Morgunblaðið - 29.09.1925, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.1925, Blaðsíða 6
6 MOEGUNBLAÐXÐ S1 ó a n s er lang út- breiddasta ,Liniinent‘ í heimi, og þúsundir manna reiða sig á það. Hitar strax og linar verki.Er borið á án núnings. — Selt í öllum lyfjabúðum. Nákvæmar notkunar- reglur fylgja hverri flösku. Mikið úpval af klukkum og úrum vel aftrektum. Loftvogir og allskonar silfur- og gullvörur. Spyrjið um verð hjá mjer, áður en þið kaupið annarstaðar. Sigurþór iónsson. Úrsmiður. Gráðaostur fæst hjá Islands. Vindurinn. Regnhlífar Mikið og fallegt úrval, nýkomið. Norður- og Austurland. Einstaika sinnum geta komið þeir snjóar, að allstaðar verði ófært ttm sveit- ir, allar leiðir bannaðar — nema járnbrautir. Þjóðin er vonarpeningur meðan landið er járnbrautarlaust. . ',V ‘ - (Niðurlag). 22. sept. 1925. f G. B. Hvað mundi ske, ef altaf stæði vindur af sömu átt? Þeirri spurningu svarar amer- ískui' vísindamaður á þessa leið: Loftslagið mundi fljótlega breyt ast, og stórir flákar af jörðinni mundu leggjast í eyði, vegna sl.orts á regni. Þá mundi sandfok þaðan kæfa alt dautt og lifandi og gera önnur enn stærri svæði að eyðimörk. Árnar mundu breyta farvegi sínum, og strendur land- anna stórbreytast. Helmingur af íbúum jarðarinnar mundi deyja úr hungri og kulda, en hinn helm- ir.gurinn fá gersamlega nýja ver- öld. Á Englandi og Norðurlönd- um mundi verða svipað loftslag og á tundrunum í Norður-Rúss- landi. Og að lokum mundi verða hætt að nota gufuaflið, því raf- magn yrði í þess stað unnið úr vindinum. Lasti menn nú umhleypingana, vindbreytingarnar! -----<m/t~—“— MJÓLKURFJELAGIÐ MJÖLL. Hvers vegna er útlenda dósamjólk in tekin fram yfir mjólkina frá Mjöll? Styðjið innlendan iðnað. Hyggin húsmóðir notar fyrst og fremst afurðir bús síns, áður en hún kaupir til sinna þarfa annar- staðar. Hyggin þjóð notar fyrst og fremst sína eigin framleiðslu. Þessari gullvægu lífsreglu er illa fylgt hjer á landi. Þjóðin Ikaupir fyrst og fremst erlenda fram- leiðslu, og því aðeins innlenda, að hún sje betri og ódýrari en sams- konar erlend. Hvers vegna kaupa menn ekki mjólkina frá Mjöll, sem niður- soðna mjólk nota? Mjöll hefir orðið að hætta að starfa í bili vegna þess hve treglegá gengur að selja mjólkina, sem hún fram- leiðir. Það er meiri hnekkir fyr- ir ungt fyrirtæki, en unt er að gera sjer í hugarlund. Þetta er sjálfskaparvíti, að s\ ou a gengur, er svarað úr ýms- um áttum: Mjólkin er bæði þunn og skemd, er viðkvæði margra. Þetta er að því leyti rjett, að um t'ma, framan af árinu, Ikomu skemdir fram og mjólkin þynnri en hún er nú. En nú er þetta hvorttveggja úr sögtmni: skemd- irnar horfnar og mjólkin að mun þykkri en áður Verðið á þeirri mjólk, sem mishepnaðist, er mik- ið niðursett, og skemdirnar á þeirri mjólk hafa reynst að vera 3%. Kaupendur geta því verið r.okkurnveginn öruggir að fá góða vöru, eins og nú er komið. Morgunblaðið hefir snúið sjer til rjettra hlutaðeigenda og fengið hjá þeim eftirfarandi upplýsingar. Fjöldi kaupenda lofa mjólkina fyrir gæði, einlkum að hún sje bragðbetri en önnur niðursoðin mjólk, jafnvel segja sumir að hún sje ódýrari en venjuleg erlend ÓDÝRAR LEIRVÖRUR: Mat arstell, kaffistell, postulíns bolla- pÖr, mjólkurkönnur, diskar stórir og smáir, vatnsglös o. fl. Vönduð- ustu vörur og lægsta verð. Skoð- ið vörurnar áður en þjer gerið kaup á öðrum stöðum. Versl. „Þörf“. Hverfisgötu 56. Sími 1137. mjólk, vegna þess hve drjúg hún sje. Mjólkin frá Mjöll er hrein nið- u-soðin mjólk, án nokkurra að- fenginna efna. Það eru því engin svik í tafli. Mjöll víkur ekki frá þeirri reglu að blanda engum ann- arlegum efnum í mjólkina, svo sem jurtafeiti, hvei.ti eða kalki, — Vitanlega væri hægt að selja mjólkina ódýrari og hafa hana enn þykkari, væri bætt í hana slíkum efnum, og það væri ótvíræður hagur fyrir verksmiðj- una, fjárhagslega. En viðskifti Mjallar eiga að vera heiðarleg í hvívetna, án allra blekkinga, en hún væntir þess á móti, að fram- leiðsla hennar verði keypt fremur en erlend. Það er ekki nema rjett- mæt krafa til allra, sem unna framförum og velgengni þessa lands. Svo á það að vera um alla innlenda framleiðslu. Alt verður gert, sem unt er, til að vanda þessa vöru svo hún falli kaupendum sem best í geð. í því skyni hefir verið sendur maður utan til að læra betur niðursuðu og dósagerð, og heima fyrir er verið á ýmsan hátt að búa í haginn fyrir framtíðina í sama tilgangi. Enginn veit hvað neytendur niðursoðinnar mjólkur eiga að þakka Mjöll fyrir hið lága verð á erlendri mjólk, sem nú er. Sömu dagana og hún byrjaði að selja sína mjólk er erlenda mjólkin lækkuð um kr. 2.50—3.00 á kassa mjólkur og síðan hefir hún lækk- að að mun. Mjöll verðlagði sína mjólk þegar hún byrjaði sína starfsemi kr. 1,50—2,00 á kassa fyrir neðan alment marlkaðsverð og vildi með því bæta verðlagið eftir föngum, en það misheppn- aðist, eins og nú var sagt Ef Mjöll yrði að hætta að starfa vegna ónógrar sölu, sem vœntan- lega verður ekki, þá er erfitt að 24 Teraluiifi, 28 Ponlacn, 27 Poaeberf. E'Upparstíg 89. Skrúfstykki. Pappirspokap lægst verð. Hepluf Clauaen. Slml 39. Fæði til sölu Byrja 1. október á mat- sölu. — Nokkrir menn geta fengið fæði. SlorlOor Flefdslil, Lækjargötu 6. Sími 106. Allskonar nýtí ku efni í samkvæmiS" kjóla nýkomin. Eglli luikin. AUGLtSIN G AR óskast sendsar timanleira. ■syn ja fyrir að erlend mjólk ekki hækki aftnr í verði. Eitt er víst, að Mjöll er heitið harðri sam- keppni. 8 P ÆJ ARA6ILDRAN de St. Ethol markgreifahjónum. Takist þjer að ná tali af kenni, þá verð jeg meira en Iítið hissa. í þessum svifum kom þjónn og mælti við And- rew: — Hjer er kona, sem óskar að fá að tala við yður. Andrew stóð upp og fylgdarmaður hans leiddi hann út. í anddyrinu beið þeirra ung, dökkklædd stúlka. Það var unga Yínar-stúlkan, sem Duncombe kannaðist svo vel við. Andrew heilsaði henni, og þau gengu síðan Öll í áttina til veitingasalsins. Hann gat ttm stund málllaus af undrun. En honum varð strax ljóst, hvernig í öllu lá. Andrew og aðstoðar- maður hans höfðu auðvitað verið í Montmartré, gert síg þar að bjánum með klaufalegum spurningum, og síðan að fórnarlömbum þessa undirróðurs- og málaflækjumanna, sem hÖfðu lagt gildrur sínar einn- íg fyrir hann. Hann mintist ávaxtanna af rannsókn- um sínum, og fór ósjálfrátt hrollur um hann. Hann þayt á eftir þeim og þreif í handlegg Andrews. — Andrew, jeg þarf að tala við þig strax, — aleinan. —• Jeg sje enga ástæðu til að tala við þig, mælti Andrew rólega. . — Hagaðu þjer nú skynsamlegar en jeg gerði, hrópaði Duncomhe. Þessi kona þarna er njósnari. Ef þú sældar nokkuð saman við hana, þá verður það aðeins Phyllis til ógagns. — Það lítur út fyrir, að þú ætlir nú 'að verða opinskárri, sagði Andrew hæðnislega. Fyrir stuttu síðan varstu dálítið þagmælskari. En þú hefir sjeð, að jeg var að komast að ýmsu í þessu máli. — Þú ætlar að brennimerkja þig. eins og hvern annan kjána. En geti jeg ekki með öðru móti hindr- að það, að þú gerir einhverja heimsku, þá verð jeg að svíkja loforð mitt við aðra. Komdu með mjer aftur inn í salinn, og þá skal jeg sýna þjer, hve ógætilega þú hagar þjer, ef þú hugsar þjer að njóta aðstoðar þessa kvenmanns. — Jeg þakka þjer fyrir þetta vinsamlega til- hoð þitt, svaraði Andrew, en jeg hefi ekki í hyggju, að nota það. Jeg treysti þjer ekki framar, en verð nú að reiða mig á vin minn, herra Lloyds. — Andrew! •— Jeg get ekki annað. — Við skulum, ekki blanda tilfinningum þínum í þetta mál, en aðeins hafa það hngfast, að alt sem við gerum í þessu máli, er Phyllis til ills. Jeg sje, að ungfrúin þarna er orðin óþolinmóð og að vinur þinn er að verða það. Biddu þau að bíða í tíu mínútur, þú munt aldrei iðrast þess. Leynilögreglumaðurinn blandaði sjer í samræðu þeirra og mælti: — Fyrirgefið að jeg trufla ykkur. En eigi jeg nokkuð að fást við þetta mál, verð jeg að heyra það, sem Duncombe hefir fram að færa. — Jeg er því samþykkur, mælti Andrew. Duncombe ypti Öxlum. Hann leit í kringum sig. Enginn var nálægt þeim, er gæti heyrt til þeirra. Hann sagði þeim, því í flýti frá öllum málavöxtum eins o'g þeir komu honum fyrir sjónir. — Þetta er sannleikurinn, mælti hann að lokum, eftir því, sem jeg get best vitað. Margt er mjer ó- ljóst enn. En viss er jeg um það, að hvorki jeg nje herra Lloyd fáum komið hinu minsta til leiðar, þó jeg færi á ný að fást við málið, og hann byrjaði nú. Jeg legg því af síað til Englands í kvöld. Duncomhe bjost við, að honum yrði trúað. Ef Spæjapagildran verður sjerprentnð. Áskriftum er veitt móttaka á Afgreiðslu Morgnnblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.