «ð handsama kindumar og geyma í vörslu og tilkynna síðan lög- reglunni. Verða þá'eigendnr sekt- aðir. Rjett er að tilkynna lögregl- nnni strax þegar þeir verða fyrir átroðningi af f je, því hún mun þá hjálpa til þess, að fjeti verði handsamað. -------o------ Kvennaskólinnr Kvennaskólanum hjer var sagt upp 14. maí og luku þessar stúlk- ur fullnaðarprófi: Amalía F. Tryggvadóttir, Rv. Bergþóra porbjarnardóttir, Ártún- um í Mosfellssveit. Bjamdís Tómasdóttir, Rv. Dagmar Dalhmann, Rv. Gíslína Haraldsdóttir, Norðfirði. Guðlaug H. Bergsdóttir, Rv. Helga C. Jessen. ísafirði. Helga Magnúsdóttir, Blikastöðum í Mosfellssveit. Ingibjörg Stefánsdóttir, Rv. Margrjet Thorberg, ísafirði. Ragnheiður Kristmundsdóttir Rv. Sigríður þorgilsdóttir, Breiðabóls- stað á Fellsströnd. Sigurbjörg Magnúsdóttir, Blika- stöðum Mosfellssveit. Vigdís Ólafsdóttir, Eyrarbakka. Ein stúlka í 4. bekk, Sigríður Pjetursdóttir, Rv., veiktist á mið- jum vetri og hætti þá námi. —-----—X. . j Herbergi til Ieigu með ljósi og hita. Guðmundur Ólafsson brm. Sími 488 eða 202. =■=“= Vinna. =—- Matsveinn getur fengið pláss á ensk- um togara. Uppl. hjá Geir Zoega, Hafnarfirði, sími 111. Aldraður maður, hreinlegur og geð- góður, helst vanur veiðiskap, óskast strax. Guðrún Jónasson, Eimskipafje- lagshúsinn. ^ ístyttingi pagmælskan og Tr. p. Tíma „rit- stjórinn'* Tr. p. finnur að því, við Morgunbl, að það skyldi ekki verða honum samferða með að rjúfa þagn- arskylduna um gang kjöttollsmálsins. Alt sem kom til þingsins kasta gerðist á lokuðum, einkafundi þingmanna. pingmenn voru þar bundnir þagnar- skyldu. Strax eftir að góðar fregnir bárust frá sendiherra vorum Sveini Bjömssyni, og skýrt var frá þeim á einkafundi í þinginu, varð þess vart að tveir þingmenn, „ritstjórar“ Tím- ans, áttu ilt með að halda þagnar- skylduna. purfti þessvegna að boða sjerstakan fund í sameinuðu þingi fcil þess að brýna fyrir þessum mönn- um þagmælskuna. Öll blöð, önnur en Tíminn, sáu það skyldu sína að þegja, þangað til tilkynning kæmi frá stjóm- inni. Tryggva pórhallssyni ferst að vera montinn yfir kjaftæði sínu! Ef — já ef Alþýðflblaðs-rithöfund- arnir hirtu um að vita nokkuð um það, sem iþeir eru að fara með, þá skrifuðu þeir ekki aðra eins grein og þá er birtist þ. 12. þ. m. Efnið er þettá: Af því bara por- steinn Gíslason befir sagt að aðeins einn af 17 íslenskum eigendum Morg- unblaðsins sje fæddur erlendis, þá er ekkert á því að byggja; þeir geta flestir verið erlendir fyrir því, og ef svo er, þá eru erlendu yfirráðin augljós. — peir eru fimir að koma fyrir sig getsökunum. Bárðdælingar eiga hann. Eftir því sem vjer vitum, er ekki nema ein Hrifla á landinu —- og hún ií Bárð- ardal. Öll sú skömm og svívirða sem Jónas hefir leitt og kann að leiða yfir íslenska baændastjett verðnr því eigi klínt á aðrar sveitir. Pegar Jón landritari var alræðis- maðnr í kláðamálinu forðum og skip- aði fyrir um lækningar, sem þótti gefast misjafnlega, mætti hann Matt- híasi Jochumssyni einu sinni á götu. „pað má segja um þig Jón,“ segir Matthías „að þú ert dýrgripur lands- ins“j Jón ljet í Ijósi þakklæti sitt. Já, en gættu að því, að það voru tvö orð, dýr gripur. segir þá Matt- hías aftur. Eins má segja um Hriflu-Jónas. pan eru tvö orðin, og einkum verðnr hann kanpfjelagsbændum dýr, ef eigi verður tekið ,rækilega í axlir honum{, svo höfð sjeu orð p. G. Misskilningur er það hjá þeim Ies- endum „Tímans,“ sem eftir eru, er þtir halda að „Tímanum“ sje haldið útí til þess að kynna þeim nýjungar og landsmál alment, enda er hann altaf að bera þess Ijósar merki að hann er ekki annað en klanfalegur og strákslegur æsingasnepill fyrir Hriflumanninn og örfáa fylgifiska hans. peir sem sjaldan sjá blaðið þurfa annað en líta á síðasta töiubl. til þess að ganga >úr skugga um, að svona er komið. Barnalegar umræður. :— Eftir að Morgunblaðið hafði sýnt porsteini Gíslasyni fram á þá margföldu snún- inga, sem hann hafði farið í „blaða- deilunni nýju“, sem hann nefndi svo, með því að prenta upp það markverðasta sem porsteinn Gíslason hafði^sagt í málinu, þá fyrst blöskr- ar honum og' segir í síðnstu Lög- rjettu, að þessar umræður hans hafi vissulega verið mjög barnalegar. 0------- Gengið. Rvík í gær. Sterlingspund 32,30 Danskar kr 125,69 Sænskar kr 200,68 Norskar kr 104,60 Dollar 7,56 DAGBÖK. Messur á morgun: í dómkirkjunni klukkan 11, cand. theol. S. Á. Œsla- son. Klukkan 5, sjera Fr. Friðriksson. í fríkirkjunni klukkan 5 eftir hád., ■sjera Haraldur Níelsson. í Landakotskirkju kl. 9 fyrir hád. guðsþjónusta með prjedikun. Embættaveitingar. Jón Benedikts- son hefir verið skipaður hjeraðslækn- h’ í Hofsóshjeraði frá 1. júní að telja. Arni Vilhjálmsson hefir verið skipaður , hjeraðslæknir í Yopnafjarð- arhjeraði, sömuleiðis frá 1. júní. Guðni Hjörleifsson hefir verið settur hjeraðslæknir í Hróarstunguhjeraði. Steinn M. Steinssen verkfræðingur hefir verið ráðinn forstjóri Flóaá- veitnnnar, í stað Jóns Porlákssonar fjármálaráðlierra. E.g. Eeleze heitir kolaskip, sem kom í gær til Sigurðar Runólfssonar, með um 600 tonn. Togararnir. Af veiðum komu í gær Egill með 92 tunnur og Glaður með um 90 tunnur. Inger Eliseheth, sem hjeðan fór fyrir stuttu, kom hjer inn aftur í gær vegna vjelarbilunar, sem þó var lítilsháttar. Mun skipið fara hjeðan mjög bráðlega aftur. íslenskar auglýsingar. Sjerstaka at- hygli vakti auglýsingin í Morgunbl. G e f i ð þvi gaum hve auðveldlega sterk og særandi efni § sápum, geta komist inn í liúðiaa um svita- holumar, og hve auðveldlega sýmefni þatt sem eru ávalt í vondum sápum, leysa upp fituna í húðinni og geta skemt faliegan hörundslit og heilbrigt útlit. —• Þá muniS þjer sannfærast um, hve nauðsynlegt þaf er, að vera mjög varkár í valinu þegar þjer kjósið sáputegund. Fedora-sápan tryggir yður, að þjer eig- ið ekkert á hættu, er þjer notið hana, vegna þess, hve hún er fyllilega hrein, lans við sterk efni og vel vandað til efna í hana — efna s&m hin miida fitukenda froða, er svo mjög her á hjá FEDORA- SÁPUNNI, eiga rót sína að rekja til, og eru sjerstaklega hentqg til að hreinsa svitaholurnar, auka starf húðarinnar og gera húð ina mjúka eins og flauei og faUega, hörundslitinn skíran og hrein an, háls og hendur hvítai og mjúkar. Aðalumboðsmenn: R. KJARTANSSON & G o. Reykjavík. Simi 1266. Snurpinótaspil. peir sem hafa talað við mig um pöntun á snurpinótaspilum en ekki fest kaup, sem og aðrir sem þurfa á spilum, eru beðnir um að tala við mig fyrir miðja næstu viku, því þá verður stór pöntun símuð út. — 0. ELLINGSEN Sími 605 og 597. Hafnarstræti 15. í gær frá versluninni „Áfram ‘ ‘ Var hún vel samin og áreiðanlega frumsamin, en ekki þýdd úr erlendum ■blöðutn, eins og oft mun eiga sjer stað hjer um auglýsingar. íslenskir kanpmenn og aðrir auglýsendur ættu að leggja meiri stund á en gert hefir verið að hafa auglýsingarnar frum- legar en skrumlausar og sníða þær ,ékki eftir útlendum fyrirmyndum. Z. 250 tunnur af síld kom m.k. Har- aldur með hingað nýlega. Hafði hann veitt síldina í Jökuldjúpinu, og feng- ið allt í einu, virðist því vera gengin allmikil síld í djúpið. Bamaskólinn. Á>síðasta bæjarstjórn- arfundi vakti Gunnlaugur Claessen máls á því, að safnað væri skýrslu um starf hjúkrunarkonu, tanplmkms og skólalæknis við bamaskólann hjer, og væri sú skýrsla lögð fyrir bæjar- stjómina. Og mun það verða gert á næst fundi hennar. Taldi hann þessa skýrslugjöf geta orðið til góðs á margan hátt fyrir heilbrigðismal skólans. l Beitiland bæjarins. Bæjarstjórnin hefir nýlega ákveðið að haga notkun beitilands bæjarins í sumar þannig, að Fossvogur neðan Hafnarfj.vegarins sje ætlaður fyrir ökumannahesta, Fossvogur austan ræktaða landsins og innri girðingamar í Sogamýri fyrir kýr, vestri girðingin í Sogamýri fyrir ferðamannahesta, Kringlumýri fyrir hesta bæjarins og Laugarn&s- girðingin fyrir reiðhesta bæjarmanna. Hagatollur mun verða sá sami og áður. Sigurður Birkis syngur í Bárunui í kvöld kl. 81/2. Frú Ásta Einarson aðstoðar. í þetta sinn syngur Birkis aðeins íslenskan texta. Hlutaveltu heldur U. M. F. R. í húsi fjelagsins við Laufásveg 13, til ■ágóSa fyrir byggingu sína Mnkkan 8 í kvöld og annað kvöld. Marga ágæta mnni verður um að draga svo sem 280,00 kr. salonborð, 80,00 króna ruggustóll og 85,00 blómasúla, alt frá Húsgagnaverslun Reykjavíkur. — Ennfremur má nefna: legubekk, teppii mörg skpd. a£ kolum og ýmsa fleiri verðmæta og gagnlega muni. Auk þess bílferðir í ýmsar áttir og marga að- göngumiða í Bíó. En framar öllu öðru ber að geta þess, að nokkrir listamenu þessa bæjar hafa sýnt þá rausn og góðvild að gefa nokkur listavetrk á hlutaveltuna, Nokkrir af munumun verða til sýnis í glugganum hjá Har- aldi Ámasyni. Styrkið gott málefni og freistið gæfunnar um leið! Johan Nilsson, fiðluleikarinn frægi heldur hljómleika í Nýja Bíó, næst~ komandi mánudag kl. 7I4. Óhætt mun I að fullyrða að fjölment verði. „Lagarfoss for frá Hafnarfirði í kvöld til Leith og Kaupmannahafnar. Meðal farþega verða Árni Jónsson alþingismaður frá Múla, og fjármála- ráðherra Jón porláksson fer með skipinu til Vestmaunaeyja og tekuf þar ,.Merkúr“ til Noregs og Khafnar. Ennfremur fer Sökjær blaðamaður með skipinu. Sjómannastofan: í kvöld M. Sy2 talar sjera Fr. Friðriksson. Hljómleikar. Hanna Granfelt held- ur hljómleika í kvöld kl. 7 í Nýja Bíó. Er hlntverkaskráin nú einkum skipuð söngvum, sem kunnir eru öll- um þorra manna, og ge£st fólki því kostur á að heyra hina ágætu rödd ungfrúarinnar og snildarlega leikm í 1 viðfangsefnum, er flestir kannast við. Úr söngskránni má nefna: þrjú lög ' eftir norska tónskáldið Kjerulf, nfl. Prinsessen sad höjt i sit Jomfrubur, Jeg kunde slet ikke sove og Alt lægger for din Fod jeg ned, Solveig9 Sang eftir , Grieg, sænsku þjóðvísuna Om dageu vid mitt arbeta. Eftir finsk , tónskáld syngur ungfrúin lög eftir j Kuula, Melartin og Merikanto. prjú ' íslensk lög eru á söngskránni: Kirkju- hvoll eftir Árna Thorsteinsson og Draumalandið og Sofnar lóa oftir Sigfús Einarsson. pá má nefna Skin ud, du klare Solskin eftir Lange- Miiller, Nachtigall eftir Alabieff, Elegi eftir Massenet og loks aríuna úr Traviata, sem vakti svo mikla að- dáun á síðustu hljómleikum ungfrú Granfelt. Matthías Einarsson læknir hefir flutt lækningastofu sína úr Pósthús- ' stræti í Kirkjustræti 10, þar sem hÚE var fyrrum. <v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.