Morgunblaðið - 11.10.1925, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Húsgagnaverslun
Sími 879. Laugaveg 13. SU 879.
hefir ávalt fyrirliggjandi allskonar húsgögn með
lægsta verði, t. d. má nefna:
12 borðstofuhúsgögn,
Þar i er innifalið:
Buffet, borðbúnaðarskðpur,
Anretterborð, matborð og
6 stóiar með niðurfallssetu,
alt úr eik, fyrir kr. 1100.00. Einnig sjerstök borð-
stofuborð og eikarstóla. Húsgögnin geta verið í
hvaða lit sem óskað er, og árs ábyrgð tekin á
þeim. — pess gerist ekki þörf, að telja mikið
upp, við höfum alt, sem yður vantar, bæði í svefn-
herbergi og borðstofu, alt með lægsta fáanlegu
verði. — Gerið því innkaup yðar þar, sem
mestu er úr að velja.
Virðingarfylst.
Siggeirsson.
Tómar 3|4 Lit. flöskur
eru keyptar háu verði í
Nýborg.
Nú er sparif je landsmanna að
mestu leyti í höndum bankanna.
Enginn skal efast um að það sje
þar trygt.
En þegar menn leggja fje sitt
á vöxtu til geymslu, þá hljóta þeir
líka að hugleiða, til hvers fjeð er
notað, hverjum það kemur að
notum, hvort það er notað í sjáv-
arútveg, kaupskap, landbúnað eða
annað. Alt þetta hafa bankarnir
a sinni könnu. Og hvað sem um
þá verður sagt, er eitt víst, að
þeir hafa ekki sókst eftir að koma
fje því til ræktunarinnar, sem
þeir hafa í vörslum sínum.
Og þó mælir öll sanngirni með
því, að sparisjóðsfje landsmanna
sje einmitt að allmiklu leyti geymt
í túnræktinni. Þar er hin mesta
trygging fyrir framtíð þjóðarinn-
ar. Túnrækt er sú atvinnugrein,
sem síst getur brugðist hjer á
landi. En túnrækt er enn af svo
von ( joecom
HJeye
M \ LKV
5M0RBR0DKJEX
ATtLIRR e O
Aðalumboðsmenn:
I. Brynjólfsson & Kvaran.
M H op slli íððrasl
Þess vegna eigið þjer að
kaupa Hreins Krystalsápu.
Hún inniheldur meira af
hreinni sápu en flestar aðr-
ar krystalsáputegundir, og
er auk þess íslensk.
skornum skamti, túnin eru svo
lítil, að til vandræða horfir fyrir
allan búskap, ef eigi verður bráð-
lfcga bætt úr að miklum mun.
Hafa menn til sjávar og sveita
fullan skilning á því, hve rækt-
un landsins þarf bráðra umbóta
við? Hafa menn ‘komist að raun
um að það er túnræktin og tún-
ræktin ein, sem er hinn tryggi
grujidvöllur fyrir þjóðlegu sjálf-
stæði voru og um Ieið hinn tryggi
sparisjóður fyrir núverandi kyn-
slóð? Er kjassmælgi manna til
landbúnaðarins látalæti ein, ell-
egar er hún sprottin af rjettri
og sannri trú og vissu um gildi
og framtíðarmöguleika sveitanna?
Þið, sem eigið sparisjóðsfje,
þurfið hjer eftir eigi að láta sitja
við orðin tóm. Þið getið lagt fjeð
í jarðræktarbrjefin og með því
styrkt í verki viðreisnarstarfið
mikla, ræktun landsins.
Fyrirhuguð veðurathugana-
stöð á Grænlandsjökli,
sem á að hafa mikla þýðingu fyrir
veðurspámar í Evrópu
norðanverðri.
Amerískur vísindamaður W. H.
Hobbs, kennari við háskólann í
Michigan var í fyrra mánuði á
ferð í Danmörku, til þess að ráðg*
ast um stofnun veðurathugana-
stöðvar norður á Grænlandsjökli.
Yeðurfræðingar eru margir á
þeirri skoðun, að stormar og ill-
viðri þau, sem koma í Evrópu
norðanverðri, eigi oft og einatt
upptök sín norður á Grænlands-
jöklum. Athuganir þar nyrðra
geta því haft hina mestu þýðingu
fyrir veðurfræðina yfirleitt og
einkum fyrir veðurspárnar, á með
an menn gera athuganir þar
nyrðra, og senda þaðan veður-
skeyti.
Prófessor Hobbf liyggst að safna
fje vestra, til þess að standa
straum af kostnaði við veður-
fræðileiðangur til Grænlands, en
danski Grænlandskönnuðurinn
Peter Freuchen hefir heitið lið-
styrk sínum til fararinnar.
Er ráð fyrir gert, að lagt verði
á jökulinn frá vesturströnd Græn-
Isnds í ágústmánuði næstkomandi.
Ætlast prófessor Hobbs til þess,
að hægt sje að flyt.ja aðalfarang-
urinn upp á jökulinn í flugvjel.
En mæla þarf hmðina nákvæm-
lega yfir sjávarmál, á stað þeim,
sem stöðin verður reist, vegna
loftþyngdarmælinganna þar efra.
Á stöðin að vera að minsta kosti
100 km. inn á jöklinum. Fullkom-
in loftskeytatæki á að setja þar
upp, svo að hægt verði að senda
þaðan reglubundin veðurskeyti. —
Stöðin á að starfa í eitt ár. Þar
eiga að vera tveir menn, og eiga
þeir að hafa einn hund hjá sjer .
Konungur Spánverja.
Eitt sinn í sumar bar það til,
að maður einn vel til fara stóð á
vagnpalli í lest einni nálægt
landamærum Frakklands og Spán
ar. Maðurinn hafði „patent“-
kveikju og ætlaði að kveikja sjer
: vindli, en kveikjan var biluð,
eins og oft vill verða. Yerkamað-
ur stóð þar nálægt reykjandi og
bauð manninum að kveikja í við
vindil sinn. Hinn þáði boðið; og
gáfu þeir sig síðan á tal saman.
Þjer eruð vænti jeg verksmiðju-
eigandi, segir verkamaðurinn. —
Ónei, svaraði hinn, það er jeg
ekki; jeg er forstjóri fyrir gömlu
fyrirtæki. Og hvernig farnast yð-
ur á .þessum erfiðleika tímum ?
Jæja, svona sæmilega. Jeg er kon-
ungur á Spáni.
Nýkomið:
Gardínutau, mjög ódýr
og falleg
Tvisttau
Ljereft
Treflar
Barnahúfur
Yetlingar fyrir börn og:
fullorðna
Sokkar
Hörblúndur, mikið úrva!
og alskonar smávörur
Von á miklu af smekk-
legum vörum, með næstu
skipum.
Alt selt með lægsta verði.
Gamlar vörubirgðir seldar
m.eð miklum afslætti.
ItlF® Cl.
E imskipaf j elagshúsinu.
Nýjar teg. h|er
en þó heirosfrægar og
lötigu þektar erlendis, af
Átsúkkulaði
er komið i ro kklu úrvali í
1
1USI
IOO krónur
Þeim sem bendir mjer á 2, S'
eða 4 herbergja íbúð, sem jeg get
fengið og er ánægður með, greiði
jeg 100 krónur fyrir ómakið.
A. S. í vísar á.
Lampaskermar
búnir til.
Konur, sem sauma sjálfar
lampaskerma sína, geta feng-
ið keypt efni í þá og fengið
leiðbeiningu í því að búa þá
til. —
ANNA MÖLLER,
Tjarnargötu 11,
til viðtals frá kl. 1—6.
SPÆJAKAOILDBAH
— Louis, hvað hefir komið yður til þess að
gera þetta?
— Ein miljón frankar, svaraði Louis.
— Þetta vitum við altsaman, og einnig, að
Þjóðverji nokkur, sem staddur er í París, hafði
boðið þessa miljan franka í skjalið. Jeg hirði ekk-
ert að vita um þetta, en hvað hefir þú gert af
Duneombe?
— Jeg hefi látið setja hann í varðhald fyrir
morðið á Flossie. Hann liggur nú í gryfju einhver-
staðar við veginn til Norwich.
— Er hann særður?
— Nei, hann liggur í yfirliði af klóróformeitri.
— Hvemig komst þú hingað aftur?
— í bíl frá Lynn.
— Bíður hann eftir þjer?
— Já.
— Þá töknm við hann. Vinnr mínn Toquet þekk-
ir sig hjer í nágrenninu. Síðan þjer voruð amerísk-
ur miljónamæringur, að nafni Fielding, og hjelduð
(
yður hjer í nágrenninu, m.unið þjer eflaust eftir
því, að vegirnir hjerna eru ágætir til þess að aka
á hart.
— Ætlið þjer að láta mig vera hjer kyrran.
stamaði Louis?
— Já, þangað til þjer visnið upp, ef þjer óskið,
svaraði Bergillac.
— Jeg vil bæta fyrir brot mitt, mælti Louis.
Þetta er það eina.
Bergillac leit á liann með einstakri fyrirlitn-
ingu.
— Þú bæta! I Þessu landi ert þú öruggur,
en setjir þú nokkurn tíma fætur þína á frakk-
neska jörð, ert þú dauðans matur.
De Bergillae sneri sjer frá Löuis, en í sama
mund var dyrunum hrundið upp, og þar
stóð maður, ákaflega illa á sig kominn, Það var
Duncombe, þakinn for frá hvirfli til ilja; niður
kinnar hans Iá blóðrás, sem ltom úr sári, sem var
á gagnauganu. Honum varð litið á opinn pen-
ingaskápinn og á hið aumlega útlit Louis, og
hann hugsaði sig ekki lengi um. Hann Ieit ekki
á aðra menn sem voru í stofunni, en var í einu.
vetfangi kominn að Louis og læsti fingrunum
um háls hans.
— Látið mig fá það sem þjer hafið stolið,
ræfils þorparinn yðar! hrópaði hann. Louis gat
engu orði komið upp. Bergillac kom nú til þeirra
og mælti:
— Vinur okkar hefir ekkí verið heppinn.
Sltjalið, sem hann ætlaði að stela, liggur hjerna
í vasa mínum, og herra Duncombe, hjerna er
sönnun fyrir mínum rjetti yfir skjalinu .
Hann rjetti Duncombe brjef frá ungfrú
Poynton.
— Ágætt, mælti Duneombe — og þjer hafið
skjalið í yðar vörslu.
— Það er hjerna, svaraði Bergillac og sló-
á brjóstvasann.
Duncombe sneri sjer aftur að Louis og mælti:
Fangelsisúrskurðurinn hefir þá verið falsaður?
— Já, svaraði Bergillae. Þetta litla skjal, sem
ungfrú Poynton hafði trúað yður fyrir, var einn-
ar miljónar franka virði fyrir Louis. Því miður