Morgunblaðið - 26.03.1925, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
V
Tilkjmiljttg'*;!
Vorubílastöö íslands, Hafnarstreti
35, (inngangur um norðurdyr húss-
íu s). Sími 970.
Símanúmer Eisikbúðarinnar í Hafn-
arstræti 18, /verðnr frámvegis 655,
Benónj' Benónýsson.
VilgkíftL WMm
BHopgan Brothers vfini
■Portvín (donble diamond).
Sherry,
Hadeira,
em viðnrkend beet.
Túlipanar. Amtmannsstíg 5. Sími
141.
Chocolade, Konfekt og annað sæl’
gati, fæst í miklu úrvali í Tóbaks-
húsinu, Austurstræti 17.
Matarepli á aSeins 60 aura y2
kg., fást í Tóbakshúsinu, Austur-
stræti 17.
Góðar Appelsínur á 20 aura,
fásr í Tóbakshúsinu, Austurstræti
1T
Smávörudeildin:
, OTÍ smávara til saumaskapar er
rvú iftur komin. svo sem: Hör-
tvirni, Keflatvinni hvítur og sv.,
ölí r.úmer, fleiri þásund saumnála-
hrjef áf öllum stærðum. Hnappar,
allar stærðir og litir, beltisspenn-
ui karla og kvenna, margir litir
og sfterðir, málbönd, fleiri teg, og
limn tnargeftirspúrði tvinni nr. 12,
fcvtítur og svartur og ótal margt
fleirs. — Alt á saina stað.
Guðm. B. Vikar,
Tvaugaveg 5.
Eósastönglar, — úrvalstegundir,
nýkomnar á Amtmannsstíg 5. —
Rölutími frá kl. 1—7.
ífeúð, tvö herbergi og eldhús,
óskasí strax. A. 8. í. vísar á.
H TapaS. — Pundið.
Karlmanns-reiðstígvjel í ó,skil-
nm, síðan í sumar á Arbæ. Vitj-
ist sem fvrst.
I
mmmm Vinna.
Sjómaður óskast til Grindavík-
ui strax. Upplýsingar á Laugaveg
123,
Flóra Islands
2. útgáfa, fsest 4
afgreiðslu ’MlorgunblaðsSns.
ALÞINGI.
Efri deild.
Frv. um heimiid fyrir bæjar-
■og sveitarstjórnir til að skylda
wnglinga til sundnáms.
Jjm málið urðu dálitlar umr.
Tðluðu móti því forsætisráðh., SJ
og EÁ, en voru þó eiginlega ekki
á raóti því að unglingar iðkuðu
■aimd, heldur að ákveða það með
heimíldarlögum. En með frv.
mæítu flm. JóhJóh, SE og HIB,
og var síðan samþ með 11 gegn
-3 atk*** (þeirra þriggja, s°in töl-
uðu á uióti) og afgr. til Nd.
I
Kvennaskólinn í Reykjavík. —
,TTm málið urðu allmiklar umr.
Meirihl. mentamálan. (JJ og SE) (
mælti á móti því að ríkið tæki,
að sjer rekstur skólans; í sama
streng tó>k Sig. Jónsson. Guðm.
01. mælti með sinni brtt.: að rík-
ið tæki að sjer Blönduósskóla.nn,
svo fremi að það tæki á sínar
herðar Kvennaskólanu í Rvík. —|
Með stj.frv. mælti GTII! og for-j
sætisráðherra. Rakti Tngibjörg
sögu slpjlans að nokkru og þótti
ræða hemiar )hin skörulegasta.
Ekki vanst tími til það ljúka mál-
inu og var umr. frestað
Neðri deild.
Strandvarnarskipið fór umræðu-
laust til Ed. *
Frv. um breyting um verslun
með smjörlíki o. fl.
Frv. var endursent frá Ed. með
örlitlum breytingum. Mátti því
ætla að um frv. vrðu efcki miklar
umr. En það fór á aðra leið. Há-
kon lagðist nú allþunglega á móti
frv. og lagði til, að það yrði felt,
en hlutaðeigandi rjómabúi gefið
eftir af láni þvi, er úíkissjóður
hafði veitt því til að kaupa áhöld
til smjörlíkisgerðar. Voru um
málið haldjiar 11 ræður. og umr.
síðau frestað.
Frv. um ríkisborgararjett til
handa sjera Friðriki Hallgríms-
syni samþ. og vísað til 3. uinr.
pá komu til ujjjj-. slysatrygg-
ingarnar, og varð um þær tals-
vert kai’p, en lítið mei'kilegt kom
frarn í þeim umr. pó varð þeim
ekki lokið og málið tekið af dag-
skrá.
Af dagskrá var og tökið síð-
asta málið.
Önnur umr. fjárlaganna er í
dag.
Eldhúsverkin á þingi.
pau hófust á mánudag, eins
og áður hefir verið skýrt frá, og
var lokið kl. uálega 1 aðfaranott
iniðvikudags, og voru víst allir
sammála um það að lokum, að
aldrei hafi verið ver varið tíina
Alþingis, en þeim. er fór í þessar
Hinræðnr. Aldrei hefir fyr verið
háðui' jafn vesall eldhúsdagur á
Alþingi. Aldrei hafa stjórnarand-
stæðingar haft eins lítið og lje-
legt fram að bera á eldhúsdegi
eins og nú. Sarnt tókst þeim að
teygja lopann svona lengi.
Tr. p. fór fyrstur í eldhúsið, og
revndj að koma að Tímasannleika
i noikkrum málum. Hann var nieð
Búnaðarlanadeildina, sömu ósann-
htdin og blekkingarnar, sem hann
var búinn að margjapla á í Thn-
anum. Hann var einnig með fram-
kvæmd bannlaganna., sem alt var
bvgt, á sömu kórvillunni, sem áð-
ur hjá honuiu, að hann ekki þekk-
ir greinarmun á lögreglubroti og
hegningarlagabroti. pá var hann
ineð framkvæmd innflutnings-
haftanna, einnig’ upptugga úr
Tímanum. Gengið og peninga-
málin reyndi hann einnig að koma
með, en gleymdi í því sambandi
alveg lögum, sem hann hafði ver-
ið með í að samþykkja á síðasta
þingi.
Aðrir þingmenn, sem í eldhúsið
fóru, höfðu ekkert nýtt fram að
færa. Þeir fóru í sömu málin.
Fór svo að lokum, að umræðurn-
ar snerust eingöngu um Krossa-
nesmálið, mál, sem búið var að
afgreiða úr deildinni tveim dög-
um áður, o’g þá eftir mjög langar
umræður. Má af þessii best marka,
hve vesall eldhúsdagurimi var,
þegar gripið er til máls, sem bú-
ið var að þrautræða í deildinni
áður og búið að leiða til lýkta.
Nokkru áður en eldhúsdegin-
um var lokið, stóð upp Hákon í
Haga, og flutti snjalla liugvekju
til þeirra máióðu úr Framsókn og
sósíalistans, sem í öllu fvlgdist
með Framsókn, og minti þá á,
hve miklnm tiíma þingsins þeir
hefðu nú varið í þetta alóþarfa
málæði: við tóbakseinokunma,
varalögregluna, Krossanesmálið,
og nú í eldhúsverkin, og varpaði
þeirri spurningu fram, livort eigi
mundi þarfara varið til annars
þeini peningum, sem færu til
þcssa. En þetta málæði þeirra
kostaði ríkið nál. 28 þús. kr. —
póttu víst öllum þetta orð í tíma
töluð.
-<ýí
Genqið.
Tíeykjavík í gær.
Sterl. pd.............. 27.15
Danskar krónur..........103.11
Norskar krónur.......... 88.47
Sænskar krónur..........153.23
Dollar................. 5.96
Franskir frankar........ 30.01
DAGBÓK.
„íslendingar og Norðmenn“
— grein sú, er Árni Pálsson
rcit í Skírni síðast, og oft liefir
verið á minst hjer í blaðinu, hef-
ii* va'kið allmikla atliygli og mik-
ið umtal í Noregi. Hafa mörg
blöð á hana íninst og birt úr henni
kafla. Nú síðast liefir hún verið
birt öll í þýðingn í stúdentafje-
lagsblaðínu norska, ,,Fram“, og
m. a. farið þeim ummælum um
hana, „að hún hjálni Norðmönn-
um til að glöggva sig betur á
því en verið liafi, hverjum aug-
um frændþjóðin í vestriuu líti á
þá“.
Sextugur verður í dag Ilafliði
Jónsson, , Bjargarstíg 6, gamall
borgari í bænuin.
Verslunarmannafjelag Reykja-
víkur heldur skemtifund í kvöld
kl. 81/2 í Thomsenssal. Verður þar
inarg't til skemtunar, sVo sem kór-
söngur, hljómleikar, upplestur,
sungnar gamanvísur og fleira.
Dansleikur hljómsveitar P. 0.
Bernburgs. Morgunblaðið hefir
verið beðið að minna á, að að-
gÖngumiða að dansleik þessum
verði að sækja í bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar fyrir föstn-
dagskvöld kl. 7.
Áheit á Strandakirkju frá G.
E. kr. 5.00.
Mercur kom hingað í gærmorg-
un. Meðal farþega voru Einar
Benediktsson skáld, Jón Sveins-
son bæjarstjóri og frú hans, Ragn-
ar Ólafsson konsúlll og Pjetur
Eggerz Stefánsson og frú hans.
Diana fór hjeðan í gær vestur
og norður um land til Noregs. —
Meðal farþega voru Helgi Guð-
mundsson bankastjóri, Jón Sveins
son bæjarstjóri og frú hans, og
Vilmundur Jónsson læknir og frú
lians.
Fundur verður haldinn ií Sál-
arrannsóknafjelagi Islands í Báru-
búð í kvöld. par flytur sjera Ja-
kob Kristinsson erindi.
Drengur.
Duglegur drengur, röskur og áreiðanlegur, óskast
til að bera út „Morgunblaðið“ til kaupenda.
Geraralagenturet
for
I Anledning af, at Selskabets mangeaarige Repræscntant, Hr..
Höjesteretssagförer Tulitiius, paa Grund af sin övrige Virksomhed'
önsker at trække sig tilbage som vor Generalagent, bliver General-
agenturet ledigt.
Ansö'gere til Genera lageuturet bedes sikriftlig lienvende sig til
Selskabets Hovedkontor i Köbenhavn, Grönningen 25, K.
Nordisk Brandforsikring,
Gullfoss fer hjeðan í kvöld kl.
12 til Vestfjarða. Meðal farþega
ei u Magnús Thorsteinsson banka-
útbússtjóri, Estífa Björnsdóttir,
ungfrú Anna Thorsteinsson, ung-
frú Ingibjörg Einarsdóttir, Ágúst
Elíasson kaupmaður og frú hans,
Örnólfur Valdimarsson kaupm.,
Guðmundur Bergsteinsson kaup-
maður og Egill Guttormsson bók-
sali.
Af veiðum kom í gær Gylfi með
70 föt.
Esja hefir nú verið flutt inn-
an úr sundum og að uppfylling-
unni. Er farið að búa liana undir
strandferðina 1. apríl.
Draupnir fór hjeðan á veiðar í
fv rradag', en ’koin inn aftur í gær.
Stóð svo á því, að mikið af kol-
11111 þeitn, er hann tók hjer s>íðast,
var grjótmylsna og sandur af
uppfyllingunni. Munu kolin hafá
verið látin í liann að næturlagi,
og þessi mistök því orðið á. Tog-
arinn mum ]*rfa að liggja inni
nokkra daga til þess að losa xir
sjer þessi grjótblöndnn kol og
taka önnnr.
Union heit.ir kolaskip, sem ný-
komið er til Proppébræðra.
Norðlendingamótið. Morgunbl.
hefir verið beðið að minna þá á,
sem ætla að sitja Norðlendinga-
iriót.ið, að vissara væri að fá sjer
aðgöngumiða strax, því aðsókn er
mikil, en takmaúkað, hvað marg-
ir geta komist á mótið.
Gamla Bíó. pessi kvöldin er
sýnd þar ágæt kvikmynd, sem
Norma Talmadge leikur í. Með
beim kvikmyndum, sem hún leik-
iir í þarf ekki að mæla. Hún er
einhver vinsælasta kvikmynda-
leikkonan, sem nú er uppi, erida
altaf unun á hana að horfa. Onn-
ur hlutverk eru og vel leikin og
nmgerðin snotur X.
Dagskrá efri deildar í dag kl.
1 miðd. 1) Frv. til 1. um að ríkið
taki að sjer kvennaskólann í Rvík,
frh. 2. umr. 2) um stofnnn dós-
enfsembættis við heimspekisdeild
Háskóla íslands; 2. umr. 3) 11111
skatt af lóðurn og húsum !í Siglu-
fjarðarkaupstað; 1. umr. 4) Till.
ti1 þál. um viðbótarbygg111"11
g< ðveikrahælið á Kleppi og hygg-
ingu landsspítala, hvernig ræða
skuli.
Neðri deild. Frv. til 1. um inn-
lieimtu gjalda af erlendum fiski-
skipum; 2. umr. 2) Frv. til fjár-
laga fyrir árið 1926; 2. umr.
Háskólafræðsla í dag kl. 6—7.
Dr. Kort K. Kortsen (fyrirlest-
ur).
Saltet Fisk.
Et af de störste Firmaer i salt-
et Fisk i Storbritanien önsker
öpköber paa Island. Den sögende
inaa være meget velanset og have
godt Kendskab til Handelen med
saltct Fisk. Den Paagældende-
i.naa hverken direkte eller indir-
ekte have Forbindel.se með andet
Firina í Branehen og maa præst-
cre tilfredsstillende Anbefalinger
(kun Kopier) með Hehsyn til
Karakter, Dygtighed og Kund-
skab. Nöjagtige Oplysninger om
Alder. Lönfordring etc. til Box
8í)1, T.B. Brownes Advertising
Offiees, 16.i Queen Victoria Street,
London E. C. 4, England.
Personbil
6 sæter i tipp topp stand passende
til privat eller Droche bii. tilsaigs-
Lillet Merk. „Personbil“, sendes
A. S. I.
Veggfóðui*
kaupa menn
best og ódýrast hjá
Sv. Jónssyni & Co.
Kirkjustræti 8 B.
Uni fjörutíu tep'imdir af
fataefnum, ekkert dýrara en
60 til 65 krónur í fötin.
Guðm. B. Vikar,
klæðskeri. Laug'avee; 5,
Slmai
24 versln.mn
23 Poulaen,
27 Fossberg
Klapparstíg 29,
Fiskburstar.
Rúllustativ
komin aftur
HeHixf Clausen.
Simi 39.
Húsmæður
einasta tryggingin fyrir því, að
kakan verði góð, er að nota bestu
tegund af hveiti i hana. V’e.rsl-
„pörf,“ Uverfisgötu 56, sími 1137/
selur aðeins eina tegund af hveitJ/
en það er sú besta fáanlega.
Revnið hana.