Morgunblaðið - 27.08.1924, Side 3

Morgunblaðið - 27.08.1924, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ. Stofnandi: Vilh. Finsen. Útgefandi: Fjelag 1 Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 5. Sfmar. Ritstjórn nr. 498. Afgr. og bókhald nr. 500. Auglýsingaskrifst. nr. 700. Heitnasímar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanbæjar og í ná- grenni kr. 2,00 á mánuisi, innanlands fjær kr. 2,50. I lausasölu 10 aura eint. þess vegna. á því, að Frakkar 'hverfi burt með her sinn úr Ruhr- og Rínarlöndum. pvska ríkið get- ur með engu móti fengið láns- traust, fyr en það hefir fengið full umráð sinna landa og það er orðið ein fjárhagsleg heild. i-il 8. kafli Versala-friðarsamnings- ins fjallar um skaðahæturnar. í 231. gr. samningsins er svo á- kveðið, að pýskaland beri ábyrgð á öllu tapi og tjóni, sem Banda- menn höfðu beðið í ófriðnum. pó er því sLegið föstu, að pýskaland geti aldrei greitt fullar skaðabæt- ur. pess vegna munu Bandamenn sætta sig við að gera þá kröfu •eina, að pjóðverjar bæti alt það tjón, sem borgararnir hefðu beð- ið, en sleppa öðrum skaðabóta- greiðslum. Upphæð skaðabótanna var ekki ákveðin í friðarsamning- num. Sjerstök nefnd, skaðabóta- nefndin, átti að ákveða hana. petta «r þá upphaf þessa vanda- sama verks, sem mest hefir verið deilt um, síðan friðarsamningam- ir voru undirskrifaðir. Ótal tillög- ur hafa komið fram, hver ráð- stefnan hefir rekið aðra. Og ekk- crt hefir dugað. Aldrei hafa sigur- vegararnir getað komið sjer sam- an. Fyrst nú virðist ofurlítið vera að greiðast úr þessari flækju. 30. nóvember í haust skipaði skaðabótanefndin tvær rannsókn- arnefndir. Átti önnur nefndin að ’giera tillögur um það, á hvern Jhátt að hægt væri að koma fjár- og pcningamálum pýskalands á fastan grundvöll. Hin nefndinátti að rannsaka fjárflótta pýska- lands. 10 menn áttu sæti í nefnd þeirri, er átti að gera tillöguf um fjármál Pýskalands, 2 frá hverj- um þessara ríkja: Bandaríkjun- um, Bretlandi, Frakklandi, ítalíu >og Belgíu. Formaður þessarar nefndar var ameríski fjármála- maðurinn, Dawes hershöfðingi. Eru tíllögur nefndarinnar kendar við hann. Poincaré gamli var tregur til þess að ganga inn á, að þessi rannsóknarnefnd yrði skipuð.! Hann óttaðist, að hún mundi í! einhverju vilja hrófla við hans ákvörðunum. pó ljet hann að lok- um tilleiðast, með því skilyrði, að það væri aðeins núverandi1 greiðslugeta pjóðverja, er nefnd in rannsakaði, en ljeti afskifta laust um skaðabótagreiðslurnar í framtíðinni. Nefndin mátti m. ö. o. iekki leggja neinn „pólitískan" dóm á gerðir Poincaré, eða ann- ara. Nefndin hjelt sjer þó ekki inn- an þessara takmarka. Hún fer út fyrir takmörkin, og leggur óhikað dóm á það, sem búið er að gera. Hún segir hiklaust, að svo fram- arlega sem pjóðverjar eigi nokk- uð að geta greitt, verði þeir að fá full umráð yfir landinu. Að ríkið verði fjárhagsleg heild, er fyrsta skrefið, sem verður að stíg- ast, er álit nefndarinnar. Allar til- lögur nefndarinnar byggjast Ef til vill er það eitt merkileg- asta ákvæðið í Dawes-tillögunum, að gerður er greinarmunur á greiðslugetu pjóðverja heima og yfirfærslu þeirrar greiðslu til út- landa. Nefndin lítur svo á, að það fari engan veginn saman greiðslu- getan heima, og yfirfærslan. — Greiðslugetan byggist á tekju- stofnum fjárlaganna og annari af- komu borgaranna. „Yfirfærslan“ byggist á því, hvernig greiðslujöfn- uður ríkisins sje við útlönd. Pjóðverjar eiga því að greiða skaðabæturnar í mörkum, og þær eiga að greiðast til sjerstaks „.um- boðsmanns,“ sem Bandamenn hafa. A „umboðsmaðurinn“ svo að sjá um „yfirfærslurnar/ ‘ en gæta verður hann þess, að skaða ekki gengi marksins. Hann kaupir ávísanir á útlönd fyrir mörkin sem hann fær. ,Umboðsmaðimnn‘ má aldrei safna fyrir í mörkum meiru en 5 miljörðum, og ef meira safnast, minkar að sama skapi skaðabótagreiðsla pjóðverja það verður þeirra hagur. Nefndin hugsar sjer að fá skaðabæturnar með þrennu móti: 1. með því að ná tekjuafgangi á fjárlögjam, 2. með hagnaði af starf- rækslu þýsku járnbrautanna og sjerstöku afgjaldi af samgöngu- tækjum, 3. með sjerstöku afgjaldi af stóriðnaði. Enn á meðan verið er að koma þessu í fast skipulag leggur nefnd- in til, að pýskaland fái greiðslu- frest, og lán, að upphæð 40 milj. sterlingspund, sem nota á til þess að greiða skaðabæturnar fyrsta árið og koma á fót nýjum banka. Er það ein tillaga nefndarinnar, að stofnaður verði nýr- seðlabanki í pýskalandi. Á hann að hafa seðlaútgáfuna í 50 ár, og má gull- forðinn aldrei vera undir 33T/3%. Höfuðstóllinn á að vera 400 milj. gullmörk. pað hefir áður verið sagt frá upp- hæð þeirra skaðabóta er pjóðverj- ar eiga að greiða. Skaðabótanefndin hafði ákveðið uphæðina 132 mil- jarða gullmarka, en sjerfræðinga- nefndin ákvað upphæðina næstu 5 ár. Fyrstu árið skyldu þeir greiða 1 miljarð gullmörk. Annað og þriðja árið 1200 milj. hvort árið, fjórða árið 1750 milj. og fimta árið 2450 milj. gullmörk. pessar Dawes-tillögur hafa nú verið samþyktar á Lundúnafund- inum. Er þá líka útkljáð þetta erfiða deilumál. Að svo stöddu er ekki hægt að segja um hvernig þessar tillögur reynast í fram- kvæmdinni, en best að vona það besta. Vissulega fer að vera þörf á að eitthvað ofurlítið birti yfir í Evrópu. LoGitelli. Locatelli og fjelagar hans fund- ust eftir hrakninga á hafi í hálf- an fjórða sólarhring. Voru þeir aðfram komnir. Flugvjelin er eyðilögð. Svar upp á fyrirspum viðvíkj- andi Locat-elli fjekk A. Thor- steinsson í gær frá International News Service. Símaði Axel út að tilhlutan Morgunblaðsins. Svarið var símað frá London kl. 5 27 mín. (Reykjavíkur tími), og er á þessa leið: Locatelli fanst klukkan 11 og 25 mín. á simnudagskvöld á reki 130 mílur austur af Hvarfi á Grænlandi. Bilun í vjelinni varð orsök þess, að hann varð að setj- ast á hafið. Var það M. 2y2 á fimtudaginn var. Höfðu þeir því verið nærri hálfan fjórða sólar- hring á reki. Flugmennirnir voru aðfram komnir og mjög bugaðir, er Richmond bar að. Flugvjelin skemdist og eyðilagðist alveg að lokum. Áætlað er, að þeir hafi rekið um 100 mílur frá því þeir „settust“. poka og kuldi var all- an þann tíma, sem þeir voru í hrakningum þessum. í Kaupmaiinahöfn, til þess að ræða um tilraunaflug að nóttu til milli Kaupmannahafnar og Ber- línar í september næstk. Á að senda eina vjel hvora leið á hverri nóttu, frá Khöfn og Berlín kl. 9 að kvöldi, og eiga þær að mætast í Stetten, og koma á áfangastað- inn kl. 3 á nóttunni. Á leiðinni milli Berlín og Stetten verða not- aðar landvjelar, ten milli Stetten og Khafnar sjóvjelar. Farþega- , flutningur verður ekki leyfður í þessum ferðnm, fyr en örugt þyk- ir, að hægt verði að halda uppi reglubundnum ferðum. i Samkvæmt beiðni frá Norð- mönnum hefir innanríkisstjómin kvatt „Gertrud Rask“ til þess að leita að skipshöfn norska veiði- skipsins „Annie“, á svæðinu frá 'Angmagsalik til Hvarfs, og að fá Eskimóa til að leita mjeðfram ströndinni cvo langt norður ábóg- inn, sem komist verður. Nelson og Smith Sú fregn barst hingað í gær, að þeir Nelson og Smith hefðu flogið frá Grænlandi í gær til Labrador og lent þar heilu og höldnu. FRÁ DANMÖRKU. (Tilk. frá sendih. Dana). 23. ágúst. í viðtali við „Politiken“ hefir samgöngumálaráðherrann sagt, að stjórnin hafi í hyggju að fresta ýmsum opinberum fyrirtækjum, sem ráðin hafa verið, en ekki er knýjandi nauðsyn að framkvæma, þar á meðal — auk ríkisfyrir- tækja — lagningu járnbrauta, sem einstök fjelög eiga að fram- kvæma, en fá styrk til úr ríkis- sjóði. Unnið er nú að framkvæmd slíkra fyrirtælrja fyrir 27 miljónir króna, og leggur ríkið til helm- inginn. pó hefir verið ákveðið að fresta ékki byggingu brúarinnar yfir Litlabelti. Ástæðan til þess- ara frestana á framkvæmdum er sumpart sú, að erfitt hefir reynst að útvega fje til þeirra og sum- part sú, að hentugra þykir að geyma vinnuna sem fæst við þessi fyrirtæki þangað til komandi at- vinnuleysi fer að gera vart við sig. Alheimsfundur skáta, sem hald- inn var í Khöfn í sambandi við „jambore“ þeirra í Ermelunden, tendaði 21. þ. m. Yar ákveðið að halda næsta fund í Kandesteg í Sviss 1926, en næsta „jambore“ verður frestað til 1929, til þess að rekast ekki á Olympiuleikana. » 25. ágúst. Að því er „Berl. Tidende“ segja hefir stjórnin í gær á ráðherra.- fundi fallist á tillögur hermála- ráðherrans um afvopnun. Frum- varpið verður lagt fyrir ríkis- þingið í haust. Hinn 22. þ. m. hjeldu* danska og þýska flugferðafjelagið fund Sjaldan eða aldrei sjer maður nokkuð gagnlegt eða leiðbeinandi fyrir hænsnaeigendur í blöðunum heima, og væri þó eigi síður við- eigandi að gefa fólki einhverjar vísbendingar um það heldur en um hvernig það eigi að setja krossinn á listann við kosningar, því þó að það sje nauðsynlegt að upplýsa fólk um það, virðist hitt þó öllu þarflegra þegar litið er til innflutnings eggja og verðlags þeirra. í Danmörku hafa hænsnaeigend- ur stofnað fjelag með sjer og halda sýningar á hænsnum oft á ári, og eru þar verðlaunuð bestu hænsnin og valin til undaneldis, svo áð það er kappsmál hjá hænsnaeigendum að fá sín hænsni „valin,“ því að þar kemur til greina sala útungunar-eggja og sala dagsgamalla unga, og er hún eigi síður tekjulind en sala eggja, sem fer fram eftir vigt. peir sem fá „valin“ hænsni halda altaf hreinu Ekyni, því blönduð' hænsni koma ekki til greina við slíkt „val“ þótt þau geti verið eins góð varphnæsni. Mjög er þáð misjafnt hvaða tegund er haldin og fer það mjög eftir því, hvort aðallega er hugsað um varpið eða um varp og gæði kjötsins, einnig fer það eftir staðháttum, því margar hænsnategundir þola alls ekki að vera lokaðaj* inni á litlu svæði, t. d. „Italienes,“ en alt I annað gildir um aðrar tegundir svo sem „Plymouth Rocks“ og J„R. I. R.“, svo að það verður að taka tillit til staðhátta þegar hænsnategundir eru valdar, því að hænsnin gera því aðeins gagn, að þeim líði vel allan ársins hring. Hænsnahúsin ættu helst að vera bygð á móti suðri svo að þau njóti sem niestrar sólar og til vamar vetrarkulda væri heppilegast að hafa þau í námunda við hesthús eða fjós svo að þau geti orðið að- njótandi hitans frá hestum eða kúm ef þörf krefur, en aldrei skal hafa þau í gripahúsunum sjálfum, því of mikil hitasvækja er jafn- skaðleg og of mikill kuldi, ef ekki skaðlegri, því af hitasvækjunni ,(frá kúm og hestum) verða hænsnin lúsug, fá oft og einatt ýmsa kvilla og verpa ekki hótinu betur. Yíða á Íslandi eru góð skilyrði fyrir hendi til þess að láta hænsin hafa nægan hita um veturinn með litlum tilkostnaði, en það er í námunda við hveri, því frá hverunum mætti leiða heitt vatn í pípum í hænsnahúsiu svo að þar væri altaf mátulega heitt, og er eigi lítið undir því komið hvað við víkur vetrarvarp- inu og einnig þar sem unga skal út snemma á vorin (mars—apríl). Hænsnahúsin skal byggja þannig, að þess sje ávalt gætt að hænsn- unum líði vel, ekki hrúga upp dimmum moldarkofum eins og víða tíðkast á íslandi, heldur eiga húsin að vera rúmgóð og björt, bygð úr viði, „stoppuð“ og pappa- klædd, og með gluggum í suður svo að þau njóti sólar sem best. Dyrnar skiúu snúa í austur eða vestur því í norður skal helst vita órofinn veggur. Undan gluggun- um ættu hreiðrin að vera en gengt þeim „setstengurnar“ og undír þeim áburðarpallur (sorp- pallur), svo að hænsn- in hafi gólfið óskert til að hreyfa sig á, en það er þeim nauðsynlegt þegar þau eru lokuð inní í vetrar- hörkum. Best væri að hafa þar í litlum kassa þurra mómylsnu og skeljasand svo að hænsnin gætu ávalt fengið nægilegt kalk í eggjaSkurn. því að jafnaði er skurnið á eggjum úr innilokuðum hænsnum of veikt, en það kemur sjer illa víð meðferð eggjanna. Margir álíta að enginn vandi sje að útvega hænsnum fóður, en því fer fjarri að svo sje altaf; því af þó að það sje bæði gott og ó- dýrt að gefa hænsnum allskonar úrgang, eins og tíðkast heima, þá er það fóður alls ekki einhlýtt. Kornfóður er hænsnum nauðsyn- legt, hvort heldur það er maís, hafrar, bygg eða hveiti (alt ómal- að), en uppbleytt fóður þurfa þau að fá að minsta kosti einu sinni á dag, og er þá gott að gefa þeim „Klid“, (hveiti eða malað bygg og hafrar blandað jsaman). Af hænsnafóðri eru til margvíslegar tegundir og misjafnt um þær sagt, enda verða menn á á því sviði sem öðrum að þreifa sig áfram og láta reynsluna skera úr; en eftir minni reynslu hygg jeg, að óhætt sje að gefa „Kar- wod“ hænsnafóðri bestu meðmæli. pegar litið er til, hvílík ógrynni íslendingar flytja inn af eggjum, verður manni á að spyrja, hvort hænsnarækt geti ekki borgað sig heima. Hygg jeg, að undir flest- um kringumstæðum verði að svara þeirri spurningu játandi; en eins og gefur að skilja, má ekki kasta til þess höndunum; t. d. verður að athuga, að öll hænsn- in gefa ekki af sjer jafnan arð, svo að það vei^ður að lóga þeim, sem eigi svara kostnaði, en láta bestu várphænurnar unga út. Við hænsnarækt borgar sig best að hafa hrein kyn, því að þá kemur til greina sala útung- unareggja; en þá verður vel að gæta þess, að haninn sje ekki ;skyldur hænunni, og þarf því að fá nýjan hana á hverju ári. Vand- lega verður að gæta þess, að kyn- ið úrættist ekki við tímgun ná- ; skyldra hænsna. Getur slík úr- lcynjun oft gjörspilt besta kyni, svo að það taki ein 2—3 ár að koma kyninu á rjettan fót aftur. Frh.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.