Morgunblaðið - 10.02.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1925, Blaðsíða 2
M 0 R G UNBLAÐIÐ 1N«th?w Hrisgrjón, Hrísmjöl, Heilbaunir, Haframjöl, Kartöflumjöl, Sagógrjón, Laukur. Nýkomið: Fiskihnifar og fiskhurstar. A. OBENHAUPT. vantíir nú þegar á Hótel ísland. Upplýsingar á skriístefunni. Zinkhvíta. Fernesolía, Terpentínolía, frönsk. pur'.kefni, tvær teg. Penslar. Bílalökk (lituð, glær). „MÁLARINN". Sími 1498. Burst-Penslar, Límkústar, Dubbkiistar, Ivalk- kústar, Yeggfóðraraburstar. Maln- ingarvörur alLskonar. Reynið vöruna og athugið verðið. „Málarinn" Sími 1498. Lækjargötu 2. Ml. Bátur ferst rueð sex mönnum. Skip rekur á land, annað sekkur. Bryggjur brotna í spón. Á laugardagskvöldið var, og surnmdaginn gerði hjer versta veður, suðaustan aftakastorm, á laugardagskvöldið og fram eftir nóttu, en norðaustan ofsarok á sunnudaginn, seinni partinn, og fram á kvöld. \ ( Bátur ferst. Á Jaugardaginn rjeru nokkrir bát- ar í verstöðunum suður frá. Þar á meðal einn bátur, Sólveig, sem gerð- ur er út hjeðan úr Reykjavík, en hafði verið suður í Sandgerði þenn- an dag. Hefir nú sannfrjest um það, að þessi bátur hefir farist á laugar- ■dagskvöldið á svokölluðum Stafnes- skerjum. Telja menn vást, að hann liafi verið a heimleið, en lent of sunnarlega. Sá bátur af Akranesi til hans fyr um daginn, og átti liann jbá lítið eftir að draga af línunni. Sex menn voru á bátnum, og voru það þessir: Björn H. ötrðmundsson. formað- ur, frá Ísafírði, Kristján Albertsson, stýrimaður, frá ísafirði, Lárus 'Svcinsson, vjelam. hjeðan úr Rvík, átti heiina á Freyjugötu 27 A. G-uð- mundur Ilelgason frá Patreksfirði, Ouðmundur Jónsson úr Rvík, og Friðjón Hjartarson frá Hellisandi. Eftir því, sem Morgunbl. veit best, HeSIsati er fyrir öfilu látið því ekki hjá líða að nota hið viðurkenda blóðmeðal F E R S 0 L. — Læknar blóð- leysi, lystarleysi, þreytu, mátt- |fl leysi, svefnleysi, taugaveiklun höfuðverk o. fl. Laugaíegs-Apótek. Aðalumboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran. ’voru allir þessir menn, að undan- teknum stýrimanni, ógiftir. Stýri- maður var kvongaður, og átti 2 eða 3 börn. Farið var að reka úr bátnum á Staf’nesi í gær, veiðarfæri, ljett- bátinn og fleipa. Sólveig var um 20 tonn að stærð, og hafði h.f.„Hrogn og lýsi“ hana á leigu og gerði út á fiskiveiðar. Með bátstapa þessum er enn liöggvið skarð í sjómannabóp Vest-i fjarða. Fara mí enn þrír menn íi sjóinn þaðan í .viðbót við hinn miklaj hóp Vestfirðinga sem fallið hefir íj viðureigninni við Ægir í haust og vetur. Höfnm á sunnudaginn. í norðanverðrinu varð minnij skaði hjer við höfnina en búast, mátti við, því hið mesta fárviðri var. Yindstyrkurinn var 8, en varðj mestur'hjer í suðaustanrokinu á dög, unum 10. Var höfnin öll eins og injallrok og fauk sjólöðrið lijer inn. yfir miðbæinn. Tvö skip, fsland og Björkhaug, lágu við vesturuppfyllinguna og skemdust bæði allmikið, þó ísland ekki meira en svo, að það fór hjeð- an í gær. Þá skemdist og uppfyllingin nokk- uð, brotnuðu trje framan í henni, á allöngu svæði, og eins laskaðist brúnin að ofanverðu. ViS kolabryggjuna austur við eystri hafnargarðinn lá Gaupen. kolaskip. Rak það upp í fjöru, en er talið óskemt, og komst á flot í gærkvöldi. Kolabarkur, sem kol höfðu verið losuð í, sökk og austur við garðin*. Vjelbátur „Kol og Salt“, sökk vestur við Loftsbryggju. Sú bryggja ónýttist algerlega, og sömuleiðis önnur bryggja þar nálægt, Geirs- Skenidir í bœnum, munu ekki hafa orðið mÍK^ar. Þó fauk þak af einu húsi á Latígaveg- inum, hús Jónasar Eyvindssonar. Tók það af í heilu lagi. Skemdir nrðu engar af þakinu. Á einstaka stað í bænum svifti upp járnplötu af þaki, og aðrar smáskemdir munu hafa orðið á nokkrum stöðum. Skip vamtar? t Vestmannaevjum höfðu yfir 20 bátar róið á sunnudaginn. Heyrðist liingað, að síðast um kvöldið hefðu 5 af þeim veríð ókomnir. En 5 gær- morgun barst loftskeyti um það, að þeir hefðu allir náð landi heilu og höldnu. Óljósar fregnir hafa borist um þ::ð hingað, að skip af Eskifirði, sfcin stundar þorskveiðar með línu, hefði vantað tvo síðustu sólarhringa. En að svo stöddu er ekki hægt að fullyrða neitt um það, nema það kunni að vera heilt á húfi einhver- staðar. Innlendar frjEttir. FBA MÝRUM OG BORGAR- FIRÐI. (fiamkvæmt símtali við Borg- arnes í gær). Lík rekið á Mýrum. í fyrri viku fundu menn frá Tröðum í Hraunhreppi, lík rekið á skeri skamt frá landi. Fór lækn- irinn í Borgarnesi þangað vestur fyrir helgina var, til þess að rann- saka líkið, m. a. hvort hægt væri að fá nokkrar bendingar nm það, af hverjum lík þetta væri. Lækn- irinn fann ekkert það auðkenni á líkinn, er gæti leitt til vitneskju um þetta. Að öllum líkindum hef- ir það aðeins verið stuttan tíma í ■sjó. Föt voru lítil á því, aðeins nærskyrta og prjónapeysa, og lít- ið annað. Var alt útlit fyrir, að maðurinn hefði ekki ihaft ráðrúm til að klæðast, áður en hann fór í sjóinn. Einskonar björgunar- hringur var um hálsinn á líkinu. Var umbúnaður hans og með þeim ummerkjum, að viðkomandi mun ekki hafa getað komið honum fyr- ir í þær skorður, sem útbúningur bans bendir til að vera eigi. Helst er gifúcað á, að lík þetta sje af togaranum, sem strandaði undir Hafnarbjörgum á dögunum. FRÁ VESTMANNAEYJUM. Vestmannaeyjum í gær. Bæj arstjómarkosning. Bæjarstjórnarkosning fór hjer fram í gær. Kom borgaraflokkur- inn að tveimur mönnum, en jafn- aðarmenn einum. Slæmar gæftir eru hjer nú, en nokkur fiskafli, þegar á sjó gefur. Fáir róa í dag. AlþSng. f gær bar það til tíðinda, að stjórnarfrv. voru lögð fram og fastar nefndir kosnar. í efri deild fóru kosningar þannig: 1. Fjárhagsnefnd: Sigurður Eggerz. Bjöm Kristjánsson. Jóhann Jósefsson. Jónas Jónsson. Ingvar Pálmason. 2. Fjárveitinganefnd: Jóhannes Jóhannesson. Ingibjörg H. Bjarnason. Hjörtur Snorrason. Einar Árnason. Guðmuncíur Ólafsson. 3. Landbúnaðamefnd. Hjörtur Snorrason. Eggert Pálsson. Sigurður Jónsson. 4. Samgöngumálanefnd. Eggert Pálsson, .form. Hjörtur Snorrason. Jóhann Jósefsson, skrifari. Guðmundur Olafss’on. Sigurður Jónsson. 5. Sjávarútvegsnefnd. Björn Kristjánsson, form. Jóhann Jósefsson, skrifari. Ingvar Pálmason. 6. Mentamálanef nd: Sigurður Eggerz. Tngibjörg H. Bjarnason. Jónas Jónsson. 7. Allsherjamefnd: Jóhannes Jóhannesson. Eggert Pálsson. Jónas Jónsson. í neðri deild höfðu Sjálfstæðis- menn bandalag við Framsóknar- menn um nefndarkosningar, nema í þeim nefndum, sem 7 menn skipa. Þar höfðu þeir sjerstaka lista. Jón Baldvinsson var einnig í þessu bandalagi, og hafði það þannig meiri hluta (15 :13 atkv. — Stundum voru atkvæðin 14 :13, og 1 seðill anður). 1. Fjárhagsnefnd: Jón A. Jónsson, skrifari. Klemens Jónsson form. Magnús Jónsson. Halldór Stefánsson. Jakoh Möller. Björn Líndal. Sveinn Ólafsson. 2. Fj árveitinganefnd: pórarinn Jónsson, skrifari. Tryggvi pórhallsson. Jón Sigurðsson. porleifur Jónsson, form. Bjarnj Jónsson frá Vogi. Pjetur Ottesen. Ingólfur Bjamarson. 3. Landbúnaðarnefnd: Halldór Stefánsson. Árai Jónsson, skrifari. Pjetur pórðarson, form. Hálkon Kristófersson. Magnús Torfason. 4. Samgöngnmálanefnd: Pjetur pórðarson. Jón A. Jónsson. Klem'ens Jónsson, fonn. Hákon Kristófersson. Sveinn Ólafsson, skrifari. 5. Sjávarútvegsnefnd: Ásgeir Ásgeirsson, form, Ágúst Flygenring. Pappírspokar [ allar Btærðir. Ódýrast í bænum Hepluf Clausen. Simi 39. i Sælgæti, allskonar og Eplín, góðu eelur usu S i m api 24 rerslunin, 23 Poulse*, 27 Fossberg. Klapparstíg 29. F iskburstar Nokkuð af KúalfiDu er til sölu. Menn anúi sjer tíl Jóns Lárussonar, Þingholtsetr IV Bliim. Einhleypur maður með gag»' fræða- og lýðháskólapróf ósk»r eftir atvinnu við skrifstofu- eð» verslunarstörf. Upplýsingar í aím* 763. Verstun verður lokuð I dag vegna þ®*8 að verið er að mála búðina inn*^ J ón Ba 1 dvinsson. Sigurjón Jónsson. Jakob Möller, skrifari. 6. Meatamálanefnd: Jörundur Brynjólfsson, io^' Sigurjón Jónsson. Bemharð Stefánssou. Björn Líndal. Ásgeir Ásgeirsson, skrifar:' 1 | 7. AUsherjamefnd: “t Bernharð Stefánsson. Jón Kjartansson. Jón Baldvinsson, skrifari. \ Árni Jónsson. : Magnús Torfason, forci-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.