Morgunblaðið - 08.08.1925, Page 2

Morgunblaðið - 08.08.1925, Page 2
r 2 MOR ÍU NBLAÐIÐ blöðin gengju af trónni og vildu' þá liafa „þungamiðju þjóðlífsins“ | í kauptúnunum. Kaupstaðabörn-! in fengju þá að minsta kosti nægi-, Kristalsápa Handsápur, margar teg. y9Vi-tocc Skúripúiver . Sódi Sápuspænir. Heilbrigðistíðinði. Frá Akureyri. Rakvj elamaðurinn Mr. Gillette hefir verið á ferðalagi í Höfn. Niðurl. I Túnrækt hefir fleygt hjer á- fram á síðustu áratugum, og má heita að umhverfis bæinn sje feikna mikil landsspilda af vel ræktuðum túnum. Mjer telst til, að tún þessi sjeu ekki minni en 170 hektarar, eða 500 dagsláttur, og eru þó ótalin öll tún á Oddeyri, en þau eru ekkert smáræði. Túnin á Akureyri eru líklega' helmingi stærri en öll Reykjavík- urtúnin samanlögð; en auk þeirra j hafa Akureyrarbúar mikil flæði-; engi og útheysskap og fá árlega 2—300 hesta af útheyi. Þó er j ekki þVi að heilsa, að mikill á- burður berist hjer á land úr sjón- um, því útræði er hjer lítið sem ekkert. Kýr bæjarbúa eru um 150, ær um 500, hross 150 og geitur 50—100, ef Glerárþorp er talið með. ' Mjer virðist þessi mikla tún- rækt vera meðal annars þýðingar- mikið heilbrigðismál. Það skiftir ekki litlu fyrir bæjarbúa, ekki síst börnin, að hafa nóg af góðri mjólk; en það vill verða misbrest- ur á þessu við sjóinn. Mjólkur- verðið er þriðjungi lægra á Ak- íureyri en í Reykjavík (40 og 65 aurar), og stórfje sparast bæjar- búum, sem annars gengi til mjólk- urkaupa úr sveitunum. Það sýnist næstum furðanlegt, að svo stórfeld túnrækt þrífist á Akureyri, úr því lítið berst á land af áburði frá sjónum, og heldur ekki er þar neitt af þangi eða þara. Nokkuð er notað af útlend- ,um áburði, en húsdýraáburðurinn er það, sem drýgst dregur, og út- heysskapurinn eykur hann drjúg- um. Það mun láta nærri að móti kverjum hesti af flæðiengjaheyi geti komið 2 hestar af töðu, ef vel er farið með áburðinn. Þessu marki hafa nú Akureyrarbúar náð, svo ekki þætti mjer ólíklegt að áburð tæki að skorta til jarð- ræktar úr þessu, því útlendi á- burðurinn kvað borga sig miður vel. Bryggjan í Ólafsfirði. Ólafsfirð- ingar hafa nýlega gert skipa- kryggju fyrir þorpið og fengu Sveinbjörn Jónsson húsameistara á Akureyri til þess að sjá um smíðið. Honum datt það snjall- ræði í hug að steypa bryggju- stöplana sem stór ker á landi og fleyta þeim út á sinn stað. Voru ystu stöplarnir fyltir af grjóti, en stöplarnir næst landi notaðir sem stórar forir fyrir slor og úrgang. Var þá sjálfgert að losa sig við þetta affall, er fiskur var slægður á bryggjunni. Nú hafa túnræktunarmenn á Akur- eyri tekið upp á því að flytja þennan foraráburð í tunnum til Akureyrar og telja það borga sig. ■ Með slíkum dugnaði tekst þeim sjálfsagt að auka og margfalda túnin sín á einhvern hátt. Kaup-j túnið Akureyri verður þá stærsti. bóndinn í öllum Eyjafirði, og jafnvel á öllu landinu. Eini keppi-: nauturinn er ef til vill Vestmanna j eyjar, þVí þar eru horfur á, að alt nýtilegjt land verði gert bráð- ( lega að túnum. — Hvað gera hin kauptúnin? Öll kauptún, þar sem áburður berst á land, slor, og slóg, þari og því- líkt, geta að sjálfsögðu ræktað svo mikið land sem áburðurinn, nægir á, og haft næga mjólk handa börnum sínum. Mikið vant- ar þó á, að þetta sje framkvæmt. j Jeg sá t. d. á Siglufirði, að stór! bátur flutti slor og slóg út á j fjörð, til þess að sökkva þar í j sjóinn, og er þó mikið ræktanlegt land skamt frá bænum. Að vísu er það land ekki eign kauptúns- ins, en auðvitað væri það beggja hagur, eigenda og kaupstaðarbúa, að landið kæmist sem fyrst í rækt. Sem stendur er mjólk af skornum skamti á Siglufirði, en áburði er ( hent í sjóinn. Þetta breytist ef- laust innan skamms, þó sildveiðin^ um sláttinn spilli stórum fyrir ræktun og búskap á Siglufirði. Enn vantar mikið á, að .allur | áburður í kauptúnum vorum sje notaður til ræktunar, og eru þó ágætar fyrirmyndir í þessu efni: Akureyri, Vestmannaeyjar og Akranes. Ef hinir bæirnir settu sinn plóg í þúfurnar af jafnmikl- um dugnaði, þá mættu bændur gá að sjer, ef kauptúnin eiga ekki að verða mestu og bestu bænd- urnir á landinu. Nú er útvegs- maðurinn Thor Jensen líklega stærsti bóíidinn á Suðurlandi. Mætti svo fara, að Framsóknar- lega mjólk, og hún er hollari en mjölmatur og brjóstsykur. Glerárþorpið. Rjett fyrir utan Akureyri hefir risið upp dálítið j nýbýlaþorp, sem kallað er Gler- j árþorp. Eru flestar byggingar þar úr torfi, og fylgir hverju býli 1—2 dagsláttur af landi. Gott mó- tak er þar á næstu grösum og hef- ir komið í góðar þarfir. Lóðar- stærðin, sem líklega er miðuð við ákvæði laganna frá 22. nóv. 1907 (1—2 dagsl.) hefir mjer virst ó- j hentug, of stór fyrir matjurta- garð og of lítil fyrir kýrfóður. Árgjald af hverri lóð er 15—20 krónur. Það virtist mjer, að afkoma manna í þorpinu væri ærið mis- jöfn. Á sumum býlunum var alt landið girt og ræktað, en á flest- um var ræktunin ljeleg eða jafn- vel engin. Á einu af bestu býlun- um hafði ekkja komist af með 6 ■ ungum börnum, og þakkaði hún það grasnytinni að nokkru leyti; en annars var daglaunavinna að- alatvinnuvegur þorpsbúa. Þorpsbúar höfðu fundið furðu gott ráð til þess að hagnýta sjer land sitt, þó lítið væri. Þeir hjeldu geitur og sumir áttu auk þess nokkrar kindur. Geitin þarf þar ekki öllu meira en 2 hesta af töðu yfir veturinn, svo ein dag- slátta af túni fóðrar 5 geitur, en þær mjólka um 5 potta á dag. Töldu þorpsbúar geitnaræktina. engu lakari en kúarækt. Sannast á þeim hið fornkveðna: Þótt tvær geitur eigi og taug- reftan sal, það er þó betra en bæn. Ekki virtist mjer að torfbygg- ingarnar myndu eiga framtíð fyr- ir sjer þar í þorpinu. Alt land umhverfis er útmælt og erfitt nú orðið að fá torf eða ristu með góðum kjörum. Mómýrin var að mestu uppunnin, og svo var mjer sagt, að mórinn yrði dýrari en kol, ef vinnu þyrfti að kaupa við hann. Þó Glerárþorpið væri ekki eins blómlegt og jeg hafði búist við, þykir mjer ekki ólíklegt, að fá- tækum verkamönnum sje það nokkur styrkur að geta haft dá- litla grasnyt, en landstærðin mætti helst ekki vera minni en rúmar 3 dagsláttur, eða sem svar- aði einu kýrfóðri. G. H. Allir — minsta kosti allir karl- menn — kannast við Mr. C. Gil- lette, rakvjelamanninn. — Varla rakar sig nokkur maður, að hann ekki hafi einhverntíma notað rak- vjel eða rakvjelablað frá þessum volduga manni. Mr. Gillette var nýlega á ferð í Danmörku, og náðu blaðamenn tali af honum og spurðu hann spjörunum úr. — Það var árið 1895 að mjer datt fyrst í hug að finna upp rak- vjel, sagði Mr. Gillette. Jeg var að | raka mig einn morgun, en hnífur-! inn tók illa, og ekikert gekk. Jeg j var alveg að gefast upp, og rtyndi að slípa hnífinn að nýju. Á meðan jeg var að þessu, fór jeg að hugsa um það, hve mikill ó- þarfi það væri að hafa svona stórt vopn við að raka af sjer skeggið; alveg mundi nægja að hafa lítið blað, sem væri einhvern veginn komið fyrir á þann hátt, að ein- ungis eggin ein væri ber. Jeg hugs aði lengi um þetta, og að lokum tókst mjer að útbúa blaðið úr þunnri stálplötu, sem jeg tók úr litlum bíl (leikfangi), sem var til i verslun minni. Þegar blaðið var komið var jeg fljótur að finna út hvernig best væri að hafa vjelina, og er að mestu leyti sama gerð vjela notuð enn þann dag í dag. Nú var eftir að koma uppgötv- uninni á framfæri; var það erfitt verk. Jeg fór frá einni verslun- inni til annarar og reyndi að fá menn til þess að fá áhuga fyrir blaði mínu og rakvjelinni. Loks hitti jeg fyrir mann, sem vildi leggja 5000 dollara í fyrirtækið. Þetta var árið 1901, og upp frá því var jeg sloppinn. Alt gekk í fljúgandi ferð eftir þetta. Frá því árið 1901 og þangað til í janxiar í ár, hefir Gillette-f jalagið, sem nú er hlutafjelag, selt 42 milj. rak- vjéíar, og árleg sala af rakvjela- blöðum hefir nú síðustu árin orð- ið nál. 50 milj. pakkar með 10 blöðum hver pappi. Er það sam- tals um 500 milj. blöð á ári. — Gróði fjelagsins hefir verið um IOV2 milj. dollara á ári, og þetta ár verður hann nál. 12 milj. doll- arar. Gleraugu! Lestrargleraugu, Utigleraugu, Sólgleraugu Rykgleraugu, Stangarnefklípur, Sjónaukar, Mesta úrval! Verðið óheyrilega lágt. öll samkepni útilokuð. i Laugavegs Apótek Sjóntækjadeildin mn frpecom / Son % öport* K J E X Aðalumboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran. UNGUR M AÐ U R 18 — 20 ðra, vanur af- greiðslu, getur fengid af- vinnu i vef naðarvöru versl- un frá I. sepf. MeðmœlE og mynd sendisf A. S. í. fyrir 12. þ. m. Frá þíngvölium, m Eaill lainseB. Sokkar. Mesta og besta úrval lands- ins er hjá okkur, bæðí á börn og fullorðna, úr silki, ull og baðmull. Karlmannssokkar ódýrastir hjá okkur. Verðið frá kr. 0,75 til 9,00 parið. Allur tilbúinn fatnaður bestur hjá okkur. yöruhúsið. Útsýni yfir Þingvelli frá veginum niður í Almannagjá. Ef heimilið er fátækt af bollapörum, diskum, fötum, smáum og stórum, mjólk- urkönnum, vatnskönnum,, hnífa- pörum 0. fl., þá minnist þess, a8 fyrir minsta peninga fæst mesti og best í Versl „ÞÖRF“, Hverf- isgötu 56. Sími 1137.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.