Morgunblaðið - 18.11.1925, Síða 4

Morgunblaðið - 18.11.1925, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Reykjarpípur í miklu úrvali — fást nú og framvegis í Tóbakshús. inu, Austurstræti 17. rsr RundraO m p S islensRa tungu — eru ágæt tækiíærisgjöf. — öll smávara til saumaskapar, á- samt öllu fatatilleggi. Alt á sama staö, Guðm. B. Vikar, klæðskeri, Laugaveg 21. — Nýkomið : Bílstjóra- hanskar úr skinni. Verðið afarlágt. O. Ellingsen. Dansskóli Sigurðar Guðmunds- sónar: Dansæfing í kvöld r Iðnó, kl. 5 fyrir böm, kl. 9 fyrir full- orðna. Ágætt íslenskt smjör, tólg, kæfa' og nýtt kjöt, nýkomið í búðina á Bjargarstíg 16. Sími 1416. Sykursaltað kjöt. Reykt sauða- kjöt. Ódýr sykur. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Olíugasvjelar 14 kr. Aluminium- póttar 2 kr. Blikkfötur 1.75. — Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Athugavert: Bf krónan lækkar, þá hækka vörurnar. Kaupið strax ódýru vörurnar hjá mjer. Hannes (Jóusson, Laugaveg 28. lliiiiMb vinunBHðn Stúlka óskast til Ijettra hús- verka, óákveðinn tíma. Upplýsing- ar á Vitastíg 13, uppi. }jað renna. Heitir fiskurinn Ul- kokk? Tekist hefir að gera betri perlur úr því hreistri en ennþá hefir tekist með síldarhraistrið. En svo lítið veiðist af fiski þess- ■um, að perlugerðin er erfið vegna 'þess. Takist að gera jafngóðar þerlur úr hreistri síldar, þá er eng- ■fn hætta á því, að eigi fáist nægi- legt efni úr að vinna. En því hafa þessir tilvonandi perlugerðarmenn þá farið til Siglufjarðar til hreisturkaupa? Það kemur til af því, að t. d. I á síldarvertíðinni í Noregi er síld- in með miklum hrognum. En vegna þess verður örðugra að fá hreistrið hreint. Þykir Þjóðverj- unum best að ná síldarhreistrinu hreinu af síldinni sem veiðist hjer á sumrin. „Blómavinurinn“ með gleiða brosið í síðasta Tím- anum getur þess, að Garðar Gísla- son „ætli að fara að lifa á mála- ferlum út af meraverslun". Það kann að draga úr ánægj- unni, að bent sje á það, að G. G. Ijet aðeins kaupa fola sumarið það, sem Tímaklerkurinn og snat- ar hans voru á ferðinni. Annars ættu málaferlin, sem Tíminn getur um, frekar að setja sorgarsvip en bros á andlit rit- stjórans og fylgifiska hans, því hann hefir orðið að horfa upp á vini sína og samverkamenn í lyg- um og rógburði dæmda til fjár- sekta eða fangavistar fyrir meið- yrðin um G. G., og sjálfur bíður hann dóms — blessaður klerkur- inn — fyrir sömu eða meiri af- brot. En aumkunarverðastur er þó „blómavinur“, ef dýrseðlið og mannskemda-ástríðan hefir leitt hann svo langt, að hann gjörir nú ekki lengur greinarmun á folum og hryssum — þrátt fyrir alt bú- vitið. Gamall hestavinur. Kappskákarnar milli íslands og Noregs. Síðustu leikir. 1. Borð. Hvítt. Svart. ísland. Noregur. 11. D d 2 X D d 8. H f 8 X D d 8. GENGIÐ. Rvík í gær. Sterlingspund .......... 22.15 Danskar krónur..........114.06 Norskar krónur.......... 93.24 Sænskar krónur..........122.38 Dollar................. 4.58% Franskir frankar......... 18.59 DAGBÓK. Hjúskapur. Síðastliðinn suryiu- dag voru gefin saman í hjónaband af sjera Friðrik Hallgrímssyni, ungfrú Margrjet Arnljóts, frá Þórshöfn á Langanesi og Hjalti Björnsson, heildsali hjer í bæn- um. Helgidagalöggjöfin. Nefnd sú, er 'ákveðið var að skipa á safn- aðafundinum um daginn, til þess að vinna með þingmönnum bæj- arins að endurskoðun á helgidaga- löggjöfinni, er nú tekin til starfa. í nefndinni eru þessir: Agúst Jó- sefsson heilbrigðisfulltrúi, Eggert Briem hæstarjettardómari, • sjera Friðrik Hallgrímsson, Jón Hall- dórsson trjesm. og Jón Ólafsson framkv.stj. Ljóðabók Hannesar Hafsteins, 2. útgáfa, er komin út. Er útgáf- an hin vandaðasta, sem hin fyrri, og*í henni nokkur kvæði, sem ekki voru í fyrri útgáfunni. Útvarpsf jelagið. í dönskum blöð um var fyrir stuttu frá því sagt, að Magnús Guðmundsson atvinnu- málaráðherra væri í stjórn út- varpsfjelagsins, og komu þau um- mæli hjer í blöðum. Þessi vitleysa hefir nú verið leiðrjett hjer heima, og nú hafa Hafnarblöðin gert hið sama, sum þeirra. T. d. hefir Kö- benhavn leiðrjett þessa vitleysu, og bætir því við, að Magnús sje sá ráðherrann, er leyfi veiti til að starfrækja fjelagið, en í stjórn þess sje hann ekki; en aftur á móti Lárus Jóhannesson lögfræð- ingur og Otto B. Arnar símafræð-, ingur, m. a. I Ritgerð hefir Skúli V. Guðjóns- son læknir skrifað í „Bibliotek for Læger“, er hann nefnir: „Ud- skilles der Vitaminer gennem Huden?“. Er ritgerðin um rann- sóknir, er Skúli hefir gert á því, hyort A-Vitamin sje í sauðfitu úr ísl. haustull. Hefir ritg. þessi ver- ið sjerprentuð. Þá hefir hún og einnig verið þýdd á ensku, og birtist í „The Ameriean Journal of Physiology“. Skúli dvelur nú í Kaupmannahöfn. Þýskur togari, Fritz Buzzi, kom hingað inn í gær með bilaða vindu. Lyra kom hingað í gærmorgun frá Noregi. I ísland kom til Leith í gær. j MORGEN AVISEIV T> /"'» "Vf llillllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllfmi M IV VJ Hj il lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll er et af Norges mest læste Blade og er 3erlig i Bergen og paa den norske Vestkygt udbredt í alle Samfundslag. M.ORGENAVISEN er derfor det bedste Annonceblad for alle som önsker Forbindelse med den norsk* Fiskeribedrifts Firmaer og det övrige norske Forretningsliv samt med Norge overhovedet MORGENAVISEN bör derfor læses af alle paa Island. Annoncer til Morgenavisen modtages i Morgenbladid ’a Expeditinon. Agentur i Broderiartikler. For nogle af Tysklands förende Fabrikanter söges en godt, ind- fört Agent. Henv. til Generalrepræsentanten for Skandinavien iBil- let mrk. 322 med Opgivelse af Referencer til Sylvester Hvid, Ny- gade 7, Köbenhavn K. A. & M. Smith, Limited, Aberdeen, Scotland. Storbritanniens störste Klip- & Saltfisk köber. — Fiskauktionarius & Fiskdampermægler. — Tel. Adr.: Amsmith, Aberdeen. Koppespondance paa dansk. Motorkjöpare. Petroleums og Raaoljemotoren „FINNÖY“ av de nye typer, utan vatninnspröyting, leverast no til laage priser: Stor overkraft sl1 m A (ft* Lagerlevering med forhehold millomsalg tilbydast: 2 stk. 100/120 HK 2 cyl. Finnöy raaoljemotorar. 1. stk. 200/240 HK. 4 cyl. Finnöy Do. 1 stk. 45 HK. Stasjoner Dampmaskine. Innhent offerta fraa: ð.S. Hiis l. FiinBy MDtorlaH, Finniiii i Hnnsdal, Inron. Generalagent, konsul J- S. Edwald, Isafjord. Botnia fór frá Khöfn á sunnu- daginn, áleiðis hingað. Duoro, aukaskip Sameinaða fjel., fer frá Khöfn í dag. Skipið á að fara hjeðan 28. þ. m. beint til Hafnar. Nafnbreytting. Árni Ó. Árnason, icand. phil., hefir lagt niður ættar- nafn sitt, Árnason, og nefnist því hjer eftir Árni Ólafsson. Kaupþingið er opið í dag frá • kl. 1—3. VÍKINGURINN. varla verið neitt girnilegur í augum kvenfólks. Þó hjelt unga stúlkan áfram að horfa á hann með barns- legri undrun og meðaumkun. Hún hnipti dálítið í handlegg óberstans, hann leit á hana og rumdi í hon- um um leið. Síðan talaði hún lengi við hann alvarleg á svip, en það var auðsjeð, að hann veitti orðum henn- ar litla athygli. Hann tók valla augun af hinum þrek- lega Pitt, sem stóð við hlið læknisins. Þau færðu sig dálítið til og staðnæmdust beint framundan Pitt og töluðu saman langa stnnd, hún með Iágri rödd, en hann hávær og þysmikill. En læknirinn gat ekki greint orðaskil. Alt í einu mælti landsstjórinn hárri röddu: — Kæri Bishop obersti, þjer hafið forgangsrjett að þessum herramönnum þarna — hverja þjer kjósið yður og við hvaða verði. pá sem þjer ekki viljið, bjóð- um við upp. Óberstinn kinkaði kolli ánægður, og mælti síðan: — En þetta eru mestu garmar alt saman, herra landstjóri, og líta ekki út fyrir að verða mjög gagn- legir á ökrunum. Hann kallaði síðan á Gardener skipstjóra, og tal- aði um stund við hann jafnframt því, að hann athug- aði nafnalista, er skipstjórinn dró upp úr vasa sínum. Alt í einu kastaði hann nafnalistanum frá sjer og gekk að Pitt. Hann þreifaði á vöðvum hans og skip- aði honum að opna munninn, svo hann gæti athugað tennurnar. — Jeg gef 15 sterlingspund fyrir þennan, kallaði hann til skipstjórans. Skipstjórinn setti upp vandræðasvip. — 15 pund! Það er aðeins helmingur þess, sem jeg álít hann verðan. — En það er helmingi meira en mjer hafði nokk- urntíma dottið í hug að borga fyrir hann, sagði Bis- hop og glotti hæðnislega. — Þjer fengjuð hann fyrir sanfe og ekkert, þó þjer borguðuð 30 pund fyrir hann, herra minn. — Jeg get fengið negra fyrir það verð. En þessir hvítu hundar þola ekki vinnuna á ökrunum. Skipstjórinn hóf nú langa ræðu um kosti Pitts, um hestabeilsu hans, styrkleika og dugnað. Það kom strax í ljós, að hann ræddi ekki um mann, heldur um vinnudýr. Pitt stóð þögull og hreyfði sig ekki. En þó sást á yfirliti hans, í hvílíkri baráttu hann átti viö sjálfan sig til þess að halda jafnvægi skapsmunanna. En lækninn væmdj við þessu ógeðslega þjarki. Dálítinn spöl frá stóð unga stúlkan og talaði við landstjórann. Hún hafði engan grun um liin ógeðslegu viðskifti, sem frændi hennar var að semja um. Lækn- irinn var hissa á, ef henni stæði á sama um þau. — Jeg vil borga 20 pund fyrir manninn — ekki eyrir meira. Og það er miklu meira en þjer getið fengið hjá Grapston. Skipstjórinn kinkaði kolli og samþykti kaupin. Síðan gekk Bishop með fram fangaröðinni og athugaði suma. Á lækninn leit hann ekki. En honum fjell auð- sjáanlega vel í geð sá næsti, risavaxinn maður, að nafni Welvcrstone. Hafði hann mist annað auga sitt í orust- unni við Sedgemoor. Bishop byrjaði á sama þjarkinu á ný. Það var beSta veður. Sólin helti geislaflóði sínu yfir fangana. Læknirinn andaði að sjer hreinu loft- inu, mettuðu af skógarilmi og blómaangan. Hann hafðí enga löngun til að hefja umræður við Pitt. Og sam* máli var að gegna með hann. Ungi sjómaðurinn hugS' aði um það eitt, að nú ætti hann að skiljast við læko-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.