Morgunblaðið - 21.06.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÍIft sloahs 'tFAMILIE^* IUNIMENT k ! BORTDRIVER 1SMERTERNE J n !■**■ ■mfn i»n 1 r UK»IMH.i bJLOAJN» er langútbreiddasta „LJNIMENT“ í heimi, og þúsundir manna reiða sig á hann. Hitar strax og linar verki. Er borinn á án nún* ings. Seldur í öllum lyfjabúðum. — Nákvæmar notkunarreglur fylgja hverri flösku. ODYRAR VORURi Vasaverkfæri á 1,00. Sjálfblekungar á 2,00. Rakvjelar á 2,76. Rakvjela- blöð á 0,25. Vasahnífar á 1,00'. Munnhörpur á 0,35. Fuglar á 0,50. Dúkkur á 0,45. Dokhaldarar á 0,50. Úrfestar á 0,50. Hitamælar á 1,00. Matskeiðar, alum., á 0,35. Gafflar, alúm., á 0,30. Teskeiðar, alúm., á 0,20. Bollapör á 0,50. Matardiskar 0,75. Speglar á 1,00. Pakkalitur á 0,20 brjefið. Myudir á 0,25, 0,50, 0,75 og 1,00. K> Einarsson & Björnsson. ------ Tilkynningar.---------- ísafold var blaða best! tsafold er blaða best! ísafold verður blaða best. iuglýsingablað fyrir sveitirnar. Auglýsingu ef áttu hjer einu sinni góða, . enginn vafi er að hún ber árangur sem líkar þjer. ViSskifti. ----------- Hreinar ljereftstuskur kaupir lea foldarprentsmiðja >æsta verði. Malteztrakt — frá Ölgerðin Egill íkallagrímsson, er best og ódýrast. Dlvanar, borðstofuborð og stóiar, tóýrast og beat í Húsgagnaverslan áteykjavíkur. ToppasykUr, molasykur, strausyk- ur og kandís; ódýrt. Hannes Jóns- son, Laugaveg 28. Ný fataefni í miklu úrvali. Tilbúin föt nýsaumuð frá kr. 95,00. Föt al- greidd mjög fljótt. Andrjes Andrjes- son, Laugaveg 3, sími 169. i sylifimir fæst í dag í Pósthússtræti 9. Nú spyrja Pæreyingar mjög ákveðið: Hverjir eru það sem hafa ósk- að þess? Hvaða Pæreyingar vilja að fornsöguleg skjöl og ágætar heimildir um sögu eyjanna og þjóðarinnar flytjist til Danmerk- ur? Og þeir benda á samþyktir Lögþingsins og almennan vilja eyj- jarmanna —• og skilja hvorki upp nje niður í þessu. Krefjast þeir þess, að ríkisskjalavörðurinn láti alt uppi um þetta mál og segi Kraks Vejviser 1922 og Kellys Directory 1920, til sölu mjög pdýrt á A. S. í.______________________ Erlenda nikkel- og silfurmynt kaup- ir hæsta verði Quðm. Guðnason gull- smiður, Vallarstræti 4. Morgan Brothers vin: Portvín (double diamond). Sherry, Madeira, eru viðurkend best. Kaupið Colgate raksápu og rak- duft, meðan það er ódýrt. Rakara- stofan í Eimskipafjelagshúsinu. Húsnæði. ——— Stórt herbergi ósamt öðru minna (sem nota má fyrir eldhús), er til leigu. A. S. í. vísar á. 4 til 6 jherbergi og eldhús óskast 1. 1. eða 15. okt. næstk. Tilboð merkt „15. okt.“, sendist A. S. í., fyrir 25. þ. m. Herbergi til leigu á Stýrimannastíg 3, fyrir einhleypa. skýrt frá um það, hverjir það sjeu, sem eigi upptökin að þessu. —----o------ Gengið. Rvík, í dag. Sterl. pd.................. 32.00 Danskar kr................125.00 Norskar kr.................99.94 Sænskar kr................197.00 Dollar..................... 7.41 Pr. frankar................ 40.38 *— ---z--—■ DAGBÓK. □ Edda 59246246'/a—l Messað í Dómkirkjunni á morgun kl. 11 sjera Bjarni Jónsson. Engin síðdegismessa. 1 Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2 e. h. sjera Árni Sigurðsson. Kl. 5 sjera Haraldur Níelsson. í Landakotskirkju Pontifikalmessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. Pantifikal- guðsþjónusta með prjedikun. fjýfittcrj • ^l' Mótorskipið Svanur fer í dag kí. 2 til Breiðafjarðar. Skemtiför stúkunuar ,Svövu' verð- ur á morgun, ef veður leyfir. Nefnd- in biður fjelagsmenn að vera stund- vísa. Ef einhverjir hafa ekki fengið aðgöngumiða, eru þeir bejðnir að snúa sjer til gæslumanns. Verkamannaskýlið. par talar á morgun kl. 5 sjera Árni Sigurðs- son. V J ónsmessuhátíð ætla Hafnf irðing- ar að halda nú eins og í fyrra, sunnu- daginn 29. júní. Verður hún haldin á sama stað og áður. par verður til skemtunar ræðuhöld, söngur (karla- kór), hornamúsik, fimleikasýning og og dans. Veitingar verða allan dag- inn í tjöldum á staðnum, og yfir höfuð verður sama fyrirkomulag á hátíðinni og í fyrra. Fjelagið ,Magni‘ gengst fyrir henni. Staðurinn, sem hún er haldin á, er hinn skemtileg- asti og einkennilegasti, og skemtu menn sjer þar hið besta í fyrra. Tógararnir. Gulltoppur kom inn í gærmorgun með um 200 tunnur eftir 2 fcúra og Glaður kom með síðast yf- ir 220 föt, söinuleiðis eftir 2 túra, en ekki 170, eins og sagt var í blaðinu í gær. Ennfremur hafa komið inn pórólfur með 90 föt, Ari með 130 og Maí með góðan afla. Tryggvi garnli n»eð 105 og Skúli fógeti með 120. Dánarfregn. Á Vífilsstöðum ljest 18. þ. m. Fanney porkelsdóttir síma- mær, ættuð af Sauðárkróki. Hún hefir legið á hælinu síðan í haust. Iðnsýning kvenna. pessi mishermi hufa slæðst iun í frésögn blaðsins a£ henni: Forstöðukona skólane hef- ir ekki kent börnunum á málleys- ingjaskólanum burstagerð og prjón, heldur ungfrú Ragnh. Guð- j jónsdóttir. María Sveinsdóttir, sem á litla vefstólinn, hefir ýmsa aðra at- vinnu en perluvefnaðinn, og perlu- smokkarnir eru prjónaðir. Guðmundur Friðjónsson skáld er staddur hjer í bænum um þessar mundir; kom austan úr Fljótshlíð í fyrradag, og fer norður um mánaða- mótin. Myndasýning. Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu, sýnir Norð- maðurinn Peter J. Sörá myndir, bæði lifandi myndir og skuggamynd- ir, í Goodtemplarahúsinu á sunnu- dagsmorguninn. Hann hefir ferðast víða, og sjerstaklega um allan Noreg þveran og endilangan, mest í þarfir Unglingareglunnar. Hann á firnin öll af myndum, bæði af landslagi og' öðru. Aðgangur hefir verið hafður ; svo lítill, að öll börn, sem langar til . að sjá fallegar og skemtilegar mynd- ir, geta komið. 41 árs varð í gær Herbert Sig- mundsson prentsmiðjustjórL Norræna fjelagið hjelt aðalfund sinn í gærkvöldi, uppi hjá Rósen- berg. Formaður, Matthías pórðarson fornminjavörður, skýrði frá gjörð- um fjelagsins á liðnu ári. Starfið hafði einkum verið fólgið í viðskift- um við fjelögin „Norden“ erlendis, og m. a. hafði formaður því yerið sendur sem fulltrúi á norræna mótið í Gautaborg á síðastliðnu sumri. Á kennaranáinsskeið fjel. „Norden“ í Danmörku, í Hindsgavle á Fjóni höfðu farið 11 íslenskir kennarar á vegum fjelagsins. Reikningar fjelags- ins voru lagðir fram og samþyktir, og að lyktum var stjórnin öll endurkos- in; en í henni eru auk Matthíasar Sigurður Eggerz bankastjóri, porst. Gíslason ritstj., Sigurður Nordal próf. og Ásgeir Ásgeirssou keuuari. O— 1 u.u Sveitirnar. Eftir Jón Bjömsson. Niðurl. Svo smástyttast dagarnir. Sólin liekkar sendir hitalitla, ská- halla geisla niður á alhvítuna, en megnar ekkert. pað birtix eeint og dimmir snemma. Seinast eru dag- arnir ekki nema ofurlítil glæta örlitla stund. Myrkrið sest að hh hýlunum, En vetrarstörfin eru mörg á bóndabænum — og erfið flest. pað er vakað og hugsað, rætt og lesið. Altaf kemur eitthvað, sem Veldur umtali. Merkur maður, Sveitarhöfðingi, deyr. Maður, sem hefir markað spor í umhverfi sínu. Menn ræða um etörf hans, llindarfar, breytni, rifja upp orð hans og athafnir, meta hann og skýra. Hálf sveitin fylgir honum til grafar. Eða að annar verður úti í einhverjum bylnum, sVo að því líkt sem andvarp eða trega- stuna fer um alla sveitina, pví í sveitunum taka menn dýpri þátt í ÖrlÖgum annara en í bæjunum. Hver maður hefir þekt hinn látna. Altaf er eitthvað, sem hnippir í mennina, kemur þeim til að vaka. pó er sú ró í sveituirum, sem aldrei fæst í bæjum. par geta menn horft inn í sjálfa sig, rann- sakað sig og umhverfið. par þyrl- ast ekki hver athugun og hugsun burt í þys og fleygistraumi mann- margra bæja. Menn hafa næði til að hugsa, næði til að festa sjer í minni alt það, sem hver dagurinn opinberar. Svo koma jólin — þessi höfuð- hátíð sveitanna. Pau minna á Al- þing hið forna, þar sem hundruð manna hittust og söfnuðu sjer .nýrri lífsreynslu og íhugunarefni. Jólin í sveitunum eru samskonar uppskeruhátíð fyrir athugula menn. pá fer hver til kirkju, sem vetlingi getur valdið, eða í kynn- isföl- og hittir vini sína og ætt- menn, á skemtanir eða mannfundi, yngist upp, hitnar í lund. En þó eru ferðalögin ekki aðalatriðið, heldur hitt, að það er meiri há- tignarblær yfir jólunum í sveitun- um en í borgunum. par er þeim samfara mikil helgi. 1 bæjunum þurkast hún út, — jóladagarnir eru þár eins og aðrir helgidagar, sviplausir, litdaufir. Menn fara í !betri fötin, borða góðan mat, þeir, sem það geta, fara í kirkjuha, milli húsa til vina og kunniugja. Alt er þetta hversdagslegt, vana- legt. En í sveitunum klæða menn sig ekki í sitt hátíðaskart á hverj- um sunnudegi, og þar hafa menn ekki tækifæri til að fara í kirkju hvern helgan dkg. Jólin skapa möguleikana til þess. Og yfir öllu hvílir hátíðablær, lotningarfullur einfaldleiki sveitalífsins. pað þyk- ir ef til vill ekki merkileg sjón, að sjá fjölda manns koma úr öll- um áttum, frá hverju heimili, á jóladaginn, berjast máske í kaf- snjó langar leiðir og sameinast við kirkjuna. En hún er fögur. Og það er yfir henni annar blær en kirkjugöngu kaupstaðafólksins eftir lögðum götum, sem ekki á steinsnar í kirkju sína. IV. En nú fara dagarnir að lengj- ast. Jólin eru ljós-hátíð í tvenn- um skilningi. Birtan eykst, eins og- hún hafi löngun til að dvelja lengur hvern daginn. En þó eru kvöldvökurnar enn langar. Og þá verða sum íslensku heimilin að meiitasetrum. Fátt er svo ilt, að ekki stafi af því eitthvað gott. Ef til vill eigum við skammdegis- hríðunum og myrkrinu það að þakka, að íslensk alþýða er fróð- leiksfúsari og mentahneigðari en annarsstaðar. Veturinn og veður- harkan girða fyrír flest önnur störf utan húss, en skepnuhirð ingu og þau verk, sem óumflýjan- leg eru til þess að balda heimil- inu uppi. En þá beinist athafna- þrekið, starfslöngunin inn á við, að bókunum. Meðan stormurinu geysar úti og snjónum hleður mð- ur, eiga menn „sumar innra fyrir andann“. pá loga þau mentaljós í bæjunum, sem hafa varðveitt alþýðuna frá því að verðh blind í dimmu skammdegisins. Lestur- inn heldur sálunni hlýrri og op- inni. Og það er lesið á ótrúlegustu stöðum. Vinnukonurnar lesa í fjósinu, meðan kýrnar ljúka við gjöfina. Ung'Iingarnir hvar og hvenær sem þeir festa hönd á bók. Dæmi eru til, að mentafús sveitapiltur las vi® skímuna af tunglskinsgeislanum, sem lagði iun um smárúðaðan gluggaun á baðstofunni. Hann hafði ekki þol- inmæði til að bíða þess að: brugðið yrði upp ljósi. pað hefir auðvitað ekki alt list- eða lífsgildi, sem lesið er í sveit- unum, fremur en annarsstaðar. En það ýtir þó við hugsuninni og opnar ’heuni ýmsa farvegi ut fyr- ir daglegau sjónhring og þreyt- andi störf. Einstöku sinnum kasta menn af sjer dægurokiuu í sveitunum og skemta sjer — stofna til mann- funda, flytja fyrirlestra , sýna sjónleiki, syngja, dansa. pað er ekki neinn kouuugshallarblær ýf- ir þeim skemtunum. par sjást ekki einkenuisklæddir þjónar, ekki silkihattar, og híbýlin eru ekki neinir endalausir geimar. Enmenn skemta sjer samt, — hlæja og dausa úr sjer mollu og mók langra daga. Unga fólkið kynnist þar, kveikir livað í öðiru og hind- ur þar máske heit sín um æfi- langa s’amfylgd. Pað kostar ef til vill margra klukkustunda gang í ófærð og misjöfnu veðri að sækja jafumargra klukkustunda skemt- un. En sveitafólkið er því vant, að liafa mikið f'yrir öllu, taka á krÖftunum. öjkemtanirnar eru eltki nein undantekning. En það er gömul reynsla, að því betra er ! hnossið, þegar það fæst, sem meira ér fyrir því barist. Og svo líður veturinn, hægt og silálega, en styttist þó. Skamm- degið þrýtur. Dagarnir verða bjartari, næturuar skemri. Út- mánuðirnir ganga í garð — ef til vill með stórbríðardaga og hörku, ef til vill mildir og mein- lausir. Og loks endurfæðist alt á ný. Vorið er komið aftur og lífið rís upp úr gröf sinni. -z-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.