Morgunblaðið - 08.07.1924, Síða 3

Morgunblaðið - 08.07.1924, Síða 3
MORGUNBEAfl® ^e*æ&gH ■ MORGUNBLAÐIÐ. Etofnandi: Vilh. Flnaen. Otgefandi: FJelag 1 Reykjavik. Ritstjórar: Jón KJartanason, Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: K. Hafberg. Skrlfstofa Austurstrœti 5. Slmar. Ritstjórn nr. 498. Afgr. og bókhald nr. 600, Auglýsingaskrifst. nr. 700. Helmaslmar: J. KJ. ur- V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. JLskrlftagJald lnnanbæjar og I ná.- grennl kr. 2,00 á mánuCl, innanlands fjær kr. 2,60. f lausasölu 10 aura eint. Ólíkar stefnur. pessa dagana er „Alþýðublað- ið“ að berjast við að skýra það fyrir mönnum, að í raun og veru sjeu stefnur jafnaðarmanna og kommúnista eins. Eitt eintak af blaðinu var lítið annað en ein •náttlaus tilraun til þessarar greinargerðar. Rökin, sem það teflir fram, eru »nest sótt í alfræðiorðbækur og þáðan tekin ýms nöfn, sem verið ‘bafa á jafnaðarstefnunni á bin- nm og þessum tíma. — Nokkur mannanöfn eru og nefnd svo sem til kryddg í vaðlinum. petta og annað ekki færir blaðið fram því til stuðnings að stefnurnar sjeu «ins. Alt þetta gat blaðið sparað ejer. ,,pað þýðir ekki .að þylja Höfnin tóm.“ Stefnurnar sjálfar, 'eins og þær eru framkvæmdar, ®anna best og sýna þvílíkt djúp ®r milli þeirra. Fimbulfamb með tilvitnanir í fræðisetningar er gagnslaust. pað er lífið sjálft, «em talar og sker úr um stefnur ng mál. Og það hefir skorið úr 'á þann veg, í þessu máli, að að- hyllast aðra stefnuna en fordæma hina, því hún er brot á lögmál- um þess. :,Alþýðublaðið“ reku sögu só- -cial smans og bætir svo við eitt- hvað á þessa leið: Við kommún- istar höfum engu breytt í stefnu jafnaðarmanna. Við höfum ekki hreyft okkur í aðra átt. pað minn- ir í þessu efni átakanlega á mann- inn, sem braut dýra 0g fagra postulínsskál. Afsökun hans var l>essi: Jeg gerði í raun 0g veru «kki neitt — færði aðeins til hægri fótinn, stje fram vinstri fæt_ *num 0g rak olnbogann örlítið í. ®n hann braut skálina, Kommún-j istar fara eins að. peir sverja og sárt við leggja að þeir hafi ekki vikið hársbreidd frá jafnaðar- stefnunni. En þeir hafa stigið út fyrir vjebönd hennar, brotið lög hennar og gert hana að glerbrota- msli eins og kallinn skálina, sem getur skorið og blóðgað, ef með það er farið — og hefir gert það. Jafnaðarmenn hafa hvergi gert blóðuga byltingn. Kommúnistar hafa gert það. Jafnaðarmenn hafa aldrei skilið eftir í slóð sinni á leið sinni til valda hrannir af lík- um. Kommúnistar hafa gert það. Jafnaðarmenn hafa aldrei sundr- að heilli þjóð í rústir og skilið «ftir auðn.Kommúnistar hafa gert hað. Samt segir „Alþýðublaðið* að Uiunurinn sje enginn. Pegar menn dæma um ein- hverja stefnu og gildi hennar fyr- ir þjóðirnar, fara menn ekki í alfræðiorðbækur. Menn líta á þau áhrif sem hún hefir og það sem hún framkvæmir og berst fyrir. Rommúnisminn verður að hlíta Sama mælikvarða. Spor hans hræða. pessvegna eru forsvars- menn hans undanskildir þegar ræða er um jafnaðarmenn. „Alþýðublaðið“ ætti, næst þeg- ar það leitast við að skýra mis- mun jafnaðarstefnu og kommún- isma, að nefna orð og verk beggja. pá sæi það ef til vill sjálft mun- inn. Aðrir hafa lengi sjeð hann. ■x- Prá frjettamanni Morgunblaðsins. Dýrðlegur dagur að kvöldi lið- inn. „Hvítáin“ rennur niður nöfnu sína, milli eyra og hólma. Mann- þröng stafna milli. Pólkið er vel kátt, þó lúðrasveitin þegi ennþá. Við erum að koma af Hvítárbakka. mótinu. ' í gær var haldið úr Reykjavík með Suðurlandinu. pað rendi fram hjá Franconiu og út á milli eyja og upp í Borgarnes. Hálfkalt var á leiðinni, cn stilt og fagurt veð- ur. Samt gat kvenfólkið orðið sjó- veikt. Borgarnes finst mjer vera held- ur leiðinlegt. Margt þekki jeg þó þar ágætismanna. í Borgarnesi búa á 4. 'hundrað manna; enginn er þar þó aðalatvinnuvegur; lifa íbúarnir aðallega hverir á öðrum. Drykkjuskapur er nær enginn. Mun nýi læknirinn eiga sinn þátt í því. Jeg gisti hjá Vigfúsi og svaf vært, enda hafði mter verið lofað að verða vakinn í býtið á morg- un, því að með ,,Hvítánni“ ætlaði jeg upp eftir, en sæta verður sjáv- arföllum um ferðalög upp Hvítá. Sólin brendi vangann. Jeg vakn- aði. Ó, jæja, jeg næ í bíl, hugsaði jeg. Stiilkan hafði gleymt mjer. Jeg er ekkert hissa á því og jeg liefi fyrir löngu fyrirgefið henni. Með flutningabíl. Sætin eru bundin á með köðlum. Á miðri leið liölluðumst við ótrúlega mik- ið. Ráð við því:_ Herða á köðlun- um. Á Hvítárbökkum. Fjöldi fólks: Reykvíkingar, Borgnesingar og hjeraðsmenn. Sólskin og hiti. Há- tíð í lofti og nokkur regnþrungin hitaský. Mótið er sett með stuttri ræðu, °g gerði það form. Hjeraðssam- bands U. M. Borgarfjarðar, hr. Jón Guðmundson. Porgils Guðmundsson íþrótta- kennari á Hvanneyri flutti snjalt erindi og hvetjandi. Var það um líkamsmentun og á'hersla lögð á, að meta fegurð, breysti og sam- ræmi meira en kapp. pá var kappsund þreytt í lygn- unni, þar sem Norðurá fellur í Hvítá. preyttu fyrst fullorðnir úr U. M. P. Dagrenning, Lundareykja- dal og U. M. P. Stafholtstnngna. I. verðlaun hlaut Árni Helga- son, U. M. P. Stafholtstungna. pá þreyttu drengir sund (50 metra) og varð hlutskarpastur Jón Á. Brynjólfsson, U. M. P. Stafh., og var 48 sek. Að loknu sundi var söngur. Helmingur mótsgesta sat eða stóð með hatta og húfur á höfðinu á meðan sungið var: „Ó, guð vors lands“. t Pá mælti Sig. Guðjónsson kenn- ari nokkur vel valin orð um afrek Hannesar Hafsteins. Vottaði mann söfnuðurinn minningu hins látna merkismanns lotningu sína. pá var glímt. Kappglíma full- orðinna: I. verðlaun: Björn Vig- fússon (U. M. P. Andakílshr.). Fegurðarglíma, I. verðlaun: Bjarni Eggertsson (U. M. P. Hauk ur, Leirársveit). , Kveðja Norðmanna. Hr. Breids- voll, meðritstjóri „17. Mai“ í Kristjaniu, sem er einn meðal hinna norsku gesta ungmennafje- laganna, flutti íslandi kveðju sína og fjelaga sinna. Hann mælti á nýnorsku. Dáðist hann að fegurð landsins, þrótti þjóðarinnar og lireinleik tungunnar. Hlaup og stökk. I. verðlaun í 100 m. hlaupi hlaut Friðjón Jó- hannsson, U. M. P. Borgarhrepps, (13 sek.). I. verðlaun í 400 m. haupi hlaut sami piltur (63 sek.). I. verðlaun í langstökki hlaut Ari Guðmundsson, U. M. P. Dag- renning. Stökk hann 5.16 metra. Veðreiðar (300 m.). Stökk: 2. verðlaun: Hjörtur Sigm., Deildar- tungu, 25.2 sek. 3. verðlaun, Björn Vigfússon, Gullberustöðum, 25,5. (Skilyrði til I. Verðlauna 24. sek.). Skeið: 2. verðlaun porst. Vil- hjálmsson, Efstabæ, 30 sek. 3. verðlaun Kristján porsteins- son, Fossum, 30 sek. (Skilyrði til I. verðlauna 25 sek.). Var svo dansað fram yfir há- flæði, en með útfallinu fór hljóm- sveitin og gestirnir, hver heim til sín. Jeg varð eftir í Borgarnesi, því að þrátt fyrir alt og alt þykir mjer vænt um nesið, af sjerstakri ástæðu. Mótið fór prýðilega fram; veður var hið ákjósanlegasta. Pjör og líf-sgleði ríkti. Lúðrasveitin gerði sitt til og dró ekki af sjer, þó all- ir væru lúðraþeytararnir hásir og þurbrjósta að loknum blæstri. — Fengu þeir þó kaffi og svo sungu þeir alla leið til Borgarness, eins og þeim væri borgað fyrir eftir- vinnukaup. Perðalangur. ------o------- Eymundur Einarssnn fiðluleikari. —4---- Hljómleikar lians síðastliðinn laugardag voru fásóttir, því ver og miður; þessi nýi og ungi lista- maður vor átti miklu betra skilið. Fjögur ár tæp hefir hann dvalið í Danmörku og Þýskalandi við nám með mjög góðum árangri. Hann er orðinn töluvert fimur á liljóðfæri sitt, svo fimur, að eng- inn hjer gerir honum það eftir; tónninn er fastur og hljómgóður, mjög blæfagur með köflum, boga- drætfirnir stiltir og öruggir og hann fer vel með verkefnjn, svo að leikur hans er hinn áheyranleg- asti. Nokkuð skortir enn á þroska og tekniska fullkomnun, en þarna ér um svo efnilegan fiðluleilcara að ræða, að jeg vil ráða öllum til að sa hja hljomleik hans, ef hann verð- ur endurtekinn; þeir munu geta haft mikla ánægju af því. Verkefn- in, sem hann valdi sjer í þetta sinn,' voru allerfið, sjerstaklega e-moll konsert Mendelsohn’s. En gaman var samt, að heyra Eymuud spreyta sig á honum. D-dúr sonate Hándels fór vel úr liendi og liin lögin. Hann ljek einkennilegt, „Perpetuum mo- bile“ eftir Novaeek, í slafneskum stíl, ágætlega. Þó þessi nýi fiölu- leikari vor nái ekki enn hinum á- gæta leik Nilson’s, sem okkur er í svo fersku minni, tel jeg vafalítið, að frekara nám og þroski geti með tímanum hafið þennan leikara vorn það hátt í listinni, að ekki verði þar mikill munur á milli. I. Th. Gengið. Reykjavík, 7. júlí. Sterlingspund ... kr. 32.00 Norskar krónnr ... ... — 98.86 Sænskar krónur ... ... — 196.44 Danstar krónur ... ... — 117.35 Dollar ... — 7 41 Fr. frankax ... — 37.55 ■U Hirpr sliórnajússlai. Samkvæmt skýrslu, sem gefin var fyrir 1921, samanstóð ráð- stjórnin rússneska af þessara þjóða mönnum: í hermáladeild ráðstjórnarinnar áttu sæti 8 Lettar, 1 pjóðverji, 34 Gyðingar — og enginn Rússi. 1 innanlandsmáladeildinni voru 2 Rússar, 1 Pólverji, 1 Armeníu- maður, 2 pjóðverjar, 11 Lettar og 45 Gyðingar. í f jármáladeildinni sátu 2 Rúss- ar, 1 Letti, 1 Pólverji og 26 Gyð- ingar o. s. frv. Að öllu samanlögðu var Rúss- landi stjórnað fjárhagslega og stjórnarfarslega af 15 Rússum, 44 Lettum, pjóðverjum og nokkr- um Pólverjum og 237 Gyðingum. Bolsjevikablað eitt hefir gefið upp þessar tölur um þá, eem Sov- jétstjómin hefir „rutt úr vegi,“ síðan hún tók við völdum: 28 biskupum, 1,215 prestum, 6,575 prófessorum og kennurum, 8,800 doktorum og aðstoðarmönnum, 54,650 herforingjum, 10,500 lög- reglumönnum og undirforingjum, 26,000 hermönnum, 12,950 óðals- bændum, 355,250 embættismönnum og starfsmönnum ríkisins, 192,350 handiðnamönnum og verkamönn- um og 815,100 bændum. (Hjálp,“ sænskt blað.) -------x;------- P AKKLÆTI, Jeg finn mjer bæði skylt og ljúft að votta þakklæti mitt ungfrú Sig- urbjörgu Jónsdóttur, nuddlækni, á Hverfisgötu 18, fyrir þá góðu og ná- kvæmu læknishjálp, sem hún hefir látið mjer í tje. Um mörg ár hefi jeg látt við vanheilsu að stríða, og leitað margra ráða mjer til heislubótar, og síðastliðinn vetur gengið til hennar og þegið þá hjálp alla, sem læknisstofa hennar hefir fram að bjóða. pakka jeg þá heilsubót, sem jeg hefi þegar fengið, hennar góðu og nákvæmu hjálp, sem auk þess að vera skjót og fullkomin, er miklum mun ódýrari en jeg hefi vanist samskonar læknishjálp áður. par að auki gekk hún daglega heim til mín um lengri tíma, og veitti mjer þar hina bestu og alúðarfylstu hjúkrun, án nokknrs endurgjalds. Bið jeg góðan guð, að launa henni þessar velgerðir við mig og blessa störf hennar. Rvík, 27. júní. Ingibjörg Jónsdóttir. *-—■ —o--------- DAGBÓK. □ Edda listi i □ Þingr.f. VeðriS síðd. í gœr. Hiti á Norður- landi 6—11 st. Á Austurlandi 10—13 ist. Vestlæg átt á Suðurlandi; hæg norðanátt annarsstaðar. Bjartviðri á Suður- og Suðvesturlandi; þoka og isúld víða á Norður- og Austurlandi. Kappleikurinn á laugardaginn niilli K. R. og Vals fór þannig, að jafntefli varð, 1:1. Má með sanni segja, að Valsmenn stóðu sig vel, því að þeir voru aðeins 10 og af þeim voru þrír II. flokks menn. Bólusetningin. peir, er bóíusettir voru síðasttiðinn þriðjudag, komi til skoðunar í bamaskólann í dag, á sama tíma og áður. Esja fór frá Akureyri á laugardags- ltveld. Gvllfoss er á leið frá Höfn, beint hingað. Goðafoss fór frá Akureyri kl. 12 í gærkveldi á leið hingað. Lagarfoss fór til Vestmannaeyja, Grimsby, Hull og Leith kL 8 í gær- kveldi. Veiðibjallan kom frá Englandi í fyrradag með kol. Botnía kom í gær kl. 2 frá útlönd- um. Meðal farþega voru: Einar Jóns- son myndhöggvari og frú, Gísli John- sen, Gnðmundur Jensson, David Cope- land, nngfrú Copeland, N. M. Berrie, H. Petersen, Zollner og frú, Helgi Ii elgason og frú, Miss Donaid, Mr. H. Littte, Pinnbogi Jónsson, Sveinn Sig- yrðsson, Marteinn Einarsson, frú Ly- |dersen, Spencer og frú, Alberts hirð- Ijósmyndari, dr. phil. Niels Nielsen, iGunnar Gunnarsson, frú Bonnell, Hu- bert Kreynz, Spann, Borberg, A. jGook o. fl. Prá Pæreyjum kom Sch. fHiorsteinsson lyfsali og frú, hr. Stein- /helt og ungfrúmar A. Jörgensen, Bend sen og Gregorsen. Ferðamannaf jelagið „Eekla" biður þcss getið, að reikningar til þess verði greiddir í dag á skrifstofu fjelagsins k'. 12 til 1 og 6 tU 7. ‘Af veiðum em þessir botnvörpung- p.r nýkomnir: Egill, Otur og Gulltopp- ur; allir með góðan a-fla. Signe Liljequist heldur hljómleika í Nýja Bíó kl. 7y2 í kveld. f þetta skifti syngur hún aðeins Norðurlanda-vísur. Sýningamefnd kvenna biður þess getið, að mnnir af sýningunni verði afhentir eigendum í dag kl. 1 til 7. Pólk er beðið að hafa kvittanimar með sjer. Stórt uppboð verður haldið á mið- vikudaginn við húsið á Hverfisgötu 4. Sjá nánar auglýsingn hjer í blað- inu í dag. Jón Krabbe sendisveitarfulltrúi kom hingað með Botnín í gær. Hann fer innan skamms austur í sveitir og verður nokkra daga í því ferðalagi. En hjeð- an fer hann aftur 23. þ. m. Knattspymumót íslands. Úrslita- kappleikur var háður i gær miili Fram og Víkings. pan urðu leikslok, að Vík- i igur vann leikinn með 4 mörkum gegn 3 og hefir þá nm leið unnið mótið. Knattspymnbikar fslands er því eign Víkings þangað til annar keppinantur skæðari kemur, til þess að vinna grip- inn. Eftir löglegan leiktíma, 90 mínút- pr, stóðn flokkamir jafnir og var leikurinn því framlengdur nm hálf- tíma. Gerði þá VíkinguT úrslitamarkið. Kapp var mjög mikið í leiknnm á báða bóga. Áhorfendur vom með flesta móti. Garðyrkjufjel-agið. Aðalfnr.dur pess verður haldinn í kvöld kl 81/, hjá Ein- ari Helgasyni garðyrkjnstjóra. Fjelags- menn eru’ beðnir að f jölmenna stund- vislega. i Frá Siglufirði er símað, að í gær hafi eitt skip þar fengið 130 tnnnnr af síld í snjrrpinót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.