Morgunblaðið - 08.08.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÖIS Tilkynnlnjfnr. —— Drýgri engia dagbók er, Dranpnis smíCa hringa, en dagbókanna dagbók hjer: Dagbók anglýsinga. — yitskifti. ----------------- Dávanar, borðstofuborð og stólar, ' óíjrrast og best í Húsgagnarerslun Kqfkjavíkur. IHorgan Brothers vina Portvin (double diamond). Sherry. Madeira, eru viðurkend bert. Ný fataefni i miklu úrvali. Tilbúin föt nýsaumuð frá kr. 95,00. Pöt af- rreidd mjög fljótt. Andrjes Andrjes- jon, Laugaveg 3, sími 169. Hreinar ljereftstuskur kaupir fsa- fcddarprentsmiðja hæsta verði. 2 kýr í ágætu standi, og hey, verður selt í september. Upplýsingar gefur Bergsveinn Jónsson, búðinni, Baldurs- götu 39. ——— Virata. Manchettskyrtur eru saumaðar og teknar til viðgerðar, einnig allskonar ljereftasaumur. Upplýsingar, Tjaraar- götu 3 C. pað mun hafa valdið flugmönn- unum og öðrum, er sjá um alt viðvíkjandi fluginn, allmiklum á- hyggjum, hversu illa „Gertrud Hask“ hefír gengið að nálgast Angmagsalik. Seinustu fregnir af ttemni eru þær, að hún er enn í íí«nun og var þoka á í dag. Br 'hún hjer um bil á sama stað og í i'tsr. Ýmsir hafa getið sjer þess til, bæði á herskipunum og í landi, að svo gæti farið, að ekikert, yrði úr því, að flogið yrði hjeðan. pess- ar getgátur munu á mjiig litlum rökum bygðar. Mikil áhersla mun einmitt verða á það lögð', að halda fluginu áfram alla leið til Apie- ríku. Fregnir hafa komið um það, að f'lugvjel mun verða send til Bost- on í Massachusetts, handa þeim Wade og Ogden, og fljúga þeir rueð ihinum síðasta áfangann, frá Boston til Washington. Að síðustu má geta þess, að yf- irforingjarnir á herskipunum ftöfðu í gær rætt um hvort til- tækilegt mnndi að láta flugvjel- arnar lenda í nálægð herskipanna, ef hætta yrði við1 Angmagsalik- flngið. Er það einróma álit þeirra, eð í lygnu veðri sje það vel ger- logt og eins að fvlla bensíngeym- ana frá skipshíið. Br því ekki ^áermilegt, ef efcki verðúr af Ang- magsalik-fluginu, að herskipin fari ti* einhvers staðar sunnar á aust- uretrönd Grænlands og flugvjei- íimsr lendi nálægt þeim. Dawes. í símskeytum og blaðagreinum síðustu vikur hefir hvað eftir ann- aö verið minst á Dawes og tillög- ur hans í skaðabótamálinu. Og nú í sumar var hann vaiinn varafor- setaefni republikana við íorseta- kosningamar í Bandaríkjunum í haust. pað mun ekki úr vegi að segja frá þeim manni dálítið nán- ar í stuttri blaðagrein. Er lítill efi, að hann verður varaforseti Bandaríkjanna næst. Aðalatriðið' er þó, að það er ýmislegt um mann inn sjálfan og í lífi hans, sem er þes.s vei-t að minnast á; því DaAves er sjerkennilegur og- járnkarl mesti, gáfaður og duglegur maður og hefir altaf að honum kveðið. Hann hefir altaf sýnt í öllu sem 'hann hefir tekið sjer fyrir hend- ur, að hann er meira en meðal- maður. Skal nú lítið eitt frá þess- um manni sagt, þeim manninum, sem sagan kanske segir um, að mestan þátt hafi átt í að koma fjármálum Evrópu í lag eftir heimsstyrjöldina miklu. Árið 1877 var karl nokkur i bænum Lincoln í Nebraska, sem Don Cameron hjet, og hafði hann ofan af fyrir sjer með því, að selja máltíðir í vagni („Lunch-wagon“, úthúnir með eldhúsi, borði og stól- um, og ferðast eigandinn um m ð þá bæ frá bæ, nema því bet- jur gangi.). Tfngur lögmaður, Char- I Iie Dawes, át þar 15 centa máltíð daglega, og sat hann altaf næst lautinant nokkrum, sem nýkominn var frá West Point-hermanuaskól- anum og þá var staddur í Lincobi til þess að' æfa dáta — og las hann lög í frítímum sínum. prjátíu ár- um síðar kom majór Dawes inn í skrautlegt hús nokkurt í París, sem Pershing, hershöfðingi Banda- ríkjamanna, ihafði til afnota. — „John“, sagði nýuppdubhaði ma- jórinn og slengdi sjer niður í stól. „pegar jeg ihugsa um alt þetta skraut í híbýlum þínum núna og her það saman við stofurnar okk- ar í Lincoln í Nebraska í gamla daga, þá — langar mig í burt hjeðan. Jeg kýs mjer Lincoln.“ Og Pershing jankaði hlæjandi. Dawes hafði það orð á sjer, að hann óttast ekkert, en hann mun hafa verið eini maðurinn, sem á þeim dögum þorði að kalla Pershing „John.“ Dawes hataði alla til- gerð, var meinilla við einkennis- búninga og orður og alt „hefðár- stand,“ en hann gerði altaf skyldu sína. Stórorður er hann og krefst mikils af undirmönnum sínum og tjáir engum þakkir og krefst engra sjálfur. Hadn var fæddur í Marietta í Oihio 1865 og stundaði nám við háskólann þar og vann fyrir sjer á þeim árum jafnframt, stundum sem vjelamaður á járnbrautum. Lögfræðispróf tók hann árið 1886 og vann að ýmsu öðru á þeim ár- um. líka til þess að geta stundað nám. Árið 1887 fór hann að stunda lög í Lincoln. 1887—1894 var hann lögmaður fyrir bændur og bænda- fjelög í máiaferlum við járn- brautafjelög og átti í stjórnmála- deilum við William Jennings Bry- an. Skrifaði og bók um bankamál Ameríku („The Banking Svstem of the ITnited States“), sem kvað vera ágætt verk og er það enn notað víðsvegar um ríkin af bankamönnum og oft t.il hennar skír.skotað. 1896. Átti mikinn þátt í því, að McKiniey varð kjörinn forseti og sat um tíma í þýðingarmiklu em- bætti í stjórnartíð hans (Controll- er of the Treasury.) T902. Beið ósigur í senators- kosningum í Illinois. Kom á fót banka í Chicago, sem enn þann dag í dag er öflug stofnun og hefir útibú AÚðs\regar um Illinois- ríki. 1907. Skrifaði þekta bók, vörn fyi’ir verslunarmenn Ameríku. 1909. Stofnaði mörg gistihús, þar sem olnbogahöm mannkynsins geta fengið bað, rúm og mat fyrir 10 eent. Eru þessi gistihús hans fræg, því fjöldi „gestanna“ hefir komist á rjettar brautir vegna áhrifa þeirra, sem þeir þar hafa orðið fyrir. 1912. Einkasonur hans druknaði í Lake Oeneva í Ncw York ríki. Hefir Daives ekki borið þess bæt- ur síðan. 1917. pá var harm 52 ára gam- all og bauð sig fram í stórskota- liðið, en var ekki tekinn, fór síðar sem majór í annari deild og varð síðan nmsjónarmaður innkaupa fýrir ameríska herinn í Frakk- landi. 1918—1919. Fjekk titilinn hers- höfðingi og varð umsjónarmaður ýmissa innkaupa fyrir alla heri Bandaríkjanna. 1921. Samdi lag, sem er allfrægt og hefir Fritz Kreisler leikið það á ferðum sínum um öll Bandarík- in og víðar um heim. 1921—’22. Fjekk embætti til þess að finna ráð til þess að draga úr óþörfum útgjöldum Banda- ríkjastjórnarinnar. 1923 er talið, að hann hafi komið því til leiðar, að $ 1.600,000,000 var ekki sama sem á glæ kastað. 1924. Formaður skaðabótanefnd- arinnar og varaforsetaefni repu- blikana við forsetakosningarnar. Sagt er, að kvöldið, sem afráðið var að hann og Coolidge yrðu í kjöri fyrir repuhlikana, hafi fjöl- skvlda hans setið í stofu og hlust- að á Radio-fregnir. Loks kom til- kynningin um úrslitin. Dawes hafði hrngðið sjer frá og er hann kom inn í herbergíð aftur, sagði einhver við hann: „Charlie ! þú átt að verða vara-forseti.“ „Já, fari í logandi,“ sagði Daw- es og kveikti sjer í pípu og heyrði j enginn haun miunast frekar á það þetta kvöldið. Baudaríkjamenn þekkja Dawes vel, eigi síður en Ooolidge, og vita, að hann mun gera það sem gera þarf og eins og þeim líkar og hugsa þeir þiú gott til samvinnunnar milli hans og Coolidge. D AGBOfK. Gengið. Rvík í gær. Sterlingspund............ 31,70 Danskar krónur..........114,86 Sænskar krónur..........189,34 Norskar krónur........... 98,43 Dollnr............... .. 7,13 -------o------- T. O. O. F. 10ö8881/2. Af veiðum kom í gær: „pórólfur“ (afli: 135 tunnur), og „Maí“ (afli: 90 tunnur). „Otur‘ ‘ fór út í Flóa f fyrrinótt, til þess að fiska fýrir bæinn og aflaði mjög vel. Siglingar. Gnllfoss og Goðafoss eru á leið til íslands, Lagarfoss var 4 TTúsavík í gær og Esja vnr á Siglu- ifirði. fsland fór í gærmorgun frá Leith, áleiðis til Kaupmannahafnar, Botnía fór í gærmorgun frá Færeyj- um, áleiðis hingað. Mercur fór frá Bergen í fyrradag. pingvaJlaförin. Eins og sagt var frá í' blaðinn í gær var foring- jum af amerskti herskipunum og am#- lísku blaðamönnunum boðið af lands- stjórninni til pingvalla. þrátt fyrir slæmt útlit um gott reður urðu all- imargir þátttakendur í förinni af yf- irforiugjnnum og var þeirra á meðaí kapteinninn á Riehmond og blaðamenn- , irnir Mr. Playfair og Mr. Skene. Af fslendingum voru í förinni: Jón [Magnússon forsætisráðherra, Jón por- jláksson fjármálaráðherra SnæbjfSrn Jónsson, stjórnarráðsritari, Guðmund- ur Einnbogason prófessor, Steingrím- nr Arason kennari, nokkrir blaða- jnienn o. s. frv. Undir eins og tií j pingvalla kom var gengið upp a9 jOxarárfossi og tóku nokkrir gestanna , invndir þar. Var þeim síðan sýnt ums merkustu blettina á pingvöllum. Síð- ar. var sest að snæðingi og á nieðnn [setið var undir borðum flutti Guð- mundur prófessor Finnbogason stutt þen snjalt erindi um Alþingi til forna. ; pótti ameríkumönnunum fróðlegt er- indi prófessorsins. BI að amen ni rnir amerísku, sem með voru í förinni, ætla að skrifa um pingvelli og þúsuniT ára aftnæli ATþingís 1930. Er það góðra gjalda vert, því það, sem þessir iwenn skrifa, er birt í nær liundrað víðlesiium lilöðum í enskn heiminum. ipví miður var súld á leiðinni aust- ur og talsverð úrkoma á leiðinni aftm* til Revkjavíkur, en þrátt, fvrir það Jljetu Ameríkumenn þessir vel vfir (för sinni. Flugvjelarnar voru ekki dregnar & land í gær, eins og ráð hafði verið fvrir gert. Veðrið síðdegis í gær: Hiti Á Norð- urlandí 1T—14 stig, á Suðurlandi 11—12 stig. Ruðlæg átt, þurt veður og skýjað á Norðurlandi og Austur- landi. Úrkoma víða annarstaðar og einkum á Suð-vesturlandi. Gamalmennaskemtunin. — Morgun- blaðið vill vekja athygli fólks á gam- alniennaskemtuninni, sem á að vera á sunnndaginn kemur sbr. grein kand.. S. Á. Gíslasonar hjer í blaðinu í gær. Fögnuöur lyðvelðisins. Eftir A. de Blacam. „Hún sjálf mun matreiða handa ykk- ur,“ sagði hann. „Gott og vel,“ sagði sjálfboðaliðinn. Hann bljes í flantn sína og gaf mönn- nm sínum merki. Sjö þeirra komu þegar, tveir urðu eft- ir á verði. Á þessu andartaki heyrðist kall Brig- id frá húsinn. Hún kallaði hálfhrædd: „Hver er þarna? Er það lögreglu- liðið? „pað ern sjálfboðaliðar,“ sagði Mar- cus í aðdáun og hreýkni og gekk á und- an þeim til dyranna. „Farragal Faal fyrirliði, yðar reiðubú- inn þjönn, húsmóðir góð,“ sagði ungi hermaðurinn, sem Marcus rakst á við hlöðugaflinn. „Hann hefir heitið okkur aðstoð“. Svo fór hann að kynna fjelaga sína: „Litla“ Jim, tröllið frá Wexfordhjeraði, Pjetur frá Dublin, sem var maður hvat- ur, en lítill vexti, sem barðist við Pearee 1916, Rauði Hugh, rauðhærður og lirna- langur, frá Glenties o. s. fr. TJm leið og hann míelti varð hann þess var, að kuldi ríkti á milli hjónanna. Hann hafði þegar tekið eftir því, að fát kom á Mar- cus, er Brigid kom á vettvang, og að hann ljet sjálfboðaliðana sjálfa segja hvað þeir vildu. En Farragal hagaði orðum sínum svo, að hann beindi at- hygli þeirra frá þessu. Sjálfboðaliðarnir gengu varlega inn og reyndu að forðast að óhreinka gólfið og líkaði Brigid það vel. Svo fóru þeir að opna pinkla sína. Brigid skaraði nú í eldinn og setti stóran pott á hlóoir. peir voru bráðlega alveg eins og þeir væru heima hjá sjer. Og hún hngsaði um það, hversu þeir höguðu sjer alt öðru vísi en aðrir her- menn, sem stundum höfðu þyrpst inn í eldhús hennar og drukkið þar meira en góðu ihófi gegndi. Pjetur frá Duhlin var matreiðslu- sveiun flokksins og úr baktöskn sinni tók hann te og sykur, tvær dósir, sem hann notaði við te-gerðina og skipaði svo Hugh ranða, að sneiða niður tvö hrauð, er tekin vorn úr tösku annars hermanns. Mareus, sem hafði kveikt á vegglampa, sem ekki hafði verið notaður í háa herrans tíð, horfði forvitnislega á þetta alt saman. Loks mælti hann: „pið fáið ekki að bohða annan mat í þessu húsi, piltar, en þann, sem Brigid her fram úr eigin búri. Kynlegt þættj: mjer, ef hún sjálf ætti ekki kalt ket á hyllum og mjöð í keggi.“ petta var óheinlínis til hennar mælt. Farragal tók eftir því, hvernig Marcus hagaði orðum sínum. Brigid bar góðan mat á borðf „Hjer býr gott fólk,“ sagði einn her- mannanna lágt við fjelaga sína. Sjálf- boðaliðarnir snæddu lyst sína og er þeir böfðu það gert fóru tveir á vörð og leystn þá, er þa,r voru fyrir, af hólmi- . „Óvíða annarstaðar hefir okkur verið svo vel tekið í þessari herjans bygð,“ sagði einu sjálfboðaliðinn, allihátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.