Morgunblaðið - 15.07.1925, Page 4

Morgunblaðið - 15.07.1925, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ «11111111 Kensla. ■Illlllillllll Leikfimi. Dr. Mensendiecks kenni jeg í júlí- og ágústmánuði í sumar. Helga Sætersmoen. Sími 100. Laufásveg 33. HM’TitekjftHlBlB Tækifærisgjafir, mjög hentugar eru skrautlegir konfektkassar með verulega góðu konfekti. J?eir fást í úrvali í Tóbakshúsinu, Austur- ■træti 17. Kvenreiðfataefni, verð 9 krón- ur meterinn, víbreiður. Karl- mannasokkar, hálsbindi, húfur, axlabönd, sprotar og margt fleira. Guðm. B. Vikar, Laugaveg 5. Gamhrin fæst í verslunin Goða- foss, Laugaveg 5. Egg, góð og ódýr í versl. Gunn- ars Gunnarssonar. Sími 434. Snjódrottning og fleiri rósir í pottum til sölu. A. S. í. vísar á. 2 til 3 herbergi og eldhús, ósk- ast 1. október, Klein, Matarbúð- inni, Laugaveg 42. fbúð, tvö til þrjú herbergi og eldhús óskast til leigu, nú þegar eða 1. október handa barnlausum hjónum. Tilboð merkt „1000“, sendist A. S. í. Leiðarljós og aðvönmar- merki. Eftir Sveinbjörn Egilson. Frh. Fáist ekki leiðarljós á þann stað, þar sem skipstapar verða ár- , lega sökum þess að það vantar, og fáist ekki aðvörunarmerki í ■ aðalvetrarveiðistöðvar —• hvað fæst þá til þess að afstýra slys- 'Um, og til hvers er verið að kjósa nefndir og halda fundi um björg- nnarmál í uppljómuðum hlýjum stofum, tala um kaup á björgun- arbátum, sem aldrei hefðu verið kallaðir í öllum þeim tilfellum, sem mannskaðar og tjón hafa orðið á þessu nefnda svæði? Að líkindum verður borið við, að pen- inga vanti; það er ekki ráð til þess, en landið hefir þó ráð til að missa fjölda manns í sjóinn; það er skrítinn reikningur. Atta- vitar eru meira eða minna vitlaus- ir á flestum mótorbátum, og það eykur hættuna, þegar formönnum er skekkjan ekki ljós. Nú er sum- arið að byrja, og verður þá að koma í Ijós, hvort það sje alvara og einlægur vilji manna að slys- um sje reynt að afstýra, og sje það ljóst, að landið hefir ekki ráð til að missa unga, hrausta menn, eins og verið hefir síðustu árin. Bíðið ekki þangað til nefnd- in skilar af sjer. pað er of seint að hefjast handa þá, þVí mörg slys geta orðið á nefndu svæði á sex vikum. Að björgunarskip hefir bæki- stöðu sína á höfninni við Sand- gerði á vertíðinni ætti að vera áhugamál allra, er um þetta vel- ferðarmál hugsa; en hjer verður ekki farið út í það atriði. Minnast verður á, að sökum þess hve kompásar sýna skakkar stefnur á flestum mótorbátum og vart auðið að halda þeim rjettum, þá verður sigling til lands í dimm- viðri oftast hættuleg, einkum þeim, sem eru að byrja formensku í Sandgerði. Lóðið er ávalt leið- beining, en mjer er kunnugt, að á vetrarvertíð síðustu hafði formað- ur einn þurran kompás (spritt- lausan) frammi í hásetaklefa, auk þess, er stýrt var eftir. Keyndist kompásinn þurri rjettur alla ver- tíðina, og vissi formaðurinn ávalt hve mikil skekkja hins var og hagaði stefnum eftir því. GENGIÐ. Keykjavík f gær. Sterlingspund ............ 26.25 Dansikar krónur.......... 110.76 Norskar krónur ........... 94.81 Bænskar krónur .......... 145.25 Dollar ...................5.4114 Franskir frankar ......... 25.64 DAGBÓK. Stúdentasöngvararnir dönsku fóru hjeðan kl. 5 síðdegis í gær með Goðafossi. Sungu þeir þrjú lög að skilnaði á skipsfjöl. 1 gæru fóru þeir bæði til Vífilstaða og að Lauganesi og sungu þar fyrir sjúklingana. í fyrrakvöld sátu þeir boð hjá sendiherra Dana. Búist er við að Goðafoss komi til ísafjarðar kl. 10 fyrir hád. í dag. Halda þeir samsöng þar í kvöld. Á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og Seyðisfirði er búist við að dvöl þeirra verði svo löng að þeir geti haldið þar samsöngva. Forin á hafnarbakkanum. Morg- nnbl. hefir ekki lagt það í vana sinn að flytja umlcvartanir um ófærðina á götum bæjarins. Það eru svo mörg mannvirkin sem hálfgerð eru lijer í bæ og hroð- virknisleg sökum fjárskorts, og mætti æra óstöðugan að nöldra um það sem vitanlegt er, að eigi kemst í framkvæmd vegna þess að fje er ekki fyrir hendi. Og alt- af getur það verið álitamál á hverju á að byrja, og hvað á að sitja á hakanum. En frágangurinn á liafnarbakk- anum er óþolandi með öllu. Þegar þangað þyrpist múgur og marg- menni eins og í gær, er Goðafoss fór, og allir vaða aurinn í ökla, er það ófögur sjón, óbærileg hneysa bæjarbúum og ógleyman- leg útlendingum, hvort heldur þeir eru að koma eða fara, hvort held- ur þeir sjá höfuðstaðarbúa ís- lands í fyrsta sinni þannig auri drifna, ellegar þeir senda bæjar- búum síðustu kveðju sína í kvik- syndið á hafnarbakkanum. Menn eiga heimtingu á að fá að vita hvort við erum svo fátækir að þetta sje nauðsynlegt. Stúlka meiðist. Þegar Goðafoss var á förum í gær og mannþröng- in var sem mest, meiddist stúlka við landgöngubryggjuna. Yar hún í þann veginn að stíga upp á bryggjuna í sama bili og skipið seig að hafnarbakkanum; en við það ýttist bryggjan lengra upp á hafnarbakkann. Keflið sem er undir bryggjuendanum rann nú á fætur stúlkunnar og fjell hún aft- ur á bak niður í eðjuna á bakk- anum. Fjöldi fólks var á bryggj- unni, svo þungi bryggjunnar var mikill. Stúlkan rak upp mikið hljóð eins og nærri má geta. Lög- regluþjónar voru þar nærstaddir. Sýndu þeir af sjer lítið snarræði að sögn. Aðrir viðstaddir ráku nú fólkið af landgöngubryggjunni og var stúlkan síðan losuð upp úr eðjunni. Var hún færð til læknis í bifreið. lORiEIAVISEN T> T7 Y> P TA 'VT iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimnimimiiiii X> JCj Jlv VJT Mh li iiiiiiiimmiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiii er et af Norges mest læste Blade og er serlig i Bergen og paa den norske Vestkyst udbredt í alle Samfundslag. MOKGENAVISEN er derfor det bedste Annonceblad for alle som önsker Forbindelse med den noreke Fiskeribedrifts Firmaer og det övrige norske Forretningsliv samt med Norge overhjovedet. MORGENAVISEN bör derfor læses af alle paa Islánd. Annoneer til Morgenavisen modtages i Morgenbladid’s Expeditinen. Nýkomi Reiðjakkar vatnsheldir frá 35,00, Reiðbuxur frá 24,00. Mest úrval af alsk. vinnufatnaði. — Einkasala á Islandi fyr- ir Olskind olíufatnað. Reynið hann, og þið munuð aldrei nota ann- an olíufatnað, hann er ódýrastur en samt sterkur. Vöruhúsið is ávalt fyrirliggjandi, Fœst einnig hjá Rósenberg Fypirliggjandi i Botnfarfi Við læknisrannsókn kom það í ljós að meiðsli stúlkunnar voru ekki alvarleg. Hiin heitir Nína Magnúsdóttir, til heimilis á Sel- landsstíg 4. Mynd sú, sem birtist hjer í blað- inu í dag af þeim Dóru og Har- aldi 'Sigurðssyni, var tekin í gær- morgun. Tók Loftur Guðmunds- son myndina, en Hvanndal gerði myndamótið. Um 9 tíma mmi það hafa tekið að gera myndina og myndamótið. Stud. jur. Bonnesen-Hansen heit ir danskur stúdent, er hingað kom í gærmorgun með e.s. Lyra. Er hann á vegum stúdentaskiftanefnd arinnar. Flökkur þýskra mentaskólanem- enda og stúdenta, 11 talsins, undir forustu teiknikennari hr. Behm, kom hingað í gærmorgun með e.s. Lyra frá Noregi. Ætla þeir að ferðast fótgangandi um landið. — Eru þeir ágætlega útbúnir; hafa svefnpoka, tjöld og nesti til margra daga. Hefir stjórn K. F. U. M. góðfiislega Ijeð þeim eina stofu í húsi fjelagsins til afnota þessa daga, sem þeir dveljast hjer. Lyra kom í gærmorgun: Meðal farþega Sveinn Jónsson kaupm. og Júlíana dóttir hans. Hafa þau verið á ferðalagi um Noreg. Jón H im s ei Sfmi 720. „Pai bp enin iloei elns ilf Hreins stangasápa hefir alla sömu kosti og bestu erlendar þvottasápur. Hreins stangasápa er 6- dýrari en flestar erlend- ar þvottasápur. Hreins stangaspáa er ís- lensk Leifs og kona hans. Margir er- lendir skemtiferða- og kaupsýslu- menn voru með skipinu. Jóhannes bæjarfógeti og frú hans taka sjer fari með Lyra á morgun. Fer Jóhannes á lögjafn- aðarnefndarfund og á lögfræð- ingafund í Helsingfoss. Kemur hann við á Seyðisfirði í heimleið- inni og heldur þar þingmálafund. SPÆJARAGILDRAN á dyr fyrir löngu. Við skulum fá okkur eina flösku enn. Yngri stúlkan — Flossie kölluðu vinir hennar hana — hvíslaði einhverju í eyra hans. Hann hristi höfuðið. Svo lagði hún annan handlegginn um háls hans. Hann tók hann, en kysti í þess stað á hönd íhennar. — Fyrst drekkum við, sagði hann. pjónní pjónn! Ó, hringið þjer borðklukkunni þarna, herra minn — æ, hver skollinn, nú er jeg búinn að gleyma hvað þjer heitið. Nei, sitjið þjer, jeg ætla sjálfur að hringja. Duncombe slangraði að dyrunum. — Bjallan er ekki þarna, herra minn, hrópaði eldri konan. Þjer eigið að fera lengra til hægri handar. Flýttu þjer, Luis og hjálpaðu honum! Luis stökk á fætur. En um leið heyrðist lítill hvellur. Duncombe hafði tvílæst dyrunum og stung- ið lyklinum í vasa sinn. Svo sneri hann sjer við og beindi á gesti sína fagurfægðri skammbyssu. Og nú sáu þeir að hann var lengt frá því að vera ölvaður. pau horfðu öll þrjú steinhissa á hann; eldri konan, Luis og Flossie. Frúin varð svipljótust, Luis fölnaði, og kom nú í ljós ragmenska hans, því að hann hopaði undan byssukjaftinum. Flossie hafði drukkið mest og reyndi að snúa öllu upp í spaug. Föt Duncombe voru öll í ólagi, slaufan lafði aftur á bak, og skyrtubrjóstið hans var alt vínblettað. En hann hafði ráð þessa glæpafólks í hendi sjer. Hann gekk fast að þeim, og nú var hann ekki í vandræðum með frönskuna. — Gerið þið svo vel að sitja kyr, sagði hann. Jeg krefst þess, að þið hlustið á mig nokkrar mín- útur. pið sjáið það öll, að jeg er hvorki fullur nje sturlaður. En jeg þarf að fá nokkrar upplýs- ingar hjá ykkur, og verði svörin fullnægjandi, þá er ekki að vita nema þið sannfærist um það, að jeg er jafn góður viðskiftavinur ófullur eins og þið álituð mig arðberandi fullan. 1— Sitjið þjer, herra le Baron! Luis settist hið bráðasta aftur. Og því lengra sem leið, þess meir óx undrun þeirra. Duncom.b&' beindi máli sínu einkum að eldri konunni, því að hann þóttist hafa tekið eftir því, að hún haFði for- ustuna þegar mest á reyndi. — Jeg bauð ykkur, mælti hann, hingað inn í einkaherbergið vegna þess, að það kemur okkur einum við, sem jeg þarf að ræða við ykkur. Jeg óska nokkurra upplýsinga, og er fús til að borga þær liáu verði. Louis hafði náð sjer smátt og smátt. Ilann- fitlaði við skegg sitt. En á þeirri hreyfingu einni þóttist Duncombe þó geta sjeð, að ekki væri hon- um vel rótt innanbrjósts. — Það er altaf gott að heyra talað um fjár- muni, sagði hann. En hvað á öll þessi leynd að þýða? Og því ljetust þjer vera ölvaður? Og bvað á að gera með þessa skammbyssu? Ef við getum orðið yður að einhverju liði, þá gerum við þa> óefað, og ef þjer ætlið að gefa þessurn konum eio- hverja gjöf — nú þá er það enn betra. En jeg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.