Morgunblaðið - 20.10.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1925, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ S \ MORGUNBLA#!©. ðtotnandi: VUh. Fln»en. C'í.Kefandi: Fjela* í ReykJiTtk. 3tlt«tJorar: J6n Kjartanoion, Valt.tr Stoítaoooa. 4<*ariy*insca«tjðri: B. H»fb«r*. dkrifotofa Au»tur»trœtl 8. iilntar: nr. 498 og B00. AuKiy»inKa*krlf»t.. nr. T00. ®*t«>a«lmar: J. KJ. nr. 741. V. Bt. nr. 1110. M. Hafb. nr. 770. Aakriftagjald lnnanland* kr. 1.00 & mánuOl. TJtanlanda kr. 2.B0. S lauaaaölu 10 aura »lnt. t Þiiríður Þorbjarnardóttir markgreifafrú dé Grimaldi d ’Anti- bes et de Cagnes, dó í Brússel (Belgíu.) liinn 5. október þ. á., eft- ir langvinn veikindi. Hún var 33 ára að aldri. ...« #»»»■ Siðustu kirkjuhljómleikarnir ÍÍRLENDAR SÍMFREGNIR Khöfn, 19. okt. FB. Frá jafnaðarmaimafundinum í Marseille. Símað er frá London, að sam- kvæmt ákvféðum sósíalistastefn- iinnar, er nýlega var baldin í Mar- -Htille, verði skrifstofa Internatio- *ale flutt til Zurich. Frá Þýskalandi. Símað er frá Berlín, að þegar Stresemann og Luther liafi komið heim af Locarnofundinum, hafi • sendiherrar Bandamanna tekið á taóti þeim á járnbrautarstöðinni. Er þetta talinn heimssögulegur viðburður. Síamkonungur rekur drotninguna frá sjer. Shnað er frá Bangkok, að kon- hfigurmn í Síam hafi lýst því yfir, drotning hans sje ófær til þess gegna stöðu sinni, og að hann áafí rekíð hana I burtu. Barnavinafjelagið „Sumargjöf“. f> æða sjera Friðriks Hallgrímsson- ar á sunnudaginn var. Starfsemi fjelagsins. Veðrið var ekki sem ákjósan- kgast á sunnudaginn var, fyrir karnavinafjelagið. —- Lúðrasveit- *n spilaði nokkur lög, þó rigning ^æri, Páll ísólfsson gat því miður ckki verið þar við, því liann var timahundinn með Telmanyi. Rit barnavinafjelagsins var selt 'a götunum, og seldist mikið af Því, enda höfðu yfir 30 stúlkur boðist til að selja ritið. Kann fjti- ^agið þeim þakldr fyrir. Sr. Friðrlk Hallgrímsson flutti íæðu af svölum Alþingishússins. ^alaði liann um starfsemi fjelags- iös, dagheimilið, sem fjelagið Jiafði í sumar fyrir 50 börn, vinnustof- hna, þar sem börnum hefir verið ^end handavinna, afskifti fjelags- ’11S af leikvelli í Vesturbænum, Sarðyrkjukensln o. fl. Starfið er mikið og margháttað, ^iVrir fjelag sem þetta, sagði sr. Friðrik. Afbrot barna og unglinga í hæ á síðari árum, henda til ^ess, að starf fjelagsins sje hið llanðsynlegasta. ■Mlir saikjast eftir því að eiga sem h(,st heimili, þar seTn börnin ■geti fengjð sem best nppeldi. — íteykjavík er heimili okkar allra. Sjera Friðrilc gat þess, að pEn væru fjelagsmenn barnavina- ^Jelagsins altof fáir. Þó fyrri kirkjuhljómleikarnir yæru snjallir og yndislegir, urðu þó hinir síðari enn fegurri og tign- arlegri. Varð það ekki aðeins svo fyrir hinn afbragðs snjalla leik hr. Telmanyis, t. d. í Bacli s ,Ciac- eona‘, g-streng „Ariunni“ og ,Alle- gro‘ úr C-moll sónötunni, lieldur og fyrir hinn fráhæra leik Páls fsólfssonar í „Toccata og fuga“ Bachs. Hljómleikurinn hófst með hinn heimsfræga fiðlu-tónverki Corelli’s „La folia“. Þá t.óku við forleikir við sálmana,,Ó, live mig leysast langar“ eftir Brahms og „Grát- andi kem jeg nú, guð minn, til þín“, eftir Jón Leifs. Hið síðar- nefnda. er fagurt og vel gjört; það er með sjerkennilegnm blæ, og væri gott að fá að heyra það aft- ur yið næsta kirkjuhljómleik. A öllu því sem lir. Jón Leifs semur er sá nýtískublær í allri meðferð, að full þörf er á því að lieyra það oftar en einu sinni. Við nánari kynni hygg jeg að flestir megi finna fegurð og snilli í þessum sálmaforleik hans. Forkunnar fagur var „Söngur Lodvigs XIH“, raddsettur af Cou- perin, hreinar, fagrar miðalda tón- línúr, jafn snildarlega leiknar saman af Telmanyi og Páli. Síðast kom „Allegro“ úr c-moll sonötu Bachs; þar náði samleikur þeirra meistaranna beggja liámarki sínu í fimi og smekkvísi. — Þá var lokið þessari unaðsríku stund í kirkjunni; margúr mun hafa farið með þeim hugarljettir, sem kæmi hann frá dýrðlegri guðs- þjónustu og heitri bænargjörð. Á. Th. Ljósvlsindin ■MiM.<vMa6WfcaawM39M«a« taka til meðferðar verkleg, fjárhagsleg og menningaráhrif ljóssins, og benda & fullkomna rotkunarmögule ka þess veiðmætis sem í ljósinu býr. Vjer munum geta nánar um hvert af þessu i næstu auglýsingum vorum. O S R A M Hessian og Bindigarn fyrirliggjandi Simar 8'. 0 otr 949. góð tegund yfir 30 litum. einii Eínarsson 8 Go. Landbúnaðarvjelasali. Eitt af stærstu landbúnaðarvjela-firmum í Noregi óskar eftir að komast í samband við áreiðanlegt verslunarhús, sem vildi taka að sjer sölu á landbúnaðarvjelum, mótorum, girðingum o. s. frv. Brjef, merkt, „Landbúnaður 345—12307“, sendist Höydahl Ohmes, Annoncc Expedition, Oslo. Fyrirliggjandi s Saltpokar góðir og ódýrir. Siml 720. Ailmarglr nýir f jelagsmenn bad.t- Ust yið a sunnudaginn var. Fje- ^agsgjaldið er 2 kr. á ári. Stein- kTiniur Arason, form. fjelagsins, á ■^ergstaðastræti 50, tekur við nýj- llm fjMagsmönnum (sími 1341) og mils gjaldkerjnn, frú Camilla jarnason, Laugaveg 8 B. Miitningarsjóður Ingibjargar Hansen er nú orðinn 14.400 kr. Fátæk skólabörn fá föt. Nokkrum árum áður en Morten Hansen barnaskólastjóri dó, stofn- :aði hann sjóð, er átti að bera nafn möður hans, Ingibjargar Hansen Stofnfje sjóðsins var 3000 kr. — Tilgangur lians er sá, að veita styrk til fatakaupa handa fátæk- nra skólabörnum. I erfSas'krá Mortens Hansen var tekið fram, að einn tíundi af eig- um hans, skyldi renna í sjóð þenna. Hefir sjóðurinn nú fengið þessa viðbót. Nemur hún 11.400 krónum. Árlega er veitt úr sjóðn- um rúmlega lielmingur af vöxtun- I um. Verður það nú rúml. 400 kr. En það segir Sigurður Jonsson . barnaskólastjóri, að sú hafi reynd- in orðið á, að fje það, sem verið liefir undanfariS til umráða, til fatakaupa, hafi reynst sjerlega di júgt, sökum þess, live verslanir 'þær, sem keypt hefir verið hjá, hafi selt þennan fatnað handa fá- tæku börnunum, vægu verði, óg væri óskandi að sama raun yrði á framvegis. Ritfregn. Ágrip af setningafræði og greinarmerkjafræði eftir Frey- stein Gunnarsson. Rvík 1925, 112, VI bls. 1-löf. bókar þessarar er góðkunn- ur fyrir ýmsar ágætar þýðingar í bundnu máli og óbundnu (t. d. sögur Jóns Sveinssonar). Er hann óvenju smekkvís á mál, vel að sjer í íslenskri tnngu og vand- virkur. Honum var því vel treyst- andi til að semja handhæga kenslu bók í setningafræði fyrir skóla vora, enda hefir hann leyst starf þetta prýðilega af hendi. Setninga fræði Jakobs Smára er að vísu gott rit, en er samin á yísindaleg- um grundvelli, of stór og óhentug til kénslu í skólum. Flestir munu rata á rjettar . beygingar í málinu, len um orðavalið sjálft fer eftir smekkvísi manna. Hitt er miklu algengara , að setningaskipunin sjálf sje gölluð, >ó að vitanlega sumir fari of langt, er liyggja, að setningaskipun 13. aldar íslensku eigi ein að skera úr um, hvað sje fagurt mál og vandað á vorum dögum. Þá mætti skera alla ís- lenska nútíðarrithðfunda niðúr við trog. Bók höf. er skift. í tvent: Setningafræði og greinamerkja- fræði. Eru margir í vafa um, hvar setja eigi greinarmerki í setningu og er greinarmerkja-fræði höf., er tekur yfir nær 50 hls., sú fyrst.a, er birt.ist um mál vort, því a,ð kensluhækur í íslensku hafa hin að til aðeins haft örfáar atlraga- semdir um greinarmerkjasetning. Ritstjórum blaða, og tímarita nran 1 vera manna kunnugast um, hve greinamerkjasetningu er áhóta- vant í handritum, er þeim berast, S i m «r 24 ▼eralimia, 23 Foolfl«n, 27 Foasbflrg, Klapptrstljt 89. Kúbein, Hamrar og Axir. Til sölu. 30 tonna mótorbátur, raflýstur, í ágætu standi, með sterkri vjel. — Fylgt geta margar lóðir, netakap- all o. fl. Upplýsingar gefur Hafnarfirði. Sími 47. og geta menn nú við lestnr bókar ^ þessarar gengið úr slkugga um ýms vafa-atriði. Framsetning höf. í hók þessari er öll Ijós og skipuleg og nokkur nýyrði, er höf. notar, mega teljast til bóta. Setningafræðin er lítarleg og segir frá öllum helstu afbrigðum í máli voru og bendir um leið á, hvað varast beri. Er það og kostur við kensluhók þessa, að kaflanum um setningarhluta er tvískift, þannig, að í fyrra, hlutan- um er skýrt frá öllum aðalatrið- um um meginhluta setningar og 'aðra setningarhluta, en í þeim síð- ara er skýrt ítarlega frá ölluni orðflokkum frumlags, viðlags o. s. frv., og má því miða notkun bók- arinnar við mismunandi þroska nemanda. Bók þessa má telja eink- arhentuga til kenslu í mentaskóla, gagnfræðaskóla og öllnm unglinga skólum landsins, enda bætir hún íúr brýnni þörf. A. J. Hvergi á landinu jafnmikið úrval af Peysum og hJA okkur, verðið frð kr. 5,00 pr. stk. Vöruhúsið. ==ss=^=ss= óskast um tíma á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Umsóknir send- ist fyrir 20. nóv. n. k. til formanns Fjelags ísl. hjúkrunarkvenna, Sig- ríðar Eiríkss, Lækjargötu 8. Til leigu Eitt eða fcvö samliggjandi hér- bergi með nokkrum húsgögnufn, miðstöðvarhitun, raflýsingu og- ræstingu. Lysthafendur sendi nöfn sín k A. S. í., merkt „Húsnæði“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.