Morgunblaðið - 15.04.1925, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.04.1925, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Fyrirligg jandi: Handsápur, margar tegundir ágætar, ódýrar. Blautsápa, ágæt tegund, ódýr. Sápuspænir í pökkum. Blegsóda í pökkum. Sóda mulinn í sekkjum á 100 kg. Þvottaduftið „Vi To“, best, ódýrast. Upplestur Adam Poulsens vonfjpecom II II Aðalumboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran. AppeHsinur: Strausykur, Rúgmjöl, HAIfbaunir, Hænsnabygg, Maismjöl, Mais, heill, Te í Va og */i lbs. dósum. Eldspýtur ,,Björninn<(, Súkkulaði, 2 teg., Sagógrjón og Dósamjólk. flíostam jólki n (Cloister Brand) Er holl og nseringarmikil. Konfekt. Vín- Kafsla- Creme' Blandað Úrvals í lausri vigt og öskjum. Heildsala — Smásala Vegg- fóður ljómandi fallegt, nýkomið lirilnl! Pirls. í fyrradag hóf Adam Poulsen upplestra þá, í Nýja Bíó, sem hann ætlar að halda hjer sex kvöld. pó veðrið væri með allra leiðinlegasta móti, káfalds-bleytu- hríð, þá var svo að segja hvert sæti skipað u húsinu. Var auð- sjeð, að bæjarbúar vissu, að þarna yrði á boðstólum óvenjuleg skemtun. Formaður tslandsdeildar Dansk- íslenska fjelagsins, Jón biskup Helgason, kynti upplesarann og bauð hann velkominn með nokkr- um orðum. pá steig Poulsen 4 ræðupallinn, þakkaði fyrir það tiaust, er Dansk-ísl. fjelagið hefði sýnt sjer, með því að gefa s.jer kost á þessari för til fslands. Orð hans voru ekki mörg, en haru kafði strax unnið tilheyrendur, náð þeim á sitt vald, með óvenju- hijómfagurri rödd sinni og djarf- mannlegri framkomu. Hann byrjaði að lesa upp ,Jule- stuen‘ eftir Holberg. Er það auð- skilið, að hann skyldi velja eitt- livað eftir Holberg, því hann mun hafa tekið í arf virðinguna á verkum þessa snjalla skop-rithöf- undar. Emil Poulsen, faðir hans, hafði miklar mætur á honum, og Ijek í fjölda hlutverkum úr leik- ritum hans. Poulsen hafði ekki lesið i_Lgi; þegar öllum, sem á hlustuðu, vav ljóvst, hve geysilega fjölbreytta upplestrar-hæfileika hann hefir. Hann brást í einu vetfangi í bin ólíkustu gerfi: með raddblæ, róm- hæð, tilliti og andlitsdráttum skapaði hann hverja persónuna á fætur annari, gaf hverri sín ein- kenni, sitt líf, svo að engm varð útundan. Tilheyrendurnir undruð- ust á milli þess sem þeir hlógu dátt. Ef leikmönnum í framsagnar- li.stinni mætti leyfast að koma hjer með athugasemd, þá væri það hel.st sú, að Poulsen hefði lesið „Julestuen“ of hratt. pví þó húast inegi við, að flestir þeirra, sem þarna voru viðstaddir, skilji til hlýtar dönsku, þá kunna þó að hafa verið þarna nokkrir, sem áttu erfitt með að fylg.iast með efninu og meta framsagnarlist Poulsen, vðgna þess, hve hratt. hann las. Væri æskilegt, að hann vildi minnast þess framvegis. Á eftir ,,.Jule.stuen“ Jas liann upp smákvæði eftir dörsk og norsk skáld, m. a. Skjoldborg, Aa'kjær, Bergstedt, Ove Rode og Wildenwey. Svo vel sem hann fór með hið óbundna mál Hol- hergs, fór hann þó enn betur m :ð kvæðin, hvort sem skáldin höfóu ort um gleði eða sorg. pað- var ekkert yfirskin í framsögninni; hugsun kvæðisins var skilin, lifuð með og sögð svo innilega, að ekki varð um vilst, að listamaður fór með. Svo kom enn óbundið mál — æfintýrið um tuskurnar, eftir An- J der.sen, og smásaga frá Himmer landi, eftir Johs. V. Jensen; æfin- týrið var lesið upp á þann hátt, að greinilega kom í ljós mismun- urinn á þjóðareðli Dana og Norð- manna, aðrir mjúkir, kurteisir, sveigjanlegir, en hinir sjálfum- glaðir, sjálfum sjer nógir, hrein- skilnir og nok'kuð grobhnir. Um smásöguna frá Himmerlandi er það að segja, að hún var lesin, upp af hinum næmasta skilningi á söguefninu og Ane gömlu. Peir, sem lesið höfðu þá sögu áður, munu hafa sjeð nýju ljósi varp- að yfir hana með framsögn Poul- sens. Loks endaði upplesarinn með lofkvæði til ísdands, eftir 0. La- goni. pað eru nokkur tilþrif í því kvæði, og þau nutu sín svo vel, sem kostur var á. Kvæðinu var lyft í æðra veldi. pá var lokið fyrsta upplestri Poulsen, og munu þeir, sem mest- pt hafa kröfurnar gert, ekki liafa 1 orðið fyrir vonhrigðum. j I gærkvöldi helgaði Poulsen Oehlenschláger kvöldið. Las hann upp eftir hann m. a. kafla úr „Erik og Abel,“ atriðið í graf- j hvelfingunni, og kvæðið „Dauði Hákonar jarls.“ En það sem sjer- sta'klega hreif áheyrendur voru þættirnir úr „St. Hans Aftenspil“ og „Guldhornene.“ En með hinu síða.stnefnda fylgdi undirspil eftir Hartmann, sem Páll ísólfs- son Ijek á píano af mestu snild. Rúm Morgbl. er of takmarkað til að geta sagt nokkuð íítarlegt um upplestur Poulsens í gær- kvöldi. pað verður að nægja að geta þess eins, að þátturinn úr „St. Hans Aftenspil“ tókst hon- um svo frábærlega, að aldrei mun hetri upplestur hafa heyrst hjer. í kvöld les Poulsen upp þætti úr hinu fyndna og meinhæðna leik ritf Heibergs: „En Sjæl efter Döden“. i! !! ii ii ii Rafmagns- mótorar af mismunandi stærð- um, eru nýkomnir. Mótorarnir eru smíð- aðir af firma sem er heimsþekt að vöru- vöndun. s Hafnarstræti 15. Noregsför glímumannanna. Níu glímumenn fara hjeðan til Noregs í vor og sýna glímur víðs- vegar í Noregi. Fullráðið er nú, að flok'kur glímumanna fari hjeðan til Nor- egs í lok næsta mánaðar. Foringi þeirrar farar, verður hinn góð- kunni Mullers-æfingakennari, Jón porsteinsson. Með honum fara níu af liprustu og færustu glímu- mönnum vorum. Er það U. M. F. í., sem gerir þá út hjeðan, en ungmennaf jelagasamband Noregs tekur á móti þeiin og annast um veru þeirra og ferðir þar. pessir taka þátt í förinni: Sigurður Greipsson (miverandi glímukonungur), Jóhann porláks son og Þorsteinn Kristj insson, báðir hjeðan úr bænum, Jörgen porbergsson pingeyingur, Jón Pálsson Skaftfellingiir, Viggo Nathanelsson frá pingeyri, Pjetur Bergsson, porgeir Jónsson og Á- gúst Jónsson, allir þrír úr Mos- fellssveitinni. Búist er við, að þeir haldi glímusýningar víða í Noregi, og verði þar að minstei kosti mán- aðartíma. LAUSAYÍSUR. Gamalt prentletur. Elsta prentletrið, sem nú er til, kvað vera frá árinu 600, eða frá þeim tíma að Múhamed lifði, og Gregor mikli var páfi í Róm. — Letur þetta er 'kínverskt svo sem vænta mátti, því Kínverjar fundu upp prentlistina ævalöngu áður en Evrópumenn. petta 600 ára gamla letur er nú eign kínversku deildarinnar við Columbía háskól- ann í New York, og er metið á of fjár. Erfiljóð eftir hund. Iljer er Lappi í heiðnum reit, því liundur bara var ’aun. Ekki reif ’ann eða beit; alla kosti bar ’ann. Stefán Erlendsson. Margur Irefir farið flatt fyrir minsta. vikið. En Bakkus hefir hrelt og glatt, heillað mig og svikið. T. J. ITartmann. Táli er blönduð tilveran, trygðin viinduð dvínar, hnígur önduð ánægjan ofan í höndur mínar. Sigurbjörn í Fótaskinn. Fundið á pöllmn: Það er miklum mönnum kleift að menta litla snáða. En ekki skyldi „út.varp“ levft ef jeg mætti ráða. Sími 1755 Færið þetta símanúmer inn í símaskrána IIeimskipafjelag y Í5LANDS ' REYKJAVÍK >11 „Esja* 1 fer hjeðan á laugardag apríl vestur og norður unl land í hringferð. Vörur afhendist í dag á morgun. Farseðlar sækist á mor£' un. REgnhlífar stórt og fallegt úrval nýkomið lelm Ei BÚÐ til leigu. í miðbænum er búð ásamt skrifstofuherbergi til leipT^ frá 14. maí. í búðinni er miðstöðvaf' hitun, rafljós, dúkur á gól# W.C. og handlaug. Leigan er 100 krónur á mánuði. Húsnæði þetta er einfl1# hentugt fyrir skrifstofu* heildsölu o. þ. h. A. S. í. vísar á. Fernisolía 9 tunnur til tölu meft færiswerði. Frakkastig ^ Sími 870. 1 =eé Crepe serviettur, hvítar og |lf! mislitar. Crepe pappír í = tal litum. Urepe strimlar lil fyrir gluggaskreytingar. = Nýkomið í ■ IICFSl! mar iDfiHSDII.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.