Morgunblaðið - 23.08.1924, Síða 2

Morgunblaðið - 23.08.1924, Síða 2
MORGUNBLAÐIB iHaTmM Harfa lihannsdöltlr, skðioia. Minningarorð. í vetur var lauslega minst í blöðum hjer, andláts hennar. pað vill ganga svo venjulega, að það er hljóðlátlegt umhverfis konurn- ar og fara fáar sögur af starfsemi þeirra löngum, hversu snildarlega sem hún er af hendi leyst, og svo fór hjer. Virðist mjer þó ek'ki leika vafi á því, að bæði hæfileik- ar og störf Maríu Jóhannsdóttur hafi verðskuldað það, að minningu hennar væri meiri sómi sýndur en raun virðist ætla að verða á. Með því að jeg kyntist einum þættirnim í starfsemi þessara látnu merkiskonu og naut þar góðs af yfirburðum bennar um nokkurt skeið, iangar mig nú, eftir andlát hennar, að minnast hennar með fáeinum orðum, vildi jeg að þau gætu orðið þakklætisvottur, þó úfullkominn sje, fyrir við'kynningu mína við þessa ágætu konu. María Jóhannsdóttir var upp- runnin úr Strandasýslu, en um ætt hennar er mjer annars ger- samlega ókunnugt. pótt, hún væri eflaust af fátæku fólki komin braust hún í því á ungum aldri að leita til Reykjavíkur til þess að afla sjer mentunar, var hún í Reykjavík nokkur ár, stundaði fyrst nám og vann svo eitthvað við skrifstofustörf. Nokkru síðar rjeðst hún að Laugamesspítala til hjúkrunarnáms og gerðist, er því 4iámi var lokið þar, hjúkrunar- kona á Vífilsstöðum. Var hún þar til ársloka 1918, að heilsa hennar bilaði fyrir fult og alt. Fluttist hún þá til Stykkishólms og var þar til dauðadags. pað varð mitt hlutskifti, að búa við hjúkrun hennar nokkuð á þriðja ár. Mjer er það og mun verða minnisstætt með hvílíkri dæmafárri alúð og slkyldurækni hún rækti það starf, þótt engan veginn væri það ljett Verk. pað var þó víst, að hún gekk ekki altaf heilbrigð að verki á þeim árum, en langt var frá henni að hafa nokkru sinni orð á slíku. pað er nú liðið á annað ár síð- an eitt blaðið okkar slöngvaði þeim hrottalega sleggjudómi út á meðal þjóðarinnar, að hjiikrun sjú'klinga á Vífilsstöðum væri „sorglega ljeleg.“ Jeg þykist hafa fengið næg kynni af því máli til þess að geta rnyndað mjer um það rökstudda skoðun, frá sjónarmiði sjúklingsins, og þau kyimi hafa sannfært mig um það, að yfirleitt hafi val á hjúkrunarkonum til Vífilsstaða vel tekist, og reyndar oft ágætlega; meðal þeirra hafa verið ágætiskonur, og það er sann- færing mín, að María Jóhanns- dóttir hafi verið meðal hinna allra bestu í þeim hópi. María Jóhannsdóttir var að eðl- isfari trúhneigð kona og víðsýnni en svo, að hún ga;ti felt sig við margt af hinu gamla moði ís- lenskrar ríkis'kirkju, hugur henn- ar var á stöðugri leit eftir ljósi, sannleika og rjettlæti. Lýsir hún þeirri Ieit í kvæðinu „Ljósþrá,“ á þessa leið: „Til ljóssins til *sannleikans sækir mín þrá, sífelt jafn leitandi, hafdjúp og há, hjarta míns dýrasta þrá!“ ‘ Virðist mjer svo, sém líferni hennar sýndi það, að hún h’efði fundið m,eira af þessu en sumir þeir, sem meira orð fer af í líf- inu. — Hinir miklu mannkostir hennar áttu *sjer djúpar rætur í sál hennar. Hún var meðlimur Guðspekifjelagsins og henni hafði tekist að láta hinar fögru kenn- ingar guðspekinnar móta líf sitt óvenjulega mikið. Hreinskilni hennar og drenglyndi var alveg einstakt og minnisstætt er mjer það, hversu mikla og innilega andstygð hún hafði á því, að beyra öðrum hallmælt á bak, eða gert rangt til á einhvern hátt. María var skáldmælt vel, svo sem kunnugt er af því, sem prent- að hefir veri'ð eftir hana, þó ekki sje það mikið, að vísu. Jeg er ekki fær um að meta skáldlegt gildi þess sem hún rtit, en það hygg jeg ómótmælanlegt, að í mörgum ljóðum hennar hafi birst sumar þær fegurstu og bestu hugsanir, er íslensk kvæði hafa inni að halda. Ritsmíðar hennar allar, hæði í bundnu máli og óbundnu stefna í þá áttina, að reyna að glæða hið fagra, sanna og góða, þessa eiginleika, sem hún sýndi ineð líferni sínu öllu, að voru henni svo hjartfólgnir. Bitt af áhugamálum hennar var það, að fá til vegar komið gagngerðri breytingu til bóta á meðferð þeirra olnbogabarna þjóð- arinnar sem í fangelsum lenda. Hún vildi gera fangelsin að betr- .unarhúsum í bókstaflegri merk- ingu, reglulegum uppeldisskólum, í stað tyftunarhúsanna sem enn tíðkast. Um þetta efni reit hún ítarlega í ,,Eimreiðina“ fyrir ; mörgum árum síðan. pað var því S engin tilviljun að í einu kvæði sínu flytur hún þessa bæn til Drottins: „Blessa hvert afl, ger það bjart- ara, stærra, sem vill bjarga hin- um fallandi reyr.“ María Jóhannsdóttir vildi breyta eftir því boði meistarans, að láta ljós sitt lýsa öðrum mönn- um. Aðstaða hennar í lífinu afr markaði hæfileikum hennar og mannkostum að vísu alt of þröngt [svið, en þó hygg jeg að hún hafi ! getað horft glöð yfir líf sitt er dauðinn nálgaðist, glöð yfir því, að hafa gert sitt til þess að fækka skuggunum á leið samferðamann- anna, glöð yfir því, að hafa ávalt í lífi sínu ljeð sannleikanum og rjettlætinu það lið sem hún gat. pað ber ýmislegt til þess, að jeg hygg að María verði sein- gleymd mögum þeim, sem kynt- ust henni nokkuð verulega; og þó að henni auðnaðist ekki að skapa nein stórvirki með ritstörfum sínum, þá er það spá mín, að sumt af ljóðum hennar muni geymast lengi. Gunnar porsteinsson. Fersíl (blóðmeðalið er öllum ómiss- andi 8em unna heilsu sinni. Fæst í j,J', ur karla og kvenna söng öðru hvoru allan daginn, undir stjóm i Brynjólfs kaupm. Sigfússonar. j pótt.i það hin besta skemtun. pá var og kept í þessum íþróttum: Langstökk: Keppendur sex. 1) Páll Scheving (Týr) 5.67 m. 2) Steinn Ingvarsson (Pór) 5.59 m. Hástökk: Keppendur fjórir. 1) Gísli Finnsson (Týr) 1.45 m. 2) Trausti Einarsson (pór) 1.40 m. Boðhlaup: Keppendur Týr og pór. Týr hljóp vegalengdina (400 m.) á 49 sek. j Stangarstökk: Keppendur 9. 1) Friðrik Jesson (Týr) 2.96 m. 2) ' Jónas Sigurðsson (pór) 2.82 m. j (ísl. met 2.81). j, Friðrik hljóp viðstöðulaust hæð nýkomnar margar tegundir, mjög þessa, en þá varð að hætta, því að ódýrar. Athugið verðið áður en sláin varð ekki hækkuð meira. þjer gerið kaup annarsstaðar. — Hlaup þetta er mjög frækilegt,, því að mennirnir eru báðir ungir. ‘ Friðrik 18 vetra, en Jónas 16, og IÉ Kuenskótau Þjéðhátið i Vestmannaeyjum. par sem enginn hefir ennþá orð- ið til þess að minnast á þjóðhá- tíð þeirra Vestmannaeyinga hjer í blöðunum, ætla jeg að reyna í sem fæstum orðum að segja. les- endum þessa blaðs frá því helsta, ?r þar bar til tíðinda. | Pjóðhátíðin er þeim aðalhátíð ársins. Taka þátt í henni ungir og gamlir, eða rjettara væri eflaust að segja: ungmenni ein; því að jafnvel þeir elstu meðal eyjar- skeggja kasta þá el.libelg og ger- ast ungir annað sinn. pað er ekki heldur að ástæðulausu, því að þá er ærið gleðiefni í Eyjum. Meg- inþáttur hátíðarinnar ern íþróttir. Vastm anneyingar eru hraustir menn og hugaðir. Látlaus barátta þeirra við úthafs-öklur hefir kent þeim, að gagnslaust er að ala beyg í brjósti. Unna þeir íþrótt- um flestum öðrum fremur, enda stendur íþróttalíf þeirra í ótrúleg- um blóma. íþróttafjelögin eru 3. Heita þau Pór, Týr og Framsókn. Öll þessi fjelög sendu sína kná- .ustu kappa á þjóðhátíðina. Var það röskleg sveit, og líkleg til af- reksverka. pórsmenn voru lið- sterkastir, 16 talsins. Týsmenn voru 10 og 1 úr Framsókn. j pjóðhátíðin var haldin í Herj- , ólfsdal. Er þar grasflöt allstór. Hamrabelti bogadregið er að ofan- verðu, en framundan liggur hraun ið hálfgróið. Er sá staður undra- fagur og vel fallinn til skemtana. (Var hann alsettur tjöldum við þetta tækifæri, því svo má heita , að hver eyjarskeggi hafi þá sitt eigið tjald þar. pjóðhátíðin stend- ur yfir í tvo daga, og var hún í þetta skifti sett 9. ágúst, laust ^eftir hádegi. pað gerði hr. alþm. Jóh. P. Jósefssön, og fórst hon- 1 um það hið besta úr hendi. Auk 'hans töluðu þann dag, þeir Páll jV.G. Kolka læknir fyrir minni eyj- janna og Sigurður bæjarfógeti Sigurðsson fyrir minni íslands. Mæltist þeim báðum skörulega, sem að líkindum lætur. Söngflokk- enn eigi fullþroska. Auk þess var Jónas nýkominn utan úr eyjum frá veiðum, og því lítt æfður. — Tveir keppendur, þeir Óskar Valdi marsson og Ásmundur Steinsson eru aðeins 14 vetra. H'ljóp Óskar 2.36 m., en Ásmundur 2.30 m. G?ri aðrir betur. 800 metra hlaup: Keppendur 5. 1) Páll Scheving (Týr) 2.5. • 2) Gísli Finnsson (Týr) 2.8. Bæði 800 metra lilaupið og boð- hlaupið var þreytt eftir aSbraut þeirri, er liggur frá bænum og inn í Herjól'fsdal. páð' íer vondur vegur og síst til þe,ss fallinn að þreyta ihlaup á. Hins vegar hallar þar aðeins undan fæti alla leið. Auk þess munu 800 metrarnir eigi nákvæmlega' mældir, svo að árang- urinn verður ekki með neinni vissu borinn saman við 800 metra hlaupið hjer. En engu áð síður virtist mjer Páll mjög efnilegur hlaupari.. Uersl Sími 1527. Klöpp Klapparstíg 27. Pósturinn I. og 2. tölublað fæst á isi ann, ávárpaði hann með snjallri ræðu, kallaði fram sigurvegarana skortir hann krafta nje lag. Hann ætti einnig að æ'fa lrúluvarp. Spjótkast: Keppendur 9. 1) Friðrik Jesson (Týr) 37.17 m. 2) Gu'ðjón porkelsson (pór) 32 m. Síðast Var knattspyrna. pað voru Týr og pór, er þar leiddu saman hesta sína. Sá leikur var aðeins fyrir fólkið og lauk hon- nm með jafntefli. Var þá lokið íþróttunum og hjelt hver h«im til sín. Síðar um kvöldið' dans- leikur;í Nýja Bíó. Par var fjöl- Eftir 800 metra hlaupið varð á menni mikið. Klukkan tólf á mið- hlje nokkurt, þar til sú íþróttin nætti yar dansinn stöðvaður. Gekk hófst, er unga fólkið ann heitast þá p> K. læknir fram fyrir fjöld- og iðkar mest. pað er dansinn. Enda var þátttakan þar ágæt. Dönsuðu menn þar fram á nótt í, frá íþróttamótinu og afhenti þeim dalnum, og myndi Reyikjavíkm- verðlaunin,' sem ein af blómleg- stúlkunum hafa þótt það „róman- ustu heimasætunum í eyjunum tískt“ að svífa þar í rökkrmu með festi broshýr á barm þeirra. Eu ljósadýrðina frá tjöldunum Iiring- mann'fjöldinn laust upp margföldu inn í kring. lnirrahrópi og klappaði hinum Tíunda ágúst hjelt þjóðhátíðin ungu hetjum óspart lof í lófa. — áfram. pann dag flutti Matthías Mátti þá sjá gleðibrag á eyjabú- fornminjavörður pórðarson fróð- um. Sú gleði var hrein og einlæg, legt erindi um rannsóknir þær, er en hvorki keypt hjá „ríkinu“ nje ihann hafði nýlokið við á bygð fengin út á „recept.“ Var þá aft- Herjólfs landnámsmanns. Var það ,nr byrjað þar, er frá var liorfið vel til fundið. Páll kennari Bjarna 0g dansað fram undir morgun. son talaði á eftir honum, og mælt- j pjó'ðhátíð þessi var í alla staði ist prýðilega, Auk þess var kept hin prýðilegasta og sú langbesta, í þessum íþróttum: j er jeg hefi nokikru sinni verið á. 100 metra hlaup: Keppendur 6. íþróttafjelögin unnu í sameiningu 1) Stud. med. Olafur Magnússon ^ undirbúningi mótsins, en aðal (Týr) 12.2 sek. 2) Páll Scheving umsjón þess var í höndum þriggja (Týr) 12.6 sefe. Islands met er þar,manna nefndar, og á hún skildar il2 sek., og má porkell því fara ósMtar þakkir allra þeirra, er að flýta sjer, vilji hann eiga met- >a™a voru staddir fyrir hversu jg i'skörulega henni fór það úr 'hendi. - - Jeg vil að endingu ráðleggja Rnjiglukast: Keppendur 5. 1) íþróttamönnunum okkar hier porvaldur Guðjónsson (Pram- ag fara ag æfa d rækilega. sókn) 31 m. 2) Friðrik Jesson ag ]átfl Vostmanna. (Týr) ^6.25 m. . _ jeyingar það ekki dragast lengi j porvaldur slasaðist fyrir tveim- ag senda hingað úrvalsmenn sína, ur ámm, og hefir hkki getað æft Jeg þakka sv0 öllum Vestmanna- sig síðan, þar til núna nokkurum j eyingnm s;kemtuniua og óska dögum fyrir mótið. En áður hafði íþróttamönrmm þeirra góðs gengi^ hann kastað alt að 37 metrum. Er ,- framt^inni. vonandi að hann geti nú haldið áfram æfingum, og er hann þá rnanna líklegastur til þess að I hækka metið o'kkar, því að hvorki Eyjagestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.