Morgunblaðið - 08.08.1925, Síða 4

Morgunblaðið - 08.08.1925, Síða 4
4 MGRGLNBLAÐIÐ Kvenreiðfataefni, verð 9 krón- nr meterinn, víbreiður. Karl- mannasokkar, kálsbindi, húfnr, axlabönd, sprotar og margt fleira. Guðm. B. Vikar, Laugaveg 5. Amatörar Nýkomnar aftur allar stærðir af hinum góðu Imper- ialfilmum — notið þær eingöngu. Verðið lágt! Einnig nýkominn hinn góði og blæfallegi Imperial- kopiupappír, glansandi. Allar stærðir. Amatör-Albúm Sparið peninga og kaupið efni í vafninga hjá mjer. Sniðnir ó- keypis. Sparar yður ca. 50%. — Guðm. B. Vikar, Laugaveg 5. Sundmaga kaupir Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Saltkjöt, Harðfiskur, Glænýtt *mjör — ódýri sykurinn. Hannes Jónsson, Laugaveg 28 og Baldursgötu 11, sími 893. fjölbreytt og sjerlega fallegt úrval af öllum gerðum og stærðum nýkomin. Framköllun og Kopiering er ávalt móttekin. — Vönduð vinna. Amatörverslunin Austurstræti 12 — sími 1683. jPorl. Þorleifsson. lllllllM Leiga. Illllll Sölubúð við Vesturgötu óskast tJ. leigu. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. ilillllllllllllllllllll! Vinna. J|||l!l||||||||||li Kaupamaður óskast að Krögg- ólfsstöðum í Ölfusi. Upplýsingar í dag í verslun Ólafs Einarssonar, Laugaveg 44. fliiffl Tilkym.i„Sa,iniii Pípumunnstykkin eftirspurðu eru nú komin í Tóbaksbúsið, Aust- urstræti 17. Ódýrastar ferðir ausur í Gríms- nes og Biskupstungur frá Nýju Bifreiðastöðinni í Kolasundi. — Sími 1529. Flóra íslands 2. útgáfa, fæst á Afgr. Morgunblaðsins. HESTAR. Eftir Dan. Daníelsson og Einar E. Sæmundsen. Þessi nýútkomna bók eftir hina tvo kunnu hestamenn, Daníel Daníelsson og Einar E. Sæmund- sen skógfræðing, er fjörlega rituð og aðgengileg aflestrar. Hún er engin alfræðibók um það, sem hestum við kemur og meðferð þeirra, enda er hún ekki stór. En þar er tínt til það helsta, sem höfundum finst að menn fyrst af öllu þurfi að vita um tamningu og meðferð reiðhesta. Og þar er getið um helsta og tilfinnanleg- asta trassaskapinn og verstu van- rækslurnar, sem viðgangast hjer á landi í umgengni manna við hesta sína. Er stór furða á því, að eigi skuli hafa verið ritað meira um hesta vora en gert hefir verið. Því svo eru kostir hesta vorra viðurkendir og marglofaðir í orði, að meiri umönnunar væri að vænta en verið hefir. 'Mikill hluti bókarinnar er frá- sögn af reynslu höfunda, frekar en þyrkingslegt fróðleikstarf, svo flestir, sem taka bókina í hönd og hafa nokkra hugsun á hestum, lesa hana x einu spjaldanna á milli. Tilgangi höfundanna og formi bókar verður best lýst með því að tilfæra hið helsta úr inngangi bókarinnar. Þar er svo komist að orði: „Flestar menningarþjóðir, aðrar en íslendingar, hafa um langt skeið, unnið kappsamlega að því, að bæta meðferð hesta í smáu og stóru, og glæða skilning einstak- linganna á öllu því, er betur mátti fara í þessu efni. Fjölda margar bækur hafa ver- ið ritaðar hjá flestum þjóðum, sem eingöngu ræða um kynbætur hesta og uppeldi þeirra, um hirð- ÍDgu, tamningu og meðferð þeirra á allan hátt. Tamningaskólar hafa verið settir á stofn í flestum lönd- um, þar sem aðeins lærðir og þaulæfðir reiðmenn kenna ungum mönnum að temja hesta, og fara m.eð þá að öðru leyti. Og svo hefir alt þetta þótt miklu máli skifta, að menn hafa ekki í neinn kostn- að sjeð til þess, að alt mætti verða sem best og fullkomnast í þessu efni. En hvað haia íslendíngar gert ? Og hvernig hafa þeir búið við liestinn, síðan er sögur hófust í þessu landi? Alt frá landnámstíð og til okk- ar daga, er nú lifum, hefir upp- eldi hesta og öll meðferð þeirra verið mjög á annan veg en skyldi. Vetur eftir vetur, hefir, svo að segja, mest allur hrossafjöldi ís- lendinga verið settur á Guð og gaddinn. Stundum hefir það bjargast þolanlega, þegar vetur hefir verið mildur og vorað vel. Þó munu fæstir vetur hafa liðið svo, að ekki hafi fleiri eða færri hross horfallið, og fjöldinn allur þeirra hrossa, er skrimti fram úr verið máttlaus af fóðurskorti, og illa haldin langt fram á sumar. Að vísu mun það ekki jafn alment nú orðið, að hross falli, eins og áður var, en þó þekkjum við alt of margan hestinn, sem ber það með sjer, að „hann er kvalinnupp á útigangi“, og hefir orðið sár- magur vor eftir vor, og nýtur sín aldrei til fulls. Sama hugsunar- leysis hefir og gætt í allri annari meðferð hestsins, þótt vitanlegt sje, að undantekningar hafi jafn- an átt sjer stað. Því undarlegra er þetta, þegar þess er gætt, að hesturinn hefir um svo langan aldur verið sá vin- ur íslendinga, sem í raun reynd- ist, og aldrei brugðist því trausti, er til hans var beint. Hann hefir borið okkur mögl- unarlaust bæ frá bæ og sveit úr sveit, og hann hefir stytt fjar- lægðirnar í landinu og runnið ótrauður með okkur á baki sjer yfir fjöll og firnindi. Og oft hefir svo verið komið fyrir mörgum manninum, að hann hefir átt líf sitt undir viti hestsins, ratvísi hans, snarræði og dugnaði. 1 hríð- arbyljum og náttmyrkri hefir hesturinn ótal sinnum bjargað húsbóndanum heim til bæja. Og í ám og vötnum og margskonar hættum hefir hann reynst sannur stólpagripur. Landið sjálft með gæðum sínum og göllum, fegurð sinni og fár- viðrum, vötnum og vegleysum, — alt hefir þetta skapað hestinn og þroskað öld eftir öld, og gert hann okkur handgengnastan allra húsdýra. Og þjóðin hefir sjálf fundið þetta og viðurkent að nokkru leyti. Hún hefir haldið á lofti á- gæti afburðahestanna og kostum þeirra. Sögur slíkra hesta hafa verið færðar í letur, og aðrar lifa í minni manna. Alþýðuskáldin hafa spreytt sig á að kveða um gæðingana, Iifandi og dauða. — Hestavísurnar lifa á vörum þjóð- arinnar, og eru altaf jafn nýjar og hlýjar, þó að höfundar þeirra sjeu ef til vill gleymdir fyrir hundruðum ára. Og við hestavís- urnar bætist árlega. Þegar alls þessa er gætt, hlýt- ur það margan að furða, hvernig búið hefir verið við hestinn, og hvernig öll meðferð hans befir verib á annan veg en skyldi. Hefir þar gætt meira skilningsleysis, en vænta mátti, eins og þeir eru þó samrýndir, maðurinn . og hestur- inn, eftir alla þá stund, er þeir hafa saman sveist, og sama skafl- inn troðið. Enda mun enginn því neita, að hesturinn hefir átt sinn þátt í byggingu þessa lands, engu síður en maðurinn, og að það er að nokkru leyti samstarf beggja, manns og hests, að landið er orðið það sem það er. Og enn munu þeir eiga eftir að sveitast um stund og saman starfa, maður og hestur, enda vilj- um við allir, Islendingar, bæta þetta Iand og fegra, og enginn okkar efast um, að slíkt megi takast. En þá ætti einnig að vera metn- aður okkar, íslendinga, að búa sem best við hestinn á alla lund, og láta okkur lærast að meta kosti hans og skilja hann, svo að sam- búðin gæti hjer eftir talist okkur til sóma. Og með þeirri von, að slíkt tak- ist, og að glæða megi skilning þjóðarinnar á göfgi og snilli hestsins, eru kaflar þeir ritaðir, er hjer fara á eftir. GENGIÐ. I, Reykjavík í gær. Sterlingspund............ 26.25 Danskar krónur...........123.24 Norskar krónur...........100.13 Sænskar krónur...........145.42 Dollar................... 5.42 Franskir frankar.......... 25.70 DAGBÓK. Messað á morgun í dómkirkj- unni ikl. 11 f. h., sjera Friðrik Hallgrímsson. Til Strandarkirkju, áheit: kr. 5,00, frá Elínu. Hammerby, sænskt vöruflutn- ingaskip kom hingað í gærkvöldi með sementsfarm til H. Benedikts- son og Co. Suðurland fór til Borgarness í gær til þess að sækja norðan og vestanpóst, og hafði fjölda far- þega. Wylfi fór á veiðar í gær. Gullfoss er væntanlegur hingað á sunnudagskvöld. Esja kom til Isafjrrðar í gær. Eefaræki. Bæjarstjcrnarfundur 3J.mþykti í fyrrakvöld að leigja ó’afi Friðrikssyni svæði á Melun- u:u neðanvert við Suðurgötu, til reíaræktur. Hefir Ólafur 50 yrð- linga hjer og hefir í hyggju að ikoma upp refarækt. Á dögunum voru tveir yrðlingar á hlaupum um Austurvöll, og þótti mönnum gaman að horfa á þá. » Laust embætti. Embætti annars bókavarðar við Landsbókasafnið er auglýst laust frá 1. okt. n. k. Byrjunarlaun 2000 kr.; — umsókn arfrestur til 15. sept. Björgunarfjelag Vesitmannaeyja auglýsir í síðasta Lögbirtingablaði að aðalfundur fjelagsins verði haldinn 2. okt. n. k. Meðal annara mála sem þar verða rædd, er til- laga um að selja ríkinu björgun- ar- og eftirlitsskipið „Þór.“ Úr Hafnarfirði. Þar er mikil at- vinna um þessar mundir. Tvær stórar byggingar er verið að reisa þar, hafskipabryggju og sjúkra- hús. Flestir togarar Hellyer’s eru nú að byrja saltfisksveiðar. Síldveiðin hjer í Flóanum til beitu, hefir gengið treglega. Eru slæmar horfur með það, að nægi- leg síld fáist til beitu fyrir Suð- urland, því bátar þeir, sem veiða síld fyrir íshúsin afla mjög lítið. Treg síldveiði er nú fyrir Norð- ui-Iandi. Er hæstur afli um 2000 to. á skip, en mörg skip hafa sára- lítinn afla fengið ennþá. Steypiregn gerði hjer seinni- partinn í gær, og á eftir varð glaðasólskin. Er vonandi að þarna Notid eingKngu peTTe aúkkulaði og kakao Þetta vöramerki hefir á ekömmum tima rutt sjer til rúms hjer á landi, og þeir, sem eitt sinn reyna þaö, hiðja aldrei am annað. Fæst { heildsölu hjá ilisson s KvaraiL Simar: 890 & 949 SI m m i*i 24 ▼eralmnin, 23 PouImh, $ 27 PoMborf. Klapparstíg 29, Málning. Fyrirliggjandi i Trawl-virar, Trawl-garn, Manllla, Bindigarn. Siml 720. híifi þerriskúrin komið, og að nú komi þurkurinn fyrir alvöru. Aukadýrtíðaruppbót til fastra starfsmanna bæjarins var samþ. á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld. Var það tillaga fjárhagsnefndar, 100 kr. fyrir hvert barn innan 16 ára, er samþykt var. Álafosshlaupið verður væntan- Iega á morgun og hefst kl. 2 e. h. frá Klæðaverksm. Álafoss í Mos- fellssveit; hlaupið endar á gamla íþróttavellinum á Melunum og þangað erxx allir velkomnir. Að- gangur er ókeypis. Keppendur verða frá Ármann og K. R. Hand- hafi bikarsins er Magnús Guð- björnsson úr K. R. — Best er fyr- ir áhorfendur að koma út á 1- þróttavöll laust fyrir kl. 3, þareS um það leyti munu hlaupararnir koma. Knattspyrnufjelag Reykjavíkur (K. R.) hefir í hyggju að fara til Vestmannaeyja í næstu viku. Ætla þcir að keppa við Eyjarskeggja i ýmsum íþróttum á þjóðhátíð þeirra, sem verður þar um sama leytið. K. R.-menn verða gestir íþróttafjel. í Vestmannaeyjum á meðan þeir dvelja þar. Sundskálinn í Örfirisey verður vigður á morgun kl. 7 síðdegis. Þegar víxluathöfninni er lokið verður sundsýning, og er búist við að taka þátt í henni um 50 piltar og stúlkur. Aðgangur kostar 50 aura fyrir fullorðna, en ókeypis fyrir börn. Þar sem langt er síðan að snndsýning hefir verið hjer, má búast við fjölmenni, og er því rjett fyrir menn að kaupa að- göngumiða sem verða seldir á göt- unum. íþróttablaðið kemur ixt á morg- un. Sjá augl. hjer í blaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.