Morgunblaðið - 09.09.1925, Side 3
'ORGUUBLAÐIÐ
3
morgunblaiii.
fltofnandl: Villi. Flnaen.
ótsrefandl: FJelair 1 Reykjarlk.
Stjtatjdrar: Jðn KJaAanaaon,
ValtýT Stefinaaom.
i a«lyalngaatjðrl: B. Hafber*.
Skrlfatofa Austurstrœtl 8.
Sliaar: nr. 498 og 600.
Augriysingaskrifst- nr- T00.
Halmastmar: J. KJ. nr. 741.
V. St. nr. 1IÍ0.
E. Hafb. nr. 770.
Áskrlftagjald innanlands kr. 1.00
á rnánuBi.
Utanlands kr. 2.60.
I lausasðlu 10 aura elnt.
Drengileg björgun.
Ágúst Jóhannesson bakari bjargar
manni frá druknun
í höfninni í Leith.
ORLENDAR SlMFREGNIR
Khöfn 8. sept. ’25.
Árásirnar á Abd-el-Krim.
Símað er frá Madrid, að geysi-
'Stór spánsk-franskur floti liggi
.á „Alhucemas“-flóa og skjóti í
sífellu á Aidir (Agadir?), höfuð-
stað Abd-el-Krims, og önnur vígi.
Búis ter við því, að flotinn reyni
að senda hermenn á land bráðlega.
Samkomulagið um öryggismálið
fer batnandi.
Símað er frá Genf, að samkomu-
•
lag sjerfræðinga í London um ör-
yggismálið, fari batnandi. Kvisast
hefir, að forsæíisráðherrar Banda-
manna ætli að bjóða Stresemann
á fund til munnlegrar ræðu.
Leitrjeitt mishermi.
Símað er frá Washington, að
stjórnin tilkynni, að það sjeu
blaðamíshermi, að hún hafi í
hyggju að hætta loftskipasmíði.
Shenandoah-óhappið hafi engin á-
hrif í þá átt.
Andleg samvinna Frakka og
Þjóðverja.
Franski kenslumálaráðherrann
er í Kaupmannahöfn við fyrir-
lestrahald. Á heileiðinni ætlar
'hann að halda fyrirlestra í Berlín
um andlega samvinnu Frakka og
Þjóðverja.
Farum 8. sept. ’25.’
Áin Schelde og Antwerpen.
Símað er frá Brussel, að stjórn-
ir Hollands og Belgíu hafi komið
sjer saman um, að Schelde-fljót
skuli vera „opið“. bæði í stríði
og friði, til þess að belgiski versl-
unarbærinn Antwerpen hafi alt
af samband við hafið.
Öryggismálið.
Símað er frá London, að sjer-
fræðingar hafi lokið undirbún-
ingsstarfi undir væntanlegar
munnlegar umræður í öryggismál-
inu.
Stærsta bardagaskip heimsins.
Símað er frá Newcastle, að
stærsta bardagaskip heimsins,
Nelson að nafni, sje fullgert. Er
það 35.000 smálestir að stærð og
kostaði 8 miljónir sterlingspunda.
Ráðstj ómarherrar dæmdir fyrir
fjársvik.
Símað er fra Moskwa, að nokkr
ir embættismenn sovjet-stjórnar-
innar hafi orðið uppvísir að fjár-
svikum og hafi sumir þeirra verið
•dæmdir til lífláts, en nokkrir í
fangelsi.
Hjer á dögunum, er „Lagar-
foss“ var í Leith, á heimleið, var
„Goðafoss“ þar einnig á útleið.
Lágu skipin þar við sama hafnar-
garðinn.
Einn skipverja á’ „Goðafossi‘%
Viggó að nafni datt út af þilfar-
I, inu og í sjóinn. Þetta var að
. kvöldi til klukkan að ganga 11.
Eitthvað kunni maðurinn til
sunds, en þó eigi svo að hann gæti
baldið sjer úppi nema stutta
stund. Straumur var mikill í höfn-
inni er bar hann frá skipinu.
Þeir sem á þilfari voru, voru
eigi svo færir sundmenn, að þeir
■treystust til þess að leggja til
sunds til að bjarga manninum.
, Björgunarhring var fleygt til
' mannsins, en hann náði eigi
bringnum.
1 þann mund, sem mjög var
dregið af manninum bar Ágúst
I Jóhannesson þar að. Var hann far
þegi á „Lagarfossi“. Kom hann
. ofan úr borginni, og heyrði hljóð
hins druknandi manns.
Hafði hann engin önnur umsvif
■ en stakk sjer óðara til sunds,
■ synti til mannsins, kom honum í
björgunarhringinn og synti síðan
með hann til skipsins.
Framkoma Ágústs var hin
frækilegasta og var það einróma
’ álit manna, sem þar voru nær-
1 staddir, að hann hefði bjargað
lífi skipverjans.
Jón Leifs og rímnalögin.
TS?:-;
Nýlega er frá því sagt í ,Verði‘,
að Jón Leifs hafi farið snöggva
ferð norður í Húnavatnssýslu í
þeim erindum, að kynnast og
safna rímnalögum.
í þetta sinn hafði hann ekki
tök á að fara nema stutta ferð í
þessum erindum.
Eftir því, sem hann hefir sagt
„Morgunblaðinu“, telur hann ó-
mögulegt að ná hinum einkenni-
legu þjóðlögum vorum, nema með
því eina móti, að láta kvæðamenn-
ina kveða í grammófón, og ná
lögunum þannig laukrjettum af
vörum þeirra á plötur.
Erfitt mun það vera, og þarf
bæði kunnáttu mikla, æfingu og
góð áhöld, til þess að alt fari vel,
^ögin geti náðst og geymst svo
skýr og greinileg, að hægt sje að
heyra af plötunum hvern „takt og
ton.“ En mikið skal til mikils
vmna. Meðan kvæðalögin lifa á
vörum manna, þarf að ná þeim.
Eftirkomendurnir þurfa að geta
heyrt þau og lært þau, hrein og
óbrengluð. Hin núlifandi kynslóð
verður að sjá um, að þessi fjár-
sjóður glatist ekki.
Kunnugir menn og söngfróðir
telja Jón Leifs vera þann mann,
sem best geti int það verk af
hendi að safna lögunum.
Óefað fær hann styrli þann, og
aðstoð, sem til þarf. Og þegar
hann byrjar ferðir sínar um sveit
ir landsins, er ekkj að því að
sPyrja, að honum verður alstaðar
vel tekið.
Vjer óskum honum til hamingju
með starfið sem hann á óunnið
framundan.
Þýskur stúdentaflokkur
kom hingað með „Lyra“ í
gærkvöldi.
Þeir syngja þýsk þjóðlög við
Ingólfsstyttuna á Airnarhól
kl. 7i/2 í kvöld.
í gærkvöldi kom ungur og hvat-
legur þjóðverji inn á skrifstofu
Morgunblaðsins til að spyrja um
eitt og annað, sem ókunnugir
ferðamenn þurfa að fá vitneskju
um.
Hann heitir Wolf Kaiser. Er
hahn í flokki þýskra stúdenta,
sem hingað komu með Lyr.a í
gær. Þeir eru tíu í alt.
Þeir eru sunnan úr Rín&rlönd-
um. Lögðu af stað frá Lubeck 1.
ágúst og voru 71 saman. Sigldu
til Stockhólms, þaðan fóru þeir
fótgangandi til Þrándheims, það-
an til Björgvinjar. Þar sneru þeir
flestir heim á leið, en þessir 10
hjeldu hingað.
Þeir eru fjelagar í stúdentafje-
lagi einu, er heitir „Nerother
Wandervogel“. Fara þeir fjelagar
í langferðir á hverju sumri. Und-
anfarin sumur hafa þeir farið suð
ur um Miðjarðarhafslönd.
Víða þar sem þeir koma, syngja
þeir úti fyrir almenning. Viðdvöl
þeirra lijer í Reykjavík verður
stutt. Þeir fara í fyrramálið í
landferðalag.
En í kvöld ætla þeir að syngja
á Arnarhól, uppi við Ingólfsstytt-
una. Vjer spurðum hr. Kaiser,
hvað það lielst væri, sem þeir
syngju og sagði hann það aðal-
lcga vera þýsk þjóðlög og stú-
dentasöngva. Söngur þeirra byrjar
kl. 7y2.
Foringi fararinnar heitir Karl
Oelbermann.
Hjeðan halda þeir norður í land,
ætla sjer að minsta kosti norður
til Akureyrar.
Tilgangur fararinnar er að kynn
ast landi og þjóð.
Fnimhlaup
Helga Valtýssonar.
Dagblað eitt hjer í bænum notar
Helga Valtýsson sem daglegan
dálkafylli. Hefir Helgi tekið sjer
fyrir hendur nú undanfarna daga
að spinna mikinn lopa um ferð
Fontenay sendiherra til Vatnajök-
uls. Byrjaði Helgi með miklum
rembingi að gefa það í skyn, að
Fontenay og fjelagar lians hefðu
eigi farið út fyrir „smalaleiðir
bænda“, enda þótt í dönsku blað-
skeyti hefði staðio, að hann hefði
farið um „ókunn landsvæði“.
Nú vill svo illa til fyrir Helga,
að hvorttveggja er rangt. — f
skeyti því, sem hjeðan var sent
til frjettastofu Ritzau í Höfn um
ferð þessa, var frá því sagt, að
Fontenay hefði farið um svæði,
sem aldrei hefði verið farið um
áður. Dönsk blöð settu fyrirsögn
við frjettaskeytið, er hljóðaði
þannig, að liann hefði farið um
,,ukendt“ landsvæði. — Þau um
það. Ef Helgi finnur ástæðu til
þess að víta ritstjórn dönsku blað-
anna fyrir yfirskriftina, má hann
það vitanlega gjarnan. En hiin
kemur för sendiherrans ekkert
við.
í öllum greinum sínum um mál-
ið hefir Helgi ekki getað fært
neinar líkur fyrir því, að nokkur
maður hafi farið mn það svæði
vestan við „Kerlingar“, sem upp-
drátturinn var af í Mbl. í fyrra-
dag. Skeytið, sem gaf Helga til-
efni til þess að taka sjer penna í
hönd, var því í ölluin atriðum
laukrjett.
Aftur á móti marg endurtekur
hann það, sem allir vissu, að Þor-
valdur Thoroddsen hafi sjeð
„Kerlingar“.
Það mun mönnum einnig kunn-
ugt, að Helgi hafi sjeð tunglið.
En þrátt fyrir það dettur engum
í liug að halda að liann hafi farið
þangað eða kannað þenna ná-
granna-hnött vorn. —
Næst er það skapi voru, að láta
Helga alveg óáreittan framvegis
með blaður sitt, ef hann gæti sýnt
þá tilhliðrunarsemi, að láta er-
lenda menn óáreitta með ofstopa-
fullum orðalengingum sínum. —
Hann verður að athuga það, mað-
urinn, að þeir, sem hjer eru ókunn
ugir, geta haldið, að eitthvað
mark sje tekið á honum.
Hvaða orð hann kaun að hafa
um innlenda menn sem þekkja
hann, gildir vitanlega einu í alla
staði.
Lyra
fer frá Vestmannaeyjum
áður en nokkurn varir, og skilur
eftir bæði póst og farþega.
Vestmannaeyingar óánægðir, sem
vonlegtt er.
Flöskupósturinn
úr Vestmannaeyjum,
Vestm.eyjum 8. sept. ’25. FB.
Norska gufuskipið „Lyra“ kom
hingað í nótt sem leið um mið-
nætti. Var þegar byrjað að skipa
upp. Kl. 6 í morgun bljes skipið
tii burtfarar og síðan með styttra
fnillibili en venja hefir verið til, því
að skipið fór hjeðan kl. ö1/^. Bát-
ur var á leið út að skipinu og
átti nobkra faðma eftir að því,
þegar það setti á ferð og skildi
þéssa farþega eftir, og þar á með-
al einn sjúkling, sem flytja átti á
sjúkrahús í Reykjavík. Póstinn til
Reykjavíkur skildi skipið einnig
eftir í landi.
Það er ekki lí fyrsta sinni, að
skipstjórar Bergenska gufuskipa-
fjelagsins viðhafa slíka /kurt-
eisi“ hjer við Vestmannaeyjar.
Þeir gera það oft. Sama skip fór
einnig á undan farþegum, vörum
og nokkrn af póstinum í síðusttt
ferð sinni. Er það sýnilegt, þrátt
fyrir það, þótt Vestmannaeyingar
flytji mikið með skipum þessa
fjelags, að þeir taka ekkert til-
lit til almennings, heldur hlaupa
Frá því var sagt hjer í blaðinu á brott, þegar þeim sýnist, í besta
á sunnudaginn var, að árið 1875 veðri, eins og var hjer í nótt.
hefðu Vestmannaeyingar sent Þetta mælist að vonum illa fyrir
„flöskupóst“ í land til þess að hjer og er vonandi að póststjórn-
láta vita um það, að bjargar-) in í landinu átelji að minsta kosti
skortur væri þar í eyjum. f þegar póstur er eftir akilinn
Mönnum sem eigi þekkja til
þess, hvernig kjör Vestmannaey-
inga voru fyrir 50 árum, þykir
sagan ótrúleg, að þá hafi engin
önnur ráð verið þar, til þess að
láta vita um vandræði eyjar-
skeggja.
Kunnugur maður hefir sagt
„Morgunblaðinu“, að mjög hafi
það verið algengt í þá daga, að
Vestmannaeyingár sendu flöskur
í land með alskonar orðsending-
um. Póstferðir voru þá engar til
eyjanna yfir veturinn. Þetta var
eina ráðið til þess að koma boðum
til lands.
Þessar flöskur voru oft undra
stuttan tíma á leiðinni, jafnvel
ekki nema 8 klukkustundir upp í
Landeyjasand. Sumar vóru auðvit-
(að mikið lengur, og enn aðrar
'komu aldrei fram.
Venja var það, að setja annað-
hvort tóbaksbita með miðanum í
flöskuna, ellegar nokkra skildinga
handa þeim sem fyndi flöskuna,
,til að þókna honum fyrir fyrir-
höfn hans við að koma boðunum
sem flaskan flutti áleiðis þangað
sem þau áttu að fara.
Frá fundum lögjafnaðar-
nefndarinnar.
Endurheimt forngripa.
í tilkynningu frá sendiherra
Dana frá í gær er þess getið, að
Bjarni frá Vogi og prófessor Arup
eigi að rannsaka, hvaða forngrip-
ir gæti komið til mála að Danir
skiluðu aftur hingað til íslands.
Fullkomið samkomulag virðist
vera komið á um skjölin. Nánar
á morgun.
Norrænafjelagið.
(„Norden“).
Undirbúningur undir fslandsför.
Fyrir skömmu hjelt Norræna-
fjelagið fulltrúafund í Stokk-
hólmi. Þar voru til umræðu ýms
mál er varða starfsemli fjelagsins
næsta ár.
Komið hefir til orða, að fjelagið
gengist fyrir því, að fjölmenn
skemtiför yrði farin frá Norður-
löndiun hingað til lands á næst-
komandi sumri. Kom þetta til
umræðu á fundinum í Stokkhólmi,
og var fjelagsstjórninni falið að
undirbiia málið.
; Væntanlega tekur stjórn ís-
landsdeildarinnar vel í þetta, og
greiðir fyrir för þessari eftir
fremsta megni, því það er oss
hinn mesti fengur ef fjölmiennur
hópur mentaðra íslandsvina frá
nágrannalöndum vorum gæti kom-
ið hingað að sumarlagi, þó ekbi
væri nema til stuttrar dvalar.
GENGIÐ.
Þriðjudaginn 8. sept.
Sterlingspund .. .. 24.00
Danskar krónur .. . . .. 123.08
Norskar krónur .. ., . .. 106.09
Sænskar krónur .. .
Dollar 4,9614
Frankar