Morgunblaðið - 04.06.1925, Page 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
iiniiHiiiiiiTímTiiiiiiiiiiiimiiuniiiuiiiiuiiiiiiuiii!iii|i
Auglýsingadagbók. !j
.iUlill ViJskifti. illlllli
Handskorna neftóbakið í Tó-
ba.kshúsinu, Austurstræti 17, er
yiðurkent að vera svo gott, sem
neftóbak yfir höfuð getur verið.
Sveskjur 65 aura, Strausykur:
4ð aura, Molasykur 50 aura,]
Tappasykur 45 aura, Bollapör 25
hura. Steinolía 35 aura líter. —
Baldursgötu 11. Sími 893.
Nýkomin leikföng: Bílar, stór-
Sr Dúkkuvagnar, Hlaupahjól, Ról-
|nr og ýms smáleikföng, ódýr. —
Hannes Jónsson Laugaveg 28.
Reiðhjól, gummi og varahlutir
1 Heildsölu. H. Nielsen, Westend
3, Kbhvn.
Overland Bíll til sölu. Upplýs-
ingar hjá Tryggva Ásgrímssyni,
Njálsgötu 29, uppi. Sími 1113.
BiiirvSsnHBii
Verslunarmaður, reglusamur og
duglegur, 18—20 ára, getur feng-
i8 atvinnu nú þegar nálægt
Eeykjavík. Umsókn sendist A. S.
í. merkt: Verslunarmaður, með
tiltekna kaupkröfu og afrit af
meðmælum.
Fiskilinnr
ágæt tegund, fáið þjer lang-
ódýrastar hjá okkur.
Iia HRin I Ei
Simi 720.
12 manna
j ostulínsmatarstell, - falleg og
sterk, kosta aðeins kr. 130,00 í
versl. „pörf,“ Hverfisgötu 56,
sími 1137. Höfum fengið lítið
,,parti“ af skálum, margar stærð-
ir og til margra hluta nytsamar.
Kosta frá 0,35 aura stykkið.
■Stort tfatalogmed /00 forskelligelRfbild•
■ninger.Jfye og interessor’te Sfotografier
| Tllmens storc Stierner™ TlrnerícanGirls j
F Tfóqen h'unst fra rfaríserSalonen. lige udk. (
l S77Isendes diskret
I ‘Jranko mod SO0re i rírimærker
VffariserSahncn <f,ffílm'sJ7hotoCentml
1 Kobenhaun BObs. ríörlang HatatogNr j$
Fyrirliggjandi:
Hessian,
Binditvinni,
Saumgarn,
Segldúkur.
Fi.Qlal55DnS5chram
Sími 1493.
Sundmagar.
Tilboð um besta þm-kaðan sund-
maga óskast af Osló-firma. Til-
boð merkt „Pr. Kontant — 6259“
til Ohmes Bureau Oslo, Norge.
VERKFALLSMÁLIN
í DANMÖRKU.
Sjómannaverkfallið byrjað.
(Tilk. frá sendih. Dana).
Rvík, 3. júní. PB.
Á mánudag var enn gerð til-
raun til þess að koma á sainkomu-
lagi um þau atvinnumálin, sem
enn valda deilum. Fundurinn var
mjög langur, en árangur enginn,
og var ekkert ákveðið nm annan
fund. Aðalmisklíðarefnið var,
hvaða takmark skyldi sett um
lágmark launa. Sáttanefndin
gerði þegar tilraun til þess að
kynnast þeim skoðnnum, er fram
komu, og boðaði síðan aðiljana,
fulltrúana frá „Samvirkende Pag-
forbund“, „Arbejdsmannsforbun-
det“ o. fl. á fund, sem halda átti
kí, 4 í gær. — Sjómannaverkfall-
ið hófst kl. 12 á miðnætti. pað
nær til skipa í „Dampskibsreder-
foreningen' ‘, er þau leita í danska
höfn, en nær ekki til skipa „Ost-
asiatisk Komp'Sjerstakar und-
anþágur eru veittar Sameinaða,
með tilliti til skipa, er fara til
Aalborg, Aarhus og Rönne, Swit-
zer, „Store Norröna“, Kryolit og
Grænlandsskipunnm.
S i m ari
24 verílunin,
23 PouLien,
27 Fossberg,
Klapparstíg 29.
HiiiiikifiiF
Ullarballar,
Hessian
fyrirliggjandi.
L bpWssiH t naru.
Símar: 890 og 949.
MUNIÐ A. S. 1.
Sími: 700.
Dánarminning.
pann 15. f. m. andaðist að heim-
ili sínu, Miðsundi 9, í Hafnarfirði,
Gísli Magnússon fyr bóndi á Leir-
árgörðum og Hurðarbaki í Borg-
arfjarðarsýslu.
Gísli heit. var fæddur í Neðri-
Hrepp í Skorradal 1. apríl 1858.
Foreldrar hans voru Magnús
Gíslason bóndi í Neðri-Hrepp og
kona hans Sigríður Grímsdóttir.
Pyrstu ár æfinnar dvaldi Gísli
héit. hjá foreldrum sínum; en
síðar ólst hann upp að nokkru
leyti hjá frændfólki sínu á Súlu-
nesi í Melasveit. pegar eftir ferm-
ingu byrjaði hann að stunda sjó-
róðra og hjelt því áfram í um
fjörutíu vertíðir. Um þessar mund
i- var Gísli heit. lausamaður og
jókst að efnum, einkum átti hann
mörg og falleg hross, og jafnan
síðan hjelt hann upp á þau hús-
dýr. Hestamaður var hann líka
með afbrigðum, og á yngri árum
sat hann besta manna best. Munu
það vera dómar flestra, sem þektu
til að hjá Gísla heit. hafi jafnan
fundist hinir fallegustu hestar,
sem gerast.
Gísli heit. var djarfur drengur
og, .duldi fátt, sem honum þótti
mjður fara í einstaklings- eða
fjelagslífi, með yfirborðshræsni,
enda var honum ekki ver við neitt
í fari náungans, en róg og yfir-
drepsskap.
Ábúðarjarðir sat Gísli heit. vel
og bætti þær að mun, enda var
hann gæddur dug og vilja í fylsta
mæli. Hraustmenni var hann á
j'ngri áruni og þóttu átök hans
eigi ónýt þar sem þeirra naut við.
Gestrisinn var Gísli heit. og
mun óhætt að fullyrða, að engan
hafi svo borið að garði hans, að
'hann ekki hafi boðið honum inn
í bæ sinn til að þiggja góðgerðir
á íslénska sveitavísu. Yar og
gaman að tala við húsbóndann,
ræðinn og skemtinn í kunningja-
hóp. Gísli heit. unni mjög ís-
lcnskum alþýðúkveðskap og kunni
mikið af lausavísnm og rímum,
Var hann og skýr og næmur é
slík fræði. Oddvita íslenskra al-
þýðuskálda taldi hann Bólu-
Hjálmar og þótti mikið til um
skáldgáfu og skaþgerðarþroska
hans.
Gvsli heit. var kvæntur góðri
konu, Helgu Pjetursdóttir Jóns-
sonar frá Ytri-Skeljabrekku í
Andakíl, er lifir mann sinn ásamt
fóstnrsyni þeirra, Árna Ágústs-
syni stud. real., sem Gísli heit.
sýndi föðurlega umhyggju og
styrkti til menta.
Pá er litið er á eiginleika Gísla
heit., hina göfugu og hreinu lund
háns, og brjóstgæði til allra
smælingja, má ætla að honum
hafi verið tekið opnum örmum á
landi lifenda fyrir liandan tím-
ans sjá, eftir hafvolk lífsins og
sjúkdómsmæðu síðasta áfangann.
Z.
GENGIÐ.
Reykjavík í gær.
Sterlingspund . 26.25
Danskar krónur 101.12
Norskar íkrónur 90.50
Sænskar krónur 144.45
Dollar . 5.41
Frankar 27.05
DAGBÓK.
Jarðarför Ólafs Briem fer fram
í dag, og hefst á heimili hans ld.
2 e. h. Morgunblaðið hefir verið
beðið að flytja þeim Skagfirðing-
um, sem lijer eru búsettir eða
stfiddir, og vildu heiðra útrör
Ólafs Briem, þá beiðni, að þeir
vildu mæta á Arnarhqlstúni kl.
W2 í dag.
Hjónaband. f dag verða gefm
saman í hjónaband í Kaupmanna-
höfn Gertrud Nielsen, Marienial-
vej 6, og sjera Priðrik A. Prið-
riksson frá Kanada.
Hátíðahaldi frestað. — Hátíð
þeirri, sem „Det danske Selskab"
hjer í bæ ætlaði að halda á morg-
un, til minningar um grundvall-
arlagadaginn, verður frestað þar
til þann 15. þ. m.
Dánarfregn. 27. apríl Ijest í
Victoria B. €., frú Dagný Ogg,
dóttir Árna heitins Eiríkssonar
kaupmanns, og fyrri konu hans.
Hún fór vestur um haf fyrir fá-
um árum, og giftist þar enskum
manni, Mr. Ogg. Prú Dagný var
borin og barnfædd hjer lí bæ, og
átti því hjer fjölda vina og kuún-
Harmoníum
frn B. M, Haugen á Lauvstacl í Noregi eru viðu.rkend fyrir gæðl
Brjeflegum fyrirspurnum svarað greiðlega. Umboðsmaður á íslandí
Sæm. Einarsson, Þórsgötu 2.
Sími 732. Heima kl. 1—3 og 8—9 síðdegis.
Kasser.
Vi leverer alla sorter Kasser med paatrykt text
eller clicher í flere farver.
A/S Træemballagen.
Bergen — Norge.
ingja. Hún var gáfukona og fríð
sýnum.
Mercur fer lijeðan í kvöld áleið-
is til Noregs. Meðal farþega þang-
ao eru Einar skáld Benediktsson,
frú Málfríður Oddsson og frú
Ellingsen. Til Vestmannaeyja
fara sjera Friðrik Priðriksson,
Pinnbogi Porvaldsson verkfræð-
ingur 0. m. fl.
Siglingarnar. Sú nýlunda bar
til hjer við höfnina í gær, að
efekert skip fór, að Botniu einni
undantekinni, og ekkert kom. —
Mun vera lan,gt síðan að svo
hreyfingarlaúst hefir verið hjer
á höfninni.
Til landsmálafunda hefir Jón
porláksson boðað á ýmsum stöð-
um á Austurlandi. Pór hann með
Esju hjeðan austur í fyrrakvöld.
Aðalfundurinn mnn verða við
Lagárfljótsbrú á laugardaginn.
Heilbrigðistáðindin geta ekki,
vegna sjerstakra ástæðna, komið
í blaðinu fyr en á morgun.
Listasýningin danska í bama-
skólanum verður opnuð á laugar-
daginn kemur kl. 2 e. h. Knútur
Danaprins opnar sýninguna. —
pann dag verður hún aðeins op-
in fyrir gesti Listvinafjelagsins.
A sunnudaginn kl. 1 verður sýn-
ingin opnuð fyrir almenning.
Fullkomin vöntun er það á
smekk fyrir dráttlist, ef nokkrum
nianni þykir varið í andlitsmyndir
þær, sem eru til sýnis í gluggum
bókaversl. Sigf. Eymundssonar,
og sagt er, að eigi að tákna ýmsa
þjóðkunna menn; en teikningarn-
ar sjeu frumdrættir að spilum.
Tilgangurinn með útgáfu þeirra
skal eigi gerður að umtalsefni,
enda er hann hjegómamál, sam-
anborið við það, að á því drottins
ári 1925 skuli nokkur geta búist
við því algjörða skilningsleysi í
cliáttlist hjá almenningi, að hann
hafi það við orð, að leyfa sjer að
bjóða annað eins og þetta til
sölu
Kvikmyndirnar.' Eigandi Iðnó,
hr. Hakonsen, hefir sótt um til
bæjarstjórnar, að fá að sýna kvik-
myndir í Iðnó. Verður fjallað um
leyfisbeiðnina á bæjarstjórnar-
fundi í dag.
púfnabaninn. Pasteignanefnd
bæjarstjórnarinnar hefir ákveðið
að láta þúfnabanann tæta nú fyrst
um sinn 8—10 ha. af nýbýla land-
inu í Sogamýrinni, að fengnum
tillögum fjel. „Landnáms“ um
skiftingu landsins í býli.
Richard Beck, M. A., sem nám
hefir stundað við Cornell háskól-
ann í íþöku, Bandaríkjum, hlaut
nýlega 400 dollara námsverðlaun
og auk þess aðgang að sjerkenslu
sem kostar 75 dollara. Aðeins einn
stúdent fær verðlaun þessi árlega.
p. 9. apríl gekk Beck að eiga
Miss Berthu Samson, hjúkrunar-
nýtísku litir
Flibbar
linir, mjög falleg
gerð.
nnnisii
Vii w
konu frá Winnipeg, af íslenslruns
ættum, en fædd vestra. pau voru
gefin saman í íþöku. Beek verður
eitthvað við nám áfram í Cornell.
A.
Hjónaband. Ásta Ólafsdóttir
(prófasts í Hjarðarholti) og Ól-
afur Bjarnason (frá Steinnesi)
bóndi í Brautarholti, giftu sig &
laugardaginn var. Sjera Ólafur,
fr.ðir brúðarinnar gaf þau saman-
Eggertssjóðurinn. Afhent Bj-
Sæmundssyni, kr. 5,00.
Strandarkirkja. Áheit frá N-
kr. 2,00.