Morgunblaðið - 19.05.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1925, Blaðsíða 3
MORC UNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ. Stofnandi: Vilh. Flnsen. Ptgrefandi: Fíelag I Eeykjavík. Eltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Slmar: Ritstjórn nr. 498. Afgr. og bókhald nr. 600. Auglýsingaskrifst. nr. 700. Helmasfmar: J. KJ. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 7 70. Áskriftagjald lnnanbæjar og í ná- grenni kr. 2,00 á mánuBl, innanlands fjær kr. 2,60. I lausasölu 10 aura eint. ERLENDAR SÍMFREGNIR Khöfn 17. maí ’25. FB. Samkepni Englendinga og pjóðverja. Símað er frá London, að ka4i~ skip þau, sem áður héfir verið síniað um, verði bygð í Bretlandi. Varð það að samkomulagi aðil- anna, enda þótt þýska tilboðið væri lægra. Er þetta alvarleg til- 'raun til þess að leitast við að ■ standast þýska samkepni. Verndartollur í pýskalandi. Símað er frá Berlín, að stjórn- in hafi í huga, að leggja fram frumvarp um verndartoll á korn, •'■3r nemur 5 gullmörkum á hver 100 kg. Ennfremur er í ráði að leggja verndartoll á járn. Social- demokratar eru þessu mótfallnir og kalla þetta óþarfa ívilnanir Sianda landbúnaðarmönnum og 'stóriðjuhöldum, ennfremur muni lýrtíðin vaxa, komist þessir verndartollar á, og erfiðara verði ^að ná hagfeldum verslunarsamn- 5ngum við erlend ríki. Khöfn, 18. maí. FB. Ægileg sprenging. 'Símað er frá Berlín, að í kola- viámu í Dorstfeld hafi orðið ægi- leg sprenging. Kviknaði í 2000 kg. -;at dyuamiti. 40 manns dóu, en 30 ''■U-'ðti svo illa meiddir, að þeim er ‘^ki hragað líf. Jarðrask á Helgolandi. A 2 stöðum í Helgol. hafa orðið Aarðlmm. A öðrum stað er giskað 1 að hrnnið hafi 3000 Ikubikmetr- vir, en á hinum 12000. fbúarnir á "j\v,junum eru angistarfullir. Mar okko-óf riður inn. Símað cr frá París, að Marok- kobardaginn dragist á langinn. — Abdel Krim ræður yfir talsverð- ■«m ber, og hefir öll stríðstæki, 1' d. flugvjelar. Margir útlend- úngar hafa gengið á mála hjá hon ®m, og er í her hans margt P.jóð- 'verja, Spánverja, Breta og Banda 'ríkjamanna. INNLENDAR FRJETTIR. Að norðan. (Samkv. viðtali við Akureyri í gær). Hjer á Akureyri fer fram kosn- ing bæjarstjóra í dag. Eru tveir 5 kjöri: Jön Sveinsson bæjarstjóri mg Jón Steingrímsson, bæjarfóg- “eta, Jónssonar. — Mokafli er nú við Grímsey. svo að ekki hefir þar um fjölda- mörg ár komið annar eins afi á Þessum tíma. Gengur fiskur svo grunt, að slíks eru engin dæmi. Tvö skip hafa farið hjeðan af Kyjafirði fram til Grímseyja" og liggja þar og veiða í sig, og bát- ar af Húsavík hafa og sótt frar-. til eyjarinnar. — Vel vorar hjer í Eyjafirði. Var ágætt veður í gær. Avinsia á túnum mun vera að hyrja víðast kvar í sveitum hjer mukverfis. Hjer gifti sig í gær Jónas rit- stjóri porbergsson. Heitir konan Sigurlaug Jónasdóttir. Frá ísafirði. ísafirði 16. maí ’25. FB Tið er hjer óhagstæð og var póstbáturinn veðurteptur í gær. í dag gekk fiskur í djúpið, en afli er mjög tregur nema á árabáta. Afli er einnig tregur undir Jökli. „Fróði1' kom þaðan í gær með 50,000 pund og er það liæsti afl- inn. Skólunum hjerna befir nýlega verið sagt upp, voru 45 nemendur í unglingaskólanum og 180 í barnaskólanum. ÁLAGNING British Petroleum Co. Hagfræðingurinn Hjeðinn Valdi marsson, skrifstofustjóri í Fram- sóknarvígínu, hefir reiðst, þegar hann sá, að f jármálaráðherra liafði reiknað út þann skatt, sem oHuneytendur landsins urðu að greiða erlendu auðfjelagi árið 1924, vegna hins illræmda einok- unarsamnings, sem Tímastjórnin g-erði 1922. Reynir skrifstofu- stjórinn að verja þessa skattá- lagningu í AlþýðublaSinu 15. þ. m., og finst ekkert við það að at- huga, þótt olíuneytendur greiði þessu erlenda fjelagi árlegan skatt, sem nemnr á 4. bundrað þúsund krónur. 1 heimildarlögunum frá 1917 er það skýrt tekið fram, að því að- eins mátti ríkisstjórnin taka einka- sölu á steinólín, að liún fengi tryggingu fyrir því, að verslunar- hús það, sem við væri samið, seldi olíuna fyrir stórkaupa-marlkaðs- verð. — Hvað stórkaupa-markaðs- verð olíu er á hverjum tíma, þarf væntanlega ekki að skýra fyrir skrifstofustjóranum. Ef til vill hefir bann einhverntíma orðið þess var, að markaðsverð olíunnar er skráð opinberlega erlendis. Hitt or upplýst með tölum, sem birtar voru hjer í blaðinu 14. þ. m., að British Petroleum Co. hefir, sam-'' kvæint sanmingnum við Lands- verslun, lagt 37—49% á olíuna. þegar miðað er við verð hennar í amerískri höfn. Sje miðað við verðið í London, nemur álagning- iri 30—35.%, og skattur sá, sem íslenslcir steinolíuneytendur urðu að greiða árið 1924, nam 320 þús. kr. Af þessari miklu aukaálagningu ofan á stórkaupa-markaðsverðið, sem Br. P. Co. hefir fengið hjá rímastjórninni, er það ljóst, að samningurinn þverbrýtur fyrir- mæli 4. gr. heimildarlaganna fiá 1917, og skiftir engu hversu lengi Hjeðinn reynir að verja samning- inn — tölurnar verða ekki vje- fengdar. Og skatturinn — 320 þús. kr. — liefir verið greiddur þessu erlenda auðfjelagi fyrir ár- ið 1924, og ef til vill verður sarna fúlga greidd í ár. en lengur ekki, því frá næstu áramótum verður vígið lagt í rústir. BLÓÐUGAR GÖTUR. Bolsar hafa löngum haft auga- stað á Balkanríkjunum, sjerstak- lega liafa þeir liaft allar klær úti í Búlgaríu, því þar hefir af mörgum ástæðum verið góður jarðvegur fyrir kenningar þeirra. Frá því um 1912 hefir ríki þetta átt í erjum við nábúa sína og oft farið halloka. Hagur þjóðarinnar, sjerstaklega bændanna, hefir þVi ekki verið sem bestur og stjórn þeirri, er nú situr að völdum, hefir ekki tekist að bæta kjör þeirra eins og vera skyldi. Bænd- uniun er því tæpast láandi þótt þeir, margir hverjir, hafi látið ginnast af loforðum Bolsa um hlómlegri framtíð, ef hrundið yrði núverandi st j órnarf yrirkomulagi ríkisins og það gert að sovjet- lýðveldi. I vetur hefir oft bólað á, að Bolsar mundu ætla sjer að hefjast handa í Búlgaríu. í jan. og febr. fundust talsverðar vopna- og sprengiefna-birgðir, sem Bolsar ætluðu að koma yfir landamærin i 'laumi. Morð hafa verið framin á þrem báttstandandi embættis- mönnum, og leikur lítill efi á, hverjir valdið hafa. Hjerna á dögunum var ráðist á bifreið kon- ungsins. Hann sakaði ekki, an 2 menn, sem með lionum voru í bif- reiðinni, hlutu bana af skotum þorparanna. Nokkrum dögum þar á eftir skeði hinn hryllilegi at- burður, sem sýndi tilgang Bolsa í Búlgaríu. Við jarðarför þing- manns nokkurs, sem rnyrtur hafði verið, sprakk helvjel, sem komið hafði verið fyrir í dómkirkjunni. Kirkjan var troðfuli af fólki, sagt er að þar hafi verið um 2000 manns samankomið. peir sem næstir vjelinni stóðu, sundurlim- uðnst á svipstundn, þegar vjelin sprakk, og þeyttust í smápörtum um alla kirkjuna. Miðkúpnll kirk- junnar fjell á gólf niðnr og mörð- ust við það tugir manna til bana. Talið er, að um 150 manns hafi dáið, mörg hundruð særðust, og biðu auk þess margir þeirra, er af komust, æfilangt mein. í kirkj- unni voru viðstaddir margir af helstiu embættismönnum ríkisins, og tilgangurinn með hermdarverk- inu var sá, að drepa konung Boris og sem flesta herforingja og em- bættismenn. Það var hrein tilvil- jun, að konungnrinn var ekki við- staddur. Hann sendi annan í stað sinn, og beið sá bana. pingið kom óðara sáman, og lýsti ríkið í hernaðarástandi. Lög- reglan hóf rannsókn, herinn víg- klæddist, og herrjettur var settur í Sofia, sem a^ðsti dómstóll allra mála, er að byltingunni lúta. — Bændur gerðu víða upp'reist, und- ir forustu Bolsa, sem til þess voru ráðnir fyrir föst iaun af mið- stjórninni í Moskva, en eftir því er síðast hefir frjest, hefir herinn yfirhöndina. Fjöldinn allur hefir verið handsamaður, margir þegar skotnir vægðarlaust, þar á meðal tveir af forsprökkunum, sem stjórnuðu hermdarverkinu í kirk- junni. pegar fyrstu fregnir um athurð- inn bðrust, vissi euginn með fullri vissu hver sökudólgurinn væri, enda þótt marga rendi grun í það. Yon bráðar fóru blöðin í Búlg- aríu að bera sökina á Bolsa. Stjórnin hafði komist yfir skjöl, sem skýrt sýna tildrög atburð- anna. Skjöl þessi lagði stjórnin fyrir ýmsa sendiherra Banda- manna í Sofia, í tilefni af beiðni um leyfi til að auka herinn frarn yfir það, að Versalaf riðnriifh heimilar . Meðal skjala þessara, sem fund- ust hjá handsömuðum Bolsafor- ingja, er fyrirskipun frá þriðja alþjóðarbandalagi jafnaðarmanna í Moskva, um að hefja almenna byltingu í Búlgaríu þann 15. apríl, en hermdarverkið í Sofia var ein- mitt framið þann dag. 1 fórnm manns þessa fundust ennfremur nákvæmar áætlanir um, hvernig byltingunni skyldi hagað, og hvað gera skyldi, þegar Búlgaría væri orðin að sovjetlýðveldi. Allur undirbúningur var likur og verið hafði við byltingartilraunina í Est landi og Letlandi í haust. Draumur Bolsa um heimsbylt- inguna rætist aldrei, en hermdar- verk þeirra eru ekki öll talin enn þá. peir hafa nú gert sjer það til ágætis, að leita verður í ann- álum eldri tíma, og þá belst í sögu Rússlands1, að atburðum er sýni jafn djöfullega grimd og um- getið tiltæki í dómkirkjunni í Sofia. Götur þær, sem Bolsar fara, eru roðnar blóði, er á sínum tíma mun koma yfir höíuð sjálfra þeirra. Áflog í franska þinginu. Róstusamt gerðist mjög í franska þinginu Skömmu eftir stjórnarskiftin síðustu, þegar ver- ið var að kjósa forseta þingsins í stað Painlevé. Er það að vísu ekki ný bóla, að áflog gerast á þingi Frakka; en sagt er, að þessi ‘síðustu hafi verið með einna mest nm svip, og mannsbragði. Við fyrstu atkvæðagreiðslu fjekst ekki nóg atkvæðamagn, því andstöðum. stjórnarinnar greiddu ekki atkvæði. Skorti þá Herriot 13 atkvæði til þess að vera lög- lega kjörinn. Og var því leitað atkvæða á ný. Sú atkvæðagreiðsla var tæp- lega byrjnð, þegar þingmaður einn þeyttist upp úr sæti sínu, brunaði upp að forsetastólnum, til þess er stjórnaði atkvæða- greiðslunni, og krafðist þess að fá að bafa eftirlit með atkvæða- greiðslunni. En hún fór fram þannig, að hver einstakur þing- maður gekk með seðil sinn að at- kvæðakassanum. Sá, er stjórnaði atkvæðagreiðslunni bað þing- manninn, sem Balanant heitir, að hypja sig til sætis síns, en liann neitaði harðlega. Pá þoldu jafn- aðarmenn ekki lengur við, og ruddust nokkrir úr flokki þeirra upp að forsetastólnum, þar sem Balanant stóð. og lögðu hendur á hann. pá sýndist hinum öðrum þingmönnum að komið væri í ó- .vænt efni, rudditst fram til að skilja áflogaseggina, en þá lenti alt í einni bendu, og sumir börðu þá, sem þeir ætluðu að hjálpa. Gekk nú á ýrnsn. Var forseta- tolnum þeytt um koll, varafor- seta varpað flötum á gólfið, og alt eftir þessu . pegar varafor- seti náði sjer eftir skrokkskjóð- iV)ia, sagði hann fitndi slitið í mesta flýti. pegar fundur var settur aftnr, kom fram tillaga frá varaforseta, að útiloka Balanant frá atlcvæða- ’ ~ 3 J CAPT. HAROLD MANSFIELD s M. C., F. R. G. S„ heldur fyrirlestur sinn: t ,1H fvitliu' og sýnir fjölda fagurra litmynda. í Nýja Bíó kl. iy2 síðd. í dag, 19. þ. m. Húsið opnað kl. 7*4. Að- göngumiðar seldir í bólkaverslun- um.og við innganginn. Blóðapelsínur á 15 aura J aff a-appelsínur á 35 aur- V alencia-appelsínur á 25 aura Ný EPLI, þessa árs uppskera, nýkomið í Tilkynning. hinn margeftirspurði, ágætí riklingur er nú kominn í verslun Þórðar Þórðarsonar frá Hjalla. 3 duglega kinðlsFanenn vantar á M/b. frá Isafirði. Nánari upplýsingar á Sjó- mannastofunni kl. 2—4. greiðslu, en hann átti, samkvæmt þingvenjum, að fá leyfi til að verja málstað sinn. Og gerði liann það, og þótti vörn lians sæmileg. Enda var bonum tekið með mikl- um fagnaðarlátum, er hann gekk í sæti sitt. pótti þá varaforseta skynsamlegast að taka aftur til- logu sína, og var þá leitað at- kvæða í þriðja sinn til forseta- kjörs. Niðurstaðan af henni varð, eins og kunnugt er, að Herriot varð kosinn þingforseti. Jr■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.