Morgunblaðið - 12.09.1925, Síða 3
ORGFITBLAfHÐ
MORGUNBLABIB.
iítofnandl: Vllh. Flncen.
ð'bjfefandl: FJelas 1 Reykjarlh-
JjUtatJdrar: Jðn KJartana.ot,
ValtýT StefAneaoa.
4'dSly.Inga.tJórl: E. Hafber*.
Skrlfstofa Auaturstrœtl 8.
Slmar: nr. 498 og 600.
AuKl?oin*aBkrlfet. nr. 70<V
HelBaaBlmar: J. KJ- nr. 741.
V. St. nr. 1110.
B. Hafb. nr. 770.
Áokrlftagjald lnnanlando kr. 1.00
6, mánutSI.
Utanlands kr. 2.60.
i lauoaoölu 10 aura eint.
ÍRLENDAR SlMFREGNIR
Khöfn 11. júlí ’25. PB.
jNæsta pólarferð Amundsens.
Símað er frá Osló, að á aðal-
fnndi norska loftsiglingafjelags-
ins, hafi Riiser Larsen lagt fram
fyrirhugaða tilhögun um næsta
pólflug. AmUndsen hefir keypt
ítalskt loftskip, sem er 18500 kúb-
íkmetrar að rúmmáli og eru í pví;
3 250 hestafla vjelar, hraði 115,
en aktionsradius skipsins 6400 kíló
metrar. Leiðin verður Kingsbay-
Alaska er aðeins 6400 kílómetrar.
Áhöfn 16 menn og fara allir
gömlu pólfararnir. Parið verður af
-stað á vori komandi.
Hermeun Frakka og Spánverja
ganga á land í Afríku.
Símað er frá París, að land-
•ganga spánsk-frönsku sjóhermann
-anna hafi hepnast, eftir harða og 1
langa skothríð. Er herinn nú á
leiðinni til höfuðborgarinnar og
fara Marokkómenn undan á flótta.
Símað er frá Jerúsalem, að Prakk-
.,ar hafi safnað saman 25,000
manna og undirbúi mikla árás á
Jiendur uppreistarmönnum.
Yfirráðin yfir Mosul.
Símað er frá Genf, að Tyrkir
ikrefjist þess, að þjóðaratkvæði
verði látið úr skera um yfirráðin
.yfir Mosulhjeraði.
Vesturíslenskar frjettir.
Niðurl.
PB. í sept. ’25.
.Merk læknishjón,
þ>au Magnús B. Halldórsson og Ól-
•öf kona hans Magnúsdóttur, áttu
•silfurbrúðkaup þ. 6. júlí í sumar.
Var þeim hjónum haldið veglegt
samsæti í Winnipeg, og má svo
heita, að vinir þeirra kæmu úr öll-
nm áttum, til þess að taka þátt í
því, til dæmis margt manna úr
North Dakota ríki. Magnús er á-
ágætui læknir og hefir látið mjög
til sín taka um þessi mál. Kona
hans er dóttir sjera Magnúsar
Skaftasonar, hins merka manns.
Sjera Ragnar Kvaran hafði orð
fyrir gestum í samsætinu.
Rögnvaldur Pjetursson
átti 25 ára prestsskaparafmæli þ.
12. júlí í sumar. Hann er einhver
hinn atkvæðamesti Vestur-fslend-
ingur, sem nú er uppi. Hefir hann
helgað Unitarastefnunni starf sitt
að miklu leyti. Hann hefir lengi
verið fulltrúi Únítarafjelagsins 5
Boston fyrir vestur-Canada, auk
þess sem hann gegndi störfum fyr-
ir söfnuð sinn í Winnipeg. Þó
starf hans hafi farið mikið í trú-
málin, þá hefir hann þó afkastað
miklu á öðrum sviðum. Hann er
ágætlega ritfær rnaður og víðles-
inn og hefir skrifað mikið í blöð
vestra, einkanlega Heimir og
Heimskringlu. Hafði hann rit-
stjórn hennar á hendi nm skeið.
A síðari árum liefir hann lagt mik-
ið starf fram fyrir þjóðernishreyf-
inguna vestra, verið ritstjóri Tíma
ritsins, og að allra dómi leyst það
prýðilega af hendi. Dómarnir hafa
verið ærið misjafnir um sr. Rögn-
vald og oft staðið á honum mörg
járnin, eins og títt er um menn,
sem mjög skara fram úr. Sjera
Rögnvaldi mun það vera mest að
þakka, að „Andvökur" Stephans
komu út. Heimskringla, sem út
kom þ. 25. júlí, var að rnestu helg-
uð starfi Rögnvaldar. Plutti Step-
lian G. honum kvæði, sem þar er
prentað. ítarleg grein um starf
hans er í blaðinu eftir, Gísla Jóns-
son, ávarp, eftir sr. Ragnar E.
Kvaran, Sigfús Halldórsson ritstj.
Heimskringlu o. fl.
I
Valdimar Alfreð Vigfússon
var eigi alls fyrir löngu skipaður
efnarannsóknarmaður við Saskat-
chewan-háskólann í Saskatoon.
Sveita-verkfall í Svjþjóð.
Sjálfboðaliðar vinna 15,400
dagsverk.
Þetta afreksverk sveitafólksins
sænská gefnr eftirminnilega á-
minningu og bendingu um það,
j hvernig hægt er að mæta verkföll-
um. Hefir það raunar sjest áður,
| en sjaldan eins áþreifanlega og
nú. Hjer skal ekkert nm það
Jdæmt, hvort rjettmæti hefir verið
: í kröfum sænsku verkamannanna
! eða ekki. En þegar verkföll skella
' á af einhverskonar óbilgirni, þá
'má deyfa svo verkanir þeirra
j með sjálfboðaliði, að ekki komi að
sök. Það munu allir nokkurnveg-
inn gætnir menn játa, að af verk-
föllum hljótist aldrei annað en
tap, og það stnndum stórkostlegt
bæði fyrir þá þjóð í heild, sem
fyrir þeim verður og eins einstak-
linga hennar. En með nógu öflngu
og fjölmennu sjálfboðaliði má tak-
ast að fyrirbyggja þann skaða.
Hverjn þjóðfjelagi sem fyrir verk
falli verður á einhverju sviði, er
því ósegjanlega mikils virði að
hafa á að skipa vara-vinnuliði.
Það hafa sænsku sveitamennirnir
sýnt, þeir er hlupu undir bagg-
ann með bændunum og björguðn
hálfrar fjórðu miljón króna verð-
mæti í landbúnaðarafurðum.
H. C Anöersen.
1 júlímánuði gerði fjöldi sveita-
verkamanna á Upplöndum í Sví-
þjóð verkfall. Þá stóð yfir há-
uppskeru- og annatími í sveitun-
um. Var það auðvitað markmið
verkfallsmanna, að fá launahækk-
un, og völdu þeir því til þess þann
tímann er allra verst gegndi fyr-
iv landeigendur og búendur. Mátti
ekki nokkurn dag niður falla
verk, svo sem skiljanlegt er, þeg-
ar um heyöflun og björgun annars
jarðargróða er að ræða. Verkfalls-
menn völdu því hið hentuga augna
blik fyrir sig, settu tvo kosti: ann-
að hvort látum við uppskeruna
grotna niður, svo að þið tapið mil-
jónum, eða að þið borgið okkur
hærra kanp.
En þarna kom krókur á móti
bragði. Stórkostlegnr fjöldi sjálf-
boðaliða fjekst, er myndaði fje-
lagsskap, sem þeir nefndu „Bjarg-
ið uppskerunni“. Og þessi fjelags-
skapur varð svo fjölmennur í
mjög. skjótri svipan, að hormm
tókst að vinna á öllu verkfalls-
svæðinu það verk, sem þurfti. Er
talið, að hann hafi þar bjargað verð
mæti, er nam hálfri fjórðu miljón
króna.
Fjelagsskapurinn ljet 100 bænda-
býlum verkafólk í tje þær viknr,
sem verkfallið stóð yfir. Voru nm
800 manns í fjelaginu, og unnu
þeir 14,500 dagsverk. Má af þessn
sjá, hvílíkt geysistarf hefir legið
fyrir, og hve gífurlegt tjón hefði
orðið að því, ef ekki hefði verið
hægt a<5 vinna það.
Eftir að verkfallið hafði staðið
mánnð, sáu verkfallsmenn sitt 6-
vænna. Varð þeim ljóst, að sjalt-
boðaliðið ætlaði að koma að fullu
liði, og að þeir hefðu ekkert ann-
að en skaðann af því, að leggja
niður vinnu. Tóku þeir því til
verka sinna aftur við nákvæm-
lega sömu kjör og áður.
Sá er flækti sveitafólkið út í
verkfallið, heitir Sjölander, og er
þingmaður og skólakennari. Er
líklegt, að sænskir verkamenn
verði honum ekki jafn leiðitamir
lijer eftir, eftir þá útreið, sem þeir
hafa fengið af hans völdum.
„Bestu og vitrustu
manna ráð.“
Þegar Tíma-Tryggvi er búinn
að peðra á pappírinn 4—5 dálk-
nm af ljettingsbulli um gengismál-
ið, þá kemst hann svo að orði:
„Það er yfirleitt svo, að það aflar
sjerhverjum virðing góðra manna
að fara eftir bestu og vitrustu
manna ráðum. Hingað til hefir
verið litið svo á a. m. k.“
Ráðin eru þau, að stýfa krón-
una, til þess að ljetta undir með
þeim skuldugu og taka innstæðu-
fje eignarnámi.
Eigi er að því að spyrja, hvaða
orð hann velur þeim, sem eigi
fylgja honum að málum, eigi að-
hyllast „stýfing skynseminnar“.
sem svo hefir verið kölluð.
Nú vill svo til, að allmargir
ráðandi fjármálamenn eru á ann-
ari skoðun en Tryggvi. Mætti t.
d. benda á fjármálastjórn Svía,
Hollendinga og Breta.
Mikið tjón var það fyrir ráð-
ándi menn breska heimsveldisins,
að þeir skyldu ekki kynna sjer
skoðanir Tryggva, áður en þeir á-
kváðu að hæk'ka gildi sterlings-
pundsins úr % og í hið fyrra gull-
verð.
— Síðan kanpfjelögin tilkyntu
Tryggva, að þeim kæmi best að fá
eftirgjöf á sknldum sínum, var
Tryggvi upp til haiida og fóta, og
heimtaði stýfing krónunnar.
Hvað munar hann um það, þó
hann t. d. í því sambandi þyrfti
að kalla alla helstu fjármálamenn
Breta aula, sem ekkert vissu
hvernig þeir ættu að sjá framúr
gengismálinu.
Mikill maður er Tímaritstjórinn
í sjálfsálitinu — og augum þeirra,
sem enn í dag. lesa ekki önnur
blöð en Tímann.
Það er bara svo einkennilegt
fyrir Tryggva og Timaklíkuna yf-
irleitt, hve hinir Tímahollu brjef-
Jiirðingarmenn eru að verða upp-
burðalitlir.
Skjalið frá Klaustri bætti ekki
úr skák.
Þann 4. ágúst voru 50 ár liðin
síðan H. C. Andersen dó. Engin
sjerstök viðhöfn var í tilefni af
þeim degi í Danmörku, önnur en
sú, að fjölmargir blómsveigar
vorn lagðir á leiði Andersens í
Assistens-kirkjngarði í Höfn.
Blaðagreinar birtust margar
þann dag um hið ágæta og heims-
fræga skáld. Var m. a. frá því
sagt í „Politiken,“ að sögur And-
ersens sjeu nú þýddar á 52 tungu-
mál.
Helstu æfiatriði æfintýraskálds-
ins eru nú löngu svo kunn, að
hvert skólabarn þekkir þau. En
það kunna að vera margir, sem
jeigi vita hve illa Andersen gekk
með fyrstu bók sína. Hann nefndi
bókina „Ungdomsforsög.“ Kom
hún út árið 1822, og var Ander-
sen sjálfur útgefandinn. í bók-
inni var saga sem hjet „Draugur-
inn við gröf Plánatóka“, og sorg-
arleikur, er hjet „Álfasól“.
Ekki eitit einasta eintak af
bókinni seldist.
Þrem árum seinna tók bann það
ráð að láta prenta nýtt titilblað
á bókina. Höfundar eða útgefanda
var nú ekki getið á titilblaðinu.
En alt kom fyrir ekki. Enginn
vildi eiga „Ungdomsforsög.“ —
Tveim árum síðar 1827 var Ander-
sen enn í fjárþröng. Ljet hann
nú prenta þriðjn útgáfu af „titil-
'blaðinu. Hjet bókin nú ,Draugur-
inn við gröf PlánatókaL En það
fór enn á sömu leið. Bóksalinn
sem bafði bókina undir höndum
>tók sig þá til og seldi alt upp-
lagið sem umbúðapappír.
Næsta bók Andersens hjet
„Gönguför frá Holmens Kanal, til
austuroddans á Amager.“ Skár
gekk með sölu þeirrar bókar. Og
Andersen „misti ekki móðinn“,
sem betur fór.
-o—ooo—o-
íþróttavöllurinn í Rvík.
í dag eru liðin 15 ár síðan í-
þróttamenn komu sjer upp leik-
; velli hjer á Melunum, með að-
’stoð ýmsra íþróttavina. Fyrsti for-
maður íþróttavallarins, var Ólafur
heitinn Björnsson, ritstj., í 6 ár,
■næstur Sigurjón Pjetursson í 4 ár,
þá Erlendur Pjetursson í 1 ár og
núverandi formaður íþróttavallar-
ins er Ben. G. Waage, síðan 1921.
Meðal annara merkra manna sem
verið hafa í stjórn vallarins eru
Jón Þorláksson fjármálaráðherra,
Hallgr. Benediktsson, L. H. Miill-
ei og Eggert Briem frá Viðey.
Eins og kunnugt er hefir bæjar-
stjórnin tekið að sjer byggingu
nýs íþróttavallar á Melunum, við
Suðurgötu, gegn því að fá allar
eignir gamla vallarins. Var í sum-
ar byrjað á byggingu þessa nýja
vallar, og er búist við, að lokið
verði að koma npp bárnjárns-
girðingunni í haust. En sennilega
verður sjálft leiksvæðið ekki full-
búið fyr en snemma næsta snmar.
Þriggja manna stjórn á að sjá um
rekstur íþróttavallarins framvegis
fyrir hönd bæjarins, og hefir bæj-
árstjórnin kosið Björn Ólafsson
í stjórninni að sinni hálfu, en í-
þróttasambandið hefir kosið þá
Ben. G. Waage og Guðm. Kr. Gnð-
mundsson, bókhaldara.
Laugar í Grænlandi.
(Frá sendih. Dana.)
í loftskeyti frá Scoresbysund til
„Nationaltidende“, er þess getið,
að fnndist hafi tvær laugar hjá
Tabin, önnur 62 gr. heit (Celsius),
en hin 50 gr. Heitari lindin kemur
upp í sjó frammi, stutt frá fjöru-
borði, en hin kemur upp í fjöru-
borðinu, og hjelt í vetnr opinni
100 metra breiðri vök. Ennfremur
er sagt í skeytinu, að margar lang
ar sjeu við Pbint Hom, um 6—7
gr. heitar allan ársins hring.
Rausnarlegur
atvinnurekandi..
Edmund Stinnes gefur verka-
mönnum sínum hlutafé er nemur
2 milj. marka.
Eins og menn muna var ný-
lega getið um það í erlendum
skeytum, að erfingjar Hugo
Stinnes hefðu hótað því að lýsa
yfir gjaldþroti Stinnes-félagsins,.
vegna þess, að þeim þóttu skuldu-
nautarnir of harðir í kröfum og
ósveigjanlegir viðureignar. Vakti
þetta geysi-athygli jafnt utan
Þýskalands sem innan.
En nú hefir annar atburður gerstf
sem þykir engu ómerkilegri.