Morgunblaðið - 21.05.1924, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1924, Blaðsíða 2
MORG5 Nhthíw a j| |f | lill i fl Él jf Ennþá ei* Sítið eitt nseit. peir, sem eiga geymdan áburð hjá okkur — Superfosfat eða Noregs-saltpjetur — eru beðnir að vitja haus hið allra fyrsta. eilbrigdistiðindi Ýms tíðindi. Barnaveikin í Yestmannaeyjum er stöðvuð, hefir alls komist í 12 eða 13 hús. Bólusótt hefir lítillega gert vart við sig í Kaupmannahöfn, en eft- ir loftskeyti að dæma, sem hingað barst 18. þ. m., má ætla að engin ihætta sje á ferðum, enda er það ■árlegur viðburður, að bólusóttar verður vart hingað og þangað í hafnarbæjum álfunnar, en aldrei svo, að orð sje á gerandi. pökk veri Edward Jenner, enska lækn- inum, sem fann kúabólusetning- tana. Frá alþingi. Sparnaðarstefna þingsins kom að ýmsu leyti hart niður í heilbrigðismálunum. Mun jeg smátt og smátt drepa á það helsta af því, sem gert var, eða látrð ógert. Skal að þessu sinni aðeins minst á 12. gr. fjárlag- auna („læknaskipun og heilbrigð- ismál“); þar er það tvent, sem svíður íaugum: — 1) Átta lækn- ishjeruð höfðu stóra þörf fyrir styrk til læknisbustaða og sjúkra- skýla, en þau voru ekki nema þrjú, sem fengu úrlausnf fsaf jörð- ur, 25,000 kr., Borgarneshjerað 15,000 kr. og Grímsneshjerað 3,000 kr. — 2) pá er það blátt áfram sárgrætilegt, að þingið skyldi fella. niður utanfararstyrk hjeraðslækna, sem staðið hefir á fjárlögum síðan 1907, aldrei ver- ið um stórfje að ræða (2—3 þús. kr.), en áreiðanlega stuðlað stór- um að því, að halda_ uppi lækna- mentun landsins. það veit alþýða manna fult eins vel og við lækn- Nokkrir ðuglegir fiskimenn verða ráðnir á skip á Vesturlandi. Ágæt kjör í boði. Upplýsingar í Mjóstræti 6 kl. 12—3 í dag. Laugavegs-Apótek verAur opnað i nýja húsínu á Laugaveg 16, á morgun, fimtudaginn 22. þ. m. Stefán Thorarensen. 20. maí 1924. G. B. s- "5—$——? Pjóðþrifin. Hvar stöndum vjer? pegar far- ið er að ræða um heilbrigðismál vor, verður manni fyrst fyrir að spyrja: Hvernig er annars heil- brigði manna hjer á landi? Er hún betri eða verri en í nágranna- löndunum, og hvemig þrífst þjóð- in og dafnar, í samanburði við aðrar þjóðir? Jeg skal reyna að svara þessum spurn'ngum í fám orðum, en dá- lítinn krók vil jeg þó fara með þig, lesari góður! Við skulum þá jafnframt „líta jrfir liðna öld“, sjá hversu áður var, svo okkur skiljist betur hversu ástandið er nú, og hvort vjer höfum farið aftur á bak eða áfram. pað eru þá einkum 3 hlutir, sem koma til athugunar og gefa Ijósasta hug- mynd um heilbrigðisástandið: manndauðinn í landinu, hve mikil viðkoman eða barnkoman er, og í þriðja lagi fólksfjölgunin, sem sjá má ljóslega á myndinni, sem hjer er sett. Hún er í raun og veru þess virði að þú kliptir hana úr blað- inu og geymdir hana. 1 Félksfjöldi, barnkoma og mann- dauði á íslandi 1751—1920. (Eftir Heilbrigðisskýrslum 1911—1920). Beinu strikin, sem liggja upp og ofan mynd þessa, greina árin á þessu tímabili. Fínu, smáu strik- in, afmarka eitt ár, en gildari strikin áratug. Vð aldamótin 1800 og 1900 eru strikin gildust. Annars standa ártölin (áratugarn ir) neðan rmdir myndinni. prjár hlykkjóttar, feitar línur liggja þvert yfir myndina. Hin efsta manndauðann. Hægra megin við myndina standa tölur, sem sýna hve margar þúsundir fólksfjöldinn er við lárjettu beinu línurnar, sem liggja yfir myndina þvera. Fólksfjöldinn. Við skulum líta fyrst á fólks- fjöldann, sem sýndur er á efstu, hlykkjóttu línunni. Fyrst er þá kaflinn lengst til vinstri, fram að aldamótunum 1800. Hann tekur yfir 50 ár. 1751 er mannfjöldinn nálega 50 þús., en um 1860 er hann fallinn niður í rúmar 40 þús. Á 2 næstu áratugunum vex hann aftur og kemst upp undir 50 þús., en 6 árum síðar (1786) er hann fallinn niður fyrir 40 þús. Úr því vex hann til alda- móta. En hvernig gat nú fólliinu fækkað svona skyndilega, fækkað á fám árum um fimtung? prent olli þessu: Hafísar, eldgos (móðu- harðindin) og óárun gerðu mann- felli, svo fólkið dó unnvörpum úr sulti og seyru. Sóttir geisuðu og þar á meðal bólusótt tvisvar sinn- um. í þriðja lagi kunmi menn ekki að fara með ungbörn, svo þriðja hvert barn dó á fyrsta ári. petta var óskapleg öld, og hefði hún staðið lengi, hefðu íslending- ar orðið aldauða. Á 18. öldinni vex fólksfjöldinn mikið, en fremur óreglulega og hægfara. Fyrstu áratugina stend- ur hann nálega í stað (óárun), en úr því vex hann jafnt og þ.jett til 1880. pá lækkar hann í nokkur ár, aðallega vegna Ameríkufara. Eftir þennan tíma og alla leið fram að 1920 vex fólksfjöldinn jafnt og hraðfara, meira en nokkru sinni fyr, síðan landið bygðist. Með sama áframhaldi tvö- faldast íbúatala landsins á 70 til 80 árum, og betur gera þau ekki nágrannalöndin. pegar litið er á fólksfjöldalín- una, má segja, að þjóðin hafi verið bersýnilega að berjast við dauðann fram yfir aldamótin 1800. Ur því kemst hún í lang- vinnan og tvísýnan afturbata. En það er fyrst um 1890, að hún stendur upp úr þessari dauðans sótt, sem heita má að hafi varað í þúsund ár. Og þá er eins og hún Smásöluverö má ekki vera hærra á eftirtoldum tóbakstegundum, en hjer segir: Moss Rose (Br. American Tobaceo Co. Kr. Old Friend ---- — Ocean ---- Waverley ---- Olasgow í 14 ---- do. í i/8 ---- Old English ---- Garrick ---- 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — Utan Eeykjavíkur má verðið vera. því hærra, sem nemur flutningskostnaði frá Iteykjavik til sölustaðar, en þó ekki yfir 2 %. Landsverslun Islands. 8,70 pr. 1 lbs. 8,70 — 10,35 — 13.55 — 15.55 — 16,10 — 19,00 — 23,60 — sýnir fólksfjöldann í land’nu á hverju ári, í öll þessi 170 ár, mið- línan barnkomuna og neðsta línan , I fsafoldarprentsmlðja leyslr alla prentun vel og aam- vlskusamlega af hendi meB lægsta verCi. — Hefir bestu sambönd f allskonar pappir sem til eru. — Hennar sívaxandi gengi er besti mællkvarTSInn á hinar miklu vin- sældir er hún hefir unniC sjer meö áreiiSanleik f viBskiftum og lipurri og' fljötri afgreiöslu. Pnppfrs-, umnlnga og prentnýnin- hnrn til nýnln á nkrlfntofnnnl. — ------------Rlml 48.------------- sje orðin ung í annað s:nn: börn- in lifa, manndauðinn minkar og fólksfjöldinn vex eins og ekkert befði í skorist! í þessu miklvæga atriði, fólksfjölguninni, stöndum vjer jafnfætis hinum Norðurlanda- þjóðunum. Barnkoma, Við sjáum hana á hlykkjóttu miðlínunni, á myndinni, en til hægri við myndina. standa tölur, sem sýna hve mörg börn fæðast árlega hjá hverjum 100 íbúum. pað er fljótsjeð á línu þessari, að ærið misjöfn hefir barnkoman verið, engu síður en fólksfjöldinn. pegar fólkið hefir hrunið mest niður, dregur mjög úr barnafjöld- anum, en eftir óárin vex hann svo hraðfara aftur. pegar hann er sem mestur, fæðast um og yfir 40 börn á ári á hvert 1000 íbúa, en það má telja geysilega vi^* komu. pegar verst gekk, voru bömin rúmlega 10 á hvert 1000 og það horfir beint til landauðn- ar. Einkennilegt er þó eiU og það er, að frá því uxn 1830 má heita, að barnakoman ^ari yfirleitt minkandi. 1831 er barnakoman um 49 á hvert 1000 ibúa en 1920 er hún um 25. petta er mikil lækk- un og haldi þessu áfram er oss glötnnin vís. pó verður ekki aDn- að sagt, en að ennþá sje viðkoman nægileí? til allra þjóðþrifa. En ;<hún má ekki minka iir því sem orðið er. Manndauðiim sjest á neðstu hlykkjalínunni og er því meiri sem línan gengur lengra niður á við. Tölurnar til hægri sýna hve margir hafa dáið á ári af hverjn þiisundi íbúa. Pað sjest þá óðara, að línan er af- skaplega hlykkjótt. Manndauð- inn hefir verið feiknalegur sum árin. pannig dó 1785, í Móðu- harðindunum, tíundi hver maður. pað eru ýmist hallæri eða sóttir, sem valda manndauðanum en bamadauðinn hleypti tölunni fram jafnt og þjett. Eftirtektarvert er, að úr því kemur fram yfir árið 1860 fara hlykkirnir að vterða minni, mannd^uðinn jafnari, að 1F' Éí: j' EIMSKIPAFJELAGfl ÍSLANDS revkjavík E.s. | E s j s * fer hjeðan 27. maí austur og norð- ur kringum land (samkv. 5. ferð áætlunarinnar). Vörur afhendist á föstudag og laugardag. Farsóðlar sækist á laugardag eða mánudag. E.s. fGoðafossc fer hjeðan vestur og norður um land til útlanda 31. mai (samkv. 16. ferð áætlunarinnar). Eldspýtuv* <óaaBl tegund) nýkomnar. I. Drynjólfsson B Kuaran Aðalstræti 9. Sím*r 890 & 949. undanteknu mislingaárinn 1882. Jafnframt sjest, að manndauðinn minkar stöðugt, og það miklu meira en sem svari því, hve færri börn fæðast. 1861 deyja um 36 menn af hverju þúsundi en 1920 einir 14. petta er geysileg fram- för. pað er henni að þakka, að fólkinn hefir fjölgað, þrátt fyrir það að barnkoman hafi stórnm minkað. — Manndauðinn er nú litlu meiri en gerist á Norðurlönd- um. Hann kemst þar niður í tólf er best lætur og því marki náðum vjer 1917. Ungbarnadanðinn er nú að miklu leyti kveðinn niður. pað hafa dáið nm 67 börn (á árunnm 1915—’20) af hverjum 1000, sem fæðast lifandi. petta er mjög lít- ill barnadauði, eflir þvj sem ger- ist hjá nágrannaþjóðnnnm. Hvar stöndum vjer? spurðum vjer í upphafi. Jeg svara þannig: Vjer stöndum hvað manndauða og fólksfjölgun snertir uieð fremstu þjóðum. Á hálfri öld höfum vjer komist úr miðalda ástandi á móts við hestu menuingarþjóðir. petta er kraftaverki næst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.