Morgunblaðið - 10.10.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1924, Blaðsíða 4
Jttu íwu U NBLAÖIfe I ww— Tilkynningar. Auglýsingadagbók ,Morgunblaðsins‘ Atlar au*lýsingar í Morgnnblaöiö, MÆdist til A. 8. í. (Aaglýsúigaskrif- itöfn íslands), Anstnrstræti 17. * best til þess fallin allra bóka, að efa til kynna í, hvers yðnr er , vant. bf einnig hvað þjer hafið aflögu, ná- mgannm til handa. Sníð og máta allan kven- og barna- fatnað. Fljót afgreiðsla. — Láretta Hagan, Laufásveg 12. Hengilampi (fremur lítill) óskast til kaups í dag. Upplýsingar í Versl- un Jóns Hjartarsonar & Co. Sími 40. mmm visskifti. át íataofni i mikln úrvali. Tilöúia fös nýsanmnö írá Jkr. 95,00 Föt af- fi'Jtidd injög fljótt. Andrjes ÓJidrje* f»:, Lasgaveg 3, »íœi 169. UdUÉH Kensla. HiSÍ! pýsku, dönsku, ensku og frönsku kennir Gnðbrandur Jónsson, Lauga- veg 49. Viðtal 12—1 og 5—6. • Æfður kennari tekur að sjer að kenna unglingum undir æðri skóla. Góð kensla, og áreiðanlega sú ó|dýr- asta, sem hægt er að fá. Auglýsinga- skrifstofan vísar á. iiorgan Brothers wini Portvín (douhla diamond). Shorry. Madaira, «rm TÍCurkand ÍMMrt. Hm Tapað. — Fundið. WtU Hreinar ljereftitnsknr kaupir ísa- foldarprentsmiðja hæsta verði. Ur tapaðist á Vésturgötunni. Upp- lýsingar í Stýrimannaskólanum. i—ip Fæði. Fæði og húsnæði geta 1 eða 2 stúlk- ur fengið í Miðstræti 5 niðri. Einnig geta fleiri fengið þar fæði. Rúgmjöl, Bankabyggsmjöl og iHveiti, ódýrast í Versl. Ól. Amundasoriar, Laugaveg 24. er sama sem samband við menn á öðrum stjörnum. Nú er vandinn ekki orðinn annar en sá, að fá þá, sem slíkar rannsóknir stunda, tii þess að láta sjer koma í hug, hvort þetta gæti nú ekki verið þannig, og haga rannsóknum eftir því. Og að vísu veit jeg þó, að sá vandi er ekkert lítill.pað eru ram- ar taugar sem hleypidómunum mætti líkja við, svo að nálegá gæti komið til hugar fjötúrinn gleipnir, sem Fenrisúlfur fjekk ekki slitið. En samt er nú sigur- inn nálægt. Jafnvel þó að menn vildu meta það einskis, að maður sem hefir varið mestum hluta ævi sinnar einmitt til þess að búa sig undir að geta dæmt um, hvað sje sannleikur, segist vita ^að fullri vissu, að framhald lífsins sje á öðrum stjörnum, þá mun hver greindur og mentaður mað- ur sjá, að það er í meira lagi óvænlegt til fróðleiks, að gefa alls engan gaum að þeirri kenn- iugu sem vitrustu menn hinnar grísku og rómversku fomaldar trúðii á í framundir 1000 ár, og undir lok leið í heimskumyrkri miðaldann, en ekki fyrir þá sök að betri uppl. kæmi til. Og svo vel er á veg komið, að jeg býst jafnvel v’ð tíðindum í þessu máli, áður en aftur haustar. Og það er óhætt að segja það fyrir, að það verður mikil gleði á himnum — svo að jeg komist þannig að orði sem jeg vona að menn misskilji nú ekki — þegar loks'ns tekst að koma jörðu vorri í hið mikla bandalag stjarn- anna, eða nákvæmar sagt, lífsins á hinum ýmsu stjörnum. Og þegar í það samband er komið, þá mun oss fara meira fram í þekkingu og yfirráðum yf-ir öflum náttúr- únnar, á 10-—20 árum, en á 2000 árum áður.Kraftarnir mumi marg- faldast, þegar menn læra að vera samtak'a og setja sig í samband við fullkomnari aflstöðvar lífsins. Og það mun verða svo gott að lifa þegar allir hafa lært að stefna að rjettu marki. pað sem mun gerast, er í rauninni þetta stór- kostléga, að sköpun mannsins mun fara að takast. En hingað til hefir maðurinn Verið vanskapaðasti og ófarsælasta skepnan á jörðu hjer. l.okt. Helgi Pjeturss. GengiÖ. t Rvík í gær. Sterl. pd................. 29.35 Danskar kr............. .. 115.10 Norskar kr. .............. 94.50 Sænskar kr................175.35 Dollar..................... 6.60 Franskir frankar.......... 34.64 ------o------ Dagbók. VeSrið síðdegis í gær. Hiti á N. rð- urlandi 5—6 stig, á Suðurlandi 5—8 stig. Norðlæg átt á Norðvesturlandi, austlæg á Suðurlandi, kyrt annars- staðar. Skýjað loft, þoka víða á Norð- ur- og Austurlanjdi. Sindad heitir saltskip, er hingað kom í gær. Var það að losa salt í Ólafsvík, en rakst þar á grunu, og kom liingað til þess að láta athuga botn skipsins. Voru kafarar frá Geir að rannsaka það í gær. porði skip- stjórinn ekki að halda áfram, án þess að skipið væri skoðað. Hjeðan mun það fara til Grindavíkur. j Gulltoppur fór í gær á veiðar og veiðir í ís. „Sjö landa sýn“. Hallbjörn segir frá því í ferðasögu sinni, að hann hafi fagnað landsýn í Noregi á þann hátt, að drekka kampavín. Alþýðú- flokkurinn borgaði ferðakostnað Hall- bjarnar. I Locatelli flugmaður. í Vísi í gær er sú fregu höfð eftir dönska bíaði, að á Locateili hafi verið ráðist í New- FyHriinnÍaifiái \ ýms ritföng svo sem: Pennastengur, Strokleður, Reglustrikur, Pennastokkar, Grifflar, StimpilpúSar e. fl. bækjwgötn 6 B. Siml T SEMENT i Guðspekifjelagið. — Keykjavíkur- stúkau, fundur í kvöld kl. 8y2 stund- víslega. — Efni: Guðspekin og sam- fjelagið. ; Sjómannastofan: I kvöld kl. 8% talar sjera Arni Sigurðsson. ) Ekkert sundrungarefni segir Hall- björn í gær að sje milli Alþýðublaðs- ins og hinna ungu kommúnista, sem gefa út „Baúða fánann". Vel mælt, Hallbjörn. Blaðið er í raun og veru undir merki Rússabols- ara, þó það þorí ekki nema stundum að kannast við það. Gott að alþjóð veit, hvert það stefnir, blaðið, sem kennir sig við ísJ lenska alþýðu. York og hann særður svo hættulega, að tvísýnt hafi verið um líf hans. pessi fregn mun vera alveg tilhæfu- laus, og var tekin aftur í þeim blöð- um, sem fluttu hana. I Slysfarir. Um mánaðamótin síðustu var vjelbáturinn „Elín“ úr Hafnar- firði á leið frá Siglufirði hingað suð- ur, og var hún að koma af síldveið- um. A Húnaflóa hrepti skipið vonsku- veður; og nokkuð austan við Horn kom brotsjór og tók út einn mann- irm, Böðvar Sigurðsson. Ennfremur misti skþrið bátinn í sama áfallinu, og brotnaði eitthvað ofan þilfars. Segja menn, að það muni hafa verið mjög haút komið. Böðvar lieitinn var hjeðan úr Reykjavík, ungur maður og ókvæntur. nýkomið, seljum við fyrir óvana- lega lágt verð Reykjavík. Símari 24 vevslrinln^ 23 Pouisen, 27 Fossberg, kiipparstíg 29. Kveikingatin. Camilla Bjarnasön, Laugaveg 8, verður sextug í dag. Frúin, sem er cand. phíl., tók stúdentspróf 1889, og er því fýrsta ísl. konan, er rjeðist 1 það að verða stúdent. Meðan hún hafði heilsu, tók hún þátt í ýrasum opipberum störfum, og m. a. stofnaði hún kvenfjel. Ósk á ísafirði, sem mörgu góðu kom til leiðar, og setti á stofn matreiðsluskóla, sem alið hefir upp í hjeraðinu góðar húsmæður og eru báðar þessar stofnanir við lýði. Munu allir þeir, sem þekkja hana, bera hlýjan hug til hennar og óska henni allra heilla á lífsleiðinni. x. í síðustu heilbrigðistiðindum voru þessar prentvillur: Abarativ fyrir abortiv, Coné fyrir Caué, „að læknar hefðu nokkuð á sjúkl.“, fyrir: „að læknar hefðu nokkuð á móti að revna þær, ef sjúkl. —“. i r Nýr skáldsagnahöfundur. Á næsta vori kemur út á dönsku forlagi bók eftir ungan mann íslenskan, Lárus Sigurbjörnsson, Gíslasonar. Eru það sex smásögur, og efni þeirra íslenskt. i Vendla, fisktökuskip, kom hingað í gær. Ilefir hún verið að taka fisk á vmsum höfnum úti um land. ! Togarinn Ver kom til Hafnarf jarð- ar í fyrrajdag með 60 tunnur lifrar. Vínsmyglunarskipið. Til þess iiefir ekkert sjest nje af því heyrst síðan það kom til Grindavíkur um daginn. Maðurinn, sem í land fór af því, og settur var í sóttkví í Hafnarfirði, fór hjeðan með Merkur seinast. Sagð- ist honum svo frá, að hann hefði lagt fram peninga fyrir nokkrum hluta skófatnaðar farmsins, og hefði farið með hingað til lands, til þess að hafa hönd í bagga með því, að hann fengi eitthvað af andvirði hans. Kunnugt var honum um það, að mikið áfangi væri í skipinu, en kvað sig ekki hafa varðað um þann hluta farmsins. Er þess getið til, að þessir náungar, sem á skipinu voru, hafi viljað' losna við liann, og því sett hann í land. Gullfoss kom að vestan í gær. Meðal farþega voru Kristján Skagfjörð heildsali og C. Behrens forstjóri. Meðal farþega á Díönu, sem hingað kom í gærkvöldi kl. 9, voru: Björn Magnússon símastjóri, Sigfús Daní- elsson verslunarstj. frá Isafirði og frk. Kristjana Blöndal. Hlutavelta fyrir Ekknasjóð Reykja- víkur verður haldin á sunnudagimi kemur. Esjan kom kl. 8 í gærkvöldi me5 270 farþega. Par komu Pjetur Ólafj- son konsúll og þeir læknarnir Ivrist- mundur Guðjónsson og Ari Jónsson. ’.Kabaretten' ‘ á Skjaldbreið hafði. að bjóða góða skemtun í f.yrrakvöld- Theodór Árnason flutti ágætt erindi um Mo/art, manninn, sem fædldiit SLin undrabarn og endaði sem lieimi- meistari í hljómlistinni. Kvartett ljek innganginn að „Títus“, og tvær só- nötur eftir Mozart Ijeku þau samau á fiðlu og píanó Theodór og frú Val- borg Einarsson, auk annars fleica- Var auðheyrt að þau höfðu lagt mikla fyrirhöfn í undirbúninginn, sern verðskuldar viðurkenningn og meiri aðsókn en var. — pó að menn hafi be.vrt mikið af góðri hljómlist fyrÍT’ farandi, þá verða menn að gæta þesS, að láta það ekki ala upp bjá sjef ieprulega vandfýsni. pví að eins eru þessar útlendu listamannaheimsókmt góðar, að þær efli ahugann á iðkuú hljómlistar hjer heima, en veiki hanú ekki. — Mozart-kvöldið verður endur- tekið í kvold. Sjá auglýsingu. H. J- Hefnd jarlsMarinnar. Eftir Oeorgie Sheldon. Kenneth þrýsti hönd Nínu og sneri sjer svo að lafði Durward og bauð henni arm : sinn. pau gengu út úr herberginu. Nína Leicester stóð e.n eftir. Veikt bros ljek um varir hennar. Hún hafði hald- ið velli. 14. kapítuli. Sókn og vörn. Lafði Durward var æst í meira lagi á heindeið frá Bathurst-höll þetta kvöld og e’ns, er heim kom. f fyrsta lagi hafði hún áhyggjur þungar og stóraj- um hugarástand Caroline dóttur sinnar. Og í öðru lagi var hún sárgröm og gat ekki fyrirgefið sjálfri sjer, að hún hafði verið óforsjál. og lát’ð alt reka á reiðanum, í þeirr-i von, að þangað mundi bey.gjast krók- urinn, sem hún vildi. Dudley lávarður varð ævUr af reiði, er houum var frá skýrt málavöxtum. Og hann og kona hans sátu uppi fram undir morgun og lögðu á ráð um hvernig þau gætu snúið huga Kenneths „Jeg mótmæli þessu — jeg banna það!“, hrópaði hann allæstur. „En þú gleymir því, að Kenneth lætur ekki banna sjer ne:tt.“ „Jeg er fjárráðamaður hans og hann vogar sjer ekki að neita að fara að ráð- um mínttm, — að minsta kosti næstu tvö |árin eða meðan hann hefir ekki full um- (ráð vfir eignum sínum.“ ,En hann hefir í huga að tilkynna trú- lofunna án tafar. H&nn er stórhrifinn af henni og þú getur reitt þig á, að hann dregur ekki á l^nginn að giftast henni.“ „En hann getur ekki gert hana að jarlsfrú á Melrose, fyr en hann er myndugur.“ * „pú gleynrr því, að tekjur þær, er hann nú þegar ræður yfir, er>t góðar. pau geta lifað góðu lífi á þeim. Ok auk þessa — láristraust hans er ótakmarxað, þareð öllum f jesýslumönnum er vel kuunugt um hve mikill auður fellur hon- um í skaut, er hann nær myndugsaldri.“ „pað skal aldrei verða! Heldurðu að jeg láti ræna mig öllum þeim vouum, sem jeg hefi bygt upp se:nasta áratug- inn. Jeg ,lefi v°nað, gert ráð fyrir, ákveðið. að hann gangi að eiga Caro- Jine, og við megum ekkert láta ógert til þess að það áform takist.“ „Jeg er reiðubúln til hvers er ver» skal. En í fyrsta skifti á æfi minni stená jeg alveg ráðalaus. Jeg hefi enga hug' mynd um hvað gera skal.“ „J?að hefi jeg heldur ekki,“ sagði jari' inn og dró andann þungt. Hatur le:ftr aði í augum hans. „En mjer skal hepnast að —“ Hanú þagnaði snöggvast og virtist hugsi uu1 stund. ,,Jeg er viss um, að það er eitthva® nm þessa Leicester-fjölskyldu, sem fálf vita, ocr ráðlegast er að fara dult með ^ fvrir maddömuna. Jeg hefi lengi gruna hana um grsesku.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.