Morgunblaðið - 06.10.1925, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Aaglýsmgödxííbék
m
1
Tilkymtingar. II
Fyrstu dansæfingar verða á
núðvikudaginn klukkan 5 fyrir
börn ig klukkan 9 fyrir fullorðna
í Bárunni, uppi. 011 born, bæði
eldri og yngri, sem við okkur hafa
talað, eru beðin um að mæta þá.
Asta Norðmann og L. Möller.
Sólvang höfum við fengið heim-
ild til að nefna hús okkar við
Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. —
Kristín Kristjánsdóttir,
Guðlaugur Einarsson.
VlSskifti. II
Öll smávara til saumaskapar, á-
samt öllu fatatilleggi. Alt á sama
stað, Guðm. B. Yikar, klæðskeri,
Laugaveg 21.
Leitið þess sem yður vantar til
iðnaðar í versl. Brynja, Laugaveg
24. —
Tækifærisgjafir, sem öllum kem-
ur vel að fá, eru fallegu konfekt-
kassarnir úr Tóbakshúsinu, Aust-
urstræti 17,
* Smekklegt úrval til tækifæris-
gjafa í verslunin Katla, Lauga-
veg 27,
Hinir marg eftirspurðu vetrar-
yfirfrakkar eru nú komnir í
Fatabúðina.
Eegnkápur, karla og kvenna,
bestar og ódýrastar í
Fatabúðinni.
Kaupið fermingarfötin, manchet- Herbergi til leigu með miðstöðv-
skyrtur og hálstaui tilheyrandi í arhita, móti suðri, nú þegar, helst
Fatabúðinni. fyrir alt árið. A. S. í. vísar á.
Nærfatnaður, karla og kvenna,
bestur og ódýrastur í
Fatabúðinni.
Allan fatnað er best að kaupa í
Fatabúðinni.
Hvergi betra! Hvergi ódýrara!
Best að versla í Fatabúðinni.
Hafnarstræti 16. Sími 269.
UEIÐA-BRUÐURINA
þurfa allir að lesa.
Stúlka óskast í vist. Upplýs-
ingar í Tjarnargötu 3, sími 385.
Viima.
Starfsstúlka óskast að Vífils-
stöðum nú þegar.
Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar-
lconunni, sími 101 og 813.
Ung stúlka, 15—18 ára, óskast
á gott sveita heimili nálægt
Reykjavík. Lítið að gera. Hátt
kaup. Upplýsingar á Afgr. Ála-
foss. Sími 404, Hafnarstræti 17.
Vetrarstúlku vantar að Reyðar-
vatni á Rangárvöllum. Má hafa
með sjer barn. Upplýsingar á
Laugaveg 53, uppi.
(Ungur maður, sem skrifar og
reiknar vel, óskar eftir atvinnu
við skriftir eða lík störf.
A. S. í. vísar á.
.................. mt .H..—■*——■■■■ 4
Fermdur drengur, getur kom-
ist að nú þegar, sem lærlíngur við
framreiðsíu á Hótel Island.
Ensku, dönsku, íslensku og
reikning kennir Þórunn Jónsdótt-
ir, Baldursgötu 30.
DAGBÓK.
□ Edda 59251067 — 1
Strandmennimir af þýska tog-
iranum Otto Flohr, sem strandaði
tiýlega á Mýrdalssandi, eru nú
komnir hingað til bæjarins; voru
þeir fluttir landveg að austan. —
Strandmennirnir hafa gefið þýska
konsúlatinu skýrslu um strandið,
og telja þeir, að þeir eigi líf sitt
að launa þeim íslendingum, sem
komu á strandstaðinn og gengu
vasklega fram í að bjarga skips-
mönnum upp á kaðli. Eftir því,
sem Morgunblaðið hefir frjett,
voru það þeir Guðmundur Ey-
jólfsson bóndi á Brekkum, Ingi-
bergur Sveinsson vinnumaður í
Hjörleifshöfða og Haraldur Hann-
esson, unglingur úr Reykjavík, er
þarna stóðu að verki.
Dánarfregn. Aðfaranótt sunnu-
dags s. 1., andaðist hjer í bænum,
Sören Hólm, sonur Metúsalems Jó-
hanssonar kaupmanns. Hann var
tvítugur að aldri, siðprúður og
góður drengur. Banamein hans
var h eilahimnubólga.
Kaupendur Morgunblaðsins eru
vmsamlegast beðnir að gera af-
greiðslunni aðvart þegar í stað, ef
þeir fá ekki blaðið með skilum á
hverjum morgni; einnig eru menn
beðnir að tilkynna bústaðaskifti.
Togararanir. Af veiðum hafa
komið: Skúli fógeti (110 tunnur),
Baldur (rúml. 100), Gylfi (128),
ísland kom af ísfiski með 400
kassa.
Esja kom úr strandferð á sunnu
dag; voru farþegar um 150. Fer
hún aftur í kvöld, vestur og norð-
ur um land.
Áheit á Elliheimilið kr. 15,00,
frá sjómanni og kr. 5,00, frá N. N.
H. S.
Sjómannastofan er flutt í Hafn-
arstræti 15, þar, sem áður var
hafnarskrifstofan.
Áheit á Elliheimilið: B. S. kr.
5,00. Frá sjómanni kr. 25,00. II.
5,00. Vald. Norðfjörð kr. 200,00.
D. D. kr. 10,00. N. N. 20,00. Hjón
kr. 150,00. — Ónefndur gaf Eh.
biblíu og húslestrabók H. Thord-
arsen, báðar bækurnar í ágætu
bandi.
Alúðar þakkir.
3. okt. 1925.
Har. Sigurðsson.
Jón Stefánsson málari er ný-
kominn hingað ,til bæjarins. —
Hann heldur sýningu hjer í bæn-
um í haust.
Hlín, ársrit sambands norð-
lenskra kvenna, er nýlega komið
út. Er ritið fjölbreytt af nytsöm-
um og fræðandi greinum um ýms
þau mál, er einkum varða kven-
þjóðina.
Gasverðið. Svo að segja daglega
berast Morgunblaðinu áskoranir,
annaðhvort símleiðis eða brjeflega,
um það, að það geri þá kröfu
fyiir hönd bæjarbúa, að gasverðið
lækki nú þegar. Það mun vera
samhljóða krafa bæjarbúa, að
verðið á gasinu lækki, og full
sanngirni mælir með því, að svo
verði. Kolaverðið hefir stórlækkað
nú í haust, og það ætti að vera
lromið fram í lækkuðu gasverði.
Til Strandarkirkju frá N. N.
kr. 5,00, Ónefndum kr. 10,00, S.
Þ. kr. 2,00, P. J. kr. 2,00, og Konu
kr. 5,00.
Bestu drættina á hlutaveltu
„Hringsins“ í fyrrakvöld hreptu:
Marta Gísladóttir, Kleppi (reið-
hjól), Sig. Pjetursson, Baldurs-
götu 37, (500 króna málverk, eftir
E. Eyfells), Janus Gíslason, Hafn-
arfirði (ljósakrónu) og Sæmund-
ur Jensson, Rvík (ferð til út-
landa).
Allar skólabækur
og skólanauðsynjar
fást í
Bókaw. Sigfúsav* Eymundlssonar.
Mikið úrwal af klukkum og úrum
vel aftrektum. Loftvogir og allskonar silfur- og gullvörur.
Spyrjið um verð hjá mjer, áður en þið kaupið annarstaðar.
Sigurþói* iónsson.
Úrsmiður.
III
Nýjar vörur. Nýtt verð.
Allar haustvörurnar eru
nú komnar heim, og seljast
mjög ódýrt vegna hækkunar
íslensku krónunnar.
Magasin du Nord
deildin, (inngangur frá Aðal-
stræti), hefir sett niður verð
á öllum þeim vörum sem þar
liggja. Yið viljum því ráð-
leggja heiðruðum viðskifta-
vinum okkar að grenslast eft-
ir verðinu hjá okkur áður en
þeir festa kaup annarstaðar.
Athugið vörur þær, sem
eru til sýnis í sýningarglugg-
um okkar.
Vöruhúsið.
Nýkomiðs
AlklæÖi,
margar tegundir frá
Kr. 10,65 pr. meter.
Ílll Ellll llíOlSII.
Laugaveg
ÓDÝRAR LEIRVÖRUR: Mat-
arstell, kaffistell, postulíns bolla-
pör, mjólkurkönnur, diskar stórir
og smáir, vatnsglös o. fl. Vönduð-
ustu vörur og lægsta verð. Skoð-
ið vörurnar áður en þjer gerið
k$,up á öðrum stöðum.
Versl. „Þörf“,
Hverfisgötu 56. Sími 1137.
Hljómleikar. í kvöld kl. 7(4
heldur fiðlusnillingurinn Emil
Telmányi fyrstu hljómleika sína
Verður þar alveg sjerstök skemt-
un, sem Reykvíkingar fá þar að
heyra, því vafalaust er Telmányi
langfrægasti fiðlusnillingurinn er
M.s. Svannr
fer í dag.
Viðkomustaðir:
í vesturleið:
Sandur, Ólafsvík, Stykkishólm-
ur, Salthólmavík og Króksfjarð-
arnes.
í suðurleið:
Stykkishólmur, Ólafsvík, Sandur,.
Stapi, Búðir, Skógarnes.
Kemur e k k i á Búðardal, fyr
en í næstu ferð.
htfir heimsótt ísland.Næstu hljóm
l(ika heldur hann á föstudag.
Lyra er væntanleg hingað í dag,
snemma.
M.s. Svanur fer í dag vestur á
Breiðafjörð. Sjá auglýsingu hjer
í blaðinu.
bpmj ar agildran
__Jeg veit það ekki, svaraði Runton lavarður.
En svo mikið veit jeg, að þrír ríkisráðsfundir hafa
verið haldnir síðustu viku, og að óvenjuleg óró er
víða í bæwum meðal þeirra, sem eiga að vita hvað
gerist hjá stjórninni Eftir því, sem jeg best veit, þá
mnn ekkert stórveldi hafa verið í annari eins klípu
eins og við erum nú.
— Er þetta alvara þín, Runton?, spurði Dun-
combe, og svipur hans varð á sama augnabliki
athugull.
— Jeg veit í raun og veru ekki neitt, svaraði
Runton lávarður, og virtist vera þungt hugsandi.
En jeg hefi hlerað, að stjórnin muni hafa grun um
leynilegt samband milli Rússlands og Þýskalands.
fmsar aðfarir þessara landa benda á það. En við,
sem utan við stöndum, getum lítið annað gert, en
að geta o'kkur til um ýmislegt, sem kann að ske.
Og meðal annars getur maður gert sjer í hugar-
lund, að stjórnin hafi möguleika til að stofna ný
sambönd.
— Við hverja?
— Við Frakkland til dæmis.
Það var drepið á dyrnar og þjónninn kom inn.
— Hjer eru komnir þrír karlmenn, mælti hann,
sem ekki vilja segja til nafns síns, en þykjast hafa
afar-áríðandi erindi.
Duncombe leit á úr sitt. Það var komið yfir
miðnætti.
— Þrír karlmenn, á þessum tíma sólarhrings-
ins. Hvaðan úr veröldinni koma þeir ?
— Þeir sögðu ekkert um það. Einn þeirra hygg
jeg að sje erlendur maður. Og bifreið bíður eftir
þeim úti á veginum.
— Það er nú líka mál til komið, að jeg hypji
mig á stað, sagði Runton lávarður. En komdu, Dun-
combe, til mín á morgun og borðaðu hjá mjer mið-
degisverð. Hugsaðu ekkert um mig nú. Jeg kemst
sjálfur út í hesthúsið og legg á klárinn. Góða nótt!
Doncombe var að bugsa um að biðja vin sinn
að dvelja enn um stund. En áður en hann vissi af,
var hann farinn.
— Láttu gestina koma hingað inn, sagði Dun-
combe eftir nokkra bið.
Þjónninn fór.
En um leið gekk Duncombe að eikarskáp, er
stóð úti við gluggann í stofunni, tók þaðan skamm-
byssu og ljet hana í vasa sinn.
XXXII. kafli.
Settur í varðhald.
Duneombe þe'kti strax einn þessara gesta. Það
var Louis. Á öðrum hinna sá Duncombe strax, að
hann var franskur. Heldur var liann skuggalegur
útlits: svartskeggjaður og þungbrrnn; bar hann
gullspangagleraugu. Eftir því, sem Duncomhe komst
næst um hinn þriðja, var liann af heldur löku
bergi brotinn.
Louis hafði vitanlega orð fyrir þeim. Hann
hneigði sig alvarlegur fyrir Duncombe, en rjetti
honum ekki höndina.
— Þjer verðið að afsaka, George Duncombe,.
að við ónáðum yður á þessum tíma, sagði hann. Eil i
við höfum brýnt erindi, og gátum ekki beðið.
_ Og hvert er erindið?
— Mjer fellur illa að þurfa að segja yður,
Duncombe, að erindið er yður mjög nærgöngult
og óþægilegt. Þeir sem með mjer eru bjer eru Re-
dalle, úr franska leynilögregluliðinu, og hinn er lög-
regluþjónn frá Norwich. Samband mitt við leyni-
lögreglu þjóðar minnar er yður ef til vill kunn-
ugt. Þessir vinir mínir hafa meðferðis skipun um